Morgunblaðið - 15.12.1973, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.12.1973, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1973. DAGBÖK ÁRNAÐ HEIL.LA 80 ára er í dag, 15. desember, frú Anna Jónsdóttir fv. kennari frá Þverhamri í Breiðdal. 1 dag verða gefin saman í hjóna- band í Háteigskirkju Sólveig Smith, Hvassaleiti 149, og Sigurð- ur Kjartansson, Efstasundi 98. 1 dag gefur séra Jakob Jónsson saman í hjónaband í Hallgríms- kirkju, Iíildi Friðriksdóttur, skrifstofustúlku, og Sigfús Áma- son. múrara. Heimili þeirra verð- ur að Hjallabraut 19, Ilafnarfirði. 3. nóvember gaf séra Ölafur Skúlason saman f hjónaband i Bú- staðakirkju, Margréti Jóhanns- dóttur og Jón Gunnlaug Sigurðs- son. Heimili þeirra er að Æsufelli 4. Keykjavík. ( Ljósm. Kaldal). FBÉI HFI | Vikuna 14. — 20. desember er kvöld-, nætur- og helgidagavarzla lyfjabúða í Reykjavfk í Iðunnar- apóteki og Garðsapóteki. Nætur- varzlan er í Iðunnarapóteki. Læknastofur eru lokaðar á laugardögum og helgidögum, en læknir er til viðtals í göngudeild Landspítalans 1 sima 21230. Almennar upplýsingar um lækna- og lyfjabúðaþjónustu í Reykjavík eru gefnar i simsvara 18888. Mænusóttarbóiusetning fyrir fullorðna fer fram í Heilsu- verndarstöðinni á mánudögum kl. 17.00—18.00. Vaktmaður hjá Kópavogsbæ — bilanasími 41575 (símsvari). Tannlæknavakt er í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla laugardaga og sunnudaga kl. 17—18. Sfmi 22411. Munið jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar að Njálsgötu 3. — Opið frá kl. 10—6. Tapað — fundið Milli kl. 18 og 19.30 í fyrradag týndi lítill drengur úrinu sínu í Austurstræti. Þetta er gyllt Pierpont-úr með svartri leðuról. Skilvís finnandi vinsamlegast hringi í síma 71463. Fundarlaun- um heitið. Kr abb am ei n sf él ag R eyk j a Vík u r hefur sent frá sér litabók fyrir börn. Bókinni er ætlað að vera innlegg í baráttu gegn reykingum og krabbameini. t dag er laugardagurinn 15. desember, 349. dagur ársins 1973. Eftir lifa 16 dagar. 8. vika vetrar hefst. Ardegisháf læði er kl. 10.16, síðdegisháflæði kl. 22.48. Allt er mér faliðaf föður mínum, og enginn gjörþekkir soninn nema faðirinn, og eigi heldur gjörþekkir nokkur maður föðurinn nema sonurinn, og sá er sonurinn vil opinbera hann. (Mattheusar guðspj. 11.27). Þvörusleikir ást er fflL að finna tif tómleika, þegar hann er kominn um borð í flugvélina KRDSSGATA ] I dag kemur Þvörusleikir á hæla bræðrum sinum, sem áður voru komnir til byggða. Þvöru- sleikir er mikill sælkeri, og á leið- inni var hálfgert slór á honum. Auðvitað þurfti hann að koma við á hverjum bæ, til að gá hvort hann kæmist ekki f pott, sem hann gæti rekið þvöruna sína í. Hann á sjálfur sína þvöru, sem er dálítið öðruvísi en sleifarnar, sem við notum. eins og þið sjáið á myndinni, og hana skilur hann aldrei við sig. Þvörusleikir er mesti sælkeri — þið skuluð ekki halda, að hann sé spenntur fyrir hafragraut