Morgunblaðið - 29.11.1973, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.11.1973, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÖVEMBER 1973 3 VEITINGAMENN IHUGA GER- BREYTINGU Á REKSTRI A FUNDI Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda með frétta- mönnum f gær kom fram, að ýms- ir veitingamenn hyggja á miklar breytingar á rekstri sínum. Loftleiðir íhuga nú að loka veit- ingasölum sínum fyrir almenn- ingi og hafa þar aðeins matar- og vínveitingaþjónustu fyrir hótel- gesti. Síld og Fiskur hefur yfir- tekið rekstur hins nýja salar Hótel Holts, Þingholts, og mun leigja hann undir veizlur og aðra mannfagnaði. Konráð á Sögu hyggst bjóða salarkynni Hótel Bókin Fiskvinnsla á Islandi komin út BÓKAVERZLUN Sigfúsar Eymundssonar hefur nýlega sent frá sér bókina Fiskvinnsla á Is- landi, — sem hefur aðgeyma sjö erindi, er voru flutt f Rfkisút- varpinu á vcgum Rannsóknar- stofnunar fiskiðnaðarins í byrjun árs 1973. í bókinni eru erindin birt f þeirri röð, sem þau voru flutt. Þórður Þwbjarnarson fjallar um fiskiðnaðinri og rannsókna- stofnanir hans. Geir Arnesen um salt og saltfisk, Páll Pétursson um niðursuðu og niðurlagningu sjáv- arafurða, Björn Dagbjartsson um frystingu og frystigeymslu, Páll Ölafsson um framleiðslu og notk- un fiskimjöls og lýsis, Jónas Bjarnason um næringargildi sjávarafurða og Guðlaugur Ilann esson um gerlarannsóknir á freö- fiski. Bókin Fiskvinnsla á íslandi er 139 bls., hún er sett og prentuð í Rfkisprentsmiðjunni Gutenberg, en bundin í Sveinabókbandinu. Torfi Jónsson teiknaði kápu. Sögu til leigu fyrir félagasamtök og aðra aðila. Auglýsir hann i dag eftir fólki til starfa við slikan rekstur. Þá skýrði Konráð frá þvi, að hann hefði í gær tekið ákvörð- un um að halda ekki áramótafagn- að á Hótel Sögu með því sniði, sem verið hefur undanfarin ár. Glæsibær ihugar að taka einungis upp salarleigu, eins og var fyrstu 6—9 mánuði eftir að það var opn- að. Var að heyra á veitingamönn- unum, að verkfallið hefði skapað neyðarástand fyrir þá og rekstur þeirra og gera yrði ráðstafanir til, að lítill hópur manna gæti ekki í framtíðinni lamað starfsemi stór- fyrirtækja. T.d. skýrði Konráð á Sögu frá þvi, að brúttótap á viku hjá sér næmi rúmum 5 milljónum króna. Framkvæmdastofnun ánægð að losna við 10% lánin „AÐ SJALFSÖGÐU er þetta stjórn Framkvæmdastofnunar- innar ánægjuefni, “ sagði Bergur Sigurbjörnsson, einn þriggja framkvæmdastjóra Fram- kvæmdastofnunar rfkisins, í við- tali við Mbl. f gær um þá ákvörð- un iðnaðarráðuneytisins að fela stjórn Iðnlánasjóðs að annast út- hlutun og afgreiðslu á 10% lán- um vegna skipasmfða innanlands, en afgreiðsla þeirra lána var áður f höndum Framkvæmdastofn- Staða forstöðumanns Litla-Hrauns laus DÖMS- og kirkjumálaráðuneytið hefur auglýst lausa til umsóknar stöðu forstöðumanns Vinnuhælis ins að Litla-Hrauni. Samkvæmt lögum skal skipa i starfið öðrum fremur Jögfræðing eða félagsráð- gjafa og skulu þeir sérstaklega hafa kynnt sér fangelsismál. Staðan veitist frá 1. júlí 1974, en f auglýsingu ráðuneytisins segir, að væntanlegir umsækjendur þurfi að vera reiðubúnir til að fara erlendis til að kynna sér rekstur