Morgunblaðið - 29.11.1973, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.11.1973, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1973 29 MAIGRET OG SKIPSTJÓRINN Framhaldssagan eftir Georges Simenon Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi — Veslings Conrad .. . hann var meðalveggalopinn munninn ... Hún þurrkaði tár af vanga sér. Það virtist ekki beinlínis sann- færandi tár, hugsaði lögreglufor- inginn með sér, og átti ekki heima á þessu slétta og búlduleita and- liti. — Og ekkert annað? — Nei. Lögreglan frá Groning- en kom til að hjálpa lögreglunni hérna og þeir segja, að skotið haf i komið innan úr húsinu . . . það er haft fyrir satt, að prófessorinn hafi sézt koma niður stigann með byssu í hendi rétt á eftir og það var með þeirri byssu, sem hann var skotinn ... — Þér eigið við Jean Duclos prófessor? — Já, og þess vegna vildu þeir ekki leyfa honum að fara. — Og þegar þetta gerðist voru aðeins systurnar, Lisbeth og Amy einar í húsinu ásamt prófessorn- um? — Já. — Og í samkvæminu voru einn- ig Wiendandsfjölskyldan, þér og Conrad? — Já, og svo Cor . . . Honum hafði égsteingleymt! — Cor? — Ja, sko hann Cornelius. Hann er í sjómannaskólanum og var i aukatímum hjá Conrad. — Og hvenær fór hann? — Um leið og Conrad og ég. En hann fór til vinstri á hjólinu sínu, því að hann var á leið um borð í skólaskipið, sem liggur I Ems- skurðinum ... Viljið þér sykur? Teið kólnaði I bollunum. Bif- reið kom akandi og nam staðar við útitröppurnar. Skömmu síðar gekk herðabreiður og þrekvaxinn maður inn. Hárið var grásprengt og andlitið alvarlegt og yfir hon- um hvildi ró og virðuleiki. Þetta var Liewens bóndi, og þarna stóð hann nú og beið eftir því aðdóttirin kynnti gestinn. Svo þrýsti hann innilega hönd Mai- grets, en sagði ekkert. — Pabbi talarekki frönsku. Hún hellti í tebolla handa hon- um og hann drakk það án þess að fá sér sæti. Svo sagði hún honum á hollenzku frá kálfinum. Greinilega var hún að tala um þátt Maigrets í þeim atburði, því að Liewens leit hissa á hann og vottaði fyrir hæðni f svipnum, svo kvaddi hann heldur kuldalega og fór út. — Er prófessorinn í fangelsi? spurði Maigret, þegar hann var einn orðinn með ungu stúlkunni. — Nei, hann býr á Ho'tel Van Hasselt ásamt einhverjum lög- regluþjóni. — Og Conrad? — Lík hans var flutt til Gron- ingen — það er þrjátíu kflómetra héðan. Groningen er stór borg, þar búa yfir eitt hundrað þúsund manns. Þar er háskóli og þar hafði Duclos haldið fyrirlestur daginn áður en hann kom hingað . . ,'Er þetta ekki skelfilegt? Maður botnar hvorki upp né niður i neinu ... — Já, kannski var það hræði- legt. En ekki fannst hohum mikill hugur fylgja máli. Kannski var það þetta tæra loft, birtan úti, teið í bollunum og allur þessi litli bær, sem virtist eins og leikfangaland, sem hafði verið sett hér niður, sem olli því, að erfitt var að taka hátíðleg orð hennar alvarlega. Þegar hann hallaði sér út um gluggann sá hann yfir þorpið og hann sá stórt flutningaskip liggja við eina stærstu bryggjuna, þar var verið að lesta. Og bátarnir sigldu upp og niður Ems. — Fylgdi Conrad yður oft heim? — Já, f hvert skipti, sem ég kom þangað í heimsókn . . . Við vorum vinir, ég og hann ... — Og var frú Popinga ekkert afbrýðissöm? Maigret sagði þessi orð meira fyrir tilviljun, en um leið varð honum litið á þrýstinn barm ungu stúlkunnar og hann veitti því lfka eftirtekt, að hún roðnaði við. — Hvers vegna hefði hún átt að verða afbrýðissöm?. — Tja, ég segi nú svona . . . að kvöldi til ... þér og hann . . . alein Hún hló, svo að skein í allar hvftu tennurnar. — En við höfum það nú svona í Hollandi. Cor fylgdi mér lfka heim. — Og var hann ekki hrifinn af yður? Hún gerði hvorki að játa né