Morgunblaðið - 15.12.1973, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.12.1973, Blaðsíða 48
Fallegri litir FUJI FILM Litfilmur 'ÆHGIttr SÍMAR: 26060 OG 26066 HÆTLyNARSTADIR \KRANES. =LATEYRI. HÓLMAVÍK. GJOGUR. STYKKISHÓLMUR. 1IF. SIGLUFJÓROUR. BLONDUÓS, HVAMMSTANGI LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1973 VERÐUR LANDIÐ LÖGREGLULAUST FRÁ ÁRAMÓTUM? AÐ undanförnu hafa staðið yfir viðræður milli samninganefnda ríkisins og lögregluþjóna um nýja kjarasam ninga fvrir lög- regluþjóna. Samkvæmt nýlegum lögum verða allar lögreglu- mannástöður hjá borginni og sveitarfélögum lagðar niður á miðnætti 31. des. nk., en nýjar lögreglumannastöður settar upp hjá ríkinu. Ilafa lögreglumenn frest til þess tíma til að tjá sig um það, hvort þeir vilja hefja störf hjá rfkinu eða ekki, en ekki er hægt að skylda þá til að hefja störf hjá rfkinu nema með bráða- birgðalögum. Aðeins örfáir lög- reglumenn munu hafa ákveðið að halda áfram störfum og mjög margir núverandi ríkislögreglu- manna hafa sagt upp starfi frá og með áramótum, þannig að hafi ekki náðst samkomulag um nýja kjarasam ninga lögreglumanna f.vrir þann tíma, má búast við þvf, Framhald á bls. 26. Bankastjóraslagur í uppsiglingu: Jóhannes fékk 4 atkvæði — Guðmundur 1 Flóttafólkið frá Hornafirði við komuna til Reykjavíkur f gærkvöldi með flugvél Flugfélags íslands. Það var fremur kuldalegt á svipinn fólkið. Ófremdarástand í orkumálum: Flótti frá Horna- firði vegna kulda I BYK.JUN ársins urðu Vest- mannaeyingar aðflýja eld og nú í árslok verða sumir þeirra að flýja ískulda. Hópur þeirra kom með Flugfélagsvél frá Höl'n í Horna- firði í gærkvöldi. Fréttaritari Morgunblaðsins í Höfn segir, að neyðarástandið, sem þar ríkir, versni með hverjum deginum. Dieselrafstöðin frá Seyðisfirði er ekki væntanleg fyrr en f fyrsta lagi I!). desember, en fólk er þegar farið að flýja úr húsum sínum í stórum stfl. Vestm annaeyingar, sein búið hafa í viðlagasjóðshúsum. hafa flutzt þaðan á hótelið, og fólk í nýjum húsum, sem eru rafmagns- hituð, er litli betur statt. Kuldinn er svo mikill, að vatn hefur frosið f ílátum í sumuin húsunum og nú er aðfrjósa í vatnsleiðslum og má búast við töluverðum skemmdum vegna þess. Um 40 urðu að flýja hús sín og fara á hótelið. Varnarliðið var fyrir nokkru beðið aðstoðar og bauð það þegar litlar dieselrafstöðvar alls 25 kw. Valgarð Thoroddsen rafmagns- veitustjóri sagði .Morgunblaðinu. að vélarnar hefðu ekki reynzt nægilega góðar. Sveifla hefðí verið á spennunni og því ákveðið aðsenda þær ekki austur. Páll Asgeir Tryggvason deiidar- stjóri í varnarmáladeildinni sagði hins vegar. að það væri ekki rétt, sem fram hefði komið um. að vélarnar væru í ólagi. Flugfreyjur gerðu í gær undan- tekníngu í verkfalli sínu og leyfðu. að vél yrði send til Hafnar til að sækja það fölk, sem flýja varð heimili sín. Fokker Friend- ship-vél flaug austur með mikið af alls konar hitunartækjum og kom aftur með 29 fullorðna, 5 börn og 6 ungbörn í burðarrúm- um, Ætlunin var að fara aðra ferð og sækja fleiri. en við það varð að hætta vegna veðurs. Meðal farþega var Sveina ■fóhannsdúttir frá Vestmanna- eyjum, ásamt fjölskyldu, en þau hiífðu flúið lir einu viðlagasjóðs- húsanna. — Við urðum að búa á hótelinu síðastliðna niitt. Kuld- inn var svo mikill, að ekki var nokkur leið að hafast við í húsinu, þótt við værum kappklædd Við fáum íbúð hér frá Viðlagasjóði, sem við getum farið inn í og svo sjáum við hvað setur, þar til við flytjumst til Vestmannaeyja. Dótið okkar er auðvitað allt fyrir austan ennþá. Framhald á bls. 26. Á FUNDI bankaráðs Seðlabanka Islands í gær var tekin til með- ferðar ráðning nýs bankastjóra í stað Svanbjörns Frímannssonar, sem lætur af störfum unt áramót. Bankaráðið gerir ákveðna tillögu til ráðherra, en þaðer bankamála- ráðherra, Lúðvík Jósepsson, sem hefur endanlegt úrskurðarvald og skipar bankastjóra Seðlabankans. Eins og Morgunblaðið skýrði frá f gær, komu fram tillögur um tvo menn, Jóhannes Elíasson banka- stjóra Útvegsbankans og Guð- mund Hjartarson. Atkvæða- greiðsla í bankastjóra Útvegs- bankans og Guðmund Hjartarson. Atkvæðagreiðsla í bankaráðinu fór á þann veg, að Jóhannes Elías- son hlaut 4 atkvæði, en Guðmund- ur Hjartarson aðeins eitt atkvæði. Þrátt fyrir þessi úrslit eru taldar sterkar líkur á, að Lúðvík Jósepsson muni skipa flokksbróð- ur sinn, Guðmund Iljartarson, í þetta embætti. Haldi Lúðvík fast við þá fyrirætlan má búast við miklum átökum innan ríkis- Framhald á bls. 26. 9 DAGAR TIL JÓLA Tepptir í bílum FÆRI) var farin að þvngjast all verulega vfða á Suðurlandi í gærkvöldi og í Reykjavfk voru bflar farnir að teppast í úthverfum borgarinnar. Mikill skafrenningur setti strik í reikninginn og f Árbæjar- hverfi, Breiðholti og á Hafnar- f jarðarveginum sátu menn fastir í bílum sfnum. Veriö var að kalla út hjálparlið til þess að sinna nauðsynlegum störf- um til aðstoðar. Hundruð vegalausra í erlendum flughöfnum HUNDRUÐ íslendinga bfða vega- lausir í erlendum flughöfnum, eftir að verkfall flugfreyja skal I á hérlendis á miðnætti á föstudag. Allt flug íslenzku flugfélaganna lagðist niður í gær — báðar þotur Flugfélagsins stöðvuðust í Kaup- mannahöfn og þotur Loftleiða í New York og Chieago. Önnur þota Flugfélagsins kom þó til landsins síðdegis í gær með fragt. í innan- landsfluginu var einnig flogið fragtflug og ein undanþága fékkst til farþegaflugs — Fokker Friendship fór til Hornafjarðar og sótti þangað 36 kalda Vest- mannaeyinga úr viðlagasjóðshús- um. sAttafundurinn Fundur sáttasemjara ríkisins með fulltrúum flugfélaganna og flugfreyja hófst klukkan 9 á mið- vikudagskvöld og stóð hann alveg fram til kl. 6 á föstudagsmorgun, er upp úr honum slitnaði. For- svarsmenn flugfélaganna vildu í gær ekki tjá sig mikið um gang samningaviðræðnanna. en boðuðu greinargerð um samn- ingamálin. Þó fékkst það upplýst, að menn höfðu verið hæfilega bjartsýnir um, að samkomulag myndí takast allt til að upp úr slitnaði á föstudagsmorgun. Erla Ilatlemark formaður Flug- f reyjufélagsins sagði aftur á móti um samningafundinn, að þar hefði ölium kröfum flugfreyja miðað eitthvað áfram nema sjálf- um launakaflanum. Flugfélögin buðu að vísu um 7% launa- hækkun, en voru ekki til viðtals um greiðslu vinnuálags, sem er ein af meginkröfum flugfreyja í þessum samningum. Ilins vegar þokaði dagpeningakröfunni nokk- uð fram, þó ekki nægilega að dómi flugfreyja, og eins tóku flugfélögin vel í kröfu flugfreyja um frí vegna barnsburðar, Launa- krafan vó þó þyngst á metunum, og hún var ástæðan fyrir því, að upp úr slitnaði. Sáttasemjari hefur boðað annan fund með deiluaðilum kl. 2 í dag. VERKFALLIÐ Sjálft verkfallið kom til fram- kvæmda á miðnætti á föstudag meðan deiluaðilar sátu enn á fundi hjá sáttasemjara. Þar með lagðist niður alll flug — innan- Framhald á bls. 26.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.