fangelsa eigi síðar en 1. marz 1974. Umóknarfrestur er til 20. des. nk. Starfið er auglýst laust, þar sem hinn 15. nóv. kl. var Markúsi Einarssyni, forstöðumanni vinnu- hælisins, veitt lausn .frá starfinu, að eigin ósk, frá 1. júlí 1974 að telja. Ráðuneytið auglýsti fyrir mörgum mánuðum eftir aðila, sem vildi á vegum stjórnvalda fara utan til námsdvalar til að kynnast rekstri fangelsa, með það fyrir augum að taka síðar við” starfi fangelsisstjóra á íslandi, á Hrólfur tekinn til fanga, ný drengjabók HJÁ isafoldarprentsmiðju er komin út ný barnabók eftir Peter Dan. Öm Snorrason íslenzkaði og heitir bókin á íslenzku Hrólfur tekinn til fanga. í fyrra kom út bók um Hrólf, er heitir Hrólfur á Bjarnarey. Þetta er ein af vikingasögum ísaföldar og segir frá tveimur drengjum, Iirólfi syni Bjarnar víkingakonungs á Bjarnarey og vini hans á svipuðu reki. Þeir laumuðust um borð í víkingaskip og komu ekki heim fyrr en mörgum árum síðar. Serk- ir fluttu þá nauðuga frá Hamnia- borg og þeir lentu í ótal ævintýr- um og hættum. Hróflur tekinn til fanga greinir frá spennandi ævin- týrum þeirra félaganna og þriðja drengs, sem er frá Danmörku, og langri sjóferð þeirra. Litla-Hrauni eða annars staðar. I samtali við Mbl. í gær sagði Bald- ur Möller ráðuneytisstjóri dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, að auglýsingin hefði ekki boriðþann árangur sem skyldi og enginn maður verið ráðinn í framhaldi af henni. Baldur sagði, að stjórn- völdum væri það þvi ánægjuefni að fá nokkurn fyrirvara, áður en nýr forstöðumaður tæki til starfa, svo að hægt yrði að vanda val hans og veita honum möguleika á að undirbúa sig undir starfið með dvöl erlendis. unarinnar. „Þetta er gert sam- kvæmt ósk okkar. Við óskuðum eftir þessu í jan. sl. og rfkisstjórn- in hefur haft þetta til meðferðar síðan,“ sagði Bergur. Hann sagði, að þessi lánastarf- semi hefði á sinum tima verið sett á Atvinnuföfnunarsjóð í hálfgerð- um vandræðum; viðreisnarstjórn- in hefði ætlað að setja þetta á Fiskveiðasjóð, en stjórn hans ver- ið andvfg þvi. Þá hefði þetta verið sett á Atvinnujöfnunarsjóð og ætlunin hefði verið að tryggja honum fjármagn til þessara lána. Siðan hefði þetta gengið til Byggðasjóðs, þ.e. Framkvæmda- stofnunar. En stjórn hennar hefði réttilega litið svo á, að þessi hátt- ur mála væri andstæður lögunum um Byggðasjóð, því að þessi lán dreifðust yfir allt landið, lika til Reykjavíkur, en slíkt væri bein- linis bannað í lögum Byggðasjóðs. „Til viðGiátar var það, að heldur slaklega hefur verið staðið að út- vegun 10% fjárins og hefur það þvi komið niður á ráðstöfunarfé Byggðasjóðs,'1 sagði Bergur enn- fremur. Hann sagðist telja það eðlilegast, að þetta væri í Fisk- veiðasjóði, sem veitir lán til fiski- skipa, en næstbezt að þetta væri i Iðnlánasjóði, því að þetta væri stuðningur við islenzkan skipa- smíðaiðnað. Kökubasar til styrktar peysufatadeginum NEMENDUR 4. bekkjar Verzl- unarskóla íslands efna til köku- basars að Ilallveigarstöðum i dag, frá kl. 2—6. Er hér um að ræða nýjung í fjáröflunarleið- um nemenda til að halda hátíð- legan peysufatadaginn, sem er árlegur viðburður í skólalffinu. Peysufatadagurinn, stærsta