Morgunblaðið - 29.11.1973, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.11.1973, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1973 Dr. Stefán Aðalsteinsson: Eigum við að nýta íslenzka háskóla- menn á íslandi? „Er það siðlegt af háskólamönn- um að fara fram á þau laun, sem þeir fara fram á f kröfum sínum nú?“ spurði Vilmundur Gylfason formann launamálaráðs Banda- lags háskólamanna í sjónvarpsvið- tali f þættinum Landshorn, föstu- daginn 16. nóv. sl. Formanni launamálaráðs vafð- ist tunga um tönn, enda tæplega nema von, því að þetta mun vera í fyrsta skipti í sögunni, sem spurt er á íslandi, hvort launakröfur séu „siðlegar" eða ekki. Það hefði eins mátt spyrja, hvort það væri ,,siðlegt“ að bjóða heilum hópi þjóðfélagsþegna það um heils áratugar skeið, að aðrir semdu að öllu leyti um kaup og kjör fyrir hann þvert ofan í óskir þessa hóps. Þetta hafa háskólamenn í ríkis- þjónustu orðið að sætta sig við undanfarinn áratug, og á því er engin launung, að þeir telja, að rnjög hafi verið gengið á þeirra hlut í samningum við opinbera starfsmenn undanfarið, en nú hafa þeir í fyrsta skipti rétt til að semja um kaup og kjör sjálfir við rikisvaldið. „Er það siðlegt að ætla sér að koma á stéttaskiptingu eftir tekj- um í þjdðfélaginu, þar sem há- skólamenn séu skör hærra settir en aðrir?" spurði fyrirspyrjandi aftur. Formaður launamálaráðs vfsaði til æviútreikninga, sem hefðu sýnt það, að æviteknamunur væri mjög lítill i raun milli einstakra þjóðfélagshópa hér á landi. Há- skölamenn, sem kæmú seint til starfa, fengju að vfsu hærri árs- laun, en þeir greiddu líka hlut- fallslega miklu meiri skatta af sínum launum, heldur en menn á lægri árslaunum, sem tækju sín ævilaun á lengri tima með því að hef ja störf yngri að árum. Fyrirspyrjandinn virtist ekki vilja gera mikið úr ævitekjuút- reikningum, og helzt var á honum að skilja, að það ætti að láta alla menn vera á sömu launum, eftir að þeir hæfu starf, hvort sem starfið hæfist við höfnina við 15 ára aldur eða í rannsóknastofu um þrítugt. Hann virtist líta svo á, að menn færu í háskólanám af því aðstörf- in, sem biðu að því loknu væru svo „skemmtileg", að það ætti að vera þeim nóg hvatning til að takast námið og störfin á hendur. Launin, eftir að til starfa væri komið, ættu að vera aukaatriði. Dæmið er því miður ekki svona einfalt. Menn fara ekki einvörðungu í háskólanám af því að þeir ætli að VEGNA síendurtekinna órök- studdra og í sumum tilvikum rangra fullyrðinga um launakjör og launakröfur Bandalags há- skólamanna í fjölmiðlum, verður ekki hjá því komizt að benda í stuttu máli á nokkur atriði til leiðréttingar: Sem dænii uni raunveruleg launákjör háskólamanna má nefna, að byrjunarlaun háskóla- menntaðra gagnfræðaskólakenn- ara (miðað við vísitölu 1. sept. '73) eru nú kr. 46.704,- á mánuði, byrjunarlaun presta kr. 52.975.- og menntaskólakennara, dýra- lækna og sérfræðinga á vísinda- stofnunum kr. 55.065.-. Staðreynd er, að um 70% allra háskóla- manna í ríkisþjónustu hafa byrj- unarlaun lægri en kr. 60.000.-. 2. Hverjar eru svo launakröfur BHM fyrir þá þrjá launaflokka, sem ofangreindir hópar tilheyra nú? Krafizt er kr. 66.270.- á mán- uði í byrjunarlaun í fyrst nefnda hefjast handa um nám, sem veiti þeim skemmtilegt starf að -námi loknu. Þeir fara að miklum meiri- hluta í háskólanám af því að þeir treysta sér til þess að afla sér mikillar menntunar og beita þeirri menntun til hagsbóta fvrir þjóðfélagið. Einstaklingurinn á íslandi í dag, hinn almenni borgari, krefst þess að fá sifelit betri lífskjör, meiri tekjur, sem hægt sé að afla með minna erfiði en áður og betri aðbúnað á öllum sviðum. Lífskjörin á íslandi byggjast í frumatriðum á því, hvað við get- um náð góðum afrakstri af land- inu sjálfu með Iandbúnaði, garð- yrkju, rafmagnsframleiðslu og jarðhitanýtingu. En þau byggjast ekki einvörð- ungu á þessum þáttum. Þau byggjast í vaxandi mæli á því, hversu lengi okkur tekst að nýta þessar auðlindir okkar. Við þurfum mikla og vaxandi þekkingu til að geta bætt nýting- una á auðlindunum. Sú þekking er svo sérhæfð, að hana er ekki að fá nema með mjög löngu og ströngu háskólanámi. 