Morgunblaðið - 29.11.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.11.1973, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1973 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiSsla Aucilýsingar hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. IVIatthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10-100. Aðalstræti 6, simi 22-4-80. Áskriftargjald 360,00 krá mánuði innanlands. I lausasölu 22, 00 kr eintakið lafur Jóhannesson forsætisráðherra hefur nú upplýst á Alþingi, f svari við fyrirspurn frá Ellert Schram, að flest fjarskiptatækjanna, sem fundust í Kleifarvatni, hafi verið rússnesk að gerð og að eitt tækjanna hafi verið framleitt í VestueEvrópu- landi og upphaflega keypt til Sovétríkjanna frá fram- leiðanda. Fyrir liggur, að tæki þessi hafa ekki verið flutt til íslands meðlögleg- um hætti, jafnframt er ljóst, að tilraun hefur verið gerð til þess að breiða yfir uppruna tækjanna með þvf aðþurrka út rússneskt let- ur af þeim. Tækjafundur þessi vakti á sínum tíma mikla athygli og ótal spurningar vöknuðu i' því sambandi. Eftir að upplýsingar hafa komið fram um, að eitt tækjanna hafi verið keypt til Sovétríkjanna frá landi í Vestur-Evrópu, getur enginn vafi leikið á því lengur, að fjarskiptatæki þessi hafa verið flutt til íslands frá Sovétríkjunum. Er augljóst, að notkun þeirra hefur verið með þeim hætti, að umráða- menn tækjanna, hverjir sem þeir hafa verið, hafa talið, að þau mættu ekki sjá dagsins ljós, og liggur þá beint við að ætla, að tækin hafi verið notuð til ólöglegrar starfsemi hér á landi. Bersýnilegt er, að rfkis- stjórnin er þeirrar skoðun- ar, að sendiráð Sovétrfkj- anna hér á landi eigi hér nokkurn hlut að máli. Þvf til staðfestingar er ástæða til að benda á, að gögn um málið voru send til utan- ríkisráðuneytisins til at- hugunar og dómsmálaráð- herra sagði á Alþingi í fyrradag, að ekki væri unnt að kalla starfsmenn sendiráða til dómstóla til að gefa þar skýrslur, vegna þess að þeir nytu sérstakr- ar friðhelgi gagnvart slíku. Þessi ummæli Ólafs Jó- hannessonar benda ein- dregið til þess, að ríkis- stjórnin sé þeirrar skoðun- ar, að erlent sendiráð eigi hér hlut að máli, og liggur þá beint við að ætla, að þar sé átt við sendiráð Sovét- ríkjanna á íslandi. Við íslendingar erum því óvanir, að eiga við njósna- starfsemi, sem stunduð er af erlendum stórveldum hér á landi. Fyrir allmörg- um árum kom þó upp slíkt njósnamál, er sannaðist, að tveir starfsmenn sovézka sendiráðsins höfðu gert til- raun til þess að fá íslend- ing til njósna í þágu Sovétríkjanna. Þessum starfsmönnum sovézka sendiráðsins var umsvifa- KLEIFARVATNS- TÆKIN laust vfsað úr landi. Nú er á ný komið upp mál, sem þannig er lagað, að mjög sterkar lfkur eru á, aðólög- leg starfsemi eða njósna- starfsemi hafi verið stund- uð af sovézkum borgurum á íslandi. Hér er um svo alvarlegt mál að ræða, að ekki kemur til mála, að skýrslur um það verði látn- ar rykfalla eða ganga enda- laust á milli einstakra ráðuneyta. Úr því að upp- runi þessara tækja er f Sovétríkjunum og upp- lýsingar um, að tækin hafa verið keypt frá Vestur- Evrópu til Sovétríkjanna liggur beint við að halda málinu áfram með því að afla upplýsinga f Sovét- ríkjunum um það, hvaða aðili þar í landi hafi keypt þessi tæki, hvenær þau hafi verið flutt úr landi þaðan og með hverjum hætti. Slíkar upplýsingar gætu stuðlað að því, að úr því fengist skorið, hvenær tækin hefðu komið til íslands og á hverra vegum þau hefðu verið notuð hér. Hér er um alvarlegt öryggismál að ræða, sem i'slenzka ríkisstjórnin verð- ur að taka mjög föstum tökum, og þess er að vænta, eftir að málið hefur komið til umræðu á Alþingi, aðsvo verði gert. Þórir S. Guðbergsson, rithöfundur: LÍTIÐ EITT Stavangri 22. nóv. 1973. „SKALHOLT" Guðmundar Kambans var sýnt hér í sjónvarp- inu í fyrrakvöld og var vel tekið af flestum þefm, sem ég hef rSett við. Nokkrar umræður urðu um efni og innihald leikritsins og þðtti flestum æði þungt ok það, sem lagt var á Ragnheiði Brynjólfsdóttur. Mér komu ósjálfrátt í hug orð Péturs úr Postulasögunni, þar sem lærisveinarnir þráttuðu um það, hvort heiðingjarnir ættu að láta umskcrast að sið Móse. Þá segir Pétur í lok ræðu sinnar: „Ilvað eruð þér þá nú að freista Guðs, með því að Ieggja ok á háls lærisveinanna, er hvorki feður vorir né vér megnuðum að bera?