Morgunblaðið - 29.11.1973, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.11.1973, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1973 ó Ijoldinu Gamla bíó Kærastinn. * * * * Sc«ja má um þessa sérslæðu dans- og söngva- mynd. að hlúð sé að hverri mfnútu. Ken Russeller sam- ur við sig, hrúgar upp stór- kostlegum sviðsmyndum og atriðum, þar sem allir skríða eins og hundar f.vrir f rægðina. Það er mikið talað um, að persónulegur stfll hans beri keim af geðveiki, en sagði ekki einhver vitur maður, að það væri stutt brú á milli sérvizku, geðveiki og snilli. Og sfðast en ekki sfzt: Tfzkufyrirsætan Twlggy get- ur leikið. læikstjóri: Ken Russell, Myndataka: David Watkin. Leikendur: Twiggy, Christopher Gable, Vladek Sheybal, Glenda Jackson. VJ. i, Leikstjórinn Ken Russel þótti mér lofa nokkuðgóðu f myndum eins og Djöflarnir I Lodun og Tchaikovsky. En að hverjum er Russel að gera grfn hér — áhorfend- um cða sjálfum sér? Myndin er hæði efnislaus og svo illi- lega stilbrotin, að áhorfand- inn á f vandræðum með að koma púsluspilinu saman. SSP. * ** Það er skammt öfganna á milli hjá Ken Russel, Ifkt og f.vrri dagínn. Nú er það draumasmfða Busby Berke- ley, sem hann tætir f sig á sinn sérstæða, hugmynda- rfka og oft hálf-óða máta. Oftast heppnast „showið" með miklum ágætum, með góðri hjálp afbragðs leikara. I Twiggy, sem hér fer með sitt J fyrsta hlutverk f kvikmynd, J er eflirtektarverður og lokk- I andi persónuleiki. Útlitið tælandí, Ifkt og maður gæti ! ímyndað sér unga og Iftt spillta Marlene Dietrich ... I S.V. | Háskólabíó______________ I Bófaf lokkurinn. ■ i, ir Það er einkenni kfn- I verskra slagsmálamynda. að I furðulegheit f kvikraynda- ■ töku og tónlist ganga svo J langt út yfir alla venjulega I öfga, að þau bera árangur. I Bófaflokkurinn fjallar ein- ■ göngu um glæpi og blóðug ■ slagsmál og þannig á svið | sett, að ógjörníngur er ann- I að en að finna fyrir kitlandi . spenningi. Fagurfræðilegt I gildi fyrirffnnst hvergi, og á vissan máta er myndin gagn- réni á vestræna menningu. V.J. I Austurbæjarbíó Zcppelin. * Fyrri heimst.vrjaldar fantasfa, sem f einu og öllu fylgir forskrift eldri strfðs- mynda. Tilraunir eru gerðar til að halda áhorfendum vakandi, en tilbreytinga- laust handrit og slappur , leikur gera sitt lil að drepa allan spenning niður. Leik endur: Michael York, Elke Sommer. V J. • ^Sönn kvikmynd5 ’ Háskólabíó: II Conformista. ★ ★ ★ ★ Hvað er KVIKMYND? Spurnlngin virðist heimskileg og svarið þá ekki siður: 1 L CONFORMISTA. Og hvað er það svo, sem gerir 1 L Conform- ista að KVIKmynd umfram aðrar kvikmyndir? Kvikmynd er í langflest- um tilvikum aðeins upptaka, gerð með taekjum án lifrænnar þátttöku þeirra. Að minum dómi er þvi að- eins um sanna kvikmynd að ræða, að upptökutækinu, t.d kvikmynda- tökuvélmm, sé beitt á þann hátt, að það taki virkan þátt i atburðarásinni. undirstriki það, sem er að gerast og segi meir en það, sem orð fá lýst Bertolucci notfærir sér alla þá mögu- leika, sem kvikmyndaformið hefur yfir að búa, efni og mynd til fram- dráttar Má þar þó sérstaklega benda á sviðsmyndina, lýsingu, kvikmyndatöku og klippingu. Um hljóðáhrif og tónlist er ég litt fær að dæma, þvi þessi hlið mynd- arinnar fór gjörsamlega fram hjá mér, i aðdáun minni á þvi sýnilega Starfsbróðir mínn, Erlendur Sveinsson, fjallaði allftarlega um 1L Conformista hér á siðunni fyrir viku og kallaði Bertolucci kvikmynda- skáld. Hnitmiðaðri lýsing verður vart fundin. Til að taka sem dæmi að lokum. um lýsingu og kvikmynda- töku, langar mig að benda á siðasta skotið, eða síðustu myndina, f 1L Conformista. Tvöfeldni aðalpersón- unnar, Clerici, er löngu orðin Ijós. Hann er m.a. kynvilltur, en berst við að lita út