1 þetta stranga nám fara hugsjónamenn, sem telja sig geta numið þá þekk- ingu, sem beita þarf við auðlinda- nýtinguna. Þeir fara ekki í há- skólanámið vegna teknanna, sem við blasa að námi loknu, því að laun í starfi hjá ríkinu við auð- lindarannsóknir og leiðbeiningar um nýtingu þeirra hafa síður en svo verið eftirsóknarverð. Menn eru sífellt að gera sér það betur og betur ljóst, að þekking og rétt beiting hennar er undir- staða allra framfara. flokknum, en kr. 77.309,- og kr. 81.385.- í hinum tveim. Um 70% háskólamanna ntyndu samkvæmt kröfum fá byrjunarlaun kr. 90.000,- eðalægrí. Ilinar nú svo títtnefndu kr. 129.278.- sem ætíð er gripið til, þegar skýrt er á hlutdrægan hátt frá kröfum BHM, er sú upphæð, sem farið er fram á fyrir örfáa æðstu embættismenn þjóðarinn- ar. I þeím launaflokki eru nú t.d. biskup, landiæknir, rektor Ilá- skiilans, ráðuneytisstjórar o.fl. 3. Til samanburðar við ofan- greindar tölur um kjör og kröfur háskólamanna má m.a. benda á kröfur þjóna í yfirstandandi kjaradeilu, en þær eru allt að 86.120,- í kauptryggingu á mán- uði, og kröfur matsveina, sem eru allt að kr. 93.600,- á mánuði. Iðn- aðarmenn álversins í Straumsvík gera kröfu um inánaðarlaun yfir kr. 70.000,- og fram hefur komið í Þetta grundvallaratriði hafa ís- lendingar átt erfitt með að skilja, af því að þeir hafa svo lengi trúað á gamla orðtakið, sem segir: „Bók- vitið verður ekki f askana látið.“ Þess vegna hefur þáð gerzt æ ofan í æ, að mjög færir menn, sem hafa langt og árangursríkt há- skólanám að baki og sem okkur væri ómetanlegur fengur að fá til starfa hér á landi, hafa hvorki fengið aðstöðu til að starfa hér að þeim málum, sem þeir höfðu sér- hæft sig lil aðgegna, né þau laun fyrir störf sín, sem í boði hafa verið fyrir sams konar störf er- lendis. Þeir eru margir, íslenzkir há- skólamenn, sem hafa orðið að velta fyrir sér spurningunni: „Á ég að fara heim til ilslands með þá sérmenntun, sem ég er búinn að afla mér, og hætta á, að hún nýtist bæði mér og öðrum illa, eða á ég að taka boðinu um frábæra starfsaðstöðu hér erlend- is, sem veitir mjög góða mögu- leika á að viðhalda þekkingu minni og margföld laun á við það, sem hægt er að fá uppi á Is- landi)“ Þeir eru nú þegar orðnir alltof margif, sem hafa orðið eftir er- lendis og aldrei koma heim. Við verðum að gera okkur grein f jTÍr því, að samkeppnin um góða menn þekkir engin landamæri. Við íslendingar eigum í beinni samkeppni við úllönd um vel menntaða háskólamenn á öllum sviðum raunvísinda og sumum sviðum hugvísinda. Erlendir há- skólar, rannsóknastofnanir, þjön- ustustofnanir og framleiðslufyrír- tæki sækjast eingöngu eftir hæf- um starfsmönnum. Þessir aðilar spyrja ekki um þjóðerni. fjölmiðli, að miðlungs laun flug- stjóra séu kr. 150.000.- á mánuði. Ennfremur er rétt, að fram komi að lítill vafi leikur á því, að launamismunur innan ASÍ, þ.e. milli verkamanna ogýmissa hópa, sem vinna samkvæmt uppmæl- ingu, er meiri en milli verka- manna og þorra háskólamanna í ríkisþjónustu. 4. Sérstök ástæða er til að vekja athygli á þvf, að launakröfur BHM eru í öllum aðalatriðum í takti við kröfur annarra laun- þegasamtaka, að frátalinni kröfu um nokkra leiðréttingu til sam- ræmis við viðmiðunarstörf á frjálsum vinnumarkaði. Þessu til rökstuðnings má benda á kröfu BSRB fyrir störf, sem grundvöll- uð eru.á sama starfsmati, en þær eru t.d. f flokki háskólamenntaðra gagnfræðaskólakennara kr. 67.912,- á mánuði (miðað við vísi- tölu 1. sept. '73) og menntaskóla- kennara kr. 77.309.