Morgunblaðið - 15.12.1973, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.12.1973, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1973. 25 „tilfelli” Og þá er komið að því, sem bókin nefnir Bryggjuslaginn mikla á Djúpvik, ,,þar er stuðzt við verkfallsslaginn á þfyégjunni á Siglufirði, sem svo var nefndur, ég man ekki nákvæmlega, hvaða ár," sagði skáldið. ,,En Djúpvík er að öðru leyti mjög ólík Siglufirði, en því að þar var geitin, sem át sígarettur." Þessi geit var samkvæmt orðum sögunn- ar sú ein móttökusveit, sem tók á móti ritstjóranum, þegar hann kom til Djúp- vfkur að stjórna blaðinu. Bryggjuslagurinn mikli, sem skírskot- að er til í Guðsgjafaþulu, varð 13. maí 1934. Tveimur árum síðar, eða 17. maí 1936, skýrir Morgunblaðið frá því, hvernig dómur fellur gegn þeim, sem þátt tóku f slagnum, og segir þar, ,,að 34 menn hafi hlotið 1—5 mánaða skilorðs- bundinn dóm, að þrír bæjarfulltrúar í Siglufirði (hafi verið) dæmdir í fang- elsi fyrir ofbeldi". I Guðsgjafaþulu segir skáldið frá þessum atburði á skoplegan hátt að venju, en Morgunblaðinu er öllu meira niðri fyrir (enda samtímaheimild!) og segir svo frá aðdraganda og atburðum: „Ofbeldisverk kommúnista á Siglufirði í þetta skifti stöfuðu af þvf að kommar höfðu boðað verkfall á Borðeyri f mai 1934 en verkamenn vildu ekkert verk- fall. Þegar Dettifoss kom frá Borðeyri, um morguninn 13. maí, höfðu kommún- istar, um 50 talsins, safnast saman á bryggju og hugðust að stöðva afgreiðsiu skipsins. En verkamenn sáu við komm- únistum og höfðu varnarliðssveit til taks, svo að skipið fékk afgreiðslu. Kommúnistar gerðu samt árásir á verkamenn tvisvar um daginn meðan á afgreiðslu Dettifoss stóð og lenti þá í ryskingum milli kommúnista og varnar- liðsins. í viðureignunum meiddust tveir menn allverulega. Kommúnistar stóðu utan í kolabing og grýttu verkamenn, sem voru við vinnu sína. Konur í liði kommúnista greip æði mikið og varð að læsa eina þeirra inni í skúr nieðan á óeirðunum stöð .. . Ofbeldisverk kommúnista mæltust að vonum afar illa fyrir, bæði á Siglufirði og annars staðar sem til fréttist og töpuðu þeir þá nokkru fylgi." í Guðsgjafaþulu er þetta allt orðið saga eins og Peter Hallberg bendir á í Skírnisgrein sinni ,,— og skoðað úr fjarska". Hlutleysi sögunnar, sem hann nefnir svo, „veitir lfklega meiri innsýn í af- stöðu höfundarins í dag heldur en hugs- anir hans og andrúmsloft þjóðfélagsins um 1938". IX Ritgeröarformið og tilviks-íslenzkan. Aður en lengra er haldið, er vert að huga nánar að nokkrum hliðarstökkum eða athugasemdum, sem fyrir koma í Guðsgjafaþulu, svo mjög sem þau ein- kenna stíl sögunnar og færa hana nær okkur í tíma en ella hefði verið unnt. Þar eru t.a.m. notuð orð, sem Guð- mundur Finnbogason kom á framfæri við þjóðina, en festust ekki í málinu, „þótt þau hafi verið ágæt f sjálfu sér“, eins og skáldið segir: gullaldin, gulaldin og glóaldin. „En þessi nöfn á gamal- kunnum ávöxtum voru fundin upp til hagræðis fyrir bændur sem aðhyltust hreintúngustefnu." Þá er í Guðsgjafa- þulu minnzt á það, sem Halldór Laxness nefnir tilviks-íslenzku, og getið um „for vitnilegt tilvik" á nútfmaíslenzku (eða norsku?). „Þetta er dæmi um svokall- að hýperkorrekt orðalag, og mjögtíðkað af blaðamönnum," sagði skáldið i sam- tali okkar. „Tilvik kemur aðeins einu sinni fyrir í fornum ritum samkvæmt Fritzner, svo og hjá Hallgrími Péturssyni, en hjá honum virðist það tákna hrekk. Tilvik merkir líka hrekk í nútfmamáli, sbr.: Hann ætti skilið að fá kinnhest fyrir tilvikið." Þegar við töluðum nánarum tilviks-fs- lenzku sagði Halldór Laxness, að ein- kenni hennar væri það, „að íslenzkt orðskrípi er búið til, eða fornyrði grafið upp, í því skyni að forðast dönskuslettu, þó að „dönskuslettan" sé jafn gömul íslandsbyggð eins og orðið „tilfelli“.“ Hann bætti því við, að „tilvik" kæmi einungis fyrir f Konungsskuggsjá og Fritzner þýddi það með „tilfelli". Eins og kunn- ugt er var Konungsskuggsjá rit- uð f Noregi á 13. öld, orðið „forvitni- legur" var tekið upp úr nýnorsku fyrir um 25 árum. „Ilyperkorrekt mál (tilviks-fslenzka) er áþreifanlegt dæmi þess, að þegar menn ætla að gera betur en vel, þá fer oft ver en illa." I essay-roman er ekki úr vegi að víkja að auglýsingum i dagblöðum eins og tilbúnum Vísis-auglýsingum, ekki sízt þeim, sem eru annaðhvort lítt skiljan- legar eða óskiljanlegar með öllu: „Menn fræddu mig á því að þeir sem settu auglýsíngar í Vfsi væru stundum ein- kennilegir en sjaldan hættulegir, og þyrfti fólk ekki að óttast um lff sitt, þö.tt það færi eftir auglýsingunum;" segir í Guðsgjafaþulu. Og sögumaður bætir við, svo að Velvakandi fái einnig sitt: „afturámóti mætti reiða sig á að þegar slagsmálahundar og þekktir innbrots- þjöfar skrifuðu í blöðin, þá notuðu þeir einlægt dulnefnin Þriggja barna móðir í Vesturbænum, Kona fyrir austan fjall, eða Einstæð móðir; því væri betra að vara sig á siíkum textum!" í samtali okkar sagði skáldið, að sér hefði verið sagt, að þegar væmin dulnefni af þessu tagi væru undir greinum í smá- dálkum eins og Velvakanda, væru þær venjulega skrifaðar af göturónum eða vistmönnum á Litla-Hrauni. X Vaxmyndasafnið. Halldór Laxness sagði undir lok sam- tals okkar: „Svo að við komum að öðr- um hnýsilegum (betra orð en áhuga- verður) þætti, sem snertir Guðsgjafa- þulu, er vert að minnast þess, að Óskar Halldórsson varð fyrir þeirri miklu sorg, að elzti sonur hans drukknaði á sjó í miðju stríðinu. Hann sá mjög mikið eftir honum. Óskar fór þá að hugsa um, hvað hann gæti gert til að halda uppi ntinningu þessa látna sonar síns. Hann langaði að gera honunt einhverja minningu, sem væri tengd við list. En nú hafði þessi ungi piltur farið snemma Málþing um Guðs- gjafa þulu VIII grein á sjóinn og var ekki handgenginn list og erfitt að setja hann í samband við hana, en aftur á móti hafði hann einhvern tíma í London orðið stórhrifinn af vax- myndasafni sem kennt er við Madame Tussaud, eins og unglingar verða oft. Þá datt Óskari í hug að setja upp í minn- ingu sonar síns vaxmyndasafn hér heima. Og þær myndir, sem hann vildi láta gera f safn þetta, áttu að vera af mestu mönnum tslands á þeim tíma og hann valdi sjálfur þá-ntenn, sem hann taldi verðuga þess að eiga mynd sína í þessu safni, mig minnir nær endalokunt stríðsins. Hann lét koma hingað frá London sérstakan listamann í því skyni að móta menn undir vaxmyndasteypu. M Utfllll Lil ptiáá, dU llctuu iiúi Ui Vtfi lU neyddur til aðsenda það. Bæði Krúsjeff og Brezhnev drógu í land, þegar Hvíta húsið tók skýrt fram í báðum tilvikum, að valdi yrði beitt frekar en gengið yrði á kröfum Rússa. Brezhnev svaraði með ræðu, þar sem hann virtist leggja sig í fram- króka um að sýna, að alls ekkert hættuástand hefði ríkt og engin hætta verið á árekstrum. Hann hafnaði Grechko-Shelepin-lin- unni í Miðausturlöndum og Chile með því að neita að fallast á kenningar þeirra. Shelepin hafði afdráttarlaust skellt skuldinni á erlend, þaðer bandarísk, „heims- valda sinnuð öfl, sem styðja ísrael", en Brezhnev ræddi óljóst um „sýnilega utanaðkomandi vernd", sem ísrael nyti. Grechko hafði dregið djarfar ályktanir þess efnis, að heims- valdasinnar mundu nota strfð i framtíðinni til þess að ná fram „árásarmarkmiðum", og Brezhnev viðurkenndi, að „árásaraðgerðir" ættu sér ennþá stað — það er að segja einstakar, einangraðar aðgerðir. „En." bætti hann við, eins og hann vildi bein- línis hrekja niðurstöðu Grechkos, „aldrei áður höfðu eins voldug öfl verið beizluð til þess að stöðva árásaraðilann og treysta friðinn, og það er i sjálfu sér mikið afrek." Hann virtist segja, að við- vörunaróp Grechkos og viðtækar ályktanir um möguleika á striði væru ótilhlýðileg og til þess eins að skjóta mönnum skeik í bringu. Og öfugt við haukana neitaði hann sem fyrr að tengja ástandið í Miðausturlöndum atburðunum f Chile og draga nokkrar umfangs- miklar ályktanir af þeim. Rúmar tvær vikur liðu þar til hann dró i land, hvað þetta snerti — dálítið. Hversu ólíkir sem atburðirnir í Chile og Miðaustur- löndum kunna að vera, sagði hann, voru þeir tilraunir „heims- valdasinnaðs afturhalds" til þess að berjast gegn því, að þróuninni til minnkandi spennu miðaði áfram og til þess að þoka heimin- um aftur í fortíðina. En jafnvel f þessari ræðu var tekið skýrt fram, að atburðirnir í Chile og Mið- austurlöndum væru „ólíkir", það er að segja þá mætti ekki skoða saman eins og Shelepin hafði gert. Brezhnev játaði með þessu, að þeir kynnu að spilla fyrir minnkandi spennu og færa klukkuna aftur — en ekki alla leið til víðtækara stríðs, eins og Grechko hafði gefið f skyn. ► 3. grein rland. Ónýtir skriðdrekar frá Rússum. Stríðið anna í Kreml. Nú er varað við því, að völd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.