Morgunblaðið - 01.12.1973, Síða 16

Morgunblaðið - 01.12.1973, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1973 FUJI-ljósmyndavörur á íslenzkan markað Ingólfur Jónsson: Alþingi hefur ekki brey tt afstöðu sinni til bygging- ar sögualdarbæjarins BYGGING sögualdarbæjar kom (il umræðu f sameinuðu þingi s.l. þriðjudag, þegar Ingóifur Jóns- son mælti fyrir þingsályktunartil- lögu fimm þingmanna Suður- lands um það efni. Gerir tillagan ráð fyrir, að tekin verði í næstu fjárlög þriðjungur af heildar- framlagi ríkissjóðs til byggingar sögualdarbæjar í Þjórsárdal. Aætlaður heildarkostnaður við verkið er talinn munu nema um 15 milljónum, en þjóðhátfðar- nefnd Ámessýslu hefur tjáð sig fúsa til að annast greiðslu allt að 6 milljónum króna. Ingólfur Jónsson (S) fór í fyrstu nokkrum orðum um undir- búning þjóðhátíðar, og minnti á, að árið 1967 hefði þjóðhátíðar- nefnd lagt tillögur sínar fyrir Al- þingi. Þingsályktunartillaga um byggingu þjóðarbókhlöðu, útgáfu Islendingasögu og byggingu sögu- aldarbæjar hafi m.a. verið rædd i fjárveitinganefnd, og hafi hún sérstaklega lýst sig fylgjandi byggingu sögualdarbæjar. Liggi almennt fyrir sérstaklega skýr og jákvæð afstaða Alþingis til þessa liðar af þeim þremur, sem fyrr er getið. Þá gerði Ingólfur grein fyrir tillögunni og sagði, að gert væri ráð fyrir að skipta fjárveitingu til byggingarinnar á þrjú ár, en einnig kæmi til greina að skipta- henni á fimm ár, ef nauðsynlegt þætti. Ennfremur sagði Ingólfur: „í tillögu okkar er gert ráð fyrir þvi, að bærinn verði byggður í Þjórsárdal. Ahugi er mikill fyrir þvf, að sögualdarbærinn verði reistur á Skeljastöðum i næsta nágrenni Stangar. Þjóðhátíðar- nefnd Ámessýslu hefur látið mál- ið til sin taka, og á fundi á Selfossi 21. okt. 1972 samþykkti hún að taka að sér byggingu sögualdar- bæjar í Þjórsárdal. Nefndin býðst til að annast alla framkvæmd verksins og ábyrgjast greiðslu allt að 6 millj. kr. af áætluðum kostn- aði. Jafnframt tekur nefndin að sér að annast gæzlu og umsjón með þessum mannvirkjum að verulegu leyti eftir nánara sam- komulagi. Ekki verður annað sagt en að þjóðhátíðarnefnd Ámes- Ingólfur Jónsson, alþm. sýslu bjóði fram aðstoð á rausnar- legan og myndarlegan hátt. Með því að þiggja boð þjóðhátíðar- nefndar Ámessýslu, verður málið miklu auðveldara í framkvæmd. Stofnframlagið allt að 6 millj. kr. er drjúgur hluti af heildar- kostnaðinum. Til viðbótar er gæzlan og umsjón með mann- TVEIR þingmanna Sjálfstæðis- flokksins, þeir Guðlaugur Gfsla- son og Jón Amason, hafa flutt tilliigu til þingsályktunar um að öllum aðgerðum, sem miða að nýtingu raforku til húsahitunar verði flýtt, svo sem kostur er á. Jafnframt verði gerðar nauðsyn- legar lagabreytingar til að komið verði á jöfnunarverði á raforku og jarðhita til húsahitunar. Tillaga þeirra tvímenninga hljóðarsvo: „Alþingi ályktar að skora á rikisstjórnina að taka til endur- virkjunum, sem boðizt er til að annast að verulegu leyti." Um þá ákvörðun rikisstjórn- arinnar frá því í sumar, að hætta við byggingu sögualdarbæjarins, sagði Ingólfur, að hugsanlegt væri að rfkisstjórnin hefði ekki reiknað með tilboði þjóðhátiðar- nefndar