Morgunblaðið - 25.11.1973, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 25.11.1973, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1973 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur KonráS Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Rítstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100. Aurdýsingar Aðalstræti 6, simi 22-4-80. Áskriftargjald 360,00 krá mánuði innanlands. I lausasölu 22, 00 kr. eintakið Samkvæmt þeim samn- ingum, sem við höfum viðSovétríkinum olíukaup, á ekki að vera hætta á olíu- skorti hér á landi eins og nú er að verða í nágranna- löndum okkar. Á hinn bóg- inn erum við eftir sem áð- ur háðir þeim gífurlegu verðsveiflum, sem verða á olíu og munu afleiðingar þess senn koma í ljós í stór- hækkuðu olíuverði. En ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Framvinda orku- mála heimsins knýr á, að nýtt átak verði gert í hag- nýtingu jarðhita, bæði til þess að koma í veg fyrir orkuskort hér síðar meir og til þess að fá ódýrari orku. Af þessum sökum hafa 9 þingmenn Sjálfstæðis- flokksins undir forystu Matthíasar Á. Mathiesen, flutt þingsályktunartillögu á Alþingi þess efnis, að hraðað verði „skipulegri athugun á því, hvar hag- kvæmast er að nýta jarð- hita í stað olíu til húsahit- unar og gera sem skjótast ráðstafanir til nýtingar hans f þessu skyni. Þá ályktar Alþingi, að skora á ríkisstjórnina að gera hið bráðasta allar nauðsynleg- ar ráðstafanir- til þess að hraða þeim hitaveitufram- kvæmdum, sem undirbún- ar hafa verið. í greinargerð Matthíasar Á. Mathiesen og meðflutn- irgsmanna hans að þessari tillögu, koma fram stór- merkar upplýsingar um fjárhagslega hagkvæmni hitaveitunnar. Þar er upp- lýst, að á næsta ári muni hitaveitan spara Reykvík- ingum 1565 milljónir króna eða 50 þúsund krónur á hverja 4ra manna fjöl- skyldu í borginni og er þá miðað við 90% hækkun á olíu, sem boðuð hefur verið og 30% hækkun á gjald- skrá hitaveitunnar, sem nauðsynleg er talin. Hitun- arkostnaður borgarbúa með olíu mundi nema 2150 milljónum króna en með heitu vatni 585 milljónum króna. Á yfirstandandi ári sparar hitaveitan borgar- búum 680 milljónir króna eða um 230 þúsund krónur á hverja 4ra manna fjöl- skyldu. I greinargerð þingmanna Sjálfstæðisflokksins kem- ur sú athyglisverða stað- reynd í ljós, að á síðustu árum Viðreisnarstjórnar- innar fóru fram umfangs- miklar rannsóknir á hugs- anlegum hitaveitufram- kvæmdum og aukinni fjár- öflun til þeirra. Voru rann- sóknir framkvæmdar á Akranesi, Akureyri, Hafn- arfirði, Kópavogi, Seltjarn- arnesi og Siglufriði og ráð- izt var í framkvæmdir á Dalvík, Húsavík, Ólafsfirði, Reykjahlíðarhverfi við Mý- vatn, Hvammstanga og Sel- tjarnamesi auk þess, sem framkvæmdir í Reykjavík var hraðað. Nýlega hefur svo hitaveita verið lögð í hvert hús í Hrísey, svo sem kunnugt er. Hins vegar hefur nú í tfð vinstri stjórnar dregið úr rannsóknum og fram- kvæmdum á þessu sviði á vegum ríkisins. En Hita- veita Reykjavfkur hefur á sama tíma gert samninga við Kópavog og Hafnar- fjörð óg samningar við Garðahrepp eru á lokastigi. Á Suðurnesjum og í Borg- arfirði hefur einnig ver- ið unnið að undirbúningi hitaveituframkvæmda en bersýnilegt er, að fjár- magnsskortur mun há þeim mjög, ef ekkert verð- ur að gert. Því miður hefur áhugaleysi vinstristjórnar- innar um hitaveitufram- kvæmdir birzt með marg- víslegri hætti en þeim ein- um, aðdregið hafi úr rann- sóknum á þessu sviði. Al- kunnugt er nú, að vinstri stjórnin hefur þvælzt fyrir því, að f járhagslegur grundvöllur að rekstri Hitaveitu Reykjavfkur gæti verið nægilega traust- ur til frekari útbreiðslu. 