Morgunblaðið - 29.11.1973, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.11.1973, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1973 Flugleiðir hf.: Sameiginleg skrifstofa flugfélaganna í Glasgow Flufífólas tslands or Ijoftleiðir hafa ákveðið að sameina skrif- slofur fólaf;anna í Glasgow. Kem- ur það til framkvæmda hinn 5. desember n.k. og mun þá öllstarf- st'mi fólaganna flytjast f sam- eiginlega skrifstofu að 11, Royal Kxehange Square I Glasgow. Að undanförnu hefur verið unnið að endurskipulagningu og samræmingu á ýmsum þáttum í starfsemi Flugfélags Islands og I>>ftleiða, þar á meðal á skrif- stofuhaldi og annarri starfsemi fólaganna erlendis. Ákveðið er, að á stöðum, þar sem bæði félögin hafa haft skrifstofur að undan- förnu, verði þær sameinaðar og sölu- og kynningarstarfsemi sam- ræmd auk þess scm stöðvar flug- félaganna á flugvöllum erlendis verða sameinaðar. Glasgowskrif- stofurnar verða þær fyrstu, sem sameinast. Sölusvæði Glasgow-skrifstofu flugfólaganna verður Skotland og Irland. Framkvæmdastjóri á þessu sölusvæði og skrifstofu- stjóri í Giasgow verður Stuart Cree og aðstoðarframkvæmda- stjóri George Southerland. Stöðv- arstjóri á Glasgow-flugvelli verð- ur Þwgils Kristmanns. A fundi með sáttasemjara Framkva'indanefndir Vinnu- veitendasamhandsins og Alþýðu- sambandsins áttu f gær fund með sáttasemjara rfkisins, og var vinnudeila aðiljana þar lögð fyrir hann. Ekki hafa verið ákveðin frekari fundahöld í þessari deilu aðsinni. Sáttasemjari hefur held- ur ekki boðað til samningafundar með fulltrúum BSRB og rfkisins en stuttur fundur var haldinn síð- ast í þeirri vinnudeilu f.vrir hálfri annarri viku. Þórir S. Guðbergsson Ljósm.Mbl. 01. K.M. OTRULEGA GET- SPAKUR Á NÖFN segir í skýrslu dul- sálarfræðinga um Hafstein miðil A skyggnilýsingarfundi með Hafsteini Björnssyni, miðli f Austurbæjarbfói f gærkvöldi greindi Ævar Kvaran frá skýrslu, sem nýlega var flutt á ráðstefnu Sálarrannsókna- fólagsins f New York. Skýrsla þessi er eftir tvo dulsálarfræð- inga, þá Erlend Haraldsson, lektor, og Ian Stevenson og fjallar um rannsóknir þeirra á miöilshæfileikum Hafsteins, sem fram fóru þar vestra. I samtali við Morgunblaðið í gær kvaðst Ævar nýlega hafa fengið þessa skýrslu í hendur og mætti glöggt af henni sjá, að við þessarrannsóknir hefði ver- ið beitt hávísindalegum aðferð- um. Ilann kvaðst mega lesa úr skýrslunni, að dulsálarfræðing- arnir væru mjög hrifnir af Haf- steini, einkum fyrir þá sök, að hann skuli hafa fallizt á að1 gangast undir þessi ströngu skilyrði, sem þcir kröfðust við ! rannsóknir sínar. Hæfileikar hans voru þar rannsakaðir við miklu erfiðari skilyrði en eru hér á landi — til að mynda var hann aðeins látinn lýsa einum manni í einu, sem tryggt var, að hann þekkti ekki neitl, hann var einangraður frá manninum með þykku tjaldi, þannig að hann gat ekki séð hann, og til þess að maðurinn yrði ckki fyrir áhrifum af því, sem hann heyrði, var maðurinn hljóðein- angraður — heyrnartól voru sett yfir eyru hans og í þeim leikinn tónlist, nógu hátf til að maðurinn greindi engin hljóð i kringum sig. Sérfræðingamir tveir Ijúka lofsorði á miðilshæfileika Haf- steins og i skýrslunni kemur fram, að hann skarar að einu leyti fram úr allflestum miðlum þ.e. sá hæfileiki