Morgunblaðið - 29.11.1973, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.11.1973, Blaðsíða 7
' MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1973 7 Jakobsen spáð 29 þingsœtum Þannig lýsir teiknari sænska biaðsins Afton- bladet þvf hvernig Er- hard Jacobsen (til hægri) hefur klippt fylgið af Anker Jörgen- sen. ÞINGKOSNINGAR verða í Danmörku á þriðjudag í næstu viku, eins og fram hefur komið i fréttum, og ef eitthvað er að marka skoðanakannanir leiða þær til mikilla breytinga á skip- an þingsins. Observa-stofnunin danska gerði skoðanakönnun nú um miðjan mánuðinn á veg- um Morgenavisen Jyllands- Posten, og niðurstöður hennar voru þær að flokkamir fimm, sem nú eiga fulltrúa á þingi, tapi alls 51 þingsæti, og að þrír flokkar fái nú fulltrúa á þingi. Nýju flokkarnir eru Miðflokkur Erhards Jacobsens, þess er klauf jafnað- armannaflokkinn, sem talið er að verði næst stærsti flokkur- inn, Framfaraflokkur Mogens Glistrups og svo kommúnistar, sem talið er að fái nú 2% at kvæða og fjóra þingmenn. Til þess að flokkur fái mann kjör- inn á þing, þarf hann að fá að minnsta kosti 2% atkvæða.en það hefur kommúnistum ekki tekizt síðan i kosningunum 1957, er þeir fengu 6 menn kjörna. Samkvæmt Obserua- skoðanakönnuninni ættu at- kvæði (í þús.) og þingsæti að skiptast þannig milli flokk- anna. í svigum eru úrslitin frá kosningunum 1971: Jafnaðarmenn ........ Róttæki Vinstri ..... Vinstri ............. Ihaldsfl............. Sósialiski þjóðarf .. Miðflokkur (C.D.) ... Framfarafl .......... Kommúnistar ......... Eins og á þessu sést, er mestu tapi spáð hjá jafnaðarmanna- flokki Ankers Jörgensens, 30 sæta tap, og hjá ihaldsmönnum, sem ættu að tapa 11 sætum. En hafa ber í huga, að könnunin er gerð rúmum hálfum mánuði fyrir kosningar, og margt getur enn breytzt. Þá eru hér ekki taldir með þingmenn Græn- lands og Færeyja, en tveir menn frá hvoru landi eiga sæti í danska þjóðþinginu. Observa-stofnunin reiknar hér með óvenju mikilli kjör- sókn, eða að 90% af 3.450.000 skráðum kjósendum greiði at- kvæði. Skýrir stofnunin þessa miklu kjörsókn þannig, að nú bjóði alls ellefu flokkarfram til þings, og hljóti því flestir kjós- endur að finna meðal þeirra einhvern flokk, sem þeim líkar. Af flokkunum fimm, sem nú eiga sæti á þingi, virðast aðeins Róttæki vinstriflokkurinn og Sósíalski þjóðarflokkurinn ætla nokkurn veginn að halda sinu, því spáð er, að þeir missi aðeins eitt sæti hvor. Erfið stjórnar- myndun Alls verða þingmennirnir 179, að meðtöldum fulltrúum Grænlands og Færeyja, og minnsti meirihlutinn því 90 þingmenn. Ef úrslit kosning- anna verða svipuð Observa- spánni, er erfitt að ímynda sér hvernig unnt verður að mynda nýja ríkisstjórn, með meiri- hluta þings að baki sér. Þannig hefðu til dæmis Jafnaðarmenn, Miðflokkur og Sósíaliski þjóð- arflokkurinn aðeins 85 sæti, og samsteypa Róttæka vinstri- flokksins, Vinstriflokksins, íhaldsflokksins og Framfara- flokksins 86 sæti. Observa-stofnunin kannaði einnig hvaðan nýju flokkarnir tveir, Miðflokkurinn og Fram- faraflokkurinn, fengju aðailega atkvæði sín. Kom í ljós, að um helmingur þeirra, sem nú segj- ast ætla að kjósa Miðflokk Er- hards Jacobsens greiddu jafn- aðarmönnum atkvæði i kosn- ingunum I september 1971. Virðist Jakobsen því hafa á réttu að standa þegar hann heldur þvi fram, að aukin vinstristefna Ankers Jörgen- sens hafi fælt fjölda kjósenda frá jafnaðarmönnum. Auk þessa er talið, að Jakobssen fái um 60 þúsund atkvæði frá hvor- um flokkarma, Róttæka vinstri- flokknum og íhaldsflokknum, 