Morgunblaðið - 29.11.1973, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.11.1973, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1973 „Aðalsmerkið verður að vera sannleiksgildi frásagnanna” Rætt við Steinar J. Lúðvíksson um verk hans Þrautgóðir á raunastund EINS og frá hefur verið skýrt í Morgunblaðinu, er komið út hjá bókaforlaginu Öm og Örlygur fimmta bindi sjóslysa- og björgunarsögu Islands, Þrautgóðir á raunastund eftir Steinar J. Lúðvíksson blaða- mann og íþróttafréttastjóra Morgunblaðsins. Þetta bindi er hið síðasta f bili og þvf spjölluð- um við stuttlega við Steinar um þetta mikla ritverk hans og þau fimm ár, sem hann hefur unnið að því, sem hann hefur unnið að því, en verkið nær yfir árin frá 1928—1958. — Hvert var upphafið að út- gáfu Þrautgóðir á raunastund? — Hugmyndina að verkinu áttu þeir Örlygur Hálfdánarson út- gefandi og Hannes Hafstein hjá Slysavarnafélagi lslands. Það varð svo úr, að ákveðið var að ráðast i samningu þessa rit- verks og ég féllst á að taka það að mér, án þess að gera mér minnstu grein fyrirþvf, hversu gífurlega umfangsmikið verk- efnið væri. Upphaflega var gert ráð fyrir að bindin yrðu 3, en þau eru nú orðin 5 og verður hér látið staðar numið í bili. Samt sem áður tel ég höfuð- galla ritverksins, hve oft hefur orðið að stikla á stóru og það hefur jafnvel ekki verið hægt að gera meiriháttar atburðum nema mjögtakmörkuð skil. — Hvernig hagaðir þú undir- búningsvinnu og svo samningu verksins? — Það fyrsta, sem ég gerði, var að fara í skýrslur SVFÍ og kynna mér það, sem þar var skráð. Sfðan fletti ég i gegnum öll dagblöð frá þeim tíma og vann svo út frá þvi. Ég notaði einnig mjög mikið sjóréttar- próf, þar sem þau voru til stað- ar. Ég reyndi svo eftir megni, að hafa samband við sem flesta aðila, sem ég hafði grun um, að gætu veitt mér nánari upplýs- ingar. Síðast en ekki sízt var það mér ómetanleg aðstoð, að fá formenn Slysavarnafélags- deildanna úti um landsbyggð- ina til að lesa handritin að bók- unum, sem þeir hafa jafnan gert og þeir hafa borið ýmis atriði undir kunnuga menn á hverjum stað. Þetta tel ég eitt veigamesta atriðið, 'til að tryggja sannleiksgildi frásagna, sem hlýtur að verða að vera aðalsmerki ritverks sem þessa. Það gefur samt auga leið, þegar sagt er frá svo gífurlegum f jölda atburða að það vill henda að hallað sé réttu máli. Við höf- um lagt mikla áherzlu á, að þeir sem rækjust á slíkar villur, hefðu samband við útgefanda um leiðréttingu og erum við ákaflega þakklátir þeim mönn- um, sem það hafa gert og í þessu síðasta bindi eru leiðrétt- ingar og viðaukar við ýmsar frásagnir fyrri binda. — Þú ert nú hættur í bili, hver er ástæðan? — Það þykir ekki rétt að svo komnu máli, að fara nær sam- tímanum. Hins vegar hafa margir skorað á útgefendurna að rekja sig aftur í tfmann og er það f athugun. Það yrði auðvit- að mun erfiðara að vinna slíkt verk vegna þess, að minna er um heimildir. — Hvað er þér minnisstæðast i sambandi við þetta 5 ára starf þitt? — Það er ekkert vafamál, að það er sá þáttur, sem f jallar um björgunina við Látrabjarg. Ég er alveg viss um það, að þeir, sem ekki hafa komið á staðinn og séð við hvaða aðstæður björgunin