Morgunblaðið - 29.11.1973, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.11.1973, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1973 14 Lárus Jónsson: Með landshlutasamtökunum á að draga vald frá ríkinu A FUNDI neðri deildars.I. mánu- dag mælti Lárus Jónsson (S) fyrir frumvarpi, sem hann flytur ásamt fjórum öðrum þingmönn- um. um breytingu á sveitar- stjórnalögum, þannig að inn I lög- in bætist nýr kafli um landshluta- samtök sveitarfólaga. Frumvarp- ið er endurflutt frá síðasta þingi vegna ftrekaðra oska sveitar- stjórnarmanna, en Samhand ís- lenzkra sveitarfélaga hefur haft forgöngu um þetta mál. I ra-ðu Lárusar kom fram, að nokkur ágreiningur varð á þing- inu f fyrra um það atriði frum- varpsins að gert er ráð fyrir ein- um landshlutasamtökum á Norðurlandi, en nokkrir þing- menn hefðu frekar óskað, að sam- tökin yrðu hundin við kjördæmin og því yrðu tvenn samtök á Norð- urlandi. Landshlutasamtök hafa þegar verið stofnuð um allt land, og er með frumvarpinu gert ráð fyrir, að ákveða réttarstöðu þeirra í lög- um. Einungis ein samtök eru á Norðurlandi, Fjórðungssamband Norðlend inga. Lárus Jónsson sagði m.a.: A s.l. sumri var frumvarpið til athugunar í milliþinganefnd byggðamál, sem kosin var á síðasta þingi og skipuð þingmönn- um úr öllum þingflokkum. Nefnd- in telur frumvarpið mikilsverðan áfanga á þeirri leið, að fastmóta stöðu landshlutasamtakanna í stjórnkerfinu. Ilún er sammála forráðamönnum landshlutasam- taka og Sambands ísl. sveitar- félaga um, að það megi ekki dragast eða bíða eftir heildar- endurskoðun sveitarstjórnarlaga, að landshlutasamtökin fái þá viðurkenningu löggjafans, sem felst í frumvarpinu. Þvf er hún þess mjög hvetjandi, að það nái, að meginstefnu til fram að ganga á þessu þingi, þótt einstakir nefndarmenn eins og raunar f lutningsmenn frumvarpsins einnig, hafi fyrirvara á um flutn- ing á eða fylgi við breytingartil- lögur, sem fram kunna að koma við þinglega meðferð málsins." Lárus gerði síðan grein fyrir breytingartillögum, sem fram hefðu komið við frumvarpið á síðasta þingi við það ákvæði frum- varpsins, sem gerir ráð fyrir ein- um samtökum fyrir Norðurland. Sjálfur kvaðst Lárus hafa lagt til að umrædd grein yrði á eftirfar- andi hátt, ef verða mætti til að samstaðayrði um málið: „NU kemur fram almennur áhugi sveitarstjórnarmanna á ákveðnu landssvæði fyrir stofnun landshlutasamtaka og er þá ráðherra heimilt að staðfesta sam- þykktir fyrir slík samtök í sam- ráði við Samband isl. sveitar- félaga. Þrátt fyrir ákvæði þessarar málsgreinar má ekki staðfesta samþykktir fyrir lands- hlutasamtök á minna svæði en sem nær yfir eitt kjördæmi.“ Með þessum hætti væri ákveðið, að heimamenn gætu sjálfir á lýð- ræðislegan hátt ákveðið, hvernig þeir vildu skipa þessum málum. Lárus vék nú að því, hversu nauðsynlegt væri aðvinda bráðan bug að þessari lagasetningu, og alls ekki væru efni til að bíða heildarendurskoðunar á sveitar- stjórnarlögunum. Síðan sagði þingmaðurinn: ,,Eg vil leggja þunga áherzlu á, að algert grundvallaratriði er, að landshlutasamtökin haldi áfram að vera þannig uppb.vggð, að þau séu samstarfsvettvangur sveitar- stjórnarmanna i viðkomandi landshluta svo sem verið hefur. í meginatriðum er hlutverk þeirra að taka við stjórn á málefnum heimamanna, er varða hag fólks á stórum landssvæðum, af ríkis- valdinu, en ekki að draga vald