hans og áreiðanleiki við að nefna nöfn ættingja þátttakenda, þrátt fyrir allar þessar ströngu varúðarráðstafanir. Tiltók Ævar eitt dæmi úr skýrslunni, þar sem greint er frá þvi, að ein islenzk stúlka úr hópi hinna tíu fundarmanna, sem þátt tóku í rannsókninni, hafi ekki kannazt við neitt af þeim : nöfn- um, sem áttu að eiga við hana samkvæmt lýsingu Hafstein. (Þátttakendurnir fengu skýrslu með nöfnum og persónulýsingum eftir á). Er- lendur Haraldsson fór sjálfur gagngert hingað til lands til að ganga úr skugga um þessi nöfn hjá ættingjum stúlkunnar, og kom í ljós, að þau voru öll rétt og áttu við þessa stúlku. Ævar sagði ennfremur, að i skýrsl- unni væri getið um annað sér- kenni á Ilafsteini sem miðli, en það væri, að hann léti sér ekki nægja að geta aðeins foreldra eða systkina þátttakandans heldur færi allt aftur til afa og ömmu og jafnvel til enn fjar- skyldari ættingja, „sem þátt- takandinn vissi aðeins lítil deili á“, eins og segir í skýrslu dul- sálarfræðinganna. Asta og eldgosið í Eyjum — Ný barnabók eftir Þóri S. Guðbergsson og Rúnu Gisladóttur MORGUNBLAÐINU hefur horizl bókin Asta og eldgosið í Eyjuni, oflir Þóri S. Guðbergssón og Rúnu Gfsladóttur. I bókinni. sem er 31 bls, að stierð, er fjöldi lil- niynda og aflast eru spurningar, senl bregða ekki sízt Ijósi á, hvað fyrir höfunduni vakir með bók- inni. Bókin er unnin með sérstök- uni ha'tti og byggja höfundar verkið að nokkru leyti á sálfra'ði- leguni og félagslegum grundvelli. Isafoldarprontsmiðja li/f gefur bókina út og á kápunni segir; „Víða um heim eiga sér stað hvers konar náttúruhamfarir. Af- leiðingar þeirra eru margar og misjafnar. Félagsleg og sálarleg vandamál verða þá oftast efst á baugi. „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur", segir mál- tækið. Það fékk Ásta litla einnig að re.vna, foreldrar heonar ásamt afa og ömmu. Flestir verða ein- hvern tíma fyrir slfkri lífsreynslu á einn eða annan hátt.“ Höfundar þessarar bókar, hjón- in Rúna Gísladóttir og Þörir S. Guðbergsson, hafa þegar skrifað um 14 bækur fyrir börn og ung- linga og eru mörgum að góðu kunn. Listmálarinn Baltazar hefur myndskreytt bókina með fögrum litmyndum og hefur hann um ára- bil skipað sér sess meðal beztu listamanna landsins". ÁLITSGERÐ PÁLS ÁRDAL — þyngst á met- unum við skipun í fyrra lektors- starfið við heimspekideild MENNTAMÁLARÁÐHERRA, Magnús Torfi Olafsson, hefur nú sent frá sér greinargerð um veit- ingu stöðu lektors f heimspeki- deild sem svar til Félags stúdenta f heimspekideild Háskóla Is- lands, sem sendi ráðherra opið bréf fyrir nokkru. I þessari greinargerð segir ráðherra, að sér sé engin launung á þvf, að ræki- leg álitsgerð Páls S. Ardal réð úrslitum um ákvörðun hans varð- andi ráðstöfun fyrri lektorsstöð- unnar við deildina. Greinargerð menntamálaráð- herra mun birtast í heild síðar hér í blaðinu en hér skal á eftir rakin greinargerð ráðherra um ástæður fyrir skipun Þorsteins Gylfasonar f fyrri lektorsstöðuna, en um þá veitingu hefur staðið mestur styrr sem kunnugt er. Segir Magnús Torfi Ólafsson í svari sínu, að sú ákvörðun hafi verið reist á tveimur forsendum: í fyrsta lagi, að af fimm umsækjendum um stöðuna hafi tveir hlotið atkvæði f heimspeki- deild — Páll Skúlason 7 atkvæði og Þorsteinn