var framkvæmd, gera sér ekki nokkra grein fyrir því afreki, sem þar var unnið. Frásögn bátsmannsins á Dhoone, en það var nafn togar- ans, er einnig mjög minnisstæð. Hann hafði aldrei talað um at- burðinn fyrr en Páli Heiðari Jónssyni tókst að komast að honum og tók frásögnin svo mikið á þessa hæruskotnu kempu, að hann varð hvað eftir annað að gera hlé á máli sínu vegna klökkva. — Ef þú værir að byrja á verkinu i dag, myndirðu fara eitthvað öðruvísi að? — Eg held að það sé ekki hægt að fara öðru vísi að, nema þá að gera verkið miklu viða- meira. Innan þess ramma, sem Steinar J. Lúðvfksson verkið er f, held ég, að ekki hefði verið hægt að fará aðra eða betri leið. — Ertu ánægður með verkið í heild? — Maður er auðvitað aldrei ánægður og finnst alltaf að hægt hefði verið að gera betur og hefði átt aðgera betur. — Hverju þakkar þú þær góðu viðtökur, sem verkið hef- ur fengið? — Fyrst og fremst þeim mikla og lifandi áhuga Islend- inga á slysavarna- og björgunarmálum. En hiðöfluga starf SVFI um allt land erþess lifandi vottur. SVFl hefði aldrei orðið það stórveldi, sem það er, ef áhugi landsmanna væri ekki svo almennur. — Nú hlýtur svo mikið verk að vera talsvert mikill hluti af sjálfum þér. Nú þegar þú ert hættur í bili, ertu með eitthvað annað í bígerð? — Auðvitað leggur maður sjálfan sig í slíka ritsmíð og kannski of mikið, þvf þarna er um mjög tímafrekt verk að ræða. Undanfarin tvö ár hef ég verið að reyna að skrifa skáld- sögu, sem óhjákvæmilega hefur orðið hornreka. Nú ætla ég að reyna að reka smiðshöggið á hana. — Þýðir nokkuð að hnýsast í efni hennar? — Ekki að svo stöddu. — Og þá hið klassíska, að lokum? — Ég vil nota tækifærið til að ítreka þakkir mínar til allra þeirra, sem hafa veitt mér ómetanlega aðstoð við samn- ingu þessa verks, sem hafa um- borið kvabbið í mér bókstaflega hvenær sem er og fórnað tíma og vinnu í að aðstoða mig. -ihj. Athugasemd MBL. hefur borizt eftirfarandi at- hugasemd frá bóksölunefnd LlM, en hana skipa Skafti Harðarson og Þórarinn Þörarins- son, báðir nemendur í Mennta- skólanum í Reykjavík: Sfðastliðinn þriðjudag birtist í Mbl. frétt, þar sem greint er frá ályktunum landsþings íslenzkra menntaskolanema. Þar á meðal annars sagt frá því, að þingið hafi samþykkt, að hver r.emandi skuli greiða ákveðið gjald til bóksölu sambandsins. I samþykktinni er vikið að því, að nokkur rekstrarhalli hafi verið á Bóksölunni sl. ár. Þarna gætir þó nokkurs mis- skilnings, Enginn halli var á Bóksölunni í fyrra, en vegna mjög óvæginnar samkeppni bóka- verzlana sat Bóksalan uppi með nokkurn iager í vor. Þetta leiddi til tímabundins rekstrarfjár- skorts, en þeir erfiðleikar hafa nú að mestu verið yfirstignir. Allt frá stofnun sambandsins hefur verið innheimt árgjald- meðaJ nemenda. Hefur upphæð þess ýmist verið ákveðin af stjórn LIM, eða landsþingi. Tekjur sam- bandsins eru síðan notaðar til að standa straum að kostnaði við rekstur þess, þar á meðal Bók- sölu. Samþykkt þingsins var því einungis ákvörðun 'á upphæð þessa árgjalda og Bóksölunni með öllu óviðkomandi, sem slfkri. Bóksölunefnd L.