1 ágústmánuði sl. var óskað eftir 12% hækkun á gjald- skrá hitaveitunnar en neit- un barst frá ríkisstjórninni 8. nóvember en samþykki fyrir nokkrum dögum. Á þessum tíma hefur hin bandóða verðbólga í land- inu hins vegar verið í full- um gangi og nú er nauðsyn legt að hitaveitan fái enn meiri hækkun en talið var í ágúst. Þessi hækkunarþörf hitaveitunnar skapast vegna almennra hækkana í landinu en ekki vegna fyr- irhugaðra framkvæmda hennar í Kópavogi og Hafnarfirði. Ef þær væru ekki fyrirhugaðar og þar með möguleiki á stærri markaði, mundi gjaldskrá hitaveitunnar þurfa að hækka enn meir. En þrátt fyrir t.d. 30% hækkun yrði hitaveitan margfalt ódýr- ari en upphitun með olíu og útbreiðsla hitaveitunn- ar því stórfelld kjarabót fyrir hvern þann, sem hita- veitu fær. Birgir ísl. Gunnarsson, borgarstjóri, hefur svarað með bréfi hótunum þeim, sem Magnús Kjartansson, iðnaðarráðherra, hafði uppi, er ríkisstjórnin sneri gersamlega við blaðinu og samþykkti hækkunar- beiðni hitaveitunnar frá því í ágúst. Segir borgar- stjóri í bréfi sínu, að fyrir- vari ráðherrans hafi verið óþarfur, „enda er þá reikn- að með, að af hálfu ráðu- neytis yðar og ríkisstjórn- arinnar verði ekki staðið á móti því, að gjaldskrá Hita- veitunnar verði á hverjum tfma ákveðin þannig, að veitan skili þeirri lág- marksarðsemi, sem fyrr- nefndur lánasamningur og samningar við nágranna- sveitarfélögin gera ráð fyr- ir.“ Síðan segir Birgir Isl. Gunnarsson, borgarstjóri, að ráðuneytinu verði fljót- lega sent erindi um þetta efni og komi þá x ljós, hvort ríkisstórnin vilji stuðla að útbreiðslu hitaveitu eða hvort „búseta vísitölufjöl- skyldu“ á að ráða afstöðu ríkisstjórnarinnar til þessa stórmáls. Hagkvæm nýting jarðhitans Rey kj aví kurbréf Laugardagur 24. nóv. Holtaþokuvæl Séð yfir Kópavog, Arnarnesiðog Garðahrepp. Ljósm. Mbl. < Skammt er síðan málgagn kommúnista lagði á það alla áherzlu að nota landhelgisdeiluna við Breta til að veíkja varnir íslands og öryggi landsíns, og gekk þessi áróður svo langt, að í forystugreinum Þjóð- viljans var tönnlazt á því, að Atlantshafsbandalagið hefði bruðizt Islendingum og Bretar hefðu gert herhlaup inn í íslenzka fiskviðilög- sögu í skjóli bandalagsins. Morgun- blaðið og þeir, sem telja, að sjálf- stæði íslands sé bezt borgið með samstarfi íslendinga við aðrar lýð- ræðisþjóðir, bentu á, hvílík fásinna þessi málflutningur væri. Þá stóð ekki á landráðabrígzlum komm- únista og skrifuðu þeir hverja forystugreinina á fætur annarri um nauðsyn þess, að Íslendingar slitu samstarfi sínu við aðrar vestrænar þjóðir. Svo langt gekk þessi áróður, að landhelgisdeilan féll í skuggann og aðaláherzla var lögð á að nota deíluna í þvi skyni að veikja traust íslendinga á Atlantshafsbandalag- inu. Gekk hatursherferð komm- únista gegn varnarsamstarfi vest- rænna þjöða svo langt, að þeir töluðu um NATO-herskip, þegar átt var víð freigátur þær, sem Bretar höfðu sent á Íslandsmið til aðstoðar togurum slnum. Jafnvel gekkþessi málatiibúnaður allur svo langt, að amazt var \ ið þ\ í, þegar forystu- menn lýðræðisflokkanna fóru til Briissel — lil að sitja þar í „veizlu- fagnaði" á meðan á „morðtilraun- um“ Breta stæði, eins og kommún- istamálgagnið komst að orði. „Með- an herskip úr NATO-flotanum auka sóma stjórrienda sinna hér í Norður- höfum, hyggjasi hinir íslenzku styrkþegar NATO nú treysta enn bönd sin við hernarbandalagið og votta þvi hollustu einmitt nú — og þeir fá á móti flugmiða yfir hafið og .veizlukost í nokkra daga, eins og Þjóðviljinn skýrði frá í gær,“ segir í einni forystugrein kommúnistablað- sins frá í sumar. Og í forystugrein Þjóðviljans 21. júní sl. segir m.a.: „Á sama tima og flestir þjóðhollir Islendingar lýsa því yfir, að eðlilegt sé að endurskoða afstöðu landsins til Atlantshafsbandalagsins, þá kosta skriffinnar Morgunblaðs- ins kapps um að tjá hollustu sína til bandalagsins. Þegar hollusta við NATO er mik- ilvægari en lífsnauðsyn eigin þjóðar, þa skeytir Morgunblaðið ekki um staðreyndir í málflutningi. Þannig leyfir Morgunblaðið sér nú að halda því fram, að Atlantshafs- bandalagið hafi