Morgunblaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1973 Skák Enn frá Sovét- meistaramótinu Nú hafa borizt endanleg úr- slit úr skákþingi Sovétríkjanna og urðu þau sem hér segir: 1. Spassky 11 '/2 v., 2. — 6. Karpov Kortsnoj, Kusmin, Petrosjan og Polugajesky 10'A v., 7.-8. Geller og Grigorijan 8'A v., 9. — 12. Tal, Keres, Taimanov, Savon 8v., 13.-14. Rasjkovsky og Tukmakov 74 v., 15. — 17. Averkin, Smyslov og Svesjkovskij 64 v., og lestina rak svo nýbakaður heimsmeistari unglinga A. Beljavsky með44 v. Samkvæmt hinum nýju reglum um deildaskiptingu haida aðeins níu efstu menn sæti sínu í 1. deild. Þar með eru þeir Smyslov, Keres, Taimanov og Savon fallnir í 2. deild. Það er þó nokkur raunabót fyrir eldri kynsióðina að Bronstein vann sig nú upp í 1. deild. Én hvað myndi gerast, ef Bot- vinnik tæki nú upp á því að fara að tefla aftur? Yrði hann þá að byrja í 3. eða 4. deild ? Þess var getið í síðasta þætti, að Boris Spassky væri að endur- heimta sitt gamla form. En Spassky var ekki einn um að tefla vel í mótinu, Victor Korts- noj tefldi af mikilli hörku og hér sjáum við, hvernig hann kaffærði Smyslov. Hvftt: Kortsnoj Svart: Smyslov Spánski leikurinn I. e4 (Það má teljast til tíðinda, að Kortsnoj beiti kóngspeðs- byrjun Helzta vopn hans eru drottningarpeðs- 0g vængbyrjanir). 1. — e5, 2. Rf3 — Rc6, 3. Bb 5 — a6, (Þessum leik leikur Bent Larsen aldrei því að þá gæti andstæðingurinn svarað með 4. Bxc6 og skapað sér þannig jafnteflismögu- leika). 4. Ba4 — Rf6, 5. 0-0 — Be7, 6. Hcl — b5, 7. Bb3 —0-0,8. c3 — d 6, (Smyslov er víst ekki mjög hrifinn af Marshallárásinni 8. — d 5). 9. h3 — Ra5, (Þessi leikur stendur alltaf fyrir sínu, þótt 9. — Rb8 og 9. — hö, Smyslov-afbrigði, hafi hlotið allmiklai' vínsældir að Undanförnu. förnu). 10. Bc2 — c5, 11. d4 — Dc7, 12. R bd2 — IIe8, (Ilér er einnig oft leikið 12. — Bd 7 eða 12. — Bb7). 13. b3 (Svarti riddarinn má ekki komast til c4, en annar megintilgangur þessa leiks- spennunni á miðborðinu og leika 17. — Rc6). er að rýma b2 reitinn fyrir hvita biskupinn, en þaðan myndi hann þrýsta óþægi- lega á peðið á e5. Þess vegna má svartur ekki skipta á d4 fyrr en hvftur hefur valið drottningarbiskupi sýnum reit). 13. — Bf8, 14. Rfl — g6,15. Bg5 — Bg7,16. Ðd2— exd4,17 cxd4 — exd4, (Hugmynd svarts með þess- um uppskiptun er að auka athafnarými manna sinna. Ilér kom hins vegar sterk- lega til greina að viðhalda 18. Rxd4 — Rc6, 19. Rxc6 — Dxc6,20. Rg3— Bb 7, (20. — Rd7 lítur ósköp vel út, en þá ynni hvítur á eftir- farandi hátt: 21. e5! — Bb7, 22. Be4 — d5, 23. Hacl — De6, 24 Hc7 — dxe4, 25. Hxd7 — Hab8, 26. Rxe4 — Bxe4 27. Hxe4 — Bxe5, 28. f4 — Db6+, 29. Kh2 — Bg7, 30. Dd 5! — He6, 31. Hxf7!! — Hd6, 32. Hf8+!! — Kxf8, 33. Be7 + ). 21. Had — Hac8, 22. Bbl — Db6, 23, Be3 — Dd8, 24. Hxc8 — Dxc8,25, Dxd6. (Það kann að virðast órök- rétt að hafa skipti á hvíta kóngspeðinu og hinu veika d — peði svarts. En Kortsnoj hefur séð lengra). 25. — Rxe4, 26. Bxe4 — Bxe4, 27. Hcl — Da8, 28. Rxe4 — Ilxe4,29. Dd7 (Þungamiðjan í áætlun hvíts. Ilann nær 7. línunni á sitt vald og það hefur úr- slitaáhrif). 29. — He8, 30. Hc7 — Hf8, 31. HaV (Ekki 31. Bc5 vegna 31. — — De4!, 32. Bxf8 — Del+, 33. Kh2 — Be5+ og svatur heldur sínu). 