Morgunblaðið - 29.11.1973, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.11.1973, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1973 23 Fjórða bók- in um menn- ina í brúnni komin út ÆGISCTGAFAN hefur sent frá sér enn eina bók, sem nefnist Mennirnir f brúnni. Er það f jórða bókin meðþessu nafni, sem Ægis- útgáfan gefur út um starfandi skipstjóra. Allar þessar bækur bera undirtitilinn „Þættir af starfandi skipstjórum." 'Mennirnir f brúnni fjallar að þessu §inni um Einar Sigurðsson skipstjóía á Aðalbjörgu RE, Gunnar Arason skipstjóra á Lofti Baldvinssyni EA, Halldór Bryn- jólfsson skipstjóra á Lðmi KE, Magnús Þöararinsson skipstjóra á Bergþóri GK,. Marius Héðinsson skipstjóra á Héðini ÞH og Tryggva Gunnarsson sWstjóra á Brettingi NS. Guðmundur Jakobsson fram- kyæmdastjóri Ægisútgáfunnar hefur skráð þættina. A bókar- kápu segir m.a.: Mennirnir í brúnni er samanskrifuð fyrir þá, sem vilja lesa um og kynnast mönnunum. sem sækja sjóinn, sem færá björg í bú og hafa skapaðísland nútímans. Það er ferskur saltkeimur af hverri blaðsíðu, ekkert víl eða vol. Þeir eru aðeins fáir sjó- víkingarnir, sem hér eru kynntir, en við fáum samt svipmynd af lífi og starfi mannanna, sem hæst hefur borið i íslenzkri athafna- sögu, sem hafa verið ævintýra- hetjur frá því sögur hófust. Mennirnir í brúnni er 192 blað- siður að stærð og er sett og prent- uð í Prentsmiðjunni Odda, en bundin í Sveinabókbandinu. -----------» ♦ ♦---- Draumar og dulskyn Komin er út bókin „Draumar og dulskyn“, frásagnir Jóseffnu Njálsdóttur, skráðar af Þorsteini Matthfassyni. „Hún hefur lifað langa starfs- ævi, er ein þeirra mörgu alþýðu- kvenna, er ekki hafa kosið að stilla sér þar, sem sviðsljós ver- aldarhyggjunnar er sterkast,“ segir m.a. um höfundinn á kápu- síðu. „Jósefina fékk i vöggugjöf draumskyn og dulvitund næmara en almennt gerist. Hún hefur því bæði í vöku og svefni skynjað margt það, sem hulið er flestra augum, og á þann hátt órað fyrr en aðrir fyrir því, er í vændum var.“ Þá segir, að draumar Jósefinu séu einkum merkilegir og hafi margir þeirra verið fyrirboðar stórra tiðinda. Bókin er 130 bls. að stærð. Ut- gefandi er Ægisútgáfan. „Trúnaðarmaður nasista nr. 1” „Trúnaðarmaður nasista nr. 1“ (Hvem var Henry Rinnan?) eftir Per Hansson er komin út í fs- lenzkri þýðingu Skúla Jenssonar. Á kápusíðu segir, að þetta sé sönn frásaga af ömurlegasta þætti allrar hernámssögu Noregs, frá- sögn af Norðmanninum, sem varla átti sinn líka meðal þýzkra Gestapomanna sakir grimmdar og mannvonzku. Þessum manni skrikaði fótur fyrir stríð, og árið 1940 hugsar hann um það eitt að hefna sfn á þessu, að hans dómi, fjandsamlega samfélagi. Hann kom á fót eigin samtökum manna, sem stunduðu uppljóstranir, pyntingar og morð — og Gestapo- foringinn i Þrándheimi hlaut hrós og viðurkenningu frá aðal- stöðvunum í Berlín fyrir störf hans. „Saga Henry Rinnans hvílir eins og mara á huga lesandans lengi eftir að lestri bókarinnar lýkur," segir á kápusíðu. Bókin er 197 bls. að stærð. Út- gefandi er Skuggsjá. Taunus statlon Taunus station ára. 1969, ekinn 67 þús. km. í góðu ásigkomulagi og a góðu verði, til sýnis og sölu næstu daga. Hótel Holt. Sfmi 21011. Skrifstotuhúsnaiði 90 fm skrifstofuhúsnæði til leigu við fjölfarna götu I austurþænum. 3 skrifstofuherbergi, með teppalögðum gólfum og skápum. Upplýsingar gefnar í síma 21380 og eftir kl. 5 í síma 26262 í dag og laugardag. —FYRIRTÆKI— Til sölu er góð matstofa í Austurborginni. Til greina kemur að hugsanlegur kaupandi geti haft matstofuna á leigu í umsaminn reynslu- tíma með rétti til að kaupa hana fyrir ákveðið verð síðar. ★ Af mjög sérstökum ástæðum er til sölu lítil nýlenduvöruverzlun í Austurborginni. Tilvalinn rekstur fyrir vinnusaman einstakling eða hjón. Þessa verzlun er hægt að fá keypta með þægilegum greiðsluskilmálum, enda séu góðar tryggingar fyrir hendi. FASTEIGNAÞJÓNUSTAN Austurstræti 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.