neita. Hún tísti aðeins. Það var rétta orðið. Lftið tíst, daðurslegt og glaðlegt. Ilann sá föður hennar út um gluggann, hvar hann var að bera kálfinn út úr fjósinu. Hann hélt á dýrinu eins og barni f fangi sér og setti það niður á grasið í sól- skininu. Kálfurinn reyndi að brölta á fætur, en tilburðirnir voru í senn átakanlegir og broslegir, litlu lappirnar virtust ekki geta borið þennan skrokk og hann valt hvað eftir annað um koll, en reyndi jafnan að rfsa upp aftur. — Hefur Conrad aldrei kysst yð- ur? Aftur rak hún upp hlátur, en hún skipti litum um leið. — Jú.. . — Og Cor? Það tók hún mun hátíðlegar og sneri sér frá. — Jú, það hefur hann gert. En hvers vegna spyrjið þér um það? Hún leit til hans, óræðum svip. Kannski hún byggist við, að Maigret reyndi líka að kyssa hana. Þau heyrðu, að faðir hennar kallaði á hana. Hún opnaði gluggann og hann sagði eitthvað við hana á hollenzku. Þegar hún sneri sér að Maigret sagði hún: — Ég verð að biðja yður að hafa mig afsakaða. Ég verð að fara inn í bæinn að sækja borgar- stjórann. Það er vegna ætlartölu kálfsins, skiljið þér, svo að það er mjög áríðandi. . . Farið þér ekki lfka inn til Delfzijl? Hann fór með henni. Hún tók hjólið sitt og leiddi það. Hún vaggaði sér i mjöðmunum, þegar hún gekk. — Hér er fallegt, finnst yður það ekki? Veslings Conrad, sem fær nú ekki að njóta þessa framar... Á morgun opnar sund- höllin... og hann var þar á hverj- um degi... Hann var klukkutíina f hvert skipti.. . Maigret leit niðurfyrirsig. Annar kapituli Derhúfan Aldrei slíku vant skrifaði Maigret hjá sér ýmislegt í þessu máli, sérstaklega er varðaði tíma- setningu og staðarákvarðanir. Það var hreint ekki svo vitlaust, því að á endanum varð hver mfnúta dýrmæt og hver metri mikilvægur. Milli bæjar Liewens og Popinga voru um það bil tólf hundrað metrar. Bæði húsin lágu við skurðin og til að komast frá öðr- um staðnum til hins, varð að þræða stíg meðfram skurðinum, sem var raunar lítið notaður eftir að Emsskurðurinn var gerður, sem var bæði breiðari dýpri og tengdi Delfzijl við Groningen. Amsterdiepbakkarnir voru grónir og skurðurinn bugaðist milli hárra trjáa og var aðeins notaður til að fleyta eftir trjám óg þar sigldu einnig minnstu bátarnir. Bóndabær á stangli og her og hvar aðstaða til bátaviðgerða. Þegar komið var út úr húsi Popinga á leiðinni til Kiewensvar fyrst kómið að húsi Wiends- hjónanna, sem var í þrjátíu metra fjarlægð. Svo tók við hálfbyggt hús og síðan allvíðáttumikið autt svæði og þar næst tók svo við stóri timburhlaðinn. Hinum megin við timbur- hlaðann var aftur autt svæði og þar sveigði skurðurinn nokkuð. Frá þeim stað sást vel í gluggana á húsi Popinga og til vinstri sást hvíti vitinn í hinum enda þorps- ins. — Sendir hann frá sér glanipa? spurði Maigret. — Já. — Þá varpar hann nokkurri birtu á þessa leið á nóttunni? — Já, svaraði hún og hló við, eins og þetta vekti hana til um- hugsunar um eitthvað skemmti- legt. — Ekki er það gott fyrir elskendur! sagði hann. Leiðir þeirra skildu áður en þau komu að húsi Popinga. Að hennar sögn, ætlaði hún að stytta sér leið, en sennilega var ástæðan sú, að hún vildi ekki láta sjá sig í för með honum. Maigret nam ekki staðar. Ilúsið var nýtízkulegt, byggt úr múrsteini og fallegur blóma- garður fyrir framan, en matjurta- garður hinum megin við húsið og tii hægri skógargöng. Hann ákvað að fara inn í bæinn, sem var aðeins í fimm hundruð metra fjarlægð. Þar kom hann að lóninu, sem skildi skurðinn frá höfninni. Lónið var þakið bátum af öllum stærðum og siglutrén mynduðu nokkurs konar skóg þarna. Til vinstri var Hdtel Van Hasseltog hann gekk rakleittinn. Fréttabréf frá Mœlifelli j Fjörmikið j félagsstarf ! kvenna Vclvakandi svarar I slma 10- 100 kl. 10.30—11.30. frá mánudagi til föstudaga. 