Morgunblaðið - 29.11.1973, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.11.1973, Blaðsíða 32
FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1973 3töorðijnFtot>i& nuGivsmGMt ^-«22480 Hækkun á olíu og veið- arfærum kostar fiski- skipaflotann milljarð Frá setningu aðalfundar Landssambands íslenzkra útvegsmanna á Hdtel Esju f gær. Kristján Ragnarsson form. L.f.Ú. er f ræðustól. Ræða Kristjáns er birt f heils á bls, 17. í dag. Ljósm. Mbl., ÓL K.M. Halli á skuttogara er kr. millión á mánuði ÞAÐ blæs ekki byrlega fyrir þeim, sem nú gera út hina nýju skuttogara. því komið hefur í Ijós, að haili á rekstri skuttogara er rúmlega milljón kr. á mánuði eða meira en 12 millj. kr. á ári. Nú eru komnir til landsins margir hinna nýju skuttogara af öllum vegna verðhækk- ana á eldsneyti VERÐHÆKKANIRNAR á olíu og eldsneyti á heimsmarkaði "vunu valda geysilegri útgjalda- aukningu hjá helztu fyrirta-kjum hérlendis, sem stunda flutninga landa f milli. Til dæmis er út- gjaldaaukningin hjá Eimskipa- félagi Islands af þcssum sökum orðin um 188 miiljónir króna frá þvf í júní 1972, hjá Loftleiðum geta útgjöld vegna eldsneytrs ha>kkað um 277 milljónir króna f ár og hjá Flugfélagi íslands um rúmar 60 milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum frá Eimskipafélagi íslands hefur olíukostnaður félagsins hækkað frá því í júni 1972 úr 59 milljón- um króna í 247 milljónír króna — miðað við ársgrundvöll. Nemur þetta sem svarar 319% og jafn- gildirþað um 188 milijóna króna útgjaldaaukningu vegna þessa kostnaðai liðar í rekstri félagsins. Eimskip gerir einnig ráð f.vrir því, að olíuskorturinn muni geta haft í för með sér truflun á skipa- ferðum Eimskipafélagsins. Félag- ið hefur haldið uppi reglulegum áætlunarferðum vikulega frá Felixstowe í Bretlandi, Hamborg, Gautaborg ()g Kaupmannahöfn, og á tíu daga til hálfsmánaðar- fresti frá Rotterdam, Antverpen, Kristiansand, Norfolk og fleiri gerðum, sem verið er að kaupa. 16 verða af stærðinni 700—1000 rtfmlestir og 29 eru af minni gerð þ.e. á milli 400 og 500 rúmlestir. Nýi togaraflotinn telur þvf 50 skip, og ef miðað er við ársút- gerðargrundvöli þessara skipa yrði tapið á þeim 600 millj. kr. höfnúm. Þessar reglubundnu ferðir hafa verið vel nýttar af viðskiptavinum Eimskips og yrði því röskun á þeim til mikilla óþæginda fyrir þá. Hjörtur Hjartar hjá skipadeild SIS tók mjög í sama streng og sagði, að öll skipafélögin ættu við þessa erfiðleika að stríða. Hann benti á, að í ýmsum erlendum höfnum hefði nú verið tekin upp olíuskömmtun, þan.nig að skipa- félögin fengju úthlutað ákveðn- um kvóta af olíu. Hann kvað nú Rafmagns- skömmtun austanlands Fáskrúðsfirðu 28. nóv. 73. IJTIÐ hefur verið um atvinnu hér að undanförnu. Ogæftir hafa verið hjá smábátum og má segja að skuttogarinn Ljósafell sé eina skipið, sem gert er út héðan. í dag landaði skipið um 100 lestum af fiski, sem tekinn verður til vinnslu. Miklar frosthörkur hafa verið hér að undanförnu, sem hafa m.a. leitt til orkuskorts hjá Grimsár- virkjun og rafmagnsskömmtunar hér austanlands. Heyrzt hefur, að hér eigi að koma upp díselraf- Framhald á bls. 18 Þetta kom m.a. fram í ræðu Krist- jáns Ragnarssonar á aðalfundi L.Í.Ú. í gær. Sagði Kristján, að ljóst væri, að nýju skipin hefðu aflað vel og aflaverðmæti þeirra væri um 25% hærra á úthaldsdag en eldri siðutogara og fjöldi skipverja á svo komið hjá skipadeildinni í nokkrum höfnum erlendis, að nóvemberkvótinn væri að fullu nýttur og ekki nema örfá tonn eftir af desemberkvótanum. Menn gætu því rétt ímyndað sér erfiðleikana, sem skipafélögin ættu við að striða þessa dagana. ,,ÖI1 þau ár, sem ég hef staðið i skiparekstri,“ sagði Hjörtur, „hafa aldrei blasað við önnur eins vandamál, bæði kostnaðarlega og ekki síður rekstrarlega — hrein barátta við að geta haldið skipun- um úti vegna olíuskortsins." Hjá flugfélögunum gætir eldsneytisskorts ekki ennþá að ráði, en þar segir hins vegar kostnaðarhliðin rækilega til sín. Hjá Loftleiðum fékk Morgunblað- ið þæ>r upplýsingar, að á árinu 1972 hefði eldsneytisnotkunin þar numið 35 milljónum banda- rfskra gallóna og það gerðu um 3.860.000 dollara. Ekki hefðu komið til verulegar verðhækkanir fram eftir þessu ári, en í desem- ber væri áætlað, að eldsneytis- verðið hefði hækkað um 85%, þar af næmi hækkunín síðustu 2—3 mánuði um 50%. Miðað við 35 milljón gallona eldsneytisnotkun í ár samkvæmt desemberverðinu, næmi hækkunin í ár 277 milljón- um fsl. króna og samkvæmt því verði hækkaði það enn um 167 milljónir á næsta ári. Hjá Flugfélagi íslands fékk Morgunblaðið loks þær upplýs- Framhald á bls. 18 NÚ er talið, að hækkanir þær á olíu og veiðarfærum, sem eru að skella yfir, muni kosta fiskiskipa- flota landsmanna um 1 milljarð á ári. Kom þetta meðal annars fram f ræðu Kristjáns Ragnarssonar formans L.