“ Sumir segja, að mannlegur máttur h.,fi næstum ótakmarkaða möguleika t.þ.a. þola hvað sem er, aðeins ef hann skilur „hvernig" og „hvers vegna" hann á að þola það, ef hann sér einhvern tilgang með því. A lánu leikur þó enginn vafi. að orð Péturs eiga enn í dag fullan rétt á sér og I öllum tilfell- um ber að meta og virða rétt einstakinganna og mæta þeirn meðhlýju og skilningi. Þannig er þaðeinnig, þegar við ræðum um Gamalt og gott fólk. Um það hefur mikið verið ritað og rætt í haust og ber að fagna því. Það er erfitt fyrir ungt fólk að setja sig I spor gamla fólksins, skilja þarfir þess og þrár, lífsvið- horf þeirra, sem lifað hafa krepp- ur og tvæi heimsstvrjaldir.þreytu þess og oft örvænlingu eftir lang- an og strangan dag fyrir biirn sín og landið sitt, þegar hvorttveggja bregst á vissan hátt, þegar hvort- tveggja bregst á vissan hátt, þeg- ar það þarf virkilega á að halda. Mig langar aðeins aðdrepa hér á tvö mikilvæg atriði í þessu stutta spjalli t.þ. elns og að und- irstrika, að við langar ræður og mikil heit megum við ekki láta staðar numið. 1) Margt gott hefur veriðgert og áunnizt í þágu aldraðra á und- anförnum árum bæði í trygginga- málum og félagsmálum, og fyrir þá þætti megum við ekki gleyma að þakka, þó að verkefnin séu ótæmandi, sem blasa við. Hjúkrunarmál gamla fólksins eru geigvænlegt vandamál. Ilér í Noregi eru „sjúkradeildarvanda- mál“ einnig mjög alvarlegt vanda- mál og opinskár þáttur i sjón- varpinu í haust um þessi mál kom mörgu hjartanu til þess að slá örar — og hugsa um sín eigin örlög og álag f eilinni. Markviss herferð var þegar hafin i Osló, þar sem vandamálin voru hvað mest, til þess að fá hjiíkrunarkon- ur og sjúkraliða' til starfa með öllum hugsanlegum ráðum. En svo alvarlegt er ástandið þar nú, að setja varð á stofn sérstaka símavakt, þar sem heimilislæknar geta pantað hjúkrunarkonur til þess að sitja yfir gömlu „sjúkra- deildarfólki" sem ekki fær pláss á sjúkra húsum! Mörg dæmi gæti ég nefnt um það, hve ástandið er slæmt á Islandi í þessum málum, en læt að þessu sinni nægja að segja: Við verðum að beita öllum brögðum og allri mannlegri skynsemi, sem okkur er gefið, til þess að leysa þessi vandamál. 2) llafiðgamla fólkið með í ráðum. Það er nauðsynlegt að byggja elliheimili, hjúkrunarheimili, dagheimili og vinna að hvers kon- ar félagslegri aðstöðu fyrir gamla fölkið. En við megurn ekki alltaf taka ákvarðanir fyrir það. LejT- um því að vera með í ráðum. Öruggar heimildir sýna hvanæva úr heiminum, að minna en 10 — 15 % af gömlu fólki ðskar að dveljast á stofnun. Og þessvegna ættum við þá að vera að eyða kröftum og fjármagni í að byggja niargar og miklar stofnanir, ef aldraðir æskja þess ekki? Elestir vilja dveljast eins lengi í eigin húsakynnum og unnt er. Og ég er ekki í nokkrum vafa urn, að marg- ir þeirra, sem nú dveljast á stofn un gætu verið heima, ef fyrr hefði verið hugað að vandamálum þeirra og hægl að létta af þeim ýmsum áhyggjum eins og erfiðum hei mi lisverku m, fj árhagsáhyggj- um o.fl. Og flestir þeir, sem fjall- að hafa um þessi mál, vita hve mörgum sinnum ódýrara það er að fiílk dveljist heinia hjá sér, jafnvel þó að ýmsu þurfi að kosta til, en að dveljast á sjúkrahúsi eða dýrri stofnun. Við þurfum á sérfræðingum að halda á öllum sviðum. En jafnvel þeir geta ekki alltaf vitað, hvað