Morgunblaðið - 29.11.1973, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.11.1973, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1973 17 y Ræða Kristjáns Ragnarssonar formanns L.I.U.: Ovissa um útgerð um áramót Mikil verðmætasköpun, hallarekstur 1972 ÁRIÐ 1972 var eitt af erfiðustu árum, sem yfir útgerðina hefur gengið. Áætlað er, að halli á rekstri bátaf lotans hafi numið um 400 milljónum króna og halia- rekstur togaranna hafi numið um 40 milljónum kröna eftir að tekið hefur verið tillit til aðstoðar, sem þeim varveitt áárinu Meginástæða til þessa halla- reksturs var minnkandi fiskafli og ört hækkandi kostnaður. Þorskaflinn minnkaði um rösk 6%, en loðnuaf linn jókst um 50% , en verðmæti hans er aðeins lítill hluti af verðmæti þorskaflans. Humar- og rækjuafli dróst saman á árinu. Heildarútflutningur sjávar- afurða nam um 11.8 milljörðum króna og jókst um tæp 4% frá árinu á undan, þrátt fyrir minnkun á útfluttu magni um 6%. Meðalverðhækkun var því um 10% á árinu 1972, en var um 25% áárinu 1971. Aflaverðmæti fiskiskipaflotans upp úr sjö var 6.215 milljónir króna á árinu 1972 eða 515 milljónum króna hærra, en 1971. Eðlilegt hefði verið að aukningin hefði verið mun meiri vegna verð- breytinga, en magnminnkunin kom þar á móti. Meðaltekjur sjómanna á fiski- skipaflotanum eru taldar hafa verið um 610 þúsund krónur á árinu 1972, eða um 1/4 hærri en tekjur verkamanna. Taliðer, að á árinu 1972 hafi að meðaltali starfað 4.600 sjómenn á fiskiskipaf lotanum, þegar sjómenn á opnuni vélbátum eru ekki meðtaldir. Eru 'þetta álíka margir sjómenn og á árinu áður. Flestir voru sjómennirnir í april 5.640. Á árinu 1972 vargripið til Verð- jöfnunarsjóðs fiskiðnaðarin's til að hækka fiskverð frá 1. október um 15% og til að bæta hag fisk- vinnslunnar, þrátt fyrir að markaðsverð var þá hærra en nokkru sinni fyrr. Þessi ráðstöfun kostaði sjóðinn um 100 milljónir króna og hann greiddi einnig um 55 milljónir i bætur vegna lækkandi verðs á loðnumjöli. Hinn 17. desember 1972 var gengi krónunnar lækkað um 10.7%, og átti þessi ráðstöfun að koma í stað greiðslna úr Verð- jöfnunarsjóði. Þessari gengis- breytingu fylgdu engar hliðarráð- stafanir til að koma í veg fyrir víxlhækkun kaupgjalds og verð- lags, og var því í raun aðeins frestun á yfirstandandi vanda, sem síðar rættist úr vegna mikilla, óvæntra verðhækkana á erlendum markaði. Betri horfur 1973, samt hallarekstur á þorskveiðum Horfur eru á, að afkoma fisk- veiðanna verði mun betri á þessu ári, en á undanförnum árum. Er nú gert ráð fyrir, að rekstur báta- flotans í heild verði hallalaus. Afkoman er þó mjög misjöfn eftir útgerðarháttum. Hagnaður er talinn nema um 250 milljönum króna á loðnubátunum, en hins vegar halli á þorskveiðibátum um sömu upphæð. Þorskaflinn hefur minnkað á þessu ári um 9%, en loðnuaflinn aukist unt nær 60%. Humaraflinn minnkaði mikið s.l. sumar, þrátt fyrir mikla sókn og þarf að takmarka þær veiðar verulega á næsta ári til að stuðla að því að humarstofninn nái eðli- legri stærðá ný. Þrátt fyrir 9% hækkun fisk- verðs um áramót, 13% 1. júní og 15% 1. oktöber, eða samtals 41%, þegar þess er gætt, að hver hækkun kemur ofan á þær fyrri, hefur ekki tekist að reka báta- flotann, sem þorskveiðar stundar, hallalausan. Ástæðan er.eins og á fyrra ári, minnkandi þorskafli og ört hækkandi kostnaður. Ef mið að er við núverandi rekstrarskil- yrði, þ.e. eftir 15% hækkun fisk- verðs 1. október, og ef miðað er við sama afla og fengist hefur í ár, hafði verið áætlað, að þorskveiði- bátarnir hefðu viðunandi rekstrargrundvöll á næsta ári, ef útgerðarkostnaður breyttist ekki. Horfur i því efni eru hins vcgar ekki góðar, og kem ég að þvf síðar. Þessa