0 Hvað heldur stúlk an að hún sé? Júlíus Ingvarsson, Hávallagölu 46, Reykjavík.skrifar: „Kæri Velvakandi. Alveg gekk Olga Guðrún Arna- dóttir fram af mér i þættinum ,,Landshorn“ 23. þ.m., svo ofboðs- lega fannst mér óf.vrirleitni henn- ar. Það þarf sannarlega engan smáskammt af ösvífni til að geta sagt það, sem hún sagði þar. Meðal annars sagði Olga, að þar sem hún héldi, að íslenzkir foreldrar vanræktu uppfræðslu barna sinna um kynferðismál og stjórnmál, þá hefði hún ákveðið að taka að scr þetta hlutverk og annast sjálf kennslu þessara mála. Þegar ég horfði á þáttinn í sjón- varpinu gerðist ein spurning nijög áleitin i huga mér: Hvað heldur stúlkan að hún sé? Heldur hún kannski, að hún sé Messías sendur af himnum ofan til að leiða börnin smá úr prfsund kúgunnar og vanþekkingar. Jæja, það er nú kannski ekki mjög lik- legt, að hún haldi það; liklegra er hins vegar, að hún álíti foreldra svo vanþroskaða uppalendur, að hún, Olga Guðrún, neyðist til að taka við uppeldi barnanna lil að beina þvi inn á réttar brautir. Ég skal viðurkenna, að tilgátur mínar um hugarfar Olgu eru aðeins tilgátur, og þvi ekki alveg öruggt, að þær séu réttar. En það er nú einu sinni svo, að það er erfitt að geta sér til um hugarfar manneskju, sem velur sér barna- líma i útvarpi sem vettvang til að gefa stjörnmálaskoðunum sinum ttrás. 0 Ábyrgð foreldra og skrípaleikurinn sorglegi Við Olgu vil ég segja það, að það er foreldranna, en alls ekki hennar að ákveða hvenær skuli uppfræða börnin um kynferðis- mál og stjórnmál. Og umfram allt er það foreldranna en alls ekki hennar að ákveða á hvaða hátt þessi mál skuli kennd. Það væri hálf yfirborðskennt af minni hálfu að skammast i þessu bréfi mínu einungis út i Olgu en gleyma sjálfri undirstöðu þessa máls. Mergurinn málsins er útvarpsráð. Enn einu sinni hefur það orðið sér og þjóðinni allri til skammar og niðurlægingar. Engum íslendingi ætti því að dyljast lengur sá sorglegi skripaleikur, sem hlutleysi ríkisútvarpsins er orðið undir stjörn núverandi útvarpsráðs. Júlíus Ingvarsson." 0 Minniniáttarkcnnd Svava Valdiniarsdótlir, Klepps- vegi 50, Rcykjavík, skrifar: „Eg vil leyfa ntér að þakka svar Gunnars Kristinssonar, yfirverk- fræðings Hitaveitu Reykjavíkur í Iesendaþjönustu Morgunblaðsins 20 þ.m. um geislahitun og raka- stig. Það er allt að kafna i umræðum um vinstrisinnaða (barnabók), sem verið er að lesa í Morgun- stund barnanna. Mér finnst allt i Iagi, að krakkar um 12 ára aldur læsu bökina, ef þau nenntu því! Svo ætti að lesa uppbyggjandi og skemmtilegar bækur fyrir yngri börn. Eg er ekki pólitísk, en ég vorkenni islenzkum „kommum". Mér finnst þeir alltaf hafa verið með þessa minnimáttarkennd gagnva rt útgerðarmön nu m. Svava Valdiniarsdóttir.“ 0 Að gefnu tilefni Jön Gunnlaugsson bókaviirður skrifar: „í Morgunblaðinu 21. þ.m. er getið um ræðu borgarstjörans i Reykjavik, sem hann flutti í fyrri viku, um að aldraðir, öryrkjar og blindir njóti þjónustu bökasafna. Þar segir m.a.: „Areiðanlega er mikil þörf fyrir aukna bökasafns- þjönustu hér í borg fyrir aldrað fölk, öryrkja og blinda. I því sam- bandi þyrfti að koma upp bóka- safnsþjónustu i öryrkjahúsunum við Hátún, á Elliheimilinu Grund og reyndar víðar á slofnunum." U1 af þessum ummælum skal þess getið til þess að leiðrétta misskilning, að á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund hefur verið bökasafn til ókeypis afnota fyrir heimilisfölkið s.l. 50 ór. Það byrjaði að visu smátt, en hefur verið að smáaukast og er nú bóka- kostur þess um 5000 bindi. Það er opið hvern virkan dag nema laugardaga frá kl. 1—3 og voru útlán þess árið 1972 3587 bindi. í bökasafninu eru að staðaldri 2 nienn i starfi og stundum fleiri eftir þörfum og kostnaður við það, bökakaup bökband og annað, varkr. 