-. Það er lítilli þjóð eins og íslend- ingum blóðtaka að missa færustu menntamenn sina til annarra þjdða. Við þurfum að nota starfsorku þeirra í þágu íslenzks þjóðfélags, við þurfum að virkja þá í fram- faraviðleitni okkar á öllum stig- um þjóðfélagsins. Við erum búin að átta okkur á því, að eftirspurn erlendis frá eft- ir íslenzkum læknum hefur verið svo mikil, að ekki var um annað að ræða en bæta kjör lækna á islandi í átt við það, sem í þá var boðið erlendis. Þar var um að ræða vandamál, sem hver jnaður fann á sjálfum sér. Hann gat þurft á lækni að halda fyrir sig eða sfna nánustu á næsta sólar- hring, og þá var of langt að ná í lækninn til Svfþjóðar. Nú fáum við alltaf öðru hvoru fregnir af því í fjölmiðlum, að þessi eða hin læknisaðgerðin, sem enginn gat innt af höndum áður hér, sér gerð í landinu. Sórfræð- ingar læknastéttarinnar eru orðn- ir mjög vel menntaðir og þjálfað- ir, og þeir koma í auknum mæli heim aftur frá námi, af því að þeim býðst betri aðstaða að öllu leyti nú en áður. Viðgerum miklu meiri kröfur til þeirra en áður, og þeir verða við þeim kröfum í miklu meiri mæli en okkur hafði nokkurn timann órað fyrir. Vax- andi þekking þeirra kemur okkur að vaxandi notum. Á sama hátt eigum við að hvetja færa námsmenn til að afla sér þekkingar á þeirri auðlindanýt- ingu, sem dagleg afkoma þjóðar- innar byggist á. Þessarar þekkingar verða þeir að afla sér erlendis að mjög ntiklu Markús Á. Einarsson Þetta þýðir í raun, að háskóla- menn berjast fyrir óbreyttum launahlutföllum i þjóðfélaginu, en ekki fyrir auknum launamun. Þeir ætlast hins vegar alls ekki til þess, að sanngjörn laun þeim til handa bitni á öðrum, sem lægri hafa launin. 5. Að ríkjandi launamunur hér- lendis, (sem þó er mun minni en víðast hvar annars staðar) sé leyti, sérstaklega alla sérmenntun að venjulegu háskólanámi loknu. Við þurfum að búa svo í haginn fyrir þessa menn, þegar þeir eru búnir að fullnuma sig erlendis, að þeir fái hér aðstöðu, sem sé f átt við það, sem þeim býðst erlendis. Við eigum að gera miklar kröf- ur til þessarar háskólamanna okk- ar. Þeir eiga að beita þekkingu sinni við auðlindanýtingu okkar og tryggja þjóðinni á þann hátt vaxandi afrakstur af auðlindun- um og þar með vaxandi velmegun í landinu. Við þurfum að átta okkur á því, að aukin velmegun byggist í auknum mæli á beitingu á þeirri þekkingu, sem fyrir er og öflun nýrrar þekkingar. Þess vegna má það ekki koma fyrir, að við gerumst svo skamm- sýn, að við fælum færa menn frá háskólanáná og fælum lang- menntaðaog hæfa men.n frá störf- um hér heima með því að skammta þeim svo lág laun, að jafna megi við refsingu að leggja langskólanám á sig. Við þurfum að gera kröfur til þess, að rekstur þjóðfélagsins í heild sé byggður á sem traustastri þekkingu. Við gerum það bezt með því aö gera miklar menntunarkröfur til menntamanna þjóðfélagsins og greiða þeim góð laun fyrir vel unnin störf. Vel unnin störf fárra gcta orðið að aukinni velmegun margra. Reykjavik 17. nóv. 1973. sanngjarn, byggir BHM m.a. á eft- irfarandi rökum. Iláskólamenn hefja starfsævi sína með þvf að afla sér 5—10 ára starfsmenntun- ai- að afloknu stúdentsprófi. Þeir þiggja ekki laun fyrir þá ströngu vinnu, sem f langskólanámi felst, en afla sér lífsviðurværis með lán- tökum og sumarleyfisvinnu. Mið- að við úthlutunarraglur og upp- hæðir lána hjá Lánasjóði ís- lenzkra námsmanna fyrir árið 1972, skuldar námsmaður, sem lýkur 6 ára námi á Norðurlönd- um, sjóðnum tæpa eina milljón króna. Að auki fá námsmenn oft á tiðum hjálp frá aðstandendum og skulda þeim fé að námi loknu. Eigi háskólamenn ekki að standa mjög að baki öðrum launþegum hvað lífsskilyrði áhrærir fyrstu 10—15 ár starfsævinnar, þurfa laun þeirra, að frádregnum skött- um, að nægja til sfðbúinnar upp- byggingar heimilis auk endur- gieiðslu nánisskulda. 6. Að lokum skal á það bent, að í öllum starfsgreinum er menntun metin til launa, þótt í misjöfnum mæli sé. Starfsmenn, sem sækja námskeið í starfsgrein sinni, hækka réttilega i launum. Al- kunna er, að iðnaðarmenn telja sig, sakir menntunar sinnar, eiga rétt á hærri launum en ófaglærðir menn, og telja mætti upp fjölda svipaðra dæma. Örðugt er því að sjá, hvernig unnt er að loka aug- unum fyrir því, að slfkt mat á menntun hlýtur einnig að vera í fullu gildi á háskólastigi. r Markús A. Einarsson: Launakjör og launa- kröfur háskólamanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.