Í.Ú. þegar hann setti aðalfund sambandsins f gær. Sagði Kristján, að fyrirsjáanleg verðhækkun á oliu ylli útgerð bátaflotans auknum útgjöldum, um 500 millj. kr. á ársgrundvelli og togurum um 200 millj. Veruleg verðhækkun veiðarfæra og erfið- leikar í útvegun þeirra munu enn auka á rekstarerfiðleika útgerðar- innar. Talið er, að sú verðhækkun geti numið 300 millj. kr. á ári. Kristján sagði ennfremur, að minni skipunum aðeins rúmlega helmingur af áhöfn síðutogara. Afli skipanna færi yfirleitt f kassa og kæmi að landi sem 1. flokks hráefni. Ilann sagði, að stofnkostnaður togaranna væri gífurlegur og engin leið að standa við þær skuldbindingar ,sem þeim væri gert að búavið, þ.e. aðgreiða20% af aflaverðmæti í vexti og af- borganir. Minni skipin væru gerð út á bátakjarasamninga, sem miðaðir væru við allt aðrar aðstæður og því yrði að semja um kjör sjó- manna á þessum skipum fyrir næstu áramót. Miðað við núvær- andi fiskverð og sama afla og skipin hafa veitt á árinu er hásetahlutur, án orlofs, um 120 þús. kr. á mánuði. Stjórn L.Í.Ú. hefði f arið þess á leit við sjávarút- vegsráðherra, að skipuð yrði nefnd til að athuga rekstrar- grundvöll skipanna, þannig að rekstur þeirra yrði hallalaus í framtíðinni. þegar ljóst hefði verið , að fram- undan væri stórfelldar hækkanir á olíu og vörum, sem unnar væru úr olíu, eins og efni til veiðar- færagerðar, hefði engum dulizt, að allar forsendur til að veita kjarabætur væru brostnar. Til- raunir til að þvinga fram kjara- samninga myndu aðeins magna verðbólguna enn meir og því að- eins rýra lífskjörin. Aðalfundur Landssambands ísl. útvegsmanna var settur í gær á Hótel Esju. Hófst fundurinn með kosningu fundarstjóra og var Björn Guðmundsson frá Vest- mannaeyjum kosinn fundarstjóri. Síðan flutti Kristján Ragnarsson, form L.Í.Ú. ræðu, þar sem hann fjallaði um hin mörgu vandamál útgerðarinnar, sem nú eru fram- undan. A eftir ræðu Kristjáns var skýrsla stjórnar afhent, og síðan kosið i nefndir. Þá voru reikning- ar L.t.Ú. og Innkaupadeildar L.LÚ. lagðir fram, en sfðan hófust umræður um skýrslu sambands- stjórnarinnar. Nefndastörf föru fram í gærkvöldi á skrifstofu L.Í.Ú. í morgun hófst fundur kl. 9 og verður fundi haldið áfram í allan dag. Hamranes- málið í salt Saksóknari ríkisins hefur í bréfi til bæjarfógetans í Hal'narfirði ákveðið að krefjast eigi frekari aðgerða f Hamranesmálinu svo- nefnda að svo stöddu en komi eitthvað nýtt fram, er varpi Ijósi á afdrif skipsins, verði málinu haldið áfram. Þessi ákvörðun er tekin á grundvelli sjódóms- og sakadóms- rannsóknar og að höfðu samráði við siglingamálastofnunina og samgönguráðuneytið. Hamranes RE-165 sökk sem kunnugt er í blíðskaparveðri hinn 18. júní 1972. Skipstjórinn taldi, að dulf- sprenging hefði valdið því, að leki kom að skipinu, en ástæða þótti til að rannsaka tildrög skip- skaðans nánar. Olíuráðherrann keypti íslenzkar prjónavörur AHIVIED Zali Yamani olíu- málaráðherra Saudi-Arabíu hefur verið f Kaupmannahöfn undanfarna daga til viðra'ðna við danska ráðamenn um olíu- skortinn, eins og sást á forsíðu- mynd Morgunblaðsins í gær. Heimsókn hans þar f landi væri þó varla í frásögur fær- andi hér uppi á Fróni, ef ráð- herrann hefði ekki komizt þar í kynni við prjónavörur frá Álafossi og orðið hrifinn af þeim, svo að um munaði. I fyrradag gerði hann sér þannig sérstakt erindi suður fyrir Kaupmannahöfn á búgarð Elenor nokkurrar Jeldorf, sem er umboðsmaður Vilborgar Hansen, en hún er aftur umboðsmaður Alafoss á Norðurlöndum. A þessum bú- garði hefur verið komið upp sérstökum sýningarskála með Alafossvörum. og fór Yamani þangað gagngert til að skoða, hvað væri þar á boðstólum. Skoðaði hann allt gaumgæfi- lega, lýsti hrifningu sinni á vörunum og keypti töluvert til að taka með sér heim. Geysileg útgjaldaaukning hjá skipa- og flugfélögum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.