Árnessýslu á þeirri stundu. Ennfremur mætti ætla. að ríkisstjórnin hefði reiknað með því, að byggingarframlagið yrði að taka að mestu leyti af fjáriögum næsta árs. Alþingi hefði hins vegar ekki hafnað þeirri stefnu, sem mörkuð hefði verið 1967, óg væri ástæða til að ætla, að sú afstaða Alþingis væri enn óbreytt. Sagðist þingmaður- inn ekki efastum, að rfkisstjórnin væri hlynnt því, að sögualdarbær yrði b>ggður, þrátt fyrir fyrr- greinda ákvörðun frá því f sumar, og hann vænti þess að þessi þings- ályktunartillaga hlyti stuðning ráðherra og annarra þingmanna. Bygging sögualdarbæjar væri verðugt verkefni, og þótt nú væri séð fram á, að hann risi ekki á þjóðhátiðarárinu, þá væri samt sem áður hægt að tengja bygging- una 1100 ára afmæli Islands- byggðar. skoðunar fyrri áætlanir um raf- orkuframleiðslu til húsahitunar með það fyrir augum, að öllum aðgerðum í þessum efnum verði flýtt svo sem kost.ur er. Jafnframt beiti ríkisstjórnin sér fyrir nauð- synlegum lagabreytingum, ef með þarf, til þess að á verði komið jöfnunarverði á raforku til húsa- hitunar, þannig að kostnaður við upphitun húsa með raforku verði sambærilegur við hitun húsa á jarðhitasvæðum, þar sem hita- veitur eru fyrir hendi eða verður við komið með eðlilegum hætti.“ 4JiPTJU,’,fc NÝTT fjTÍrtæki, Ljósmyndavör- ur h/f hefur nú hafið innflutning á hinum þekktu Ijósmyndavörum frá japanska fyrirtækinu FUJI FILM. An efa er þetta mikið fagnaðarefni öllum þeim, er við myndatökur fást, því að auk þess að standast ströngustu gæðakröf- ur eru FUJI-vörur ódýrari en sambærilegar vörur, sem verið hafa á markaði hér fram til þessa. FUJI FILM var stofnað i Tokyo í Japan árið 1934 og hóf þegar framleiðslu á ljósmyndavörum. Frá 1939 hefur fyrirtækið gert umfangsmiklar tilraunir með lit- filmugerð og ýmislegt, er lýtur að litljósmyndun og kvikmyndun, með frábærum árangri. Það, sem vakti hvað mesta athygli á FUJI- litfilmum, var þegar NASA notaði þær f fyrstu mönnuðu lending- unni á tunglinu. Astæðan f.jTÍr valinu var að sjálfsögðu ekki lægra íilmuverð, heldur sú, að FUJI-litfilmurnar eru mun ljós- næmari heldur en þær, sem helzti keppinauturinn býður. Framkvæmdastjóri hins nýja fyrirtækis, sem hefur einkaum- boð á íslandi fjrir FUJI FILM, er 1 greinargerð með tillögunni segir m.a. svo: „Fram að þessu hafa þeir, sem þurft hafa að kynda hús sín með olíu, búið við miklu lakari aðstöðu en þeir, sem á hitaveitusvæðum búa. Hefur þetta óneitanlega skapað verulegan aðstöðumun í landinu og fram að þessu á engan hátt gert ráð fyrir neinni verð- jöfnun þar á milli. Við þá bre>1- ingu, sem fyrirsjáanlega verður á olíuverðinu til hækkunar verður þessi mismunur enn tilfinnanlegri, og verður Gísli Gestsson. I samtali við Morgunblaðið sagði Gísli, að tekizt hefði að lækka litfilmuverð- ið um 20% frá því, sem verið hefði á markaði hérlendis, miðað við sambærileg gæði. Kvaðst Gísli hafa kyinztFUJI-litfilmunum, er- hann varð filmulaus á ferðalagi um Japan á sínum tíma. Vai'ð hann svo hrifinn af gæðum film- unnar. að síðan hefur hann ekki notað annað. FUJI FILM framleiðir ekki aðeins filmur, heldur nálega flest á þessu sviði. Vakti Gísli sérstaka