Í.M. — Rafmagns- skömmtun Framhald af bls. 32 stöð. Eru skiptar skoðanir um ágæti þess, því að vélar þessar eru kældar með vatni frá bæjarveit- unni og óttast sumir, að í miklum frosthörkum eins og nú er, gætí komið að þvf, að bærinn yrði vatnslaus. Segja gárungarnir að þegar bæjaryfirvöld voru að hafa orð á því við rafmagnsveituna, að þeir yrðu að nota sjókælingu á nýju rafstöðina, hafi rafmagns- veitumenn svarað: „Ef þið takið af okkur vatnið, tökum rið af ykkur rafmagnið." — JAPANIR Framhald af bls. 2. að þó væru olíuerfiðleikar Japana síður en svo leystir. Talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði, að Arabar litu enn ekki áJapan sem „vinveitt" ríki þrátt fyrir ákvörð- unina. Japanir gera ráð fyrir því að fá 30% minni hráolíu en venjulega í desember. Að sögn talsmanns við- skiptaráðuneytisins neyðast þeir til að gera ennþá strangari sparnaðarráðstafanir en hafa verið gerðar í Vestur-Evrópu. Tanaka forsætisráðherra sagði á fyrsta blaðamannafundi sínum síðan hann gerði viðtækar breyt- ingar á stjórn sinni vegna óða- verðbólgu og áfalla af völdum olíubanns Araba, að stjórnin mundi senda sérlegan sendimann til Arabalanda til þess að útskýra stefnu Araba í deilum þeirra og ísraela. Japanir framleiða sjálfir aðeins 1% þess eldsneytis, sem þeir þurfa, og fá 85% frá löndum við Persaflóa. . I l,^t 'C 1 »11 Stangveiðimenn vilja banna leigu til útlendinga AÐALFUNDUR Landssambands Stangaveiðifélaga 1973 var hald- inn laugardaginn 24. nóvember. Jón Finnsson, sem verið hefur formaður sambandsins sl. þrjú ár, gaf ekki kost á sér til endur- kjörs og var Hákon Jóhannsson kosinn formaður. Á fundinum voru samþykktar fjölmargar tillögur og ályktanir og voru þessar helztar: Áskorun til Alþingis um að afnema laga- heimild til að leigja erlendum að- ilum veiðiár og vötn, tilmæli til landbúnaðarráðherra um aukið eftirlit með sótthreinsun veiði- tækja, áskorun til landbúnaðar- nefnda Alþingis varðandi breyt- ingar á lögum og reglugerð um lax- og silungsveiði, sem tekur til lánaaðstoðar, byggingar veiði- húsa, útsetningar fiskræktarseiða og banns við netaveiði á laxi í straumvötnum á tímabilinu frá 20. júní til 3. júlí, ennfremur allr- ar netaveiði á laxi á ósasvæðum ótimabundið. Auk þess skoraði fundurinn á landbúnaðarráð- herra að nota sem fyrst laga- heimild til að ráða sérfræðing i fiskasjúkdómum að Tilraunastöð Háskólans i meinafræði að Keld- um, og skorað var á Alþingi að samþykkja framkomið frumvarp til laga um Iax- og silungsveiði, þar sem afnumdar eru allar undanþáguheimildir um laxveiði í sjó. Nokkrar fleiri tillögur voru samþykktar um friðunar- og fisk- ræktarmál og um félagsstarf sam- bandsins. Kjörin var ný stjórn og skipa hana, auk formanns, þeir Friðrik Sigfússon, Birgir Jóhannsson, Gunnar Bjarnason og Bergur Arnbjörnsson. Fulltrúi Lands- sambands stangaveiðifélaga i veiðimálanefnd til fjögurra ára var kjörinn Guðmundur J. Kristjánsson. — Grikkland Framhald af bls. 1 landsins sé nú Dimitrios Ioanni- des, yfirmaður herlögreglunnar. Hann er sagður erkióvinur komm- únistá, en átti einnig i deilum við Papadopoulos fyrir valdatöku nýju stjórnarinnar. Sjálfur er Papadopoulos enn í haldi, og er haft eftir óopinberum heimildum, að hann hafi nú verið fluttur frá heimili sinu til hótels eins í