Morgunblaðið - 29.11.1973, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.11.1973, Blaðsíða 4
4 . MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÖVEMBER 1973 Fa /T Ití l . t /.//f.l A \iajh" 220-22- RAUÐARÁRSTIG 31 BÍLALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 fel BÍLALEIGAN 51EYSIR CAR RENTAL 0»24460 í HVERJUM BÍL piorvjGGn ÚTVARP OG STEREO KASETTUTÆKI SKODA EYÐIR MINNA. SHODfí ÍStGAH AUÐBREKKU 44-46. S(MI 42600. HOPFERÐIR Til leigu í lengri og skemmri ferðir 8—50 far- þega bílar. KJARTAN INGIMARSSON. sími 86155 og 32716. FERÐABÍLAR HF. Bílaleiga. - Sími 81 260. Fimm .nanna Citroen G.S. stat- ion Fimm manna Citroen G S 8—22 manna Mercedes Benz hópferðabilar (m bílstjórum) 1 vmnRCfnionR I mRRKRfl VÐRR Illa fylgzt með I lescndadálki Þjóðviljans er eflirfarandi bróf að finna sl. þriðjudag: „Hvern sigraði NATO? Sjálfslæðismenn lýsa því nú yfir, hver á fælur öðrum, að samningurinn við Breta hafi verið gallaður að mörgu leyti og jaf nvel haf i verið hægl að ná betri samningum baráttulaust. Sumum þingmönnum þeirra fellur þetta svo þungt, að þeir grciða atkva'ði á móti, þótt áður hafi lítt að þeim kveðið f land- helgismálinu. Allir muna flennifyrirsagnir Morgunblaðs- ins og margendurteknar full- yrðingar um, að NATO hafi unnið mikinn sigur þcgar gert var vopnahléið sem leiddi til þessara samninga. Nú hlýtur maður að spvrja þingmenn Sjálfstæðisflokksins: Ilvern sigraði NATO? Vésteinn Ölason." Bróf þetta sýnir, að brófritar- inn hefur fylgzt heldur illa með þróun landhelgismálsins. Ljóst var, að Bretar bjuggu við vaxandi þrýsting frá Nato um að láta af ofbeldi sfnu á ís- landsmiðum. Þetta kom glöggt fram í svari Edwards Heaths í Neðri deild brezka þingsins, þegar hann fagnaði lausn máls- ins, sem hann sagði hafa verið farið að skaða samband Breta við Atlantshafsbandalagið. Því er ekki út f hött að tala um vissan sigur Nato í þessu sam- bandi. Og hvern sigraði Nato sp.vr bréfritarinn f Þjóðviljan- um og svarið er: Heimsveldis- hroki Breta, sem á ra'tur í grárri fortíð. varð að láta sig gegn sameinuðum vilja Nato- ríkjanna og einbeittum huga íslendinga. Ábyrgðarleysi Samband ungrá sjálfstæðis- manna gekkst fyrir ráðstefnu um varnar- og öryggismál um sfðustu helgi. 1 ályktun, scm ráðstefnan sendi frá sér segir m.a.: Káðstefnan telur það skyldu Islendinga að tryggja öryggi sitt og eigi í þeim cfnum sam- leið með iiðrum vestrænum ríkjum. Á þessum forsendum erum við aðilar að varnarstarfi vestrænna rfkja í Allantshafs- bandalaginu. Ljóst er, aðSovétríkin leggja ofurkapp á að efla flotastyrk sinn á Norður-Atlantshafi og ógna með þvf siglingaleiðum milli Norður-Amerfku og Evrópu. ísland er á miðju Norður-Atlantshafi og þaðan má halda uppi eftirliti og verja þetta mikilvæga svæði og koma í veg fyrir, að áhrifasvæði Sovétrfkjanna taki endanlega til þess. Félli ísland innan herfræði- legs áhrifasvæðis Sovétríkj- anna, gætu þau áskilið sér rétt til pólitfskra áhrifa í landinu, svo sem gerzt hefur í Finn- landi. Því er ekki eingöngu um árásarhættu að ræða af út- þcnslu Sovétflotans heldur ekki síður um óbærilegan póli- tískan þrýsting, sem til kæmi f skjóli ógnunar af nálægum her- styrk. Það eru því beinir öryggis- hagsmunir tslands, að enn um sinn verði