athygli á nýrri gerð af 8mm kvik- myndatökuvél. Heitir vélin FUJICA signle — 8 og hentar nánast öllum, hversu lítið sem þeir vita eða vilja vita um kvik- myndatöku. Á vélinni þarf ekkert að stilla, ekkert að þræða og ljós- mælir er sjálfvirkur. Aðeinsþarf að smella filmuhylkinu í vélina og >1a á takkann. Filmuhylkið er af nýrri gerð, sem gefur mun skarpari mynd en áður hefur þekkzt. FUJI Film Single — 8 hefur sömu myndastærð og Super — 8 og passar því í sömu kvik- myndasýningarvélar. Og verðið — aðeins kr. 8.300.00. „Kjörorðið er,“ sagði GIsli að lokum, ,,að auðvelda fleirum að taka betri myndir." GÓÐ aðsókn hefur verið að mál- verkasýningu Maríu Ólafsdóttur í Norræna húsinu, og nokkrar myndir hafa selzt — þ.á.m. keypti Listasafn íslands eina mynd. Nú hefur verið ákveðið að fram- lengja sýninguna til og með 4. desember. flýtt ekki annað séð en stjórnvöld verði að leggja allan þunga á að nýta þá raforku, sem fyrir hendi er í landinu, og gera þegar i stað ráðstafanir til aukinnar orku- vinnslu í því skyni, að veruleg aukning verði á notkun raforku til húsahitunar, og jafnframt að beita sér fyrir nauðsynlegum lagabre>1ingum, ef með þarf, til þess að á verði komið jöfnunar- verði á raforku til húsahitunar, og verði raforkuverð við það miðað, að kostnaður við upphitun húsa með raforku verði eigi meiri en hitunarkostnaður húsa á jarð- hitasvæðum, þannig að lands- menn búi allir við sömu aðstöðu varðandi þetta atriði, hvarsem er á landinu." Þingfréttir í stuttu máli Kaupstaðarréttindi handa Bolungarvík Þrír þingmenn Vestfjarðakjör- dæmis hafa flutt frumvarp um, að Bolungarvík fái kaupstaðarrétt- indi. Fyrsti flutningsmaður er Matthías Bjarnason (S). Bygging leiguíbúða Fyrirspurn frá Jónasi Jónssyni (F) til félagsmálaráðherra um, hvað líði undirbúningi að bygg- ingu leiguíbúða á vegum sveitar- félaga, hvort sett hafi verið reglu- gerð um efnið og hve margar um- sóknir hafi borizt frá sveitarfélög- um um stuðning til b>ggingar leiguíbúða. Rafmagn á sveitabæi Jónas Jónsson spyr iðnaðarráð- herra, hvort skortur á efni hafi valdið töfum á að hægt væri að tengja bæi við samveitur. Þingspjall Þinghaldið hefur verið með fremur rólegum blæ þessa vikuna. Lfklega er þetta lognið á undan storminum, sem ævin- lega skellur á, þegar liða fer að jólum, og fjárlagafrumvarpið kemur til afgreiðslu. Forseti sameinaðs þings hefur enda boðað, að héðan í frá megi menn búast við kvöldfundum á Alþingi og fundir verði haldnir á föstudögum fram að jólafríi þingmanna. I þingspjallinu I dag mun ég fjalla lítillega um eitt atriði, sem varðar frumvarp um, að inn í sveitarstjórnarlögin bæt- ist kafli um landshlutasamtök sveitarfélaga. Lárus Jónsson mælti fyrir þessu frumvarpi á fundi í neðri deild sl. mánudag. Þingmaðurinn sagði m.a. I ræðu sinni: „Eg vil leggja þunga áherzlu á, að algert grundvallaratriði er, að landshlutasamtökin haldi áfram að vera þannig upp- byggð, að þau séu samstarfs- vettvangur sveitarstjórnar- manna í viðkomandi landshluta svo sem verið hefur. í megin- atriðum er hlutverk þeirra að taka við stjórn á málefnum heimamanna, er varða hag fólks á stórum landsvæðum, af ríkisvaldinu, en