Morgunblaðið - 29.11.1973, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.11.1973, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 268. tbl. 60. árg. FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1973 Prentsmiðja Morgunbiaðsins Ræningjarn- ir gáfust upp Dubai, 28. nóvember AP—NTB ARABÍSKU ska'ruliðarnir, sem haft hafa hollenzku Júmbo-þot- una frá KLM á valdi sínu frá þvf á sunnudagskvöld, slepptu í dag gfslunum 11 og yfirgáfu farþega- þotuna á flugvellinum í Dubai, en munu í staðinn hafa fengið loforS stjórnvalda um ferðafrelsi. Engu að síður biðu lögreglumenn þeirra, og í stuttorðri opinberri tilkynningu sagði aðeins, að þeir væru „í haldi“ og að þeir hefðu „ekki sett neinar kröfur eða skil- yrði“ áður en þeir gáfust upp. Þetta er eitt mesta flugrán í Miðausturlöndum. Alls lenti þot- an á fimm flugvöllum, en leið- togar Arabalandanna gáfu ræningjunum berlega til kynna, að þeir væru orðnir þreyttir á aðgerðum af þessu tagi og synjuðu þeim viða um lendingar- leyfi og griðastað. Einnig lýstu leiðtogar skæruliðasamtaka Palestínu-Araba sig andvíga þeim. Gfslunum, sem allir voru starfs- menn KLM-flugfélagsins hol- ienzka lfður að sögn bærilega. Uppgjöf skæruliðanna kom í kjöl- far viðræðna símleiðis milli yfir- valda á Dubai-flugvelli, höfuð- stöðva KLM og hollenzka utan- ríkisráðuneytisins í Haag. Em- bættismenn á flugvellinum neituðu að láta uppi hvers konar samkomulag hefði náðst við ræningjana, eða hvort um sam- komulag hefði verið að ræða yfir- leitt. Verða gfslarnir sendir heim til Hollands eftir stutta dvöl undir læknishendi f Dubai. Ræningjarn- ir rændu vélinni á sunnudags- kvöld og neyddu hana til að lenda i Damaskus. Sögðust þeir tilheyra samtökum, sem berjast fyrir frelsi Palestinu. Farþegum vélar- innar, 247 talsins, var sleppt á mánudag, svo og átta f lugliðinn. Anwar Sadat Egyptalandsfor- seti, t.v., og Feisal konungur Saudi-Arabfu ganga út af loka- fundi leiðtoga Arabaríkja í Algeirsborg í dag. Til vinstri má sjá í Arafat leiðtoga palest- insku frelsissamtakanna, og fleiri Arabaleiðtoga. (AP-símamvnd) Arabar en fúsir herskáir viðræðna eru til Hinn nýi forseti Grikklands, Phaedon Gizikis, hershöfðingi. Algeirsborg,28. nóv. AP. □ Þriggja daga ráðstefnu æðstu manna Arablandanna lauk f dag með því, að þeir kröfðust þess, að ísraelsmenn létu af hendi öll þau svæði, sem þeir hafa haldið her- setnum síðan 1967, en jafnframt virtust þeir reiðubúnir til þess að semja um lausn deilumálanna við tsrael. L] t lokayfirlýsingu ráðstefn- unnar segir, að ótryggt hættu- ástand muni sem fyrr ríkja í Mið- austurlöndum og hætta sé á nýjum bardögum ef tsraelsmenn hörfi ckki frá öllum herteknu svæðunum og veiti ekki þjóð Palestínu fyrri réttindi sín. Ekki var beinlinis minnzt á friðarviðræðurnar, sem ráðgert er að hefjist i Genf 18. desember. Aðalframkvæmdastjóri Araba- bandalagsins, Mahmoud Riad, sagði á blaðamannafundi, að á þær hefði að sjálfsögðu verið minnzt f einkaviðræðum þótt engin ályktun hefði verið gerð, þar sem friðarviðræðurnar hefðu ekki verið á dagskrá. Ákveðið var á fundinum, að sögn Riads, að Arabar héldu Washington 28. nóv. -AP FREI) BUZHARDT, lögfræðing- ur Hvíta hússins, skýrði í dag frá því við yfirheyrslur hjá aðstoðar- saksóknaranum í Watergatemál- inu, Riehard Ben-Veniste, að tæknimenn, sem farið hefðu yfir segulbandsspólurnar, er Nixon forseta hefur verið gert að láta af áfram að beita olfuvopninu í deil- unum við ísrael. Hann sagði, að undanþágur frá olíubanninu urðu í réttu hlutfalli við stuðning landa, er flytja inn olíu, við mál- stað Araba. Ákveðið var að banna olíusölu til Suður-Afríku, Portú- gals og Rhódesíu samkvæmt kröfu Afríkuríkja. hendi, hefðu orðið þess áskynja, að fleiri auðir kaf lar væru á bönd- unum, þar sem ekkert heyrðist. Sagði