Morgunblaðið - 29.11.1973, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.11.1973, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÖVEMBER 1973 Baldur Leví Benedikts- son rafvirkjameistari í dag fer fram frá Fossvogs- kirkju útför Baldurs Leví Bene- dikls.s. rafvirkjameistara Akur- gerði 11 Reykjavík, en hann lézt í Borgarspítalanum að kvöldi hins 21. þ.m. Baldur var fæddur að Barkar- stöðum i Miðfirði 20. júní 1919, sonur hjónanna Jennýar SigfúS- dóttur og Benedikts Bjarnasonar, sent þar bjuggu, og var hann elzt- ur af 5 systkinum. Tvéir bræður hans eru bændur í Miðfirði en tvær systur búsettar í Reykjavík. Faðir hans lézt árið 1967, en móð- ir hanslifir son sinni. Ekki mun hugur Baldurs hafa staðið mjög til sveitabúskapar eins og búskaparháttum var hátt- að á árunum 1920 — 1940 og þó hann ynni mjög sveit sinni, ætt- ingjum ogvinumþar nyrðraafréð Litli drengurinn okkar, t SNORRI lézt i Borgarsjúkrahúsinu 2 7 nóvember Kolbrún Jónsdóttir Sigurður Árnason. t Móðir okkar JÓHANNA S. ÞORLEIFSDÓTTIR, Grenimel 5, andaðist í Landspítalanum þriðjudaginn 2 7. þ.m ÞorleifurTh. Sigurðsson. Hilmar Þór Sigurðsson. t Eiginmaður minn og faðir okkar HARALDURBJORNSSON Brautarholti Borgamesi andaðist í Sjúkrahúsi Akranes aðfaranótt þriðjudags 2 7. nóvember Sigrún Jónsdóttir og börnin. t Móðir og tengdamóðir okkar HALLDÓRA BERGSDÓTTIR frá Efri-Ey Vallartröð 1, Kópavogí sem andaðist 23. nóvembers I verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju laugardagmn 1 des kl 1 0 30 Börn og tengdabörn. hann að flytjast til Reykjavíkur um tvítugs aldur. Þar festi hann rætur og átti þar heima æ síðan. Það hefur eflaust ráðið nokkru um þessa ákvörðun hans, að hann hafði hug á að fullnuma sig í orgelleik, en þá list hafði hann lært hjá síra Jóhanni Briem, og hafði hann m.a. verið orgelleikari við Núpskirkju f Miðfirði um skeið. Hann stundaði svo um hríð framhaldsnám hjá Kristni Ing- varssyni, en þrátt fyrir næmán tónsmekk og þá unun, sem góð tónlist veitti honum, mun honum ekki hafa þótt listin álítlegur at- vinnuvegur og kaus þvj að hafa hana aðeins fyrir sig og sína nán- ustu. A þessum árum stundaði hann ýmis störf hér syðra og þótti það rúm ætíð vel skipað þar sem hann var. Eitt skólaár stundaði hann nám við Vélstjóraskólann í Reykjavík og mun þá hafa hugsað sér að verða vélsljóri á skipi en hvarf frá því og árið 1945 hóf hann nám í rafvirkjun hjá Ilalldóri Olafssyni, lauk þaðan námi og vann síðan hjá fyrirtæk- inu þar til hann árið 1954 hóf sjálfstæðan atvinnurekstur í sinni iðngrein og rak hann til dauðadags. Hinn 14. maí 1949 kvæntist Batdur eftirlifandi konu sinni Sveinlaugu Sigmundsdóttur ætt- aðri frá Norðfirði, hinni ágætustu konu, sem staðið hefur við hlið manns síns í blfðu og stríðu, styrkt hann í veikindum hans með ráðum og dáð og jafn- vel tekið á sig erfiði fram yfir það, sem kraftar hennar leifðu til að létta af honum amstri og áhyggjum, en báð- um var það sameiginlegt áhuga- mál, að gera líf hvors annars og barna sinna eins ánægjulegt og frekast varð á kosið. Þeim hjónum var 4 barna auð- ið.: Stefaníagift Atla Sigurðssyni prentara búsett í Reykjavík, Jens Benedikt sem les þjóðfélagsfr. og sögu við Háskóla íslands, Herbert og Sigmundur Ileimir allir í heimahúsum. Ég átti því láni að fagna að kynnast Baldri og heimili hans á árunum 1953—54þegarviðgerð- umst frumbýlingar i hinu svo- nefnda Smáíbúðahverfi, en þau hjón reistu sér hús í Akurgerði 11, að vísu ekki stórt, en smekk- legt og þægilegt og þar hafa þau búiðsíðan. Á heimili þeirra hjóna ríktí hinn rétti fjölskylduandi, þar sem allir með húsbóndann í broddi fylkingar hjálpuðust að að gera lífið og tilveruna sem á- nægjulegasta. En Baldur var ekki einungis góður faðir og heimilisfaðir, held- ur geisiaði góðleikinn og hjálpfýs- in frá honum hvar sem leið hans lá. Sérgrein hans var að veita ljösi og yl inn í híbýli manna, en skap- lyndi hans og framkoma veitti líka hinu sama inn í hugi og hjörtu samferðamanna hans. Ilann sýndi ávallt jafnlyndi og umburðarlyndi þótt á móti blési og það er áreiðanlegt að heldur vildi hann ganga með skertan hlut frá borði én standa í þrasi eða illdeilum til að ná rétti sínum. Baldur var mjög fær og vand- virkur við störf sín. Hann hóf ekki vinnu við verkefnin sem fyrir lágufyrren hann hafðigert t Útför elskulegs föður, afa, bróður og tengdaföður, VIGFÚSAR JÓNS EINARSSONAR, rafvirkjameistara, er andaðist 