ekki að draga vald úr höndum einstakra sveit- ar- eða héraðsstjórna. Þau eiga aðdraga úr skrifstofuvaldi mið- veldisins í Reykjavík, en um leið er óhjákvæmilegt að efla starfsemi þeirra á ýmsan hátt, þegar fram í sækir. Landshluta- samtökin eru og eiga að verða samstarfsvettvangur sveitar- stjórnarmanna í viðkomandi landshluta og leiðir af því að kjósa verður sveitarstjórnar- menn á þing samtakanna og sveitarstjórnarmenn í stjórnir þeirra. Þetta þykir mér rétt að undirstrika, þar sem einstaka raddir hafa heyrzt um beinar kosningar á þing slíkra sam- taka. Á hinn bóginn eru sveitar- stjórnarmenn kosnir lýðræðis- legum kosningum hver til sinn- ar sveitarstjórnar. I vitund al- mennings á það að vera eitt af verkefnum sveitarstjórnar- manna að horfa á hag sinna sveitarfélaga, þótt viðkomandi þurfi til þess að líta út fyrir hrepp eða bæjarmörk í því skyni.“ Um flest þeirra atriða, sem þingmaðurinn gerir þarna að umræðuefni, er ég sammála honum. En ég er ósammála því, að nauðsynlegt sé, að stjórn- endur landshlutasamtakanna verði kosnir með óbeinu um- boði, eins og þingmaðurinn telur nauðsynlegt. Það er rétt, að markmiðið á að vera að efla landshlutasamtökin, þegar fram í sækir, og þau eiga ekki að taka við verkefnum, sem nú eru í höndum sveitarstjórna, heldur eiga þau að taka við verkefnum frá rfkinu. Það vita allir, að mörg sveitarfélög á Is- landi eru svo smá og með svo lítið fjárhagslegt bolmagn, að með timanum hafa ýmis verk- efni fallið til ríkisins, sem með öllum skynsemisrökum eiga að vera hjá þeim sjálfum. Má hér til nefna skólamál, samgöngu- mál og heilbrigðismál. Að mínu viti er það framtíðarhlutverk landshlutasamtakanna að taka við slíkum verkefnum frá rík- inu í eins miklum mæli og unnt er. Með því færum við vaidið á þess'um þýðingarmiklu sviðum nær því fólki, sem við ákvarð- anir stjórnvalda verður að una. En áb>Tgðin verður að fylgja með. Og við skulum ekki vera að gera hana óljósa með því að velja þá menn, sem ábyrgðina eiga að bera á þessum þýðingar- miklu sviðum, eftir einhverju kjörmannakerfi. Ilvað er hrein- legra en að láta kjósendurna sjálfa i viðkomandi landshluta velja þessa fulltrúa sina beint? Þá þurfa þeir sjálfir að svara kjósendum fyrir gerðir sínar á þessum afmörkuðu sviðum og það verður enginn hrærigraut- ur með hverjir hafi stjórnað sveitarfélagi vel og hverjir landshlutasamtökum illa — eða öfugt. Markmiðið á að vera: rikið með eins lítil völd og unnt er, þ.e.a.s. einungis á þeim málum, sem óhjákvæmilega taka til landsins alls, landshlutasamtök einungis með vald á þeim mál- um, sem taka til alls landshlut- ans og sveitarstjórnir með vald á sameiginlegum málum sveit- arinnar. Til allra þessara stofn- ana á að kjósa beinum kosning- um til að koma í veg fyrir, að stjórnendurnir geti skotið sér undan áb>Tgð með þvi að vísa til krókaleiða i flóknu kosn- ingakerfi. Á botninum i þessum pýramída standa svo einstakl- ingarnir, sérhver með eins lítil opinber afskipti af sínum eigin málum og af verður komizt með. JSG. Guðlaugur Gíslason og Jón Árnason: Nýtingu raforku til húsahitunar verði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.