Gylfason fimm at- kvæði. Ilið raunverulega val hafi því staðið milli þeirra tveggja. I öðru lagi getur ráðherra þess, að þeir tveir menn, sem heim- spekideild fékk til að meta um- sóknir um stöðuna, Páll S. Ardal og Jóhann Páll Amason, hafi skilað álitsgerðum sinn í hvoru lagi. Alitsgerð Jöhanns Páls hafi fyrst og fremst fjallað um rit um- sækjenda og niðurstaða hans hafi verið, að traustust tök á heim- spekilegri hugsun komi fram hjá Páli Skúlasyni, en hann taki fram, að fleira þurfti að taka til greina, þegar skipað er í kennara- stöðu. Hins vegar geri Páll S. Árdal grein fyrir átta atriðum, sem hann leggi til grundvallar mati á hæfni umsækjenda til að takast lektorsstöðuna á hendur, og fjalli síðan um hvert og eitt með hlið- sjón af þeim kröfum. Tiltekur ráðherra, að i álykturnarorðum Páls komi fram, að Þorsteinn Gylfason sé langbezt fallinn um- sækjendanna til að takast á hend- ur lektorsstöðuna við Háskóla íslands, og telji hann þessum dómi til stuðnings bæði framlag Þorsteins til að ef la áhuga á heim- spekilegum fræðum á íslandi, rit- færni hans og prýðilega háskóla- menntun. „Mér er engin launung á því, að rækileg álitsgerð Páls S. Árdal réð úrslitum um ákvörðun mína varðandi ráðstöfun fyrri lektors- stöðunnar," segir menntamála- ráðherra. Síðast- urmeð frétt- irnar 1 FRÉTT f dagblaðinu VIsi I gær segir svo: „Morgunblað- ið mun seljast I nokkuð yfir 30.000 eintökum. . .“ Hér er Vísir sfðastur með fréttirnar, því að þetta er meira en 10 ára gömul frétt! Upplag Morgunblaðsins fór yfir 30.000 eintök I júlí- mánuði 1962 en nú f nóvem- ber fór upplag blaðsins yfir 41.000 eintök. Hefðu verið verið hæg heimatökin að hafa það, sem satt er og rétt strax I upphafi. Jónas Guðmundsson Kuldamper Absalon — Ný skáldsaga eftir Jónas Guðmundsson MORGUNBLAÐINU hefur borizt ný skáldsaga eftir Jónas Guðmundsson og nefnist hún Kuldamper Absalon. Skáldsög- unni f.vlgja myndir, sem höfund- ur hefur gert, en hann er einnig kunnur af myndlist sinni. Þetta er sjöunda bókin eftir Jónas Guðmundsson, en auk þess hefur hann skrifað texta I málverkabók Kára Eiríkssonar or ritað í Því gleymi ég aldrei, ásamt öðrum höfundum. Jónas Guðmundsson hefur starfað á sjónum, og sækir hann efnivið sinn í sjómennsku. A bókarkápu segir m.a. frá forlag- inu, sem er Hilmir h/f: „Kuldamper Absalon er rituð af frábærri þekkingu á kjörum og högum mannsins, sem hefur allt sitt líf flækzt um veraldarhöfin, hamingju hans og þjáningu. Hér gefst íslenzkum lesanda sýn inn í veröld, sem lítið hefur verið ritað um; farmannslífið sjálft. Kuldamper Absalon er kola- skip, veraldarskip og samfélag manna. Um einn þessara manna fjallar þessi saga öðrum fremur og bak við grátbroslegar lýsingar og kímni höfundar skín alvara og þjáning þeirra, er eiga gröf jafn- stóra heiminum." Sem sagt: Hér er á ferðinni skáldsaga um sjómenn og ver- aldarsiglingu. Kuldamper Absalon er 123 bls, að stærð og fylgja bókinni all’ margar teikningar efti'r höfund- inn og kemur sjórinn að sjálf- sögðu einnig við sögu þeirra. Skáldsöguna tileinkar höfund- ur frænda sinum, Þorgeiri Sigurðssyni, endurskoðanda er lézt 1971. Ililmir h/f prentaði bókina. Bókbindarinn h/f batt hana og myndamót gerði Raf h/f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.