fyrir að vera eðlilegur. ( siðasta atriðinu sezt hann við opinn eld i einhverju skúmaskoti á götum Rómar. Hann snýr baki i myndavél- ina og hallar sér upp að rimlum, en i hálfrökkrinu bak við hann er gefið til kynna að liggi kynvillingur. Clerici er aðeins lýstur rauðum daufum bjarma frá eldinum vinstra megin. Smám saman snýr hann andlitinu við I átt til kynvillingsins — og áhorfenda — og þegar hann snýr beint að okkur er rauði bjarminn enn þá fyrir hendi vinstra megin, en hægra megin er hann lýstur hörðu, bláu Ijósi. Andliti hans, bak við rimlana, er þannig skipt upp i algjör- ar andstæður; tvöfeldni ásamt inni- birgðum tilfinningum kristallast I einní mynd, lokaniðurstöðu verks- ins. Sjálfsagt þarf ekki mikið hug- myndaflug til þess að álykta, að pólitísk afstaða, eða kannski af- stöðuleysi, Clericis speglist einnig i þessari mynd SSP Slagsmálamyndir fara nú eins og eldur um sinu um viða veröld.aðíslandi ekki undanskildu. Héreratriði úr myndinni i Háskólabíói. □ □□ Söguleg samningsgerð Sögulegur samningur var gerður nú á dögunum vestur I Hollywood. Samningur. sem á sér enga hliðstæðu í kvik- myndasögunni, og engan óraði f yrir að ætti nokkurn tíma eftir aðlfta dagsinsljós. Sjö menn voru samankomnir í aðalstöðvum 20th Century- Fox kvikmyndafyrirtækisins. Voru það æðstu menn þess, svo og þrír aðrir, sem eru jafn hátt- skrifaðir hjá öðru kvikmynda- veri, Warner Bros. Eins var þar framleiðandinn kunni, Irwin Allen. Á tíu mínútija löngum fundi þessara kvikmyndajöfra var ákveðið, að Wamer og Fox slægju sér saman við gerð myndar eftir sögum, sem þessi tvö fyrirtæki voru búin að kaupa kvikmyndarétt á, og báð- ar fjölluðu um nauðalfkt efni. Þar með var samþykkt sögulegt samstarf á milli tveggja stærstu kvikmyndavera heims. Hefur slíkt aldrei áður gerzt þar vestra. .Forsaga þessa máls er í stuttu máli, að sfðastliðið vor var handrit Iátið ganga á milli framleiðenda f Hollywood. yar það að bók, sem nefnist „The Tower“, og lýsir ástandi fólks, sem statt er á efstu hæðum brennandi skýjakljúfs, og hef- ur einangrazt þar, ennfremur tilraunum til að bjarga þvf úr eldsvoðanum. Þegar boðið f handritið var komið upp f 200 þús. $, voru aðeins þrjú kvik- myndaver eftir í slagnum; Columbia, Warner og Fox. Columbia bauð 250, og gafst síðan upp, Fox býður 340 þús., Warners 390 þ., og þeir hjá Fox ákvaðu að fá' sér smá-hvííd. „Tveim tímum síðar ætluðum við að hækka boðið upp fyrir 390,“ sagði Irwin Allen, sem hefur framleitt myndir fyrir Fox í fjórtán ár. „En það var um seinan, okkur var tilkynnt, að við hefðum tapað bókinni.“ „En átta vikum sfðar gerðist kraftaverk," segir AUen, „okk- ur var boðið handritið „The Glass Inferno", enginn okkar trúði þvf sem við vorum að lesa. Hér gerðust sömu atburðir und ir sömu kringumstæðum, sami endir.“ Og i þetta sinn gaf Fox eng- úm tækifæri. Sjö önnur fyrir- tæki hófu tilboð á mánudags- morgni, á föstudagskvöldi var handritið keypt af Fox á 400 þús. $. (Stulberg, forseti 20th Century-Fox, var þó það nær- gætinn, að hann lét starfsbróð- ur sinn hjá Wamers vita áður en hann gekk frá kaupunum á handritinu.). Myndir um neyðarástand manna, hvort sem það hefur orðið til fyrir guðs eða manna tilstilli, hafa löngum notið mik- illa vinsælda. Nægir að nefna „The High and the Mighty", „Airport“, Skyjacked" og „The Poseidon Adventure". „Og nú höfðum við á milli handanna bók, sem var næstum eins og þeirra,“ sagði Allen, „allir hjá Fox litu hver á annan og spurðu hvað gerum við nú?