f landinu lið til varn- ar og eftirlits með svæðinu um- hverfis landið. Auk þess hljót- um við að líta til öryggishags- muna bandalagsþjóða okkar f NATO, einkum Norðurlanda, sem telja öryggi sfnu ógnað, ef varnarliðhyrfi frá Islandi. Af framantöldu er Ijóst, að hernaðarlegt mikilvægi tslands er mcira en nokkru sinni, og þvf væri algjört ábyrgðarleysi, bæði gagnvart Íslendingum og bandalagsþjóðum þeirra í Atl- antshafsbandalaginu, ef varn- arliðið hyrfi á brott. Þá myndi bresta einn mikilvægasti hlekkurinn f vörnum vest- rænnaríkja.“ spurt og svarað Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS Hringið I slma 10100 kl. 10—11 frá mánudegi til föstudags og biðjið um Lesendaþjónustu Morg- unblaðsins. □ Loftræsting í fangaklefum • Hafsteinn Guðmundsson, Rauðarárstíg 3, spyr: ,.l. Hvernig er loftræstingu í fangaklefuni í „Hverfisstoini" háttað? 2. Ilvaða útbúnaður er f.vrir hendi ef rafmagnsbilun verð- ur?“ Bjarki Elfasson yfirlögreglu- þjónn svarar: ,,í fangageymslum í lögroglu- stöðinni við Hverfisgötu er loff- hitun. og er hægt að hækka og tækka hitastigið eftir þörfum. Loftræstingin er í sombandi við hitakerfið, en auk þess hagar þannig til, að hægt er að voita útiloftinu inn í húsið — einnig í fangageymslur. 2. Enn sem komið er hefur lögreglustöðin ekki vararaf- stöð, en von er á henni innan tiðar." □ Lyfseðlamál lækna Rafn Jónsson, Sólheimum 7, Reykjavík, spyr: „Ilvað líður rannsókn Saka- dóms á lyfseðlamálum lækna? Má vænta einhvers framhalds á þossari rannsókn?" Jón A. Ólafsson, sakadómari, svarar: „Málið er í rannsókn. Henni verður haldið áfram eftir því sem lög standa til, en ekki er Ijóst á þessu stigi, hvenær henni lýkur." □ Endurskinsmerki Erla Sigurjónsdóllir, Kletta- hrauni 2, Ilafnarfirði, spyr: „1. Hvernig stendur á þvi, að ekki er hægt að fá endurskins- merki hér í Hafnarfirði? 2. i fyrra fengust hér merki. en ekki nema ein gerð — þ.e.a.s. til að líma á flíkurnar. Væri ekki hægt að hafa meira úrval? 3. Væri ekki hægt að dreifa merkjunum í skölurn?" Péfur Sveinhjarnarson, frani- kvæmdastjóri Umferðarráðs svarar: „1. Endurskinsmerki hafa verið til sölu í 5 verziunum í Hafnarfirði, þ.e. öllum nijólk- urbúðum Mjólkursamsölunnar. 2. i ár hafa verið á boðstólum þrjár gerðir endurskinsmerkja. Eru það saummerki, sem sauma mó á yfirhafnirnar og eru'tvö rnerki i hverjum poka, endur- skinsplötur, sem hafa má í vasa á yfirhöfn og láta hanga laust, þegar gengið er í rnyrkri, og endurskinskringlur til að festa á yfirhafnir. Það hefur lengi verið vilji Umferðarráðs að hafa enn fleiri tegundir merkja á boðstölum, en þar sem endur- skinsmerki hafa verið í svo há- um tollflokki hefur ráðið ekki treyst sér til þess. í dag greiðir Umferðarráð 70% toll af end- urskinsmerkjum, en Ifkur benda til, að sá tollur verði inn- an skamms lækkaður verulega og getur því ráðið flutt inn fleiri gerðir endurskinsmerkja. 