Morgunblaðið - 29.11.1973, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.11.1973, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1973 13 Jón Asgeirsson skrifar um tónlist Söngtónleikar JENNIFER Vyvyan er góð söngkona, ræður yfir leikandi tækni og er gefin fögur rödd. Eftir aðhafa hlýtt á söng henn- ar a' tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitarinnar, þar sem hún söng einsöng í Ljómanir eftir Britt- en og í 4. sinfóníu Mahlers, beið undirritaður þessara tónleika með eftirvæntingu og ekki sízt þar sem Ámi Kristjánsson yrði frúnni til aðstoðar. Vegna kvefs, sem angraði frúna og hún óspart kynnti fyr- ir áheyrendum með stöðug- um ræskingum, urðu tónleik- arnir áreiðanlega svipminni en efni stóðu til. Tónleikarnir hófust á söng- lögum eftir Debussy. Ileldur voru undirtektir áheyranda dræmar, er helst gæti stafað af því að grunntónn þeirra er mettaður öðrum tilfinningum og viðhorfum til blæbrigða, en kaldlyndir Islendingar hafa til- einkað sér. Fyrir mörgum árum á tónleikum hjá frú Dóru Sig- urðsson átti það sér stað, að áheyrendur klöppuðu ekki fyrr en löngu eftir Debussy, sem frúin söng þó mjög vel. Því minnist ég á þennan ein- stæða atburð, að þrátt fyrir breytt viðhorf, var eins og söng- lög Debussy ættu ekki frekar erindi við hljómleikagesti nú en á fyrrgreindum tónleikum. Heldur urðu áheyrendur hressari við sönglög Hándels, enda sýndi frúin þá hvers hún var megnug. Sönglög Hugo Wolfs voru með einhverjum hætti bæld eða ófrjáls í túlkun og tóntaki. Bresku þjóðlögin voru vel flutt einkum The Fridgetty Bairn, Little Sir William og The Bonny Earl O’Moray, en tvö þau síðast nefndu eru radd- sett af meistara Britten. Við betri heilsu og með list- sterkari efnisskrá yrði Jennifer Vyvyan ekki í vandræðum með að heilla áheyrendur. Undirleikur Áma Kristjáns- sonar var gæddúr listrænu inn- sæi. r „I fremstu víglínu” ÆGISUTGÁFAN hefur sent frá sér bókina „í fremstu víglínu" eftir Sven Hazel og er það fjórða bók höfundarins, sem kemur út á íslenzku. Bókina þýddi Öli Her- manns og fjallar hún eins og fyrri bækur höfundar um „Hersveit- ina“ sem fást verður við margan vandann og leysir verkefni sín oft á óprúttinn hátt. Að þessu sinni er sveitin að baki víglínunnar í Kákasus og hefur verið falið að njósna um övinina. Ferðin er vissulega ekkert barnagaman og ef harka hersveitarmanna hefði ekki komið til hefði sennilega enginn þeirra komið til baka. SPEGLAR — SPEGLAR í fjölbreyttu urvali. Hentugar tækifærisgjafir. r L UD\ ÍTO 11G 1 RR J L 1Á SPEGLABUÐIN Laugavegi 15 — Sími: 1-96-35. Jl! - HÚSIO - TEPPADEILD Nýkomln ensk. skosk og heiglsk göifteppi með ðföstu flltl. Margar gerðlr og llllr. Vlð algrelðum belnt af lager á ðtrúiega lágu verðl. Aðeins kp. 1.175.- kr. 1.290.- og kr. 1.530.- per (m og amerísk ryanælon gólfteppl kr. i.4i5.-oer fm. Elnnig nýkomnar ryamottur f úrvall. .111JÓN LOFTSSON hf ■■■ Hringbraut 121 ^10 600 umsðknarfrestur um ár§dvöl erlendis á vegum nemendaskipta þjóðkirki- unnar 1974/1975 rennur út 30 des. n.k. Mörg lönd koma til greina. Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á Biskupsstof- unni, Klapparstíg 27, Reykjavík. Sími 1 2445. Æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar BÁTAR TIL SÖLU 6-1 1-4 2-15-18-20-35-37-39-40-45-50-53-54-56-60-61 úrvalsbátur 65-67-70-73-75-76 bátur í sérflokki 85-1 00- 1 05-1 35-1 50-1 70-200-250 tonn Fasteignamiðstöðin, Hafnarstræti 1 1, sími 141 20. FALMER GALLABUXUR EFNI: FLAUEL&DINIM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.