úr höndum einstakra sveitar- eða héraðsstjórna. Þau eiga að draga úr skrifstofuvaldi miðveldisins f Reykjavík, en um leið er óhjá- kvæmilegt að efla starfsemi þeirra á ýmsan hátt, þegar fram i sækir. Landshlutasamtokin eru og eiga að verða samstarfsvett- vangur sveitarstjórnarmanna í viðkomandi landshluta og leiðir af því að kjósa verður sveitar- stjórnarmenn á þing samtakanna og sveitarstjórnarmenn í stjórnir þeirra. Þetta þykir mér rétt að undirstrika, þar sem einstaka raddir hafa heyrst um beinar kosningar á þing slíkra samtaka. Á hinn bóginn eru sveitarstjórn- armenn kosnir lýðræðislegum kosningum hver til sinnar sveitar stjórnar. 1 vitund almennings á það að vera eitt af verkefnum sveitarstjórnarmanna að horfa á hag sinna sveitarfélaga, þótt við- komandi þurfi til þess að líta út fyrir hrepp eða bæjarmörk í því skyni.“ Fríðjón Þórðarson (S) kvaðst vilja leggja áherzlu á, að réttur hinna minni sveitarfélaga yrði ekki fyrir borð borinn. Vakti hann athygli á því ákvæði frum- varpsins, sem gerir ráð f\TÍr að heimilt verði, að veita sýslufélög- um aðild að landshlutasamtökun- um. Beindi hann þeim tilmælum til þingnefndar, sem frumvarpið fengi til meðferðar, að það yrði sent sýslufélögum landsins til umsagna. Pétur Pétursson (A) sagðist efnislega vera sammála flutnings- mönnum um nauðsyn á því að setja rammalöggjöf um þetta efni. Hér væri aðeins spurning, hvort ekki ætti að láta landshlutasam- tökin fylgja kjördæmunum. Lagði hann til, að þingnefndin kynnti sér rækilega vilja sveitarstjórna í Norurlandskjördæmi vestra, hvað þetta varðaði. Að umræðu lokinni var frum- varpinu vísaði til 2. umræðu og félagsmálanefndar. Birgir Kjaran tekur sæti Sl. þriðjudag tók Birgir Kjaran fjTsti varaþingmaður Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík sæti á Al- þingi í forföllum Jóhanns Haf- stein fyrsta þingmanns Reykvík- inga, sem er á förum til útlanda. Þingfréttir í stuttu máli LÆKNALÖG Magnús Kjartansson heil- brigðisráðherra mælti á fundi efri deildar í gær fyrir stjórnar- frumvarpi til breytingar á lækna- lögum. í frumvarpi þessu felst sú efnisbreyting á gildandi lækna- lögum. að íslenzkt rikisfang er fellt niður sem skilyrði fyrir veit- ingu lækningaleyfis. Auk þess er lagt til, að orðalagi laganna verði sums staðar breytt til nútima- legra horfs. HÚSBYGGINGAR VIÐLAG ASJÓÐS A sama fundi var afgreitt við 2. urnræðu frumvarp til laga um húsbyggingar á vegum Viðlaga- sjóðs. Frumvarpið er flutt til stað- festingar á bráðabirgðalögum. STARFSKJÖR LAUNÞEGA Þá var einnig afgreitt við 2. umræðu stjórnarfrumvarp um starfskjör launþega. Var þessu frumvarpi, svo og framangreindu frumvarpi úm húsbyggingar á vegum Viðlagasjóðs, visað til 3. umræðu. VEIÐAR í LANDHELGI A fundi neðri deildar í gær mælti Lúðvik Jósepsson sjávarút- vegsráðherra við fyrstu umræðu fyrir frumvarpi um. að gildistími núgildandi laga um bann við veið- um með botnvörpu og flotvörpu verði framlengdur til áramóta, en bráðabirgðalög um þetta efni voru sett sl. sumar. Frumvarp þetta hefur þegar verið afgreitt við 3 umræður í efri deild. Auk ráðherra tók Pétur Sigurðsson (S) til máls við umræðuna. Framhald á bls. 18 Fyrirspurnartími Sl. þriðjudag svöruðu ráð- herrar nokkrum fyrirspurnum frá þingmönnum, og verður hér sagt i stuttu máli frá fyrir- spurnunum og svörum ráð- herra. Rekstur skuttogara Jón Armann Héðinsson (A) spurði sjávarútvegsráðherra: 1. Hvaða athuganir hafa átt sér stað á afkomu hinna nýju skuttogara á yfirstandandi ári? 2. Má gera ráð fyrir, að meiri hluti þeirra geti staðið i skilum með greiðslur á vöxtum og af- borgunum? 