Morgunblaðið - 15.12.1973, Side 31

Morgunblaðið - 15.12.1973, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1973. 31 rannsóknarstofnun, þar sem reka þurfti búskap með nokkuð sér- stökum og áður óþekktum hætti, að fá til starfa ötulan og víðsýnan bústjóra. Ég hygg, að allir, sem til þekkja, muni samdóma um, að val ið hafi tekizt vel, og ég tel það ómetanlegt lán fyrir rannsóknar- s^tarfsemi á Keldum, að Gunnar Olason skyldi ráðast þangað til bústjórnar. Kom þar fyrst og fremst til fyrirhyggja hans og hagsýni, en ekki síður áhugi hans, samvizkusemi og sérstök ljúf- mennska f öllu starfi. Ilag og heill Tilraunastöðvar irinar bar Gunnar jafnan fyrir brjósti og trúmennska hans í öll- um störfum var slfk, að á betra varð ekki kosið. Þó að Gunnar hefði alla tíð mekinn áhuga á búskap, ekki sfzt sauðfjárrækt, hygg ég þó, að ræktun jarðar hafi verið honum hugfólgnust. Oviða grænkuðu tún að Suð-Vesturlandi fyrr en á Keldum og venjulega var Gunnar með þeim fyrstu að hefja slátt. Þótt hokkuð þætti hann fastheld- inn á fornar heyskaparaðferðir tókst fáum að verka betra hey, enda var það í senn metnaður hans og stolt að eiga ávallt næg hey og góðhey. Alla tíð vann Gunnar langan vinnudag, hlífði sér hvergi meðan heilsa leyfði og gerði í starfi jafnan meiri kröfur til sjálfs sín en annarra. Eins og margir þeir, sem ólust upp hér á landi á fyrsta þriðjungi þessarar aldar, var Gunnar bæði vinnusamui; og vinuglaður. Ilon- um var alla tíð framandi sá hugs- unarháttur, sem síðar komst í tízku, að hirða sem mest laun fyr- ir sem minnsta vinnu. Alla tið var Gunnar hinn mesti höfsmaður, barst lítið á, var frek ar hlédrægur og heimakær. Gest- um fagnaði hann og veitti manna bezt. Ferðalög, einkum veiðiferð ir um fjöll og firnindi, vorú yndi hans, þá sjaldan hann tók sér frí frá störfum. I rúman aldarfjórðung áttum við náið samstarf. Oft leitaði ég ráða til hans, því að hann var ráðhollur maður og gjörhugull og vildi hvers manns vanda leysa. Samstarf okkar var með þeim hætti, að aldrei bar skugga á. Svipað hygg ég, að aðrir sam- starfsmenn hans geti sagt, allir mátu þeir Gunnar mikils sakir samvizkusemi hans og ljúf- mennsku. Árið 1939 gekk Gunnar að eiga Kristínu Bæringsdóttur, breið- firzkrar ættar, fágæta dugnaðar og mannkostakonu. Bjó Kristín bónda sínum vistlegt og vinalegt heimili, þangað er gott að koma.Dætur þeirra hjóna eru' Þórunn, elzt, búsett í Bandaríkj- unum, Elísabet kennári og yngst Dagbjört f heimahúsum. Þau hjón Gunnar og Kristín voru mjögsam- hent og samrýnd aila tíð og í langvinnum og eft erfiðum veik- indum bóndatis var Kristín hin styrka stoð. Vinir og samstarfsmenn Gunn- ars sakna nú góðs drengs. En þeir, sem hafa hagað lífs- för sinni á þann veg, að allir beri til þeirra hlýhug, þurfa eigi að kvíða hinum mikla vistaskiptum. ur. Páll A. Pálsson. Gunnar Stefánsson — Minningarorð F. 22. apríl 1900 D. 4. desember 1973 Því fer óðum fækkandi alda- mötafólkinu og er það að vonum samkvæmt lögmáli lífsins, enda mun það nú vera talið kontið til ára sinna, þegar miðað er við, hvað mannsævi er stutt. Einn úr þessum hópi hefur nú lokið ævi- göngu sinni, Gunnar Stefánsson, Sörlaskjóli 42, eftir mikið og gott starf. Það má með nokkrum sanni segja, að aldamótaæskan hafi fæðzt inn í nýjan heim þegar fólk- íð hafði vaknaðog lét sig dreyma um betra og bjartara líf eftir aldraða áþján og kúgun erlends valds og margs konar plágur. Æskan upphóf sönginn og tók undir við góðskáldin, sem snertu við hjartastreng hennar. — „Eg vil elska mitt land" — „Vormenn Islands yðar bíða". Og kannski ekki sízt. .,— Island frjálst og það sem fyrst". Fólkiðtrúði á tvennt í þessum heimi, á Guð sinn og ljóð og sögur. Svo kom hann Þorsteinn Erlingsson og sagði æskunni sannleikann: „— Island það á ær- inn auð ef menn kunna að nota hann". I þessu andrúmslofti ólst Gunn- ar Stefánsson upp, að vísu við lítinn veraldarauð og mikið vinnuálag, eins og títt var í þann tíð. — En æskan átti sér hugsjón, sem hún vildi lifa og starfa fyrir og gerði lífið bærilegt. ísland frjálst. Þetta sagði Gunnar eitt sinn við mig er við' röbbuðum saman um liðna tíð. Gunnar Stefánsson var fæddur f Sandvik í R-eykjavík, sonur hjön- anna Stefáns Uannessonar frá Brekku á Ilvalfjarðarströnd og Guðrúnar Matthfasdóttur frá Fossi í Kjós. Þau hjónin eignuð- ust átta börn og var Gunnar næst yngstur. Tvö systkinanna eru enn á lífi, þau Ragnhildur frú í Kefla- vík og Matthías, starfsm hjá Raf- magnsveitu Rvíkur. Gunnar ólst upp f foreldrahúsum til sex ára aldurs, en þá fór hann til föður bróður síns Einars Hannessonar og Jórunnar konu hans, sem heima áttu á Akranesi. Á sumrin var Gunnar i sveit, oftast að Litlu- Drageyri í Skorradal, minntist hann þess fólks með hlýhug og þótti vænt um Skorradalinn. Ekki mun Gunnar haf hlotið aðra menntun í æsku en þá. sem tíðkaðist undir fermingu. Nokk- urn fróðleik mun hann hafa getað aflað sér af góðum bókum og því, sem hann nam af vörum fólksins, sem var minnugt á liðna tíð og merkilega frótt um margt, sem var að gerast. Ljóð góðskáldanna lærðum við eins og faðirvorið, sagði Gunnar, þau sem við náðum f. Að mfnu áliti var Gunnar eðlis- greindur maður, óþarflega dulur, ljóðelskur, enda talsvert hag- mæltur sjálfur, svo sem títt er um velgefna Islendinga. Hann var glæsimenni að vallarsýn, stór og sterkb.vggður, fríður sínum og sviphreinn, snyrtimenni með ágætum og dagfarsprúður, enda þótt hann hefði ösvikið skap for- feðranna þegar honum fannst á sig vera gengið. Ilann var greið- ugur og greiðvikinn og rétti mörg- um hjálparhönd, enda með af- brigðum verklaginn og fjölhæfur. Þegar Gunnar hafði aldur lil, för hann til sjiis og sagði hann mér margar sögur af því, þegar skipshöfn hans lentu í kröppum dansi við ægisdætur. Eitt sumarið réri hann frá Skálum á Langa- nesi, þar er ill lending og urðu þeir þá oft aðdraga fiskinn á seil f land og bera hann síðan á bakinu upp ábrattan sjávarbakkann. — Já, það voru nú karlar, sem létu sér ekki allt fyrir brjósti brenna, sagði Gunnar, en stund- um skall nú hurð nærri hælum. Árið 1924 kvongaðist Gunnar Ástu Hannesdóttur, sein var bor- in og barnfæddur Reykvíkingur. Þau hjónin eignuðust sex börn og eru fjögur þeirra á lífi: Sigurrós Inga, gift Kristni Guðmundssyni, búsett í Rvík, Guðlaug Asta, gift Timothy Lapergola, búsettí Phila- delpfu, Guðmunda Sesselja, gift Böðvari Áinasyni, búsett i Kópa- vogi og Hannes Alfreð, rafvirki búsettur í Rvík. Fyrstu búskaparár sín hélt Gunnar áfram að stunda sjáinn unz hann réðst til Rafmagns- veitu Reykjavíkurþarsem hann starfaði samfleytt í 35 ár við upp- setningu á rafmagnslínum og við- hald á þeim. Mun hann hafa verið Minning: Guðmundur Guðjóns- son, skipstjóri I DAG, laugardaginn 15. desem- ber 1973, fer fram útför Guðmundar Guðjónssonar skip- stjóra, Öldugötu 40, frá Frí- kirkjunni í Reykjavík. Guðmundur andaðist 8. þ.m., 82 ára, að Hrafnistu, þar sem hann dvaldi síðustu árin. Guðmundur Guðjónsson fæddist 21. júní 1891 að Hamri i Gaulverjabæjarhreppi. Foreldrar hans voru Guðbjörg Guðmunds- dóttir og Guðjón Nikulásson, sem bjuggu þar. — Guðmundur var næst elstur 8 systkina, sem nú eru látin nema Guðrún, en hún býr hér f Reykjavík. Á uppvaxtarárum Guðmundar voru erfiðir tímar austan Fjalls. Sveitirnar höfðu ekki náð sér eft- ir þungar búsifjar harðindatima á seinni hluta 19. aldar, fólks- flutninga og jarðskjálftana miklu 1896, er fjöldi bæja hrundi — én Guðmundur var þá 5 ára. Guðmundur missti föður sinn 15 ára og móður sína tveimur árum síðar, sem leiddi til þess að barnahópurinn dreifðist og kostuðu Guðmundur og eldri bróði hans uppeldi yngstu systk inanna, sem gátu ekki unnið fyrir sér. — Sú reynsla hefir án efa markaðspor á þeim viðkvæma aldri. með fyrstu starfsmönnum Raf- veitunnar. Nokkur síðustu starfs- árin var hann flokkstjöri og reyndi þá oft á kjark hans og karlmensku í harðneskjuveðrum að vetrarlagi uppi á reginheiði með víðgerðarflokk sinn. Jafn- framt sem þetta er erfitt og kulda- verk, er það jafnframt. hættulegt, en aldrei he.vrði ég að nokkur slys yrðu á mönnum f starfi hjá Gunnari. Þau hjónin Gunnar og Ásta áttu hlýlegt heimili og var gott að sækja þau heim því bæði voru þau greiðug og hlý í viðmóti. Konu sfna missti Gunnar 22. janúar 1971 eftir næstum 47 ára sambúð. Eftir fráfall Ástu, sein Gunnar tök mjög nærri sér. leitaði hann afþreytingar og skjöls hjá börnum sínutn og barnabörnum, sem eru orðin 20 að tölu og barnabarnabörnin 12. Með þvf að Gunnar var með af- brigðum barngöður maður voru börnin mjög hænd að afa sínum og mátu hann mikils. I dag munu þau drjúpa og fella tár við kistu göða afans. — En svona er lífið. börnin góð. Ykkar er að geyma minningu afans eins og hann kom ykkur fyrir sjónir. Trú hans var ekki efablandin. Hann trúði orð- um Jesú Ki ists, sem sagði. — Eg lifi og þér munuð lifa. Hann efaðist ekki um annað líf, og sam- kvæmt trú sinni er hann nú flutt- ur yfir móðuna miklu á fund Ástu konu sinnar. Farðu i Guðsfriði Gunnar minn. Með kærri samúðarkveðju til ykkar barnanna allra frá okkur lijónunumog börnum okkar. Jakob Jónasson. Á fermingarárinu hóf Guðmundur sjómennsku, fyrst á skútu í nokkur ár, en síðar á togurum, sem þá var verið að inn- leiða i athafnalif islendinga. — Guðmundur heyrir því til síðustu kynslóð sjómanna skútualdar — og fyrstu kynslöð togarasjó- manna. Guðmundur sá f upphafi mögu- leika togara til fiskveiða og að þeir væru bylting f framleiðslu- háttum, sem heillaði hann ungan, þvf hann dáði hafið — eins og bóndinn landið — sem starfssvið og þjóðarauð, sem biði nýtingar með beztu tækjum. — Ilann ákvað ungur að helga sig því hlut- verki og ruddi sér braut með miklum dugnaði og nauðsynlegri menntun. — Hann lauk skip- stjóraprófi frá Stýrimannaskólan- um 1918. Nokkru sfðar gekk Guðmundur f þjónustu útgerðarfélagsins Alliance, varð bráttstýrimaður og siðar skipstjóri á Jóni forseta, fyrsta togaranum, sem var sér- staklega byggður fyrir íslend-, inga. Með f huga hve skipin voru þá fá og mannval mikið sýndi skjótur frami Guðmundar án efa mikið álit útgerðarfélagsins á honum. — Má vera, að glöggskyggni hans sem stýri- rnanns á Jóni forseta í mann- skaðaveðrinu mikla á Halamiðum 1925 hafi átt þátt í því áliti, sem hann naut. Guðmundur var skipstjóri á Jöni forseta í nokkur ár, aflasæll og virtur af skipshöfn sinni. — Virt heimild getur þess, að Guðmundur skipstjóri á Jóni for- seta hafi verið einn af aflasælustu síldveiðiskipstjórum norðan- lands. Á vertíðinni 1928 fór Jón for- seti í veiðiferð án Guðmundar vegna veikinda hans — varð það síðast ferð Jóns forseta, þvf hann strandaði i þeirri ferð á Stafnnesi sem kunnugt er. Guðmundur varð sfðar skipstjóri á togaranum Haf- steini, eign útgerðarfélags á Isa- firði. — Hann var með Hafstein í nokkur ár og jafnan aflasæll.— Þegar togveiðar höfust með minni skipurn, varð Guðmundur skipstjóri á minni togskipum, sem sóttu frá Reykjavík á miðin i Faxaflóa, og stundaði þær veiðar í allmörg ár.— Hann kom ósjaldan að landi með fullfermi, þegar aðrir fengu lítið. — Það töldu menn sýna þekkingu Guðmundar á miðun- um, votnlagi og öðrum aðstæðuin — svo og reynslu hans enda var glöggskyggni hans viðbrugðið. Síðustu starfsárin var Guðmundur vaktmaður í strand- ferðaskipum Skipaútgerðar ríkis- ins. Guðmundur var vel meðalhár vexti þrekvaxinn. rólvndur en ákveðinn í framgöngu. vfirlætis- laus, háttprúður og hafði höfðing- legt yfirbragð. — Ilann hafði kímnigáfu, var ræðinh. einkum þegar sjóinn. fiskveiðar og tengd efni bar á góma og nutu þá þeir. er á hann hlýddu, þess að kynnast þekkingu hans og re.vnslu á þeim sviðum. Guðmundur kvæntist Elínu Haf liðadóttur, Jónssonar, 1920. — Þau eignuðust fjögur börn, eftir aldri: Guðjön. sem lézt 1946. 26 ára. Ilafliða, ókvæntur. Garðar flugöryggisvörð, kvæntur Jónínu Ásmundsdóttur og Elínu gift Jakobi Albertss.vni, rafvirkja. — Elín kona Guðmundar dó 1949.— Frændsystkini Guðmundar frá Vík kveðja hér Guðmund frænda sinn með þakklæti fyrir þá um- h.vggju og góðvild, sem hann sýndi þeiin ungum, þegar leiðir þeirra lágu fyrst til Reykjavíkur — svo og æ síðan. Þá var heimili Guðmundar og Elinar annað heimili þeirra. — A kreppuárun- um var skipsrúm á togara eftir- sött og áttu færri en vildu kost á þvf. En ávallt hafði Guðmundur skipsrúm fyrir frændur sína frá Vík, en þaðgerði þeim framhalds- nám mögulegt. — Þó að þessa sé hér sérstaklega minnst, þá var hitt þeim dýrmætara að hafa kynnst og átt að frænda og vel- gerðamanni svo göfgan mann sem Guðmund frænda.— Fyrir hönd okkar systkina og fjölskyldna okkar sendi ég börn- um Guðmundar, fjölskyldum þeirra og öðrum ættingjum inni- legar samúðarkveðjur. Jóhannes G. Helgason Nokkur kveðjuorð ÞANN 8. des. andaðist á Dvalar- heimili aldraðra sjómanna Guð- mundur Guðjónsson skipstjöri. er lengi bjó á Öldugötu 40, 82 ára að aldri. Kom andlát hans okkur töluvert á óvart þar sem hann virtist vera hress og léttur i spori. En stundin var komin og hann kallaður til að starfa Guðs um geim. Guðmundur stundaði sjó lengst af sinni starfsævi. Eftir að hann kom í land starfaði hann hjá Skípaútgerð rfkisins. sem vakt- maður um borð i skipum þess. Guðmundur fór í Sjómanna- skólann og Iauk þaðan skipstjöra- prófi. Eftir það var hann stýri- maður og skipstjiiri árum saman bæði á togurum og bátum. Hann var mikill aflamaður og sötti fast sjóinn. Eg ætla að setja hér eitt erindi úr afmæliskveðju er ég sendi honum sjötugum. Ungur á sjóinn söttir. sigraðir marga þraut. liðtækur löngum þötlir. liðnri á ævi braut. Vökull að verki hraður. varst ekki að blása f kaun. gætinn og glöggur inaður. geiglaus í hverri raun. Ilann lél sér mjög annt um hag þess. er hann vann hjá. lét þá gjarnan sinn hag og langanir sitja á hakanum. Guðmundur var mikill persönu- leiki. traustur og prúður. aldrei heyrðist liann leggja illt til nokkurs manns. Allir, sem kynntust'honum.elskuðu hann og treystu honum. þvi i honum fundu þeir sannheiðarlegan mann. Guðmundur var kvæntur glæsilegri og mikilhæfri konu Elinu Ilafliðadóttur. ' Þau eignuðust 4 börn. þrjá drengi og eina stúlku og var hún yngst. Ekki för Guðmundur varhluta al' sorgum þessa heims. Elzta son sinn missti liann 27 ára og komi sina tveimur árum síðar. en hún dö laust fyrir áramótin 1949 og 1950. Dótlirin var enn innan við fermingu. en hann var svo hepp- inn. aðfá göða stúlku til að annast heimilið og döttirin og hún urðu góðir félagar. Guðmundur var mjög ættrækinn og eftir að hann fór að vinna i landi heimsötti hann skyldfölk sitt nokkuð reglulega allt til hinztu stundar. Við inun- um sárt sakna. að þessar heim- sóknir eru úr sögunni. því það hafði svo göð áhrif að hal'a hann í nálægðsinni. attk þesssem gaman var að ræða við hann. þvf mað- urinn var gliiggur og fylgdist vel með því, sem var að gerast i' kring- um liann. Við hjónin þökkum honum alla hans tryggðog vináttu viðheimili okkar fyrr og síðar. og biðjiim honum allrar Guðsblessunar á hinum nýja vegi. Börnum hans og barnabörnum sendum við inni- leg a r s am ú ðar k ve ðju r. Jóhaniu's S. Sigui'ðssoii

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.