eða súrmjólk. Nei, hann lítur ekki við öðru en því sem er dfsætt, ellegar þá feitmeti. Rakarinn minn sagði mér I gær var sagt frá breyttum viðskiptatíma hárskera, og var bent á, að rakarastofur yrðu opn- ar til kl. 21 á laugardögum til jóla. Nú er hins vegar komið á daginn, að svo er ekki. 1 dag hafa hársker- ar opið til kl. 18, en næsta laugar- dag verður hins vegar opið til kl. 21. Bezt þykir honum bláberjasulta. Einu sinni var Grýla gamla að búa til bláberjasultu. Hún var heldur Lárétt: 1. fórna 6. aðferð 7. leðja 9. slítá 10. nauðið 12. klaki 13. vondu 14. fugl 15. ýfi Lóðrétt: 1. bandið 2. byrðinni 3. samstæðir 4. flýtinum 5. sundsins 8. fangamark 9. 3 samhljóðar 11. súrefni 14. píla fegin að geta látið Þvörusleiki standa við pottinn og hræra í til þess að sultan brynni ekki við. En sultan fór bara aldrei lengra en á | sleifina og upp í Þvörusleiki. Síð- j an fær Grýlufjölskyldan við- brennda bláberjasultu. Lausn á sfðustu krossgátu Lárétt: 2. óbó 5. at 7. tá 8. reit 10. UN 11. lysting 13. IM 14. unni 15. NA 16. a’n 17. gat Lóðrétt: 1. karlinn 3. byttuna 4. tanginn 6. teyma 7. tunna 9. ís 12. IN | SÁ IMÆSTBESTI | SÁ IMÆSTBESTI Flugfreyjur hafa boðað verkfall á laugardaginn: Krefjast 60% hœkkunar og barnsburðarréttinda Fyrirsögn á 3. sfðu Þjóðviljans 12. des. s.l. Greinilega einhver urgur í karlmönnum Fyrirsögn á 4. síðu. Svo sem veriðhefur undanfarin ár leitar Vetrarhjáipin í Hafnar- firði eftir liðsinni bæjarbúa. Þótt f lestir hafi nóg að bíta og brenna í landinu, þá eru ætíð ýmsir, sem útundan verða og mega sín litils einhverra orsaka vegna — sumir um stundarsakir en aðrir til f ram- búðar. A liðnu ári úthlutaði Vetrar- hjálpin f Ilafnarfirði rúmum 240 þús. krónum til að gleðja þá fyrir jólin, sem fárra kosta áttu völ. Næstu daga munu skátar í Ilafnarfirði ganga um bæinn og veita viðtöku framlögum. Einnig laka þeir Þórður Þörðarson, Páll R. Ölafsson, séra Bragi Benedikts- son, séra Garðar Þorsteinsson og séra Guðmundur Öskar Ólafsson viðgjöfum. Listasafn Einars Jónssonar verð- ur lokað vegna viðgerða fyrst um sinn. MUNIÐ JÓLASÖFNUN MÆÐRASTYRKS- NEFNDAR NJALSGÖTU 3. Jóla- getraun barnanna Hér hirtist þriðja mvndin af átta í Jólagetraun barnanna. Keppnin snýst um það að ákveða hver af þremur myndatextum sem fvlgja er réttur. Textarnir í dag eru: a) Þetta er einmitt það, sem ég hef óskað mér. b) Revndu nú að fmynda þér, að ég sé lítil fimm ára stúlka með freknur og ljósa lokka ... J e) Nei, það kemur ekki til mála að reyna froskmannabúning í baðkerinu. Krossið við í þann reit, sem er fremst f línu þess texta sem þið teljið réttann. Ge.vmið síðan alla seðlana og sendið þá inn til Morgunblaðsins fyrir 30. desember. Þátttakendur í getrauninni geta allir orðiðsem eru innan fermingar. Verðlaunin eru vandaðir skautar að eigin vali og verður dregið milli þeirra.sem öllsvör hafarétt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.