Morgunblaðið - 15.12.1973, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 15.12.1973, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1973. 47 Heimsmets- jomun B A NI) A RI K.J A M A ÐUR NIN N Rodney Milburn, sem sigraði í 110 metra gnndahlaupi á Olympíuleikunutn f Munehen. jafnaði heimsmetið í 60 yarda grindahlaupi innanhúss á móti, sem fram fór um helgina. Ilann hljóp á 6,8 sek. Methafar með honum eru landar hans Haves Jones, Earl McCullough og Willie Davenport. 13 leikir án taps ÞAÐ er glæsilegt met, sem italski landsliðsmarkvörðurinn í knatt- spyrnu, Dino Zoff, getur státað sig af. I 917 mfnútur hefur ekki verið skorað mark hjá hinum, en þaðeru röskir 10 leikir. Italir hafa leikið 13 landsleiki í röð, án þess að tapa. Síðasta tap þeirra var 13. maf i fyrra, er Belgíumenn sigruðu þá 2:1 í und- anúrslitum Evrópubikarkeppni landsliða. Síðan hafa úrslit í leikj- um ítalanna orðið þessi: 3:3 Rúmenia (Bukarest) 1:1 Búlgaría (Sofia) 3:1 Júgóslavfa (Torino) 4:0 Luxemborg (Luxemborg) 0:0 Sv' , (Bern) 