Morgunblaðið - 15.12.1973, Page 44

Morgunblaðið - 15.12.1973, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1973. Matthías Bjarnason; Ætlar ríkisstjórnin að afgreiða pappírsijárliig? Við aðra umræðu fjárlaga flutti Matthías Bjarnason framsögu- maður minnihluta fjárveitinga- nefndar ítarlega framsöguræðu, þar sem hann kom víða við í fjár- málum ríkisins. I lok ræðu sinnar vék Matthias Bjarnason að horf- urn á afgreiðslu fjárlaga í ár og sagði þá m.a.: ,.Það vantar allar upplýsingar um tekjuhlið fjár- lagafrumvarpsins að öðru Ieyti en því, að lýst er yfir, að 2% sölu- skattur Viðlagasjóðs falli niður 1. marz n.k. Þá er gert ráð fyrir í tekjuöflun frumvarpsins að hækka söluskatt úr 11% í 13% frá næstu áramötum. Ekkert frum- varp er enn komið fram um hækk- un söluskatts til þess að staðfesta þessi áfornt, sem lýst er yfir f fjárlagafrumvarpínu. Hefur ríkis- stjórnin þingstvrk til að koma slíktt frumvarpi fram? A að af greiða fjárlög án þess að vita. hvort hægt er að ná samkomulagi urn afgreiðslu laga, sem miða að skattlagningu til þess að standa undir útgjöldum fjárlaga? Ekkert af þessu liggur fyrir. Ég spyr ríkisstjórnina: ..Hvað hugsar hún sér að gera í þessum efnum? Á ekki að biða og sjá til, hvað er að gerast í kaupgjaldsmálunum? A að ganga frá afgreiðslu fjárlaga eins og um pappírsfjárlög sé að ræða? Er það ætlun ríkisstjórn- arinnar? Eg hygg, að skynsant- legra hefði verið að leita sam- starfs víð stjórnarandstöðu um lausn þessara mála. Ríkisstjórnin hangir á bláþræði hvað styrkleika snertir hér á Alþingi og hún ntá ekki vera svo forstokkuð að re.vna ekki samkomulagsleiðir við stjórnarandstöðu til þess að ná skynsamlegri afgreiðslu fjárlaga, jafnvel þó að það komi til með að taka nokkrar vikur." Hvað fjölgaði ríkisstarfs- mönnum mikið? Snemma í ræðu sinni fjallaði Matthías Bjarnason unt fjölgun ríkisstarfsmanna og sagði. að nú- verandi ráðamenn hefðu fyrr á árum talað um að fækka ríkis- starfsmönnum verulega, því að ríkisbáknið væri að þenjast út og sagði síðan: ,,í frumvarpi til fjár- laga fyrir árið 1972 voru fastráðn- ir ríkisstarfsmenn miðað við júli- ntánuð 1972, þegar ríkisstjórnin tók við, 6798, en í fjárlagafrum- varpi fyrir árið 1973 eru þeír, miðað við júlímánuð það ár, orðn- ir 7244 og voru taldir í desentber á sl. ári 7383 skv. upplýsingum, sem Fjárlaga- og hagsýslustofn- unin útvegaði að okkar beiðni. Fastráðnum starfsmiinnum hafði því fjiilgað um 585 á valdalíma- bili núverandi ríkisstjórnar frá 1. júlí 1971 til desember 1972. Nú bregður svo kynlega við. að skrá yfir ríkisstarfsmenn hverfut' úr fjárlagafrumvarpinu, hún dettur hreinlega upp fyrir. Hún er húin að vera í fjárlagafrumvarpinu í mörg ár, en í því fjárlagafrum- varpi, sem lagt var fram í þing- byrjun er skráin horfin. Af hverju er hún horfin? Eg spyr fjármálaráðherra. hvers vegna hvarf starfsmannaíjkráin nteð fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 1974 án þess að nokkur skýring væri á því gefin. Eg bað Fjárlaga- og hagsýslustofnunina um upplýs- ingar um starfsmannafjöldann. en fékk þær ekki. Þeir sögðust bara ekkt vita það. Það væri ekki hægt að telja í þessum stóra og mikla fruntskógi ríkisstjórnar- innar, starfsmenn