3. Þeir skólar, sem þess óska, geta fengið endurskinsmerki keypt til dreifingar og sölu og má m.a. benda á, að á vogum Öldutúnssköla í Hafnarfirði hafa verið keypt endurskins- merki og foreldrafélag Víði- staðaskóla hefur pantað endur- skinsmerki fyrir alla nemendur skólans. Dreifing endurskins- rnerkja til skóla er þó ekki full- nægjandi lausn, þarsem endur- skinsmerki eru ekki síður fyrir fullorðna." F Haflidi Jónsson ÁHUGAMAÐUR á Langholts- vegi spyr að því, hvernig bezt verði búið um jarðarberjaplönt- ur á haustin. Þar gildir sama meginvarúðarráðstöfun sem um aðrar fjölærar plöntur að gæta verður þess vand- lega, að vatn geti ekki safn- ast fyrir i gróðurreitnum eða beðinu yfir vetur- inn. Við vitum, að vatn þenst út við frost og þar með einnig sú mold, sem plönturnar hafa rót- festu í, og þeirn mun rakari sem moldin er, þeim mun meira þólgnar hún af frostinu. Plönt- um, sem hafa fíngerðar rætur og grunnstæðar eins og jarðar- berjaplönturnar, er því mikil hætta búin.geta plöturnar jafn- vel slitnað i sundur og legið rótarlausar ofan á moldinni á vorin, ef holklaki er mikill í þeirri jörð, sem þeim var ætlað að vaxa í. Holklakatium reynum við að verjast með því, eins og áður er sagt, að veita vatni frá ræktunarbeðinu, en einnig með því að breiða yfir moldina eitt- hvert einangrunarefni sem ver jarðveginn fyrir frostinu. Þar sem snjór liggur yfir er sjaldan hætta á ferðum. Fátt einangrar- betur en snjórinn. Það m.ö. veitir Norðlendingum oft meiri möguleika á ræktun við- kvæmdra tegunda en okkur, sem búum við umhleypingana hér á Suður- og Vesturlandi. Yfirbreiðsla á moldina getur verið margvísleg, eiginlega allt það, sem ekki heldur í sér bleytu, t.d. viðarull, þang, rotnandi trjálauf, hey o.þ.u.l. Þeir, sem geta komið því við að hafa timburkarm kringum gróðurreitinn og strengt yfir plastdúk eða striga, eru nokk- urn veginn öruggir með að verja plönturnar sinar fyrir frostskaða. En nauðsynlegt er að losa um allt þetta skjól strax þegar hlýnar í veðri að vori. Mikilvægt er, að ætíð lofti vel i gegnum þá skjólbreiðslu, sem við notumst við, annars getur plöntunum orðið jafnmikil hætta búin af fúa eins og af frostinu sem við vorum að forða þeim frá. Önnur vandamál, sem bréf- ritari ræðir um, verður vikið að sfðar. Þá skal fröken Lilju þakkað ástúðlegt bréf. Því miður er ekki von til þess, að hægt verði að þiggja hið vel boðna ferðalag með henni í Þórsmörk að vori til að lesa villt blóm. Hún spyr hvað mörg íslenzk mannanöfn séu bundin við jurtaríkið. Því er erfitt að svara, en þau eru ekki mjög og sjálf ber hún eitt af þeim fegurstu. Hérskulu þó til gamans talin fáein, sem fyrst koma í hugann. Stúlku nöfn: Lilja Sóley, Fjóla — Viola, Lfn, Rósa, Ösp og Björk. Drengjanöfn: Bjarki, Viðar, Almur. Reynir, Reyr, Einir, Hlynur, Víðir og Smári. í öðru lagi spyr ungfrúin að því, hvenær fyrst hafi verið kjörin blómadrottning í is- lenzkri fegurðarsamkeppni. Það mun hafa verið á skemmti- samkomu í Ilveragerði, trúlega 1954. Og ef rétt er munað, þá hét sú friða mær Ileba Jóns- dóttir. Síðan hafa blóm- ræktendur í Hveragerði tilnefnt blómadisir flest góð- viðrisár. Og svo er þriðja og skemmti- legasta spurning hennar frk. Lilju sú, hvar aldingarðurinn Eden, sem getið er um i Biblí- unni, hafi verið. Því miður fær hún ekkert svar við því, enda hefur öllum, sem reynt hafa að ráða þá gátu, ekki enzt aldur til að finna það svar, sem viðhlítandi getur talizt. Hann gæti þess vegna alveg eins hafa verið í bjarkarrjóðri á Þórsmörkinni sem í frum- skógarþykkni austur í Asiu- löndum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.