3. Er einhver aðili, sem fylgist skipulega með þeim göllum eða bilunum, sem fram koma á fyrsta ári? 4. Hvað má gera ráð fyrir miklu meðalaflamagni og verð- mæti á ári hjá 500 brt. skut- togara? Lúðvík Jósepsson svaraði spurningunum: 1. Fylgzt hefði verið með afla togaranna og leitað eftir upp- lýsingum um rekstrarafkomu þeirra hjá útgerðaraðilum. Ekki væri að svo komnu máli unnt að segja með neinni vissu um, hver afkoma togaranna væri. 2. Nokkurn veginn augljóst, að svo yrði ekki. 3. Sér væri ekki kunnugt um neinn slíkan aðila. 4. 3—4000 tonnum að verð- mæti 50—65 milljónir króna á hvern togara á ári. Raforkuskortur á Vestfjörðum Sloingrfmur Hermannsson (k') spurði raforkumálaráð- herra: Hvaða ráðstafanir eru ráðgerðar til þess að koma f veg fyrir raforkuskort á Vestfjörð- um i vetur? Magnús Kjartansson svaraði því, að ekki væri fyrirsjáan- legur neinn raforkuskortur á Vestfjörðum í vetur, nema um bilanir yrði að ræða. Ekki væri því um neinar sérstakar ráð- stafanir að ræða f vetur. SlMAMALSUÐURNESJA Jón Armann Héðinsson (A) tók upp fyrirspurn til sam- gönguráðherra, sem varamaður hans, Karl Steinar Guðnason, hafði flutt: Hafa verið gerðar einhverjar ráðstafanir til að bæta sima- kerfið á Suðurnesjum, einkum með tilliti til landssimaaf- greiðslu til Reykjavíkur og út á land? Björn Jónsson rakti þær lagfæringar, sem gerðar hafa verið undanfarið og nú er verið að gera. Sagði ráðherra þetta vera vandamál, sem brýnt væri að bæta úr, en til þessa hefði fjárveitingarvaldið ekkí veitt þær fjárveitingar, sem nauð- Sj'nlegar væru til endurbót- anna. Fjármál hafnarsjóða Lárus Jónsson (S) spurði f jármálaráðherra: 1. Hvernig skiptast milli ein- stakra hafnarsjóða og kjör- dæma endurlán þess fjár- magns, sem ríkisstjórnin tók að Iáni skv. 6. gr. fjárlaga 1973, að upphæð 40 millj. kr., til þess að létta greiðslubyrði þeirra hafn- arsjóða, sem verst eru settir vegna Iangralána? 2. Með hvaða kjörum og til hve langs tima tók ríkissjóður umrætt lán, og hver voru kjör endurlánanna til hafnarsjóð- anna? 3. Telur ráðhérra fullnægj- andi að létta greiðsluskilyrði umræddra hafnarsjóða með slíkum lánum í stað o'aftur- kræfra framlaga? 4. Er það rétt, að sumir hafn- arsjóðirnir geti ekki tekið þessi lán vegna synjunar um ríkis- ábyrgð i því skyni? 5. Var ekkert tekið tillit til lausaskulda hafnarsjóðanna, þegar ákvarðanir voru teknar um úthlutun endurlána til þeirra? Halldór E. Sigurðsson svaraði fyrirspurninni: 1. j svarinu kom fram eftir- farandi skipting milli kjör- dæma: Vesturland 3 milljónir, Vestfirðir 14,5 milljdnir, Norð- urland vestra 3,5 milljónir, Norðurland eystra 7 millj- dnir, Austurland 8 milljónir, Suðurland 2,5 milljónir og Reykjanes 1,5 milljdn. 2. Ríkissjóður hafði tekið lán- in til 15 ára. Endurlánin til hafnarsjóðanna væru afborg- unarlaus í 2 ár, en greiddust síðan með jöfnum árlegum af- borgunum á 13 árum. Vextir væru 11,5%. 3. Ekki væri verjandi að veita styrki til aðila, sem ekki stæðu í skilum, meðan aðrir, sem i skil- um stæðu, fengju enga. 4. Þessi lán væru veitt án ríkisábyrgðar. 5. Veit ekki, en geri ráð fyrir þvi. Lárus Jónsson sagði, að aug- ljóst væri, að ríkisstjórnin hefði breytt frá þeirri stefnu, sem mörkuð var með hafnarlögum á síðasta þingi. Þar væri ákveðið að koma þeim hafnarsjóðum, sem verst væru settir, til hjálp- ar með óafturkræfum styrkj- um. Halldór E. Sigurðsson sagði, að úthlutun lánanna skv. heim- ildinni í fjárlögunum Iokaði engri leið til að fullnægja ákvæðuin hafnarlaganna. Fjórðungssjúkrahús á Akureyri Lárus Jónsson (S) spurði f jármálaráðherra: 1. Hvers vegna hefur fjár- málaráðuneytið ekki veitt end- anlegt framkvæmdaleyfi til ný- byggingar Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri fyrr í haust, svo sem heimaaðilar hafa óskað eftir og heilbrigðisráðuneytið hefur lagt til? 2. Verður veitt nægilegt fjár- magn á fjárlögum næsta árs til þess að standa við fram- kvæmdaáætlun heilbrigðis- ráðunejtisins á þvf ári? llalldór E. Sigurðsson sagðist ekki hafa séð þessa fyrirspurn fyrr en „áborðinu hjá mér rétt áðan“. Kom þvf lítið fram i svari ráðherrans. Sagði hann þó, að unnið yrði við bygging- una með eðlilegum hraða, þó ekki yrði unnt að fara eftir til- lögum heilbrigðisráðunej’tisins f því efni. Oliuleit á hafsbotni Stefán Gunnlaugsson (A) spurði iðnaðarráðherra: 1. Ilvers konar rannsóknir og leit eftir olíu í jarðlögum i hafs- botni úti fyrir ströndum ís- lands hafa farið fram á undan- förnum ái’um, og hvaða aðilar hafa að því staðið? 2. Eru nú fyrirliggjandi um- sóknir eða fyrirspurnir frá er- lendum aðilum um leyfi til olíu- leitar á hafsbotni umhverfis ís- land, og ef svo er, þá frá hverj- um? 3. Hafa verið teknar ákvarð- anir um frekari olfuleit eða veitingu leyfa til slíkrar leitar eða rannsókna við ísland, og ef svo er, hvers eðlis eru þær ákvarðanir? Magnús Kjartansson svaraði fyrirspurninni: Rannsóknir á landgrunni hefðu bent til þess, að ekki væri þar um olíu né jarðgas að ræða. í ág. og sept. sl. hefði sovézkt rannsóknaskip verið við rannsóknir nálægt ís- landi. Hefði leiðangurinn fund- ið þykk setlög n-a af Islandi, sem kjmnu að hafa inni að halda olíu eða gas. Nokkrir að- ilar hefðu gert fyrirspurnir af þessu tilefni, en engin formleg umsókn um frekari leit hefði borizt. Ríkisstjórnin hefði ekki tekið neinar ákvarðanir um frekari aðgerðir i málinu, en fyrirhug- að væri að hafa samstarf við Norðmenn íþessu efni. Ferðamál Heimir Hannesson (F) spurði samgönguráðherra. 1. Hvað líður framhalds- athugunum á vegum Samein- uðu þjóðanna um þróun ís- lenzkra ferðamála? 2. Hafa ráðstafanir verið gerðar til að tryggja fé til þeirra, og hver yrði hlutur Is- lands í þvf sambandi? 3. Hafa verið gerðar ráð- stafanir af opinberri hálfu til að Ieysa hreinlætisvandamál á fjölförnum ferðamannastöð- um? 4. Hafa ráðstafanir verið gerðar til að kynna alþjóðleg- um fjármálastofnunum um- ræddar áætlanir og hugsanlega þörf á lánveitingum vegna framkvæmda á ferðamálum? Björn Jónsson svaraði: 1. Rfkisstjórnin hefði ákveðið, að framhaldsrannsókn færi fram, ekki hefði verið ákveðið um framkvæmdir skv. áætluninni. 2. Kostnaðarhlutur upp á 40.000 S kæmi í hlut Islands og yrðu 5 milljónir ísl. kr. veittar til þessa á fjárlögum fyrir 1974. 3. Á undanförnum árum hefði fé verið veitt á fjárlögum í þessum tilgangi og rakti ráð- herra, hvernig því fé hafði verið ráðstafað. 4. Þessum Iið spurningarinn- ar svaraði ráðherra neitandi. Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.