Morgunblaðið - 15.12.1973, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.12.1973, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1973. 11 Ármann Kr. Einarsson. Ný bók eftir Ár- mann Kr. Einarsson BÓKAFORLAG Odds Björnsson- ar hefur sent frá sér nýja bók eftir Ármann Kr. Einarsson. Um bókina og höfundinn segir svo í kápuauglýsingu: „Eins og ýmsa rekur minni til, skrifaði Armann Kr. Einarsson barna- og unglinga- bók um Surtseyjargosið. Bókin var þýdd og gefin út í Noregi undir nafninu „Landgang pá Vul- kanöya“. Fyrir þessa bók hlaut Ármann nosku „Solfugl“-bók- menntaverðlaunin 1965. Nú hefur t Ármann skrifað nýja bók um eld- gosið í Vestmannaeyjum, sem hófst aðfaranótt 23. janúar síðast- liðinn. Þótt þetta sé skáldsaga, byggist hún í aðalatriðum á heim- ildum um gosið og ýmsum at- vikum í sambandi við það. Aðal- persónur sögunnar eru Siggi, son- ur fátækrar sjómannsekkju, og skipstjöradóttirin Inga Stfna. Þrátt fýrir hrikalega atburði er sagan afar hugþekk og krydduð notalegri kímni. Höfundinum hef- ur tekist í þessari nýju bók, eins og svo oft áður, að skapa spennu, óvissu og eftirvæntingu, sem gríp- ur lesandann föstum tökum. Nið- ur um strompinn er bók jafnt fyrir drengi og stúlkur.“ Bókin er 155 bls. að stærð, prentuð í prent- verki Odds Björnssonar á Akur- eyri, en teikningar eru eftir Baltasar. TRÖLLI SYNGUR KOMIN er á markað tveggja laga hljómplata, sem-nefnist „Trölli syngur“, og er með barnalögum eftir Guðberg Auðunsson. Annað laganna er þekkt úr sjónvarps- auglýsingum um Tröllaspari- bauka, en hitt er nýtt af nálinni og heitir „Allir kátir krakkar". Guðbergur Auðunsson syngur og leikur undir á gítar og honum til aðstoðar eru Magnús Eiríks- son, gftarleikari, og Björn Björns- son, trommuleykarí. Platan er tekin upp í Klúbbnum af Pétri Steingrímssyni og framleidd f Noregi. Útgefandi er TÍGRIS. TRÖLLI syngur Marnlngsvél lll sölu Höfum til sölu nýuppgerða japanska maringsvél. Hraðfrystihúsið h.f., Hnífsdal, sími 94-3621. TamningastöÓ Tökum hesta til tamningar og þjálfunar í lengri og skemmri tíma. Upplýsingar gefur Reynir Hólm, Laxnesi, sími 661 79. Sandgerði Húsmæður. Verzlið ódýrt. Sendum heim alla daga. Þorláksbúð, sími 7480 JólamarkaÖur Jólatré. Greni. Krossar og kransar. Ennfremur borð- skreytingar í úrvali. Akur, Suðurlandsbraut48.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.