hækkun fiskverðs hefur verið hægt að ákveða vegna gffur- legra verðhækkana á erlendum markaði. Utflutningsverð sjávar- afurða hefur hækkað um 50% að meðaltali i fsl. krónum frá meðal- tali s.l. árs, en verðlag er í dag 70% hærra en meðalverð s.l. árs. Lagðar hafa verið í Verð- jöfnunarsjóð um 325 milljónir kröna af ttfurðum loðnu í bræðslu. Áa'tlað er, að um 150 milljónir króna verði lagðar í sjóðinn af frystum fiskafurðum og um 100 milljónir króna af salt- fiskaf urðum. I sjóðnum eru nú um 1.450 milljónir króna, og hafa þá ekki borizt um 120 milljónir króna af tekjum þessa árs. Vegna ákvæða um gengistryggingu hefur sjóð- urinn rýrnað á þessu ári um nær 200 milljónir króna vegna gengis- hækkana, en hann óx um 128 milljónir vegna gengisbreytingar- innar í desember 1972. Ég vil sérstaklega taka fram, að ekki er lagt fé f sjóðinn nú, þrátt fyrir að verðlag er nú hærra á sjávarafurðum, en nokkru sinni fyrr. Hefur reynst nauðsynlegt, að ráðstafa erlendum verð- hækkunum til hækkunar á innlendu fiskverði, til að vega upp á móti hinni stórfelldu úl- gjaldaaukningu, sem verðbólgan veldur, og er nú ekki unnt að leggja fé til hliðar, þótt verðlag sé svo hátt, sem raun ber vitni. Nýju skuttogararnir, afkoniuhorfur Komnir eru til landsins margir hinna nýju skuttogara af minni og stærri gerð, sem ákveðið hefur verið að kaupa. Alls munu skutt- togarar af stærri gerð, þ.e. 700—1.000 rúml., verða 16 og af minni gerð, þ.e. milli 400 og 500 rúml., 29, auk 5 eldri skipa. Gert er ráð fyrir, að 5 eldri síðutogarar verði áfram gerðir út. Togarafloti landsntanna mun því bráðlega verða 55 skip, eða álíka margir og togarar okkar voru, þegar þeir voru flestir um 1960. Erfitt er að skýra þann mikla áhuga, sem er fyrir kaupum á þessum skipum, þegar litið er til afkomumöguleika þeirra við ríkjandi aðstæður. Ljóst er, að þau hafa aflað vel og aflaverð- mæti þeirra er um 25% hærra á úthaldsdag, en eldri síðu- togaranna, og áhafnarfjöldi á minni skipunum er aðeins rúmur helmingur al áhötn síðutogara. Afli þeirra er yfirleitt ísaður í kassa og kemur að landi sem 1. flokks hráefni. Þau þjtina vel þvi hlutverki að af la fisks fyrir frysti- húsin og tryggja þvf atvinnu- öryggi fyrir fólkið í hinum dreifðu byggðum landsins betur en nokkur önnur atvinnutæki. Hvernig má vera að rekstrar- möguleikar skuli vera svo slæmir sem raun ber vitni/þegar árangur veiðanna er svo góður? Því er fyrst til að svara, að stofnkostnaður þeirra er gífur- legur og engin leið að standa við þær skuldbindingar, sem þeim hefur veriðgert aðbúavið, þ.e. að greiða 20% af aflaverðmæti í vextiog afborganir. Minni skipin hafa verið gerð út f tilraunaskyni á bátakjara- samningum, sem eru miðaðir við allt aðrar aðstæður, og verður því að semja um kjör sjómanna á þessum skipum við næstu áramót, þar serri tillit verði tekið til að- stæðna. Miðað við núverandi fiskverð og sama afla og skipin hafa veitt á árinu er hásetahlutur, án orlofs, um 120 þúsund krónur á.mánuði, en halli á rekstri skipanna rúm milljón króna ámánuði. Öllum er ljöst, að laun sjö- manna á þessum skipum þurfa að vera há vegna mikillarog erfiðrar -vinnu. En slíkt ósamræmi milli launa og afkomu skips getur ekki gengið og hlýtur að leiða til stöðv- unarskipanna innan tiðar. Stjórn L.Í.