þorpinu Pikermi nálægt Aþenu. Herforingjarnir byrjuðu i dag að láta laus 300 ungmenni, sem handtekin voru i óeirðunum síð- ustu valdadaga Papadopoulosar, og er það talið merki þess, að þeir vilji koma sér vel strax i upphafi við almenning. Og i ræðu sinni i kvöld sagði Androutsopoulos, að herforingjastjórnin stefndi að því, að undirbúa þjóðina undir það, að verða eina uppspretta pólitísks valds í landinu. ------- — Arabar Framhald af bls. 1 flestar leynilegar. Forsetar Iraks og Líbýu eru andvígir friðarvið- ræðum við Israel og sendu enga fulltrúa. Anwar Sadat, forseti Egypta- lands, sagði, að Arabar „mundu aldrei sleppa einum þumlungi lands“, að þeir yrðu að vera við- búnir „takmarkalausum fórnum til þess að tryggja sigur i réttlátri baráttu“ sinni. Akaft var klappað fyrir Hassan Marokkókonungi er hann sagði: „Von bráðar biðjumst við fyrir i hinni heilögu borg Jerúsalem og hyllum fána Palestínu þar.“ — Þingfréttir í stuttu máli Framhald af bls. 14 GJALDAVIÐAUKI Á sama fundi mælti Halldór E. Sigurðsson fjármálaráðherra fyr- ir frumvarpi um heimild til að innheimta ýmis gjöld með við- auka. Hefur þetta mál verið af- greitt frá efri deild. VERÐLAGSRÁÐ SJÁVARÚTVEGSINS Þá mælti Lúðvík Jósepsson sjávarútvegsráðherra fyrir frum- varpi um breytingu á lögum um verðlagsráð sjávarútvegsins. Einnig þetta mál hefur verið af- greitt í efri deild. — Útgjalda- aukning Framhald af bls. 32 ingar, að eldsneytisnotkun félags- ins á síðasta ári hefðu svarað til 97 milljóna króna, en í ár væri áætlað að heildarkostnaðurinn vegna eldsneytisins yrði um 160 milljónir — en þá væri að vfsu gert ráð fyrir nokkuð auknu flugi. ------♦■» ♦----- — Fyrirspurna- tími Framhald af bls. 14 Landkynningar- starfsemi Heimir Hannesson (F) spurði síðan sama ráðherra: 1. Hversu miklu opinberu fé er áætlað að ráðstafa til land- kynningarstarfsemi Ferðaskrif- stofu ríkisins á næsta ári? 2. Hversu há er sú upphæð, er lögð hefur verið fram af ís- lenzkri hálfu til að standa straum af kostnaði við nor- rænar kynningarskrifstofur í Bandaríkjunum og Þýzkalandi á undanförnum þremur árum, og hversu miklu fé er áætlað að ráðstafa í því sambandi á næsta ári? Björn Jónsson sagði, að skv. fjárlagafrumvarpi væri ætlað að verja 8.270.000,00 kr. í því skyni, sem 1 tl. fjallaði um.2 tl. fyrirspurnarinnar svaraði hann þannig: 1970 603,5 þús. kr„ 1971 1.744 þús. kr„ 1972 3.763,5 þús. kr„ 1973 5 milljónir, þar af 4,4 til skrifstofunnar í Banda- ríkjunum. Áætlun fyrir 1974 væri 5,3 milljónir, sem væri 64% af landkynningarfénu öllu. Þar af færu 4,7 milljónir til skrifstofunnar i Bandarikj- unum. Endurskipulagning utanríkisþjónustunnar Heimir Hannesson (F) spurði utanríkisráðherra: 1. Hvað líður þeirri endur- skoðun á starfsemi utanríkis- þjónustunnar, sem málefna- samningur ríkisstjórnarinnar kveður á um? 2. Hefur verið leitað álits for- svarsmanna útflutningsaðila i sambandi við þá endurskoðun? Einar Agústsson svaraði: 1. Endurskoðunin hefði verið til athugunar að undanförnu og ættu skýrslur að liggja fyrir bráðlega. 2. Samráð hefði verið haft við ýmsa útflutningsaðila. II . ■< < I ) ilt I I l.i« i r i I,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.