“ Allen minntist með skelfingu tveggja mynda um ævi Jean Harlow, sem komu jafnt á markað og eyðilögðu hvor aðra, sömu sögu var að segja um hlið- stæðar myndir um Oscar Wilde, þær birtust jafnt á vfgVellinum og drápu hvor aðra niður. Gordon Stulberg hjá Fox hringdi f starfsbróður sinn, Ted Ashley hjá Warners. Þessirtveir menn höfðu einrng um langt skeið verið kunningjar í skemmtanalífinu og einstaka sinnum snætt hvor hjá öðrum. Svipaða sögu var einnig að segja um tvo næstæðstu menn beggja fyrirtækjanna, þeir voru gamlir vinnufélagar hjá Columbia. All þetta hjálpaði til. Jere Henshaw, varaforseti Fox, efar, að þeir hefðu tekið þetta dæmalausa skref með nokkru öðru fyrirtæki. „Af til- viljun eða ekki, þá bera fram kvæmdarstjórar Fox og Warners mikla virðingu hverjir fyrir öðrum. Það eru sjö eða átta kvikmyndaver í baráttunni um aura almennings, epn þá sækjast Fox og Wamers eftir sömu hlutum, svipuðum ráða- mönnum, svipuðum fram- kvæmdaaðilum, svipuðu efnis- vali. Andrúmsloft þessara tveggja kvikmyndavera er mjög svipað." „Ef við hefðum viljað keppa,“ segír Shepherd, næst- æðsti maður Warners, „hefðum við komið okkar mynd í fram- leiðslu á undan. Þeir hjá Fox keyptu aðeins útlínur bókar, en sem skynsamir og forsjálir menn, gátum við ekki tekið þá ákvörðun.” Ákvörðun Fox um að hætta við kapphlaup, er skýrð f svip- uðum orðum Henshaw: „Góð dómgreind og forsjálni gerði það að verkum, að við vildum frekar ganga f félag en leggja til orustu. Fox hefur sennilega aldrei staðið jafn vel fjárhags- lega, en þrátt fyrir allt getum við aldrei verið fyrirfram viss- ir.“ I samningum státaði Warners af fullgerðri bók, en Fox hafði einnig sitt tromp á hendi, samn- ing við Irwin Allen. „Allen," segir Shepherd, sem eitt sinn var umboðsmaður hans, „hefur óvenjulega hæfileika til að framleiða kvikmynd eins og þessa.“ Þessir óvenjulegu hæfi- leikar sýna sig bezt í velgengni myndarinnar „The Poseidon Adventure", (sú mynd fjallar um skylt efni; hóp fólks, sem innilokast f lest skemmtiferða- skips sem hvolfir), en sú mynd kostaði „aðeins" 4 millj. $., en hefur nú skilað rúmum 100. Það sagði reyndar enginn upphátt. „Þið hafið fullgerða bók, en við höfum Irwin All- en,“ en staðreyndimar lágu í loftinu. Samningsgerðin gekk snurðulaust. Kvikmyndina á að framleiðaí kvikmyndaveri Fox, þar sem Allen hefur þar sínar bækistöðvar. Öllum kostn- aði á að skipta í tvo jafna hluta og sama máli gegnir með gróð- ann. Fox á að dreifa myndinni f Bandaríkjunum og Kanada, en Warners á að sjá um útlönd og sjó nva rpsréttinn. „Við skiptum jafnvel nöfnum höfundanna," segir Shepherd, „og kvikmyndin, sem á að frumsýna á jólunum 1974, hlýt ur nafn sitt af heitum beggja handritanna, eða „The Tower- ing Inferno“. „Hann bætir því þó við, að ef önnur hvor verði metsölubók, þá breytist nafn- giftin. Bæði kvikmyndaverin eru ánægð með samkomulagið. Kvikmyndahandritið er skrifað af Stirling Silliphant („The Poeseidon Adventure"), ög á því að verða lokið nú næstu daga. (Fyrir þá, sem ekki vita er „The Poseidon Adventure“ mestsótta bandaríska myndin á þessu ári. Handritið mun inni- halda það bezta úr báðum bók- unum. Hvor bók inniheldur sina lausn á því, hvernig bjarga eigi fólki úr brennandi skýja- kljúfi, og munu kvikmyndahús- gestir njóta góðs af. Aætlaður kostnaður er 7 milljónir dala. Gordon Stulberg, sem er sér- staklega ástúðlegur og viðfelld- in maður, hefur þetta að segja um samvinnuna: „Það hljómar sjálfsagt líkt og uppblásin ástarsaga, en ég er búinn að eiga f þessu strfði svo lengi, að ég álít það mjög mikið lán, þeg- ar þú hefur yfir starfsfólki að ráða, sem vinnur enn betur en í öðrum kvikmyndaverum. S.V. SIGUROUR SVERRIR PALSSON VALDIMAR JÖRGENSEN SÆBJÖRN VALDIMARSSON Paul Newman er sívinsaell, að ofan er atriði úr nýjustu mynd hans, THE MACKINTOSH MAN, sem byggð er á sögu eftir Desmond Bagley. (Út í óvissuna).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.