brugðið skjótt við óskum íslendinga, þegar innrás brezku herskipanna var kærð til fastaráðs NATO. En hver hafa við- brögð NATO verið? Samkvæmt 1. gr. í NorðurAtlants- hafssamningum ber aðilum „að leysa hvers konar millirikjamál, sem þeir kunna að lenda í, á frið- samlegan hátt, þannig að alþjóða- friði, öryggi og réttlæti sé eigi stofn- að í hættu, og að beita ekki hótunum né valdi í milliríkjaviðskiptum“. Þessa upphafsgrein og grund- vallarákvæði Atlantshafsbanda- lagsins hafa Bretar gerzt brotlegir við . . . Helztu hald- reipi Morgunblaðsins þessa dag- ana er sá maður, sem hefur það hlutverk að framkvæma ákvarðanir yfirmanna sinna í NATO, hinn svo- nefndi framkvæmdastjóri Atlats- hafsbandalagsins, en hann á allt sitt undir utanríkisráðherrum stórveld- anna í bandalaginu... Framferði Breta og viðbrögð Atlantshafs- bandalagsins sýna berlega, að smá- ríkin njóta ekki neins réttar eða verndar innan slíks bandalags. Sátt- máli bandalagsins er að engu hafð- ur, þegar smáríki á í hlut. Bandalag- ið er notað til að reyna að kúga smáriki til hlýðni við vilja hinna stóru . . . Islendingar hafa nú fengið þau svör, að NATO muni ekki aðhafast neitt.“ Svo mörg voru þau orð. Og í for- ystugrein Þjöðviljans 27. júní sl. segir ennfremur: „Undanfarna daga hafa skutilsveinar Atlants- hafsbandalagsins, sem ritstýra Morgunblaðinu, reynt að bera það á borð fyrir landsmenn, að einhvers stuðnings sé að vænta í landhelgis- málinu hjá NATO. En það stoðar litt fyrir þetta útbreidda málgagn að halda slíku fram, þvi utanríkisráð- herrafundur Atlantshafsbanda- lagsins í Kaupmannahöfn á dögun- um sýndi, svo ekki verður um villzt, að NATO hefur tekið afstöðu gegn kröfum lslendinga.“ Siðan er talað um, að NATO sé „sáluhjSlparatriði fyrir lénsmenn Atlantshafsbanda- lagsins á íslandi. Það er forréttinda aðallinn í íslenzku þjóðfélagi, fulltrúar einkagróðans, sem telja það lífsnauðsyn að geta skriðið í skjól þess hernaðarbandalags, er gætir hagsmuna auðvaldsins um all- an heim og gerir auðsamsteypum kleift að ræna náttúruauðlindum smáþjóða . . . Það er nú deginum ljósara, að NATO hefur tekið af- stöðu gegn okkur og ekki tekið kæru íslendinga til greina.“ ÖIl hafa nú þessi gífuryrði komm- únistablaðsins fallið um sjálf sig og ekkí sízt fyrir forgöngu þessa bandalags, að Bretar hlustuðu á rödd einnar smæstu þjóðar heims- ins, og stórveldið var nauðugt vilj- ugt að ganga til samkomulags við okkur um lausn Iandhelgisdeilunn- ar. Það er einnig alkunn staðreynd, að Luns framkvæmdastjóri Atlants- hafsbandalagsins beitti sér mjög fyrir þvi, að lausn fengist á land- helgisdeilunni. Hann ræddi við for- ystumenn bæði Islendinga og Breta og er enginn efi á því, að frumkvæði Atlantshafsbandalagsríkjanna átti mikinn þátt i því, að Ólafi Jó- hannessyni forsætisráðherra tókst unista samþykktu samhljóða á Al- þingi, var ekki sizt gert vegna þrýstings frá Atlantshafsbandalag- inu og hefur nú sannazt enn sem fyrr, að jafnmikið tillit er tekið til hins smæsta sem hins stærsta innan þessa varnarbandalags vestrænna ríkja. Er raunar gott til þess að vita, að þrýstingur frá NATO hefur einn- ig áhrif á handauppréttingar komm- únistaþingmanna! Þegar fyrir lá, að samkomulag mundi nást í landhelgisdeilunni sagði Heath forsætisráðherra Bret- lands m.a.: „Þetta bindur enda á óæskilegt og hættulegt ástand, sem var að skemma samband okkar við bandalagsríki i NATO.“ Og í brezka þinginu sagði Heath ennfremur m.a.: „Samkomulagið mun binda enda á leiðinlegt og hættulegt ástand, sem spillti samskiptum okk- ar við bandamenn i NATO." Ekki þarf frekari vitna við. Það var rödd hins smæsta innan Atlants- hafsbandalagsins, sem að lokum iiuuiH.iiiaiauauuaiagui ________ sterkara á íslandi en nokkru sinni komulagið, sem þingmenn kom fyrr. íslendingar vita, að það var

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.