23. þ.m., fer fram frá Fossvogskirkju, föstudaginn 30. nóvember kl 10.30 f.h. Fyrir mina hönd og annara ættingja, Inga Rún Vigfúsdóttir Garcia. t Innilegustu þakkir sendi ég öllum þeim, sem sýndu mér samúð með gjöfum, blómum og vináttu við fráfall elskulegs eiginmanns mins, SVANS EYLAND AÐALSTEINSSONAR. Guð blessi ykkur öll Hjördis Jónasdóttir, Þráinn Ómar Svansson, Berglind Svansdóttir, Brynjar Svansson, Óðinn Svansson. t Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELÍSABETAR Þ. GUÐMUNDSDÓTTUR, Kambsvegi 14, R. Guðmundur Magnússon, Svava S. Jónsdóttir, Skúli Magnússon, Jean Magnússon, Ólöf Magnúsdóttir, Hörður Sigurjónsson, barnabörn og barnabarnaböm. t Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, fósturmóðir, amma og langamma, JÓNA ÞÓRDÍS JÓNSDÓTTIR, Rauðalæk 71, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, föstudaginn 30 nóv kl 1 5 00 Fyrir okkar hönd, barna, barnabarna og annarra vandamanrta Ásdís Bjarnadóttir, Magnús F. Einarsson, GróaJ. Bjarnadóttir. Þórir K. Bjarnason, Sigríður Andrésdóttir SigurðurS. Bjarnason, Ruth P. Sigurhannesdóttir, Jakob Ólafsson, Stefania Önundardóttir. Þökkum innilega vináttu og samúð við andlát og útför JÓNS JULÍUSAR MAGNÚSSONAR, Klettahlfð 12, Hveragerði. Júlia Jónsdóttir, Guðrún Þ. Magnúsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir, Jochum Þ. Magnússon, Valgerður Magnúsdóttir, Magnús Jochumsson, Sigurður Gizurarson, Stefán Gísli Stefánsson, Katrín Þorvaldsdóttir, Sigurður F. Magnússon. sér grein fyrir hvað gera þurfti og hvernig það ætti að vinnast, en þá var verkið lfka fljótt og vel af hendi leyst, svo bóngóður var hann að með eindæmum má kalla, við vinir hans og kunningj- ar vorum sí kvabbandi að biðja hann að gera eitt og annað í tíma og ótíma og alltaf var reynt að verða við óskum allra, enda þótt á stundum heilsan alls ekki leyfði og oft virtist eins og greiðslan fyr ir verið væri aukaatriðí miðað við ánægjuna, sem hann hafði af liðveizlu sinni og það hygg ég, að hefði hann verðlagt sína vinnu eins og tíðkast nú og leyfilegt er, þá hefði hann ekki þurft að léggja svona hart að sér hin síðustu ár. Fyrir einu og hálfu ári fékk hann fyrsta áfallið af þeirri veiki, sem dró hann til bana. Lá hann um hríð rúmfastur á sjúkrahúsi og síðan heima, en eins fljótt og kraftar leyfðu fór hann að vinna og vann til siðustu stundar, því rúmum þrem klukkustundum áð- ur en kallið kom, var hann enn að að vinnu og var þó komið langt fram yfir venjulegan dagvinnu tíma og má heita táknrænt uppá hugarfar hans þau orð, sem voru með þeim síðustu er hann gat mælt við konu sína: „Nú fór illa ég ætlaði að gera mikið, en nú verður víst minna úr.“ Nú þegar leiðir okkar Baldurs skilja um sinn, sendi ég og fjöl- skylda mín okkar innilegustu þakkir fyrir alla þá hjálp og allar þær ánægjustundir, sem við átt- um saman. Ilann veitti birtu og yl inn í híbýli okkar og annarra með- bræðí'a sinna og ég er þess full- viss, að nú mun Ljósameistarinn mikli launa honum með þvf að leiða hann inn i enn meiri birtu og yl en fáanlegt er þessa heims. Að lokum sendurn við aldraðri móður, eiginkonu, börnum og öðr- um ástvinum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi fullvissan um líf og endurfundi handan grafar vei'ða þeim huggun i harmi!. Jónas Gunnarsson. Kveðja: Jón Júlíus Magnússon Fæddur 14. janúar 1956 Dáinn 11. nóvember 1973 Þeir sem guðirnir elska, deyja ungir. Þessi orð leituðu á hugann, er við fréttum um lát vinar okkar Jóns Júlíusar Magnússonar, Klettahlíð 12, Hveragerði. Með þessum fáu orðum ætlum við að kveðjaokkar góða vin. Fæstir munu viðbúnir slikum harmfregnum, er ungur piltur í blóma lífsins á í hlut. Ég kynntist. þessum yndislega pilti i sumar og kunni strax mjög vel við hann. Ilann var mjög lífsglaður, skiln- ingsgóður og fjörugur. Mjög var gaman að skemmta sér með hon- um. Er ég frétti um lát Jóns Júlíus- ar, vildi ég helst ekki trúa því, aðeins nokkrir dagar voru liðnir, frá því að ég hitti hann i sinu besta skapi. En margt skrítið getur skeð á skemmri tíma, þessu óraði okkur síst fyrir. Við höfum reynt að skilja lífið og um það spurt, án þess þó að fá svar við þess margbreytilegu myndum. Huggun er það í hanni að eiga um hann fagrar minning- ar. Við biðjum algóðan Guð að styrkja foreldra, systkini og aðra ástvini f þeiira miklu sorg. Guð blessi minningu hans. Helga I)óra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.