Morgunblaðið - 15.12.1973, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.12.1973, Blaðsíða 1
48 SIÐUR L Á 282. tbl. 60. árg. LAUGARDAGUR 15. DESEMRER 1973 Prentsmiðja MorgunblaSsins Paturssonkos inn á þióðþing Anker Jörgensen, sem enn gegnir embætti forsætisráðherra Dana, tekur hér á móti Pompidou Frakklandsforseta, er hann kom eftir nokkra seinkun á toppfund Efnahagsbandalagslandanna í Kaupmannahöfn f gær. ASbaki sést VV illy Brandt kanslari Vestur-Þýzkalands. (AP — Sfmamynd). Oeining á toppfundi en viðræður við Araba trui Nixons bórshöfn, 14. desember. Frá fréttaritara Mbl., Jogvan Arge: ERLENDUR Patursson formaður Lýðveldisflokksins í Færeyjum var kosinn til setu á þjóðþingi Dana f kosningunum í gær. Ilingað til hefur Patursson og flokkur hans ekki viljað blanda sér í dönsk stjórnmál, en taliðer, að inngangan í Efnahagsbanda- lagið hafi ráðið úrslitum um, að Patursson gaf kost á sér. Ilitt fær- eyska þingsa-tið i danska þjóð- þinginu féll í hlut séra Johans Nielsen úr flokki jafnaðarmanna. en hann hefur setið þar f fjölda ára. Ilakon Djurhuus fyrrverandi lögmaður og frambjóðandi Þjóð- arflokksins, sem einnig hafði setið mörg ár á þjóðþinginu náði ekki kosningu að þessu sinni. I þjóðþinginu er gert ráð fyrir, að Johan Nielsen muni styðja danska Jafnaðarmannaf lokkinn. en að Erlendur Patursson muni ekki styðja neinn ákveðinn flokk. Kosningaslagorð Lýðveldisf lokks- ins í þessum kosningum hefur verið, að á ný muni heyrast fær- eysk riidd í þjóðþinginu. Úrslit kosninganna í heild urðu þau, að jafnaðarmenn fengu flest atkvæði eins og í sfðustu kosn- ingum, eða 3370, en það jafngildir þó 3,2% fylgistapi. Lýðveldis- flokkurinn- fékk 3309 atkvæói. eða unt 25% greiddra atkvæða. en þetta er í fyrsta sinn. sem flokk- urinn tekur þátt i þjóðþingskosn- ingum. Þjóðarflokkurinn fékk 2688 atkvæði. Sambandsflokk urinn 2531. Sjálfstjórnarflokk- urinn 553, Framsöknarflokkurínn 258 og utan flokka listi einn fékk 81 atkvæði. brir fyrslnefndu flokkarnir töpuðu allir fylgi. mest Sambandsflokkurinn. eða 2.47''í,. Þátttakan i kosningunum var 54.4"ó, en þaðer aðeins minna en í síðustu kosningum. Kaupmannahöfn, 14. des. — AP. □ A TOPPFUNDI æðstu manna níu Efnahagsbandalagslanda í Kaupmannahöfn í dag sló þegar i brýnu milli manna um viðbrögð við olíuöngþveitinu, sem vera átti höfuðumræðuefni fund- Danskt 0 og Æ afnumin? Osló, 14. desember. NTB. FULLTRÚAR í Norðurlanda- ráði hafa lagt til við ráðherra- nefndina, að teknir verði upp sams konar bókstafir og saina stafrófsröð í Norðurlandamál- ununi. Lagt er til að í staðinn fyrir norskt og danskt o (með ská- striki) og æ verði tekið upp sænskt ö og á. Einnig er lagt til að f staðinn fyrir sænskt c og ch verði tekið upp k og kk. Auk þess er gert ráð fyrir, að stafrófsröðin verði hin sama þannig að bókstaf irnir þ,æ og ö verði á sama stað í stafrófinu í öllum tungumálunum. Sér íslenzkir bókstafir eiga að geta fallið inn í samnorrænt stafróf að því er segir í tillög- unni. Bent er á i tilliigunni, að ölikur ritháttur í Norðurlanda- tungumálunum valdi raunhæf- um vandamálum, til dæmis við notkun ritvéla og i offset- prentun. Auk þess er þetta sagt valda fólki vandamálum, þegar það les bækur á málum hinna Norðurlandanna. arins, svo og um, á hvern háft bregðast skyldi vi ð óvæntum gestum til Kaupmannahafnar, en þeir voru nokkrir utanríkisráð- herrar frá Arabalöndunum. Evrópsku leiðtogararnir náðu þó samkomulagi um að ræða við Arabaráðherrana síðar í kvöld, en fréttir af þeim fundi höfðu ekki borizt, er iVIorgunblaðið fór f prentun. Areiðanlegar heimildir herma, að það hafi verið Bretar og Frakkar, sem hvatt hafi Arab- ana til að mæta til leiks til þess að ná nánara sambandi inilli þessara tveggja aðila, — Evrópu og Araba. A fundinum f dag varð ósain- komulag milli evrópsku leiðtog- anna um það, hvort Efnahags- bandalagið ætti sem slíkt að bjóða Israelum einnig viðræður. Einnig gátu þeir ekki komið sér sainan um, hvernig bregðast skyldi við tillögu Henry Kissing- ers utanrfkisráðherra Bandarfkj- anna um að stofna til samtaka Evrópuríkjanna, Bandarfkjanna og Japana um að gera átak í þvf að vinna hug á orkuskortinum sameiginlega og það innan þriggja mánaða. Willy Brandt kanslari Vestur-Þýzkalands lagði fyrir evrópska starfsbræður sfna svipaðar tillögur og naut stuðn- ings smærri aðildarlandanna, t.d. Hollands, en Frakkland var tregt til og Ileath forsætisráð- herra Breta liikaði. bessar tillögur Kissingers og Brandts b.vggja á viðtækum, sam- Framhald á bls. 26. Washington. 14. desember -AP NIXON Bandaríkjaforseti hefur valið hinn gamalkunna sendi- herra Ellsworth Bunker til að gegna hlutverki aðalsamninga- manns fyrir hönd Bandaríkjanna á friðarráðstefnunni um Mið- austurlönd, sem hefjast á í Genf á þriðjudag. Bunker var til skamms tíma sendiherra landsins f Suður-Vfetnam, og mun hann verða formaður fámennrar sendi- nefndar Bandaríkjanna á ráð- stefnunni. Gerald Warren aðstoðarblaða- fulltrúi Nixons sagði frá þessu í dag. Er Warren var að þvf spurð- ur. hvort Bunker myndi verða Framhald á bls. 26. Scheel forseti? Bonn 14. desember -AP WALTER Seheel. varakanslari og utanríkisráðherra Vestur- Þýzkalands. tilkynnti í dag. að hann myndi bjóða sig frarn f forsetakosningunum á næsta ári. Embætti forseta er aðal- lega áhrifalaus tignarstaða. Yfirlýsingín þýðir í raun. að þegar þar að kemur. verður Seheel að segja af ér ráð- herraembætti og einnie afsala sér formennsku i flokki frjálsra demókratti. bað munu cinkiim vera heilsufarsástæður. sem þessari ákvörðun Seheels ráða. f.ítíll vafi er talinn leika á því. að Seheel beri sigur úr býtum i kosningunum. en Ileinemann. núverandi forseti. dregur sig til baka í vor. Olíubanninu líklega af létt nú eftir áramótin Riyadh, 14. desember, AP. SAMSTARFSMENN Henry Kiss- ingers utanríkisráðherra Banda- rfkjanna töldu í dag „meiri en 50:50“ líkur á því, að Arabar af- léttu olíubanninu í næsta mán- uði. Þeir sögðust gera ráð fyrir þvf, að Israelar og Egyptar hefðu þá byrjað samningaviðræður um brottflutning herjanna á Súezvfg- stöðvunu m. Þessi yfirlýsing var gefin við komu dr. Kissingers til Riyadh, höfuðborgar Saudi-Arabíu, sem er þriðji ákvörðunarstaður á ferðalagi luins um Miðausturlönd áður en friðarráðstefnan f Genf hefst á þriðjudag í næstu viku. Embættismenn í Saudi-Arabíu og bandarfskir embættismenn í Riyadh gefa í skyn, að Faisal kon- ungur kunni að vera tilleiðanleg- ur til að hefja aftur takmarkaða olíuflutninga til landa, sem olíu- bannið hefur bitnað á, ef Nixon forseti eða dr. Kissinger gefa út opinbera yfirlýsingu, þar sem skorað verði á ísrael að hörfa frá herteknum, arabískum svæðum. Aður en Kissinger fór frá Kaíró sagði hann opinberlega, að hugsanleg lausn yrði að verða í samræmi við ákvæði ályktunar Sameinuðu þjóðanna frá 1967, þar sem segir. að ísraelsher verði að hörfa frá herteknum svæðum. Þetta virðist vera það, sem Saudi- Arabar vilja — opinber ftrekun á skuldbindingu Bandaríkjanna til þess að hlíta þessu ákvæði. Anwar Sadat forseti sagði, þeg- ar hann hafði rætt í fjórar klukkustundir við Kissinger áður en hann fór frá Kafrö, að Egyptar hefðu fallizt á að vera í sama fundarherbergi og fulltrúar Lsraels á Genfarráðstefnunni. en þó yrði ekki um beinar samninga- viðræður Egyptalands og Israels að ræða. Sadat forseti sagði að hann von- aðist til, að alvarlegar viðræður gætu hafizt um brottflutmm egypzku og Ísraelsku herjann. yið Súezskurð fyrir jól. Þar með er talið, aðSadat haf átt við. að einhver áþreifanlegu arangur yrði að nást á átta dög um. það er frá því ráðstefnai hefst á þriðjudag of frannn jóladag. Sadat sagði, að brottfUitningu herjanna yrði að ver.ða fyrsta mál uð. sem yvði tekið fyrir. og aðdi Kissinger hefði samþykkt. að þa væri undirstöðumál í fyi-st; áfanga viðræðnanna Samkvæmt bandarfskum heim ildum er gert ráð fyrir. að mnræð Framhald á bls.26.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.