195.919,00 sl. ár. Jön Gunnlaugsson." 0 Öskuhaugur og viðgerðaverkstæði á almannafæri Ragnar Guðmundsson, Nýlendu- götu 17, Reykjavík,hringdi til kvarta undan umgengni nágrenni við hcimili sitt. Hann sagði, að nú liefði Skoda- bifreið t.d. staðið ohreyfð og i lélegu ástandi á móti húsinu, sem hann býr i, í þrjá mánuði sam- ficytl. Hann sagði, að sér virtist svo sem þarna væri rekið bif- reiðaverkstæði á almannafæri, atdv þess sem greinilega væri þarna starfandi öskuhaugur f.vrir blikksmiðju eins, sem starfrækt væri i hverfinu. Þaina væru haugar af brotajárni. auk þess sem aflóga loftpressa stæði þarna óárcitt og í göðu yfirheti. Ragnar bað um. að þessu væri komið á framfæri við þá aðila, sein málum þessum ráða. i von um skjótar úrbætur. 1 I I I I I I I I I I I I L I I I I I I I I I I I I I I að| I I I m I I I I I I I I I I I Mælifelli 22. nóv. Á VEGUM Sambands skagfirzkra kvenna er nú efnt til handavinnu- námskeiða í ýmsum sveitum hér- aðsins og þéttbýliskjörnum. Kennari eru frú Magdalena Sig- urþórsdóttir, en hún hefur kennt á vegum kvenfélaganna vfða um land. Þátttaka hefur verið mikil bæði í Iljaltadal, Blönduhlíð og nú í Lýtingsstaðahreppi, en næsta námskeið verður á Sauðárkróki. í ráði er að halda sýningu i lokin. Fyrir skemmstu hittust orlofs- ferðarkonur hér á Mælifelli til að rifja upp kynnin frá i sumar, er þær föru, alls 43, í ferðalag til Austurlands. Af þessu tilefni var gefið út blað með ferðasögunni og nokkrum vísum, en mikið var ljöðað og sungið í förinni. Ber blaðið nafnið „Orlofsfréttir úr Skagafirði 1973", 9 sfður, þrykkt og fjölritað hjá Ilalldóru llall- grímsdóttur á Sauðárkróki. Helztu höfundar bundins og óbundins máls í blaðinu eru Sig- ríður Friðriksdóttir á Ingveldak- stöðum, Arnfríður Jónasdóttir á Þverá og Rannveig Þorvaldsdótt- ir, Sauðárkróki. Síðla á sumrinu var orlofsdvöl norðlenzkra hús- mæðra á Laugalandi í Eyjafirði og nutu þess 15 konur úr Skaga- firði. Þá skal getið tveggja atriða, er rædd voru á aðalfundi Sambands skagfizkra kvenna á sl. vori: Ann að eru kirkjugarðarnir. Kom þar fram, að þeir standa viða í sinu ár eftir ár, girðingum og umhirðu stórlega ábótavant. Eftirlitsmað- ur kirkjugarða skrifaði kvenfé- lögunum f. nokkrum árum og skoraði á þau að hlutast til um fegrun krikjugarðanna og um- hirðu. Övtða hefur af þessu orðið og kenndu konur því um, að þær skorti heimild til að hefjast handa. Mun þó sanni nær, að hér vantar aðeins vilja og forustu, þvf að þar, sem slfku er til að dreifa hefur þetta gefið góða raun. Ilér í Lýtingsstaðahreppi hafa konurn- ar t.d. gert mikið átak í þessu efni, en þörf ærin. Hitt var það, að í tilefni lands- námshátíðar að sumri skyldi unn- ið að fegrun og tiltekt úti við f sveitunum. F.h. Sambandsins gekk Guðrún Ásgeirsdóttir fyrir sýlufund með þetta erindi og var því vel tekið. Hið sameiginlega átak hefur þó ekki enn veriðgert. Mikið af ónýtu véla- og bflarusli er við bæi og vegi, eigendum til skammar, en fegurð landsins til háðungar. Þó að hér segi aðeins frá fáum dráttum í félagsstarfi skagfirzkra kvenna, má vera ljóst, að þar er margt unnið til gagnsemdar og menningar. Sfra Agúst. Norðmenn breyta kafbáta- eftirliti Ösló (NTB) NÝJAR reglur um viðbrögð norska heraflans gagnvart erlend- um kafbátum í norskri landhelgi verða væntanlega ákveðnar í vor. Alv Jakob Fostervoll land- varnaráðherra skýrði frá þessu á miðvikudag í fyrirspurnartíma i Stórþinginu. Hann sagði, að nefndum Stórþingsins yrði skýrt frá málinu og ákveða yrði, hve mikið mætti segja frá því opinber- lega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.