31. — I)e4, 32. IIxa6— Be5, 33. He6 — Dbl —+ , 34. Hcl — Dxa2, 35. Dxb5 (Hvítur hefur unnið peð og nú er vinningur nánast tæknilegt atriði). 5. — Db2, 36. Dd3 — Ha8, 37. Ddl — Da3, 38. b4 (Frelsingin gerir út urn skákina). 38. — Da4, 39. b5 — Bd4, 40. Bxd4 — I)xd4, 41. b6 — Hb8, 42. Hc6 — Hb7, 43. Db3— Kg7, 44. g3 — He7, 45. Df3 — Hel+, 46. Kg2 — Ile 5, 4 7.1)f6+ ( Kemur í veg fyrir alla mót- spilsmöguleika svarts). 47. — Kh6, 48. b7 — Dd5 + , 4. Df3 — Db5, 50. Df4+ — Kg7, 51. Hb6 og svartur gafst upp. (Eftir 51. — Dxb6, 52. Dxe5+ — f6, 53. De7+ — Kh6, 54. Df8+ vek- ur hvítur upp nýja drottn- ingu). Jón Þ. Þör. 1...............JtiuuWmiiiWHuiímhmuÉimisi! a DATSUN 1200 coupé er eini þeirra bíla, sem mjög hefui breytt um svip með nýjustu árgerðaskiptum. 1200 gerðirnar kallast nú 120 Y. Hér er mest- megnis rætt um 120 Y coupé bílinn og eru meðfylgjandi myndir af honum. Breytingarn- ar eru næstum einskorðaðar við ytra útlit, en í tækniatriðum er bíllinn lftið breyttur. Datsun 120 Y coupé er lengri og aðeins breiðari og um 60 kg þyngri en eldri gerðin. Nýi bíll- inn er straumlínulagaðri og kannski fallegri en hinn. Vélin, fjögurra strokka línu- vél, er vatnskæld, 65 hestöfl (DIN). Þjöppunarhlutfallið er 9:1. Hámarkshraðinn er yfir 140 km/klst. og viðbragðið 0—80 km/klst. nálægt 10 sek- úndum. Innsogið er ekki sjálf- virkt. Vélin vinnur mjög lipur- lega, en verður hávaðasöm í meira lagi, ef hratt er ekið á gírnum, og heyrist það mikið inn í bílinn. Gfrkassinn er, eins og yfirleitt á japönsku bílun- um, mjög góður og skiptingar létlar. KUplingsástigið er svo létt, að sumum kann að finnast um of í bjrjun, en það venst fljótt og vel og er einn þeirra þátta, sem gera bflinn mjög auðveldan í akstri, Bremsurn- ar, sem eru diskar að framan en venjulegir borðar að aftan, eru nokkuð góðar og nú er bremsu- kerfið tvöfalt. Nýi bfllinn virð- ist nokkru þyngri í stýri en hinn, sem er ekki ólíklegt vegna aukinnar þyngdar, en snjódekkin geta einnig haft sitt að segja í því efni. Snúningsrad- fus bflsins er lítill, 4,3 metrar. Sætin eru góð, sérlega fram- sætin, en þrengsli eru tilfinn- anleg aftur í, sérstaklega ef framsætin eru stillt aftarlega. Gott fótaiými er frammf, en nokkuð er lágt til lofts. Utsýni úr þessum bíl er eins og venju- lega úr coupé bílum, fremur slæmt, einkum 45° aftur. Þrátt fyrir lítil dekk, 155x12, er Datsun 120 Y ekki tilfinnan- lega lágur. Datsun 120 Y coupé er ágætlega búinn tækjum og er bæði auðvelt að ná f alla nauðsynlega takka og áuðvelt að lesa af mælunum, sem eru ferkantaðir og nýtízkulegri en áður. Datsun 120 og 1200 eru aftur- drifnir, andstætt því sem maig- ir halda, en eini framdrifni Datsuninn er Cherry gerðin. Datsun 120 liggur ekki mjög vel f beygjum og getur skoppað nokkuð til f lausamöl. Til að komast í farangurs- geymsluna er afturglugginn opnaður. Ilitastrengir eru í aft- urrúðu. Miðstöðin er tveggja hraða og hitar vel. Loftræsting er einnig göð. Stærstu kostirnir eru hik- laust Iftil bensíneyðsla miðað við kraft, frá um 8 1/100 km, og það hversu auðveldur bíllinn er f akstri á sæmilegum vegum. Datsun 120 Y kostar frá 490 þúsund kr. Coupé gerðin kostar 550 þús. kr. Umboðið hefur Ingvar Helga- son heildverzlun, Vonarlandi, Sogamýri 6. BrH II

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.