Ben-Veniste, að engin eðlileg ástæða virtist vera til þess, að þessir kaflar væru þöglir. Fyrr i dag kom Rose Mary Woods, einkaritari Nixons, enn á ný til yfirheyrslu, og urðu all- snarpar orðasennur milli hennar og saksóknarans. Aður höfðu þjóðarleiðtogarnir afstýrt að tjaldabaki klofningi vegna stöðu skæruliðaforingjans Yasser Arafats og undirbúið þátt- töku hans í fyrirhuguðum friðar- viðræðum. itrekað var, að Arafat væri talsmaður þjtiðar Palestínu, en engar ráðstafanir voru gerðar til að koma á laggirnar palestínskri útlagastjórn, sem mundi draga i efa rétt Jórdaníu til yfirráða yfir þeim hlutum landsins, sem eru byggðir Palestinumönnum. Allir ræðumenn á Iokafundin- um hvöttu til varðveiziu einingar Araba og lögðu a'herzlu á, að Arabaþjóðirnar yrðu að vera við- búnar nýjum bardögum ef friðai-- viðræðurnar færu út um þúfur. Samþykktar voru nokkrar ályktanir um hernaðarlegár og efnahagslegar aðgerðir ef þrátefli yrði í viðræðunum, en þær voru Framhald á bls. 18 Gríska herforingjastjórnin: Fleiri böglir kaflar Undirbúum þjóðina fyrir lýðræði — ný stjórnarskrá Aþenu 28. nóv. AP-NTB IIINN nýi forsætisráðherra Grikklands, Adamantios And- routsopoulos, gaf í kvöld veika von um að lýðræði yrði cndurreist í Grikklandi. „Það er ekki hægt að lögbjóða lýðræði... og það þarf endurbætur innan frá, sein ná til allra hliða þjóðlífs- ins til þess að koma því á,“ sagði hann í 48 mfn. langri útvarps- og sjónvarpsræðu, sem ætlað var að kvnna þjóðinni stefnu nýju stjórnarinnar. „Þegar Iandið er til þess búið verður gengið til kosninga,“ bætti hann við, en til- nefndi engan ákveðinn tíma í þeim efnum. Q] Androutsopoulos gaf berlega f skyn að stjórnarskráin, sem | Papadopoulos fyrrum forseti kom á, væri úr gildi fallin, og að nýja stjórnin myndi hið fyrsta leggja fram nýja stjórnarskrá. Hann minntist hins vegar ekki einu orði á, að herlög yrðu ntimin úr gildi. Androutsopoulos sagði, að stjórnarskrá Papadopoulosar hefði afhent einum manni öll völd í sfnar hendur. „Þannig skil- greinum við einræði," sagði nýi forsætisráðherrann. Hins vegar varaði hann alla andstæðinga her- ftiringjastjórnarinnar við því, að þeim yrði „ýtt til hliðar án nokk- urs hiks“. Androutsopoulos sagði, að herforingjarnir myndu stjórna með tilskipunum, sem „haldið verður innan nauðsynlegra marka" unz nýja stjórnarskráin er tilbúin. Hann minntist ekki á gríska konungdóminn eða hinn útlæga kóng Konstantín, en varðandi utanríkismálin sagði hann, að Grikkland, sem á aðild að NATO, myndi „vera trútt alþjóðlegum skuldbindingum sínum og sátt- málum“. Androutsopoulos er 54 ára að aldri og var um 12 ára skeið lög- fræðingur í Chicago i Bandaríkj- unum. Forsetinn er Phaedon Gicikis, hershöfðingi. Hins vegar er talið Ijóst, að valdamesti maður Framhald á bls. 18 Verða Frakkar líka að spara? Paris 28. nóvember — AP. FRAKKLAND, sem allt frá árinu 1967 hefur veriö hliðhollt Arabarikjunum f alþjóðamál- um, mun á föstudag tilkynna um ýmsar efnahagsaðgerðir, sem ætlað er að mæta vanda- inálum vegna olíuskortsins í heiminum, að því er haft var eftir opinberum heimildum í kvöld. Ekki var kunnugt hverjar þessar aðgerðir myndu veröa, en þó herma heimilda- menn AP-fréttastofunnar, að ekki verði um takmarkanir eða bann við akstri ökutækja að ra>ða eins og vfða hefur orðið að grípa til í löndum Efnahags- bandalags Evrópu. Myndu þessar aðgerðir koina til þrátt fyrir það, að arabfskir stjórnarerindrekar, sem koniið hafa til Frakklands undanfarið, hafi fullvissað frönsku ríkis- stjórnina um að hún nyti „for- réttinda" vegna vinsamlegrar stefnu sihnar í málefnum Araba. Segja heimildamenn frétta- stofunnar, að ríkisstjórnin „telji nauðsynlegt að höfða til sparnaðaranda frönsku þjóðai'- innar."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.