Morgunblaðið - 29.11.1973, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.11.1973, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1973 Þýtur í skóginum =“ 5. kafli ÆVINTÝRI FROSKS Morgun nokkurn var stúlkan venju fremur annars hugar og froski fannst hún ekki gefa fyndni hans nógu mikinn gaum. ,,Froskur,“ sagði hún skyndilega. „Hlustaðu nú á mig. Ég á frænku, sem er þvottakona." ÁVEXTIR HANDA ÖMMU Rauðhetta er að fara að heimsækja ömmu sína, og á leiðinni hitti hún íkorna. En áður en Rauðhetta kemst til ömmu sinnar verður hún að finna 3 banana, 2 perur og ávaxtaköku. Þegar þú ert húinn að hjálpa Rauðhettu að finna ávextina, geturðu litað myndina í mörgum litum. „Svona, svona,“ sagði froskur blíðlega og hug- hreystandi. „Það gerir ekkert. Vert ekkert að hugsa um það. Égá fleiri en eina frænku, sem ættu að vera þvottakonur.“ „Viltu þegja augnablik, froskur,“ sagði stúlkan. „Þú talar of mikið, það er aðalgallinn á þér og ég er að reyna að hugsa . . . Eins og ég sagði, þá á ég frænku, sem er þvottakona. Hún þvær fyrir fangana hérna í kastalanum sækir þvottinn á mánudögum og skilar honum á föstudagskvöldum. I dag er fimmtu- dagur. Nú skal ég segja þér, hvað mér hefur dottið í hug: Þú ert ríkur. . . eða svo hefur mér skilizt á þér.. og hún er fátæk. Þig munar ekkert um nokkur pund, sem væru stórfé í hennar augum. Nú held ég, að sé farið rétt að henni, þá mætti vel gera við hana samkomulag um það, að hún lánaði þér kjólinn sinn og hattinn og þú slyppir út úr kastalanum í gervi hennar. Þið eruð töluvert lík að mörgu leyti . . . ekki sízt í vaxtarlagi." „Hvaða vitleysa,“ sagði froskur. „Vaxtarlag mitt er alveg lýtalaust... af froski að vera.“ „Sama mætti segja um frænku mína,“ svaraði stúlkan, „en þú um það, vanþakkláta, hrokafulla, heimska dýr. Ég er bara að reyna að hjálpa þér, vegna þess að ég vorkenni þér.“ „Já, já, ég skil. Þakka þér kærlega fyrir,“ sagði froskur í flýti. „En ætlastu til þess, að sjálfur froskur, Herra froskur frá Glæsihöll, gangi hér um sveitir í Þvottakonugervi?“ „Nei, nei, vertu bara um kyrrt hér í þínu ágæta „frosk-gervi“,“ sagði stúlkan. „Þú ferð auðvitað ekki héðan nema í skrautvagni með fjórum fyrir.“ (Skáidið (Gunnlaugur) veit ekki, hvort okkar skáldanna á sigri aS hrósa; hör er hrugSið sveröum; eggin er búin til höggs í leggi (bein); þaðmun konan, hvorttveggja í senn ung mær og ekkja, fregna af þingi: hugrekki mitt, þótt ég særist.) Hermundur hélt skildi fyrir (íunnlaug, bróður sinn, en Svertingur Haf ur-Bjarnason f.vrir Hrafn. Þrem mörkum silfurs skyldi sá le.vsa sig af hólminum, er sár yrði. Iirafn átti fyrr að höggva, er á hann var skorað, og hjó hann í skjöld Gunnlaugs ofanverðan, og brast sverðið þegar sundur undir hjöltunum, er til var höggvið af miklu afli. Blóðref- illinn hraut upp af skildinum og kom á kinn Gunnlaugi, og skeindist hann heldur en eigi. Þá liljópu feður þeirra þegar á milltim og margir aðrir menn. Þá mælti Gunnlaugur: „Nú kalla ég, að Hrafn sé sigraður, en hann er slyppur." „En ég kalla, að þú sért sigrað- ur,“ segir Hrafn, „er þú ert sár orðinn." Gunnlaugur svarar: „Það myndi ég vilja,“ segir hann, „að við Hrafn mættumst svo öðru sinni, að þú værir fjarri faðir, að skilja okkur.“ Og við þetta skildu þeir að sinni, og gengu menn heim til búða sinna. Og annan dag eftir í lögréttu var það í lög sett, að af skyldi taka hólm- göngur allar þaðan í frá, og var það gjört að ráði allra vitrustu manna, er við voru staddir; en þar voru allir þeir, er vrtrastir voru á landinu. Og þessi hefur hólmganga síðast verið á Is- landi, er þeir Ilrafn og Gunn- laugur börðust. Það hefir hið þriðja þing verið fjölmennast, annað eftir brennu Njáls, hið þriðja eftir Heiðarvfg. Og einn morgun, er þeir bræður Hermundur og Gunn- laugur gengu fil Öxarár að þvo sér, þá gengu öðru megin að ánni konur margar, og var þar Helga hin fagra í því liði. Þá mælti Hermundur: „Sérð þú Helgu, vinkonu þína, hér fyrir handan ána?“ Gunnlaugur svarar: „Sé ég hana víst.“ Og þá kvað Gunnlaugur vísu þessa: Alin vasrýgr at rógi, runnrolli þvíGunnar, lög vask auðs at eiga óðgjarn, fira börnum; nú eru svanmærrar sfðan svört augu mér hauga lands til lýsi-Gunnar Iftilþörf at títa. (Konan var borin til að valda fjandskap meðal manna; her- maðurinn olli því; ég varóðfús að eiga hana; nú eru sfðan (hún giftist Hrafni) hin svörtu augu mfn mér gagnslítil að skotra þeim til hinnar svanfríðu konu.) Sfðan gengu þeir yfir ána, og töluðu þau Helga og Gunnlaug- ur um stund. Og er þeir gengu austur yfir ána, stóð Ilelga og starði á Gunnlaug lengi eftir. Gunnlaugur leit þá aftur vfir ána og kvað vísu þess: Brámáni skein brúna brims af Ijósum himni Hristar hörvi glæstrar haukfránn á mik lauka; en sá geisli sýslir síðan gollmen Frfðar hvarma tungls ok hringa Hlínar óþurt mfna. a. fncó mof^unkoffínu — Hvort ég hafi séð þína yndislegu konu? Heyrðu, kæri, átt þú fleiri en eina? — Já. Það þarf sterk bein til að fljúga nú til dags. — Ég hef bara alls ekki drukkið neitt, sfðan ég kynnt- ist henni. Ég hef bara ekki haf t efni á því. — Og af hverju fer það svona í taugarnar á þér, hvernig hreingerningakonan ber sig við störf sín? — Það, að einkunnabókin mfn lftur ekki sem bezt úr, stafar af þvf, að ég reyni að komast hjá öllu sem valdið getur streitu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.