Ú. hefur farið þess á leit við sjávarútvegsráðherra, að skipuð verði nefnd manna til að athuga rekstrargrund völl skipanna og hún geri siðan til- lögur um á hvern hátt verði tryggt að rekstur þeirra geti verið hallalaus, og þau geti þjónað því mikilvæga lilutverki, sem þeim er ætlað, til að tryggja atvinnu og sjómönnum viðunandi starfsað- stöðu. Síldveiðar í Norðursjó Sfldveiðar í Norðursjö hafa gengið mjög vel á þessu ári, þrátt f.vrir að takmörkun á veiðunum væri mun meiri en áður. Alls hafa veiðst 43.400 lestir, sem seldar hafa verið fyrir kr. 1.107.3 millj. eða að meðaltali fyrir kr. 25.50 pr. kíló. Á s.l. ári seldum við til sama tíma fyrir kr. 536.4 millj. og meðalverðið var kr. 14.75. Fram hafa komið í NorðurAt- lantshafsnefndinni tillögur um að minnka síldveiðarnar f Norðursjó um 1/3 á næstu 2 árum. Ástæða til þessara takmarkana er, að stofninn sé f hættu vegna of mikillar veiði, og talið er að hægt sé að tvöfalda stofnstærðina með þessum takmörkunum. Stofninn er talinn vera f mikilli hættu, ef klak mistækist, en það hefur ekki gerst f mörg ár. Lagt er til, að leyfilegt afla- magn hverrar þjóðar miðist við 10 ára afla á þessum miðum, og sér- stakt tillit verði tekið til strand- ríkja. Með þessari reglu er lagt til, að ísland fái um 3% af afla- magninu eða um 10 þúsund lestir, en eins og ég áðan sagði höfum við nú veitt 43.400 lestir. I þessum tillögum er ekkert til- lit tekið til þess, hvort sildin er veidd til manneldis eða til bræðslu. Eins og öllum er kunnugt, veiðum við aðeins stóra sfld á þessum slöðum, sem fer öll til manneldis. Ég tel þvf, að sjónarmið okkar á næsta fundi Norður-Atlantshafsnefndarinnar eigi að vera, að hafna þessum tillögum og leggja í þess stað til, að takmarkanir á síldveiðum eigi að koma fram á veiði, sem fer til bræðslu í verksmiðjum. Nái fyrrgreind tillaga samþykki eru síldveiðiskip okkar verkefnis- laus meira en hálft árið, og við glötum allt að milljarði króna í gjaldeyristekjur. Landhclgismálið, hag- nýting fiskvciðilandhclginnar Samningar hafa verið gerðir um lausn landhelgisdeilunnar við Breta. og viðræður fara fram við Þjóðverja. Ég er þess fullviss, að enginn okkar, sem erum hér saman komnir, munum vera ánægðir með þá samninga, sem gerðir hafa verið við Breta, en ég tel að rétt hafi verið að útkljá málið með þeim hætti. sem gert var með tilliti til þess, að tvö ár eru fljöt að líða, og komið hefur verið í veg fyrir, að stærstu skipin sæki á okkar mið. Eg harma þó. að ekki skuli hafa tekist að semja um hámarksaflamagn, eins og full- trúum L.Í.U. var skýrt frá að takast mætti, þegar rnálið varlagt fyrir þá. Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um hagnýtingu fisk- veiðilandhelginnar. Frumvarp þetta hefur verið mjög gagnrýnt af útvegsmönnum um allt land, án tillits til þess, hvaða veiðar skip þeirra stunda. Ekkert tillit virðist tekið til gjörbreyttra aðstæðna, sem skápast hafa með tilkomu hinna nýju togara, og er lokað fyrir þeim og minni bátum þýðingarmiklum fiskimiðum, þar sem ekki er um smáfiskveiðar að ræða, og svo eru opin svæði þar sem aðallega veiðist smáfiskur. Eg teldi heppilegt, ef fundurinn kysi nefnd manna úr öllum landshlutum til að ræða við nefnd frá Alþingi um þetta mál. Fyrir fundinn verða lagðar mjög róttækar tillögur um stækkun möskva í botnvörpu, humar- og rækjuvörpu og nýjar tillögur um lágmarksstærð fisks, sem veiða má. Tel ég þær tillögur miða að meiri friðun ungfisks en frum- varp það gerir, sem nú liggur fyrir Alþingi. Niðurfelling launaskatts, sérmál útgerðarinnar Um s.l. áramót tókst að ná sam- komulagi við ríkisstjórnina um að fella niður launaskatt af launum sjómanna á fiskiskipum. Hafa aðrar atvinnugreinar síðan vísað til þessa samkomulags og ætlast til hins sarna. Ég vil sérstaklega undirstrika að ákvörðun þessi á ekki að vera til fordæmis fyrir aðra, vegna þess að hér var aðeins um það að ræða, að aflétta launa- skatti af hráefni til fiskiðnaðar með sama hætti og iðnaðurinn nýtur launaskattsfrjáls hráefnis frá landbúnaði til framleiðslu sinnar. Verðum við því að treysta því, að hér sé um varanlega ráð- stöfun