ríkisins. Það er ekki hægt að festa lengur tölu á ríkisstarfsmönnum að dómi þeirra. sem landinu stjórna. Skráin hverfur og það er ekki einu sinni liægt að telja. hvað ríkisstarfsmenn eru tnarg- ingarnar, sem Alþingi fær við aðra umræðu fjárlaga. Þetta þ.vkja góð vinnubrögð nú. Hvaða skýringu gefur fjármálaráðherra og ríkisstjórnin á þessum tiltekt- um? Hvað eru fastráðnir starfs- menn margir og hvað eru þeir margir lausráðnir? Væri kannski hægt að fá talningu i þessum frumskógi. fá upplýsingar um það, áður en afgreiðslu fjárlaga lýkur endanlega? Þetta eru nokk- ur sýnishorn af nýju stefnunni, sem kölluð var og sem formaður f járveitingarnefndar sagði, að ætti að vera óbreytt." Magnús fékk gull- og silfurverðlaun. Þá vék Matthías Bjarnason að kostnaði við yfirstjórn ríkisins og sagði, að hann hefði orðið 68 milljónum króna hærri á ríkis- reikningi en gert hafði verið ráð fyrir í fjárlögum. Komið hefði í Ijös, að Magnús Kjartansson iðn- aðarráðherra átti metið i hástökk- inu. Kostnaðaraukning iðnaðar- ráðuneytisins umfram fjárlög nam 73,41%, næst kom heil- brigðis- og tryggingarráðuneytið, sem einnig er undir yfirstjórn Magnúsar Kjartanssonar, með 64,09%. Hann fékk bæði gull- og silfurverðlaun, sagði Matthías Bjarnason. Utanríkisráðuneytið er þriðja í röðinni. Þar átti að lækka útgjöldin, þegar að því kæmi. en utanríkisráðherra fær ekki nema bronsverðlaunin. Kostnaðaraukning umfram fjár- lög hjá honunt nam 45%. Skelegg barátta gegn verðbólgu? I ræðu sinni vék Matthías Bjarnason að verðbólguþróuninni og nefndi nokkur dæmi um verð- hækkanir á algengustu neyzluvör- um frá þvt að núverandi ríkis- stjörn tök við og miðaði þá við verð á vöru í júlí-byrjun 1971 og verð á vöru 10. desember 1973. Siðan sagði þingmaðurinn: „1 kg af súpukjöti kostaði þá kr. 124,50, en kostar nú 256 kr. Hækkun 105%. Vel af sér vikið að halda dýrtíðinni niðri. 1 Iítri ntjólkur kostaði kr. 12,60, nú kr. 25,30. 100% hækkun. Bensínlítrinn kostaði kr. 16, en er nú korninn f 26 kr. Það er bara smáhækkun, ekki nenta 62%. Það er von á góðu mjög fljótlega eftir áramöt- in. Olía: lítrinn kostaði 1. júlí 1971 kr. 4.39, en lækkaði eftir að núvcrandi rfkisstjórn tók við völdum, vegna þess að hún afnam söluskatt af olíu, sem var nijög sanngjarn og eðlilegt af þeim að gera og þá lækkaði olíulítrinn nið- ur í kr. 3,90, en nú er olían komirt i kr. 7.70. Miðað við það verð, sem var 1. júlí 1971, hefur orðið 75% hækkun á olíu. Ekki skal ég álasa ríkisstjórninni fyrir það, sem á eftir að konia í þeim efnum, þvf það eru áhrif. sem hún ræður ekki við. Nógar eru sakir hennar, þó að ekki sé verið að bæta á hana því. sem hún ræður ekki við og á ekki skílið. Hveiti kostaði 22.90, er komið í kr. 44, eða 92% hækk- un. Strásykur kostaði kr. 25,50, er komínn í kr. 53, eða 107% hækk- un. Smjörlíkið kostaði kr. 130, kostar nú 356 kr„ þ.e. 173% hækkun, vel af sér vikið. Fóður- bætir, kúablanda, tonnið, kostaði þá 9.310 kr„ það kostar nú 18.622 kr„ 100% hækkun þar. Þetta eru örfá sýnishorn af því, sem hefur áunnizt síðan þessi ríkisstjörn tök við völdum, sem átti ráð undir rifi hverju áður en hún kom í valda- stólana og sagðist ætla að berjast skeleggri baráttu við verðbölg- una, en henni hefur fatazt flugið." Skattpíningin Matthías Bjarnason vék þessu næst að skattpíningunni og minnti á, að þingntenn Sjálf- stæðisflokksins hefðu varað við þeim breytingum á skattalögum, sem ríkisstjórnin beitti sér f.vrir á sínum tíma. Síðan sagði hann: ..Þessi illi grunur okkar hefur fullkomlega verið staðfestur síðan, kröfur launþegasamtak- anna beinast nú fyrst og fremst að því að lina skattpíningu síð- ustu ára frernur en að hækka launataxta og skal engan undra það, þegar borin er santan skatt- greiðsla einstaklinga og félaga árið 1971 og siðan. Þegar skatta- frumvarp rfkisstjórnarinnar var lágt fram haustið 1971 héldu ráð- herrar því fram, að hér væri um skattalækkanir að ræða. Reyndin hefur orðið önnur og rétt er að láta staðreyndirnar tala. En þegar við látum staðreyndir tala, þá á ég við það að gefa yfirlit yfir, hvað voru álagðir skattar á árinu 1971 og hverjir voru álagðir skattar 1972 og 1973. Samtals var álagður tekju- og eignaskattur á öllu landinu á ár- inu 1971, síðasta ár viðreisnar- stjórnarinnar. 1.525 milljónir króna. Þessi skattaupphæð hækk- aði á fyrsta ári þessarar ríkis- stjórnar upp í 4.449 milljónir króna og á yfirstandandi ári fór hún upp í 5.759 milljónir króna. Hækkun tekju- og eignaskatts hefur því orðið á tveggja ára tímahili þessarar ríkisstjórnar, hvorki meira né minna en 377,7%. Hækkanir á vöruverðinu eru smámunir á við skattana, eins og ég hef nú skýrt frá. En það er líka eftirtektarvert við þessar skattaálögur, hvað munurinn er mikill, eftir því i hvaða skattaum- dæmurn þær eru. Þær koma sér- staklega hart niður á héruðum, þar sem fiskvinnsla og sjö- mennska eru alls ráðandi og raun- ar höfuðatvinnuvegurinn. Þar hafa tekjurnar hækkað og þar hefur ríkissjöður seilzt einna dýpst I vasa þessa fólks. í skatt- unidænii Reykjavíkur hefur hækkunin orðið 367,4%, eða að- eins neðan við meðallag, en skattaupphæð Reykvfkinga hefur Itækkað úr 779 milljónum í 2.862 milljónir. 1 Vesturlandskjör- dæmi hefur hækkunin orðið 447,6% og f Vestfjarðakjör- dtemi, þar sem hækk- unin er mest, hefur hún orð- ið 504%, í Noröurlandi vestra er hún 468%, í Norðurlandi evstra 368%, á Austfjörðum 400%, í Suðurlandsskattumdæmi 480%, og í Vestmannaeyjum 300%,, en það er eðlilegt, að þeir séu lægstir vegna þeirra ráðstaf- ana, sem gerðar voru á þessu ári. Og í Reykjaneskjördæmi 357%,. Það má því segja, að þar hafi skattahækkunin orðið minnst og i Reykjavíkurskattumdæmi. í málefnasamningi ríkisstjórn- arinnar eru fyrirheit gefin um, að nú skuli breytt unt stefnu í skatta- málum nteð valdatöku þessarar ríkisstjórnar og skattabyrðin látin koma réttlátar niður, þ.e. að láta breiðu bökin bera skattana, en hverjar eru svo staðreyndir máls- ins? Allt stefnir í sömu átt, eins og komið var hjá hinni fyrri vinstri stjórn, sem sat að völdum á árunum 1956—’58. Hver hefur svo þröunin orðið? A árunum 1959 voru 61.900 skattgreiðendur, eða 79,2%, af skattgreiðendum, sem greiddu skatt, en þeir sem engan skatt greiddu voru 16.261, eða 20,8%,. 1969 voru skattgreið- endur 15.080, eða 20,84%, en 63.620, eða 79,16%,, greiddu eng- an skatt. Nú er þessu öllu snúið við eins og þetta var á dögunt vinstri stjörnarinnar sálugu. Á þessu ári, 1973, eru 57.987 skatt- greiðendur, sem greiða 57,5%,, en 42,855, sem greiða engan skatt, eða 42,5%,. Með öðrum orðum, þegar vinstri stjörnin tók við voru 20,84%,, sem greiddu skatt, en 79,16%, sem greiddu engan skatt. Þetta sýnir, að þá voru ekki skatt- lagðar almennar tekjur Iaunþega í landinu, en nú er breytingin orðin sú, að i stað 20,84%,, sem greiddu skattana, greiða nú 57,5%, skattana, en 42,5%,, greiða nú enga skatta á móti 79,16%, eftlr að viðreisnin hafði farið höndum um skattalögin. Þetta er nú mununnn á þessurn slæmu kapitalistum og þeint, sem nú stjórna í ríkisstjórninni. Þannig hafa þeir búið að skattamálum almennings. Þetta er staðreynd, sem liggur ljós fyrir, og þýðir hvorki fyrir einn né annan ráð- herra að mæla á möti. Kjarasamningar Matthías Bjarnason vék að kjarasamningum í ræðu sinni og sagði: „Þá voru komnar fram kröfur heildarsamtaka Alþýðu- sambands íslands um miklar kauphækkanir og má búast við verulegum kauphækkunum, sem munu hafa áhrif á fjárlögin og atvinnureksturinn i landinu. Sjó- mannasamtökin hafa sett fram sínar kröfur um hækkun skipta- prósentu og hækkun á lágmarks- kaupi . . . Það lítur því ekki beint vel út með þróun kaupgjalds og verðlagsmála, og það er ekki margt, sem bendir til þess, að það dragi úr brotsjó óðaverðbólg- unnar á næstunni. Hvar eru nú öll úrræðin, sem núverandi rikis- stjórn átti, þegar þessir sömu menn voru í stjórnarandstöðu? Nú finnst mér vera kominn tími til, að þeir láti eitthvað frá sér heyra. Hvernig kaup og kjara- samningar kunna að verða til lykta leiddir skal hér ósagt látið, en eitt ntá fullvíst telja, að veru- legar hækkanir verða á öllu kaup- gjaldi, sem mun hafa í för með sér vaxandi tilkostnað við atvinnu- reksturinn. Tvær höfuðástæður fyrir nýrri kröfugerð launastétt- anna er algert aðgerðarleysi rikis- stjórnarinnar til að koma í veg fyrir þá háskalegu verðlagsþróun, sem á sér stað í efnahagsmálum og leitt hefur til þeirrar mestu óðaverðbólgu, sem nú flæðir yfir þjóðina. Hin ástæðan er gegndar- laus skattpiningarstefna, sem launþegasamtökin í landinu stynja undir." Dæmisaga frá Hólmavík Matthias Bjarnason ræddi ítar- lega byggðamálin í ræðu sinni og nefndi eitt dæmi um það, hvernig stjórnkerfi hins opinbera getur hagað sér og staðið í vegi fyrir nauðsynlegum, sjálfsögðum og eðlilegum framkvæmdum í litlu og fátæku byggðarlagi, þar sem ekkert hefur verið byggt í fjölda- mörg undanfarin ár. Hann sagði: ,,A fjárlögum ársins 1971 var veitt smá upphæð á fjárlögum til und- irbúnings byggingar læknisbú- staðar norður á Hólntavík í Strandasýslu, en þar hafði nú ekki verið byggt íbúðarhús unt nokkurt skeið. Undirbúningur átti sérstað hjá heimamönnum og fjárveitingarnefnd lagði til árið eftir að veita í þennan læknishú- stað 1500 þús. kr„ í fjárlögum ársins 1973 voru enn veittar 1500 þús. kr. og í fjárlagafrumvarpinu, sem nú liggur fyrir, eru enn einu sinni veittar 1500 þús. kr. Með þessu fjárlagafrumvarpi verður því búið að veita i þennan læknis- bústað á 4 árum 4,7 milljónum króna. En það hefur staðið á kerfi, sem sett var á, lögum um skipan opinberra framkvæmda, sem voru sett á valdatíma við- reisnarstjórnarinnar, en þau lög hlutu alveg sérstaka náð hjá tals- mönnum stjórnarandstöðunnar á þeim tima, en höfðu aftur tak- markað fylgi hjá okkur sumum stjórnarþingmönnum þeirra tíma. Ég greiddi t.d. ekki atkvæði og var á móti þessu frumvarpi. En núverandi fjármálaráðherra mælti nteð því hér í neðri deild og forsætisráðherra sem talsmaður Framsóknarflokksins í efri-deild fagnaði mjög tilkomu þessa eftir- lits. Nú eru þessi lög undir stjórn fjármálaráðherra og þeim hefur verið beitt þannig gagnvart þessu litla byggðarlagi, að þessi læknis- bústaður hefur ekki fengizt byggður ennþá. Það má ekki byrja enn og samstarfsnefndin um opinberar framkvæmdir hef- ur hvorki meira né minna en tekið þetta stórmál fyrir á 16 fundum. Það væri fróðlegt að gefa hér útdrátt úr fundargerðum samstarfsnefndarinnar um opin- berar framkvæmdir um gang þessara mála, (Forseti grípur inn í: Viltu ekki gera það?). Ég skal gera það forseti, ég er búinn að taka þetta saman úr fundargerð- um nefndarinnar. Ég skal gera það og láta þingntenn fylgjast með gangi málanna, hvernig svona mál getur orðið að skrípa- leik. í fundargerð. sem bygg- ingarnefnd heima fyrir í þessu byggðarlagi hélt á árinu 1972, 24. okt. það ár, þá segir hér i bréfi til þessarar nefndar: „Eftir athugun á fimm teikningum af læknabú- stöðum, sem heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytið Iét okkur í té, þá virðist okkur að teikning sú, sem áður var gerð af arkitektum, sem þeir völdu og samþykkt af yður, heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneyti, með útboði og miðað við áður umrædda lóð og aðstæður, sé sú æskilegasta, sent um sé að ræða og uppfyllir bezt þær kröfur, sem gera verður til slíkrar byggingar, svo sem að 2 bílskúrar tilheyri læknisbústaðn- um, geymsla fyrir sjúkratæki, hvað viðkemur stærðarmun á áð- urnefndum teikningum og hinum síðarnefndu, sem eru 58 fermetr- ar, þá kemur þar á móti bilskúr. tækjageymsla og gestaherbergi, og jarðhæð, er við teljum nauðsyn á að hafa. Væntum vér þess. að hið háa ráðuneyti og samstarfs- nefnd um opinberar framkvæmd- ir sjái sér fært að faliast á þessi sjónarntið okkar með því að leyfa framkvæmdir samkvæmt framan- sögðu. Öllum er það ljöst, hvíli'k nauðsyn það er þessu byggðar- lagi, að hér sé starfandi læknir, svo að byggð haldist." Það má segja, að þetta bréf og þessi samþykkt sé ntjög i kanselí- stíl og það var sagt, að Danir hefðu verið seinir á sér að sinna beiðnum tslendinga hér fyrr á árum, en litið hefur þettá gengið betur hjá hinu nýja kansilíi undir stjórn fjármálaráðherrans í þessu efni. En 25. maí greinir einn af nefndarntönnum samstarfsnefnd- arinnar frá því á fundi, að undir- búningi teikninga eftir allt sarnan sé mjög áfátt og var þeirn sama manni falið að líta á ntálið og aðstoða byggingarnefndina. Síðan hefur ekkert gerzt. Þetta er nú gangur kerfisins. Það er ekki svona kerfi, sem við þurfum að byggja upp og hlaða undir. Ef svona kerfi er notað til þess að halda í skefjum framkvæntdum i þeirn byggðarlögunt, þar sem litl- ar eða engar frantkvæmdir eru, þá vil ég afnenta svona kerfi, af- nema þessi lög nteð einu og öllu og ekki hafa þetta kerfi lengur." Framhald á bls. 26. eru

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.