50 þúsund atkvæði frá Vinstri, 35 þúsund frá Sósíalska þjóðar- flokknum. Er hér um að ræða kjósendur, sem höfðu ætlað að greiða þessum flokkum at- kvæði áður en flokkur Jakobs- ens kom til sögunnar fyrr í þessum mánuði. Það vekur jafnan nokkra at- hygli hvernig nýju kjósendurn- ir — þeir, sem ekki höfðu feng- ið kosningarétt við sfðustu kosningar — skiptast milli flokkanna. Samkvæmt Observa-könnuninni skiptast þessir kjósendur þannig milli flokka í kosningunum á þriðju- dag: Jafnaðarmenn fá 15%, Róttæki vinstri 16%, íhaldsfl. 11%, Vinstri 5%, Retfarsam- bandið 2%, Sósíaliski þjóðarfl. 23%, Framfaraf lokkurinn 11%,og Miðflokkurinn 17%. Verður fróðlegt að fylgjast með þvi í næstu viku hve nærri sanni úrslit skoðana- könnunarinnar reynast. (Ur Morgenavisen J.vllands- Posten) 683 þús. 40 þingm. (1.075 þús. 70 þingm) 435 þús. 26 þingm. ( 414 þús. 27 þingm) 373 þús. 22 þingm. ( 451 þús. 30 þingm) 342 þús. 20 þingm. ( 481 þús. 31 þingm) 279 þús. 16 þingm. ( 263 þús. 17 þingm) 497 þús. 29 þingm. ( 0 þús. 0 þingm) 311 þús. 18 þingm. ( 0 þús. 0 þingm) . 62 þús. 4 þingm. ( 40 þús. 0 þingm) BROTAMÁLMAR Kaupi allan brotamálm langhæsta verði. Staðgreiðsla. Nóatún 2 7, sími 25891 BÍLAVIÐGEROIR Bílaverkstæðið Bjarg Bjargi við Sundlaugaveg, simi 38060. Tökum að okkur allar almennar bilaviðgerðir. Bilaverkst. Bjarg, Bjargi, s 38060 JARÐÝTA TIL LEIGU 22 tonna ýta með Rippertil leigu i stærri og smærri verk Upplýsing- ar i síma 51857 UNG KONA MEÐTVÖ BÖRN óskar eftir að taka á leigu 2ja herb ibúð Uppl i sima 84876 eftir kl 7 i kvöld og næstu kvöld YTRI-NJARÐVÍK Til sölu 3ja herb ibúð i góðu ástandi með bílskúr Lausstrax. Fasteignasalan, Hafnargötu 27, Keflavik, Sími 1420. ÓSKA EFTIR að ráða stúlku til afgreiðslustarfa Torg h.f., Vatnsnesvegi 16, sími 92-2674 SUÐURNES Vil komast i fasta vinnu með sendiferðabil, nýr bill Upplýsingar i sima 92-2368 LITLAR TOGVINDUR fyrir smærri báta til sölu. Vélaverkstæði J Hinriksson hf.. Skúlatúni 6 Simar 23520 og 26590 Heimasimi 35994 KEFLAVÍK Til sölu ný glæsileg 3ja herb ibúð með bilskúr Skípti á minni ibúð kemurtil greina Fasteignasalan. Hafnargötu 27, Keflavik Sími 1420 ÚRVALS SÚRMATUR Súrsaðir lundabaggar, hrútspung- ar, sviðasulta, svínasulta. Úrvals- hákarl, sild og reyktur rauðmagi Harðfiskur, bringukotlar Kjötmiðstöðin, Laugalæk 2, simi 35020 NOTAÐAR VÉLAR Höfum notaðar, ódýrar vélar. gir- kassa, hásingar, felgur í flest allar gerðir eldri bila Bilapartasalan, Höfðatúni 10, simi 11397. ATVINNA Reglusamur piltur eða stúlka ósk- ast til afgreiðslust sem fyrst ■’ verzlun Axels Sigurgerssonar Uppl gefnar i búðinni, ekki i sima MYNDATÖKUR alla daga vikunnar. Pantið i sima 1 7444 Ljósmyndastofan, Jón K Sæm Tjarnargötu 10b TIL SÖLU sjálfvirk þvottavél Uppl i sima 332 76 AKURNESINGAR Vegna breyttra aðstæðna verður árshátiðin haldin laugard 5 janúar að Hlégarði. Stjórnir félaganna TIL SÖLU G-1 9 vökvadæla Vélaverkstæði J Hinriksson h.f . Skúlatúni 6 Simar 23520 og 26590 Heimasimi 35994 TIL LEIGU Sérherbergi og litil íbúð i timbur- húsi i miðbænum Tilboð merkt: 471 3 sendistafgr Mbl. ’ 'it. Innilega þakka éa börnum mínum, tengdabömum, sam- starfsfólki og öorum vinum og félagasamtökum fyrir heimsóknir, gjafir og skeyti á 70 ára afmæli minu 13. nóvember s.l. Stefán Hannesson, Hringbraut 37. I\|ý þjónusta, Rafeindamótorstilling. Aukin þjónusta. Bætt þjónusta. Vinsamlegast pantið með góðum fyrirvara. BIFVÉLAVERKSTÆÐIÐ ' flö 1 11 ÍEI 11 íl l LH ÁRMÚLA 23 — SlMI 30690

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.