aldraðír vilja og hvað þeim er fyr- ir bestu. Það er líka ólýðræðislegt að taka sífellt ákvarðanir fjrir aðra. Það veltur á miklu, að aldr- aðir sem ungir finni og sjái til- gang með lífinu —- og um leið og okkur tekst að hjálpa þeim til þess að sjá hann, hverfur fjöldi þeirra vandamála, sem við eigum við að strfða f dag. Lftiðeitt um tilraunir ineð fóstur Margt hefur og verið ritað um fóstureyðingar að undanförnu og er enn von á þvf, að svo verði um sinn meðan frumvarp það, sem lagt hefur verið fram á Alþingi, er til umræðu. Þó að öllum sé heimilt að hafa sínar eigin skoðan.r i þessu máli og láta þær í Ijós, er ég varla fær um að rita mikið á þessu sviði. Mig langar því fyrst og fremst til að þakka álit það, sem þjóð kirkjan hefur látið frá sér fara í þessu máli ogjmér finnst tvímæla- laust þaðbesta og rökfastasta sem ég hef lesið um þessi mál. Það andaði sálfræðilegri, félagslegri og trúarlegri hlýju úr grein- inni og minnti njig á fyrrnefnda ræðu Péturs. Þess vegna hrökk ég við og varð bæði reiður og sár, er ég las grein- ar þær, sem birtust í blaðinu um tilraunir með fóstur og birtust undirnafni „vísinda“. Ég reyni að komast hjá því að vera stórorður í garð greinarhöf- undar, en mér varð strax á að hugsa: hvernig er unnt að birta slíkt á prenti mitt í umræðum um svo mikilvægt og oft viðkvæmt mál? Og hvað mundu sænskir læknar segja, ef þeir læsu slíka- grein? Og hvað ísl. starfsbræður þeirra? Margt býé f þokunni stendur þar — og margt gerist á bak við tjöldin, en lýsingar gi'einarhöf- undar á ýnisum þáttum þessa niáls, eru vægast sagt ógeðfelldar, að ekki sé meira sagt — Ég læt staðar numið um greinar þessar og óska þess helst, að þær gleym- ist og gráfist og grafist djúpt. En minni heldur á grein þjöðkirkj- unnar um fóstureyðingar. Kennarar og félagsráðgjafar. Margt fólk skilur ekki hvers vegna kennarinn getur ekki kennt og haft heinil á barni þess. Jafnvel þó að viðkomandi nem- andi læri aldrei heima og láti öll um illum látum, er mörgurn það óskiljanleg ráðgáta, að kennari, sem hefur lært svo mikið og veit svo mikið um börn, skuli ekki geta stjórnað þeim, alið þau upp, kennt þeim, leikið með þeim og hjálpað þeim í hvers kyns vanda — í stuttu máli: gert þau að fyrir- myndarbörnum! (Hvergetur ann- ars sagt mér, hvernig fyrirmynd- arbörn eiga að vera?) Til hvers ætlast menn af kenn- ara? Oft þetta: a) hannáaðkenna b) hann á að hafa stjórn á 30 — 35 börnum og sjá um, að þau læri öllsem jafnastog best c) hann áaðala þau upp d ) hann á að ráða við hvers kyns vanda, sem kemur upp í bekknum e) ef vandamálið er fjölskyld- unnar, á hann helst að fara f heimsókn og ,,lækna“ fjölskyld- una. Ég ætla ekki að verðá margorð- ur um þessi mál. Þessa kröfur eru ómannúðlegar og hverjum ein- staklingi ókleyft að uppfylla. Kennarastarfið er vissulega mjög erfitt starf og sanngjarnar kröfur á að gera til þeirra. Starf þeirra er allt of lítilsmetið og ætti að launa miklu betur en gert er. Ef uppfylla á öll skilyrði, sem að framan getur, verður annar aðili að koma inn i spilið og í tillögum „Grunnskólafrumvarpsins" er nokkuð rætt um þessi mál. Nú er það svo, að marga kenn- ara hef ég hitt, sem hafa næstum svipaðar hugmyndir um kröfur til félagsráðgjafa, eins og fólk hefur urn kennara. Margir álíta og vilja, að félagsráðgjafi, sem er sér- menntaður til þess að fara með vandamál fjölskyldna og gefa góð ráð, ætti að hafa öll tromp á hend- inni. En bæði kennari og félags- ráðgjafi eru i svipaðri aðstöðu, hvað þetta snertir: Það vantar peninga til þess að framkvæma hluti, það vantar sérmenntað fólk, það vantar stofnanir og heimili og annað, sem þarf til þess að leysa ,,allan“ vanda, (hvenær sem það svo verður). Á liinu leikur svo enginn vafi, Framhald á bls. 24. — um gamalt og gott fólk o. fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.