að ræða. Sérstakt samkomulag var gert um ráðstöfun þessa launaskatts, þannig að útvegsmenn gréiddu Fiskveiðasjóði jafn virði skattsins frá 1. janúar til 1. júlí. og nutu þá framlags úr ríkissjóði, er nam sömu upphæð. Þetta samkomulag hefur verið reynt að framlengja til ársloka, en án árangurs, þrátt fyrir góð orð sjávarútvegsráð- herra þar um. Verðum við að vænta þess, að fá svar við þessu atriði á þessum fundi. Nýsmíði fiskiskipa End urnýj un f í sk í sk í pa stól sin s hefur verið mikil á þessu ári. Auk endurnýjúnar togaranna, sem ég áðan nefndi, hafa minni fiskiskip einnig verið endurnýjuð. Skráð hafa verið 34 ný skip á árinu, sem skiptast þannig eftir stærð: 7—12 rúml. 15 skip, 13—50 rúml. 13 skip, 100—150 rúml. 6 skip. Auk þess hafa verið skráð 3 innflutt notuð skip, sem eru sam- tals um 1.300 rúmlestir. I smfðum eru innanlands 32 minni skip og einn skuttogari. Þau skiptast þannig eflir stærð: 8—12 rúnil. 8 skip, 13—50 rúml. 17 skip, 75—100 rúml. 2 skip, 100—150 rúml. 5 skip. Höggvið hefur verið stórt skarð f fiskiskipaflotann á þessu ári. I ársbyrjun vildi hvert óhappið til eftir annað og misstum við þár bæði vaska sjómenn og góð skip. Felldir hafa verið út af skrá 3 . eldri togarar, sem seldir hafa verið til niðurrifs. Önnur skip, 26 að tölu, hafa verið felld út af skipaskrá og skiptast þau þannig eftir stærð: Undir30 rúml. 7 skip, 31 — 100 rúml. 15 skip. yfir 100' rúml. 4 skip. Mikil áhersla virðist vera lögð á smfði litilla báta, sem aðeins eru gerðir út hluta úr ári. Er þetta óheppileg þróun, því í þessum bátum binst mikið fjármagn, og þeir fullnægja ekki eðlilegum kröfum varðandi öryggi sjómanna. Er það furðuleg ráð- stöfun, aðlána allt aðþví jafnhátt hlutfall af stofnkostnaði þessara báta og þeirra, sem gerðir eru út allt árið, og veita þvi ntun jafnari og öruggari atvinnu. Fiskveiðasjóður — nýjar álögur Nýjar álögur hafa verið lagðar á útvegsmenn i formi útflutnings- gjalds. Þann 1. júlí s.l. tóku gildi ný lög er ákveða, að lagt skuli á 1% gjald af öllunt útfluttum sjávarafurðum, og skal gjald þetta renna til Fiskveiðasjóðs. Á ársgrundvelli mun gjald þetta nema um 180 milljönum króna. Þrátt fyrir þetta nýja gjald þótti ekki ástæða til að veita útvegs- mönnum aðild að stjórn Fisk- veiðasjóðs, og sitja þar áfram 5 bankastjórar, og fæst engin breyting gerð þar á. Stofnlánasjóðum hinna aðal- atvinnuveganna, iðnaðar og land- búnaðar, er stjórnað af mönnum kjörnum af atvinnuvegunum sjálfum. Á þessu ári hóf Fiskveiðasjóður eftir ákvörðun ríkisstjórnarinnar að lána með nýjum skilmálum, sem útvegurinn hefur áður ekki þurft að búa við Frá 1. febrúar var útvegsmönnum gert skylt að taka 10% af lánsfjárhæð með við- miðun við byggingavisitölu fasteigna, en þessi vísatala hefur hækkað um 33% á árinu. Ástæða er til að óttast, að hlutfall þetta verði hækkað fljótlega. Örðugt er að skilja. hvernig þeir, sem þessu ráða hafa getað látið sér koma til hugar að miða lán út á skip, við jafnfjarlæga viðmiðun og byggingavisitölu. Skip ganga úr sér á tiltölulega fáum árum miðað við fasteignir, og því útilokað að miða lán þeirra við vfsitölu. Stjórn L.Í.U. hefur mötmælt þessu ákvæði margoft, bæði skriflega og munnlega, og verið heitið af sjávarútvegsráð- herra að leiðrétting verði gerð hér á, en hún hefur þó enn ekki\ fengist. Ekki viðrist vera sam- ræmi í þvi fyrirheiti að lækka stofnlánavexti og taka sfðan upp ákvæði, eins og þau, sem ég hefi hér gert að umtals- e^n' Framhald á bls. 19 r Ovissa ríkir um útgerð þar sem spáð er minnkandi afla, samning- um hefur verið sagt upp, óðaverð- bólga ríkir, og olíu- og veiðar- fœraverð hefur stórhœkkað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.