hátíð nemenda i 4. bekk, er haldinn á vorin og er jafnan kærkomin tilbreyting i hvers- dagsleik borgarlífsins. Er því ástæða til að hvetja menn til að líta inn hjá „verzlingum" að Hallveigarstöðum i dag, bragða á gómsætum kökunum og styrkja um leið nemendur til að viðhalda hefð peysufatadags- ins. Þrjárnýjarljóða- bækur frá AB ALMENNA bókafélagið hóf árið 1968 að gefa út sérstakan flokk ljóðabóka i samstæðum og smekk- legum búningi, en jafnframt til- tölulega ódýrum. Var tilgangur félagsins einkum sá að koma á framfæri ljóðum ungra skálda, en einnig hafa eldri höfundar og kunnari komið þar við sögu. Hafa nú alls komið 20 bækur i þessum flokki og eru þá taldar með þær þrjár nýju ljóðabækur, sem Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar leikur á fullveldishátíðinni í Osló ÍSLENDINGAR í Osló halda ávallt mikla skemmtun á full- veldisdaginn, 1. desember. A3 þessu sinni verður vandað vel til skemmtihaldsins og hljómsveitin er sótt heim til Islands. Er það hin vinsæla hljómsvcit Þorsteins Guðmundssonar, sem leika á fyrir dansi á fullveldishátfðinni n.k. laugardag. Hljómsveitin heldur utan á föstudagsmorgun, og á föstudags- og sunnudagskvöldið eiga Þor- steinn og félagar að leika fyrir dansi á einum vinsælasta dans- staðOslóar, Chatau Neuf. Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem hljómsveit Þorsteins Guðmunds- sonar leikur fyrir dansi á full- veldishátiðum íslendinga erlend- is, þvi i fyrra lék hún á fullveldis- hátið íslendinga i " Gautaborg. Myndin er af þeim félögum. Talið frá vinstri: Þorsteinn Guðmunds- son, Ilaukur Ingibergsson og Kristinn Alexandersson. félagið sendir frá sér þessa dagana, en þær eru: Grænt líf eftir Ragnheiði Erlu Bjarnadóttur, ungan Re>kvíking (f. 1953). Ragnheiður varð stúd- ent úr náttúrufræðideild Mennta- skólans í Reykjavík vorið 1973. Hún stundar nú nám i líffræði við Háskóla íslands. Þetta er fyrsta bók Ragnheiðar, en ljóð og sögur eftir hana hafa áður birzt í skóla- blöðum. Leit að tjaldstæði eftir Þóru Jónsdóttur (f. 1925). Þöra varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1948, stundaði nám við háskólann i Kaupmannahöfn, lauk kennaraprófi frá Kennara- skóla íslands 1968. Þetta erfyrsta bók Þóru, en á sinum tíma skráði hún æviminningar Bjargar Dal- mann í timaritið Heima er bezt. Gerðir eftir Gísla Ágúst Gunnlaugsson, ungan Hafnfirð- ing (f. 1953). Gfsli varð stúdent úr máladeild Menntaskólans við Tjörnina vorið 1973. Hann stundar nú nám i sagnfræði og bókmenntum við háskólann í Norwich i Bretlandi. Þetta er f yrst bók Gisla, en ljóð hans hafa birzt í skólablaði M.T. Allar eru þessar 3 ljóðabækur prentaðai- í Odda og bundnar í Sveinabókbandinu. Auglýsinga- stofa Kristinar Þorkelsdóttur gerði káðuteikningar. GOÐ SALA SNORRA STIJRLIJSONAR ANNAR Skuttogari Bæjarút- gerðar Reykjavikur, Snorri Sturluson, seldi aflann úr sinni fyrstu v'eiðiferð í Þýzkalandi í gærmorgun. Snorri seldi 150.4 Iestir fyrir 256.900 mörk og var meðalverð fyrir hvert kfló kr. 54.30. Er það mjög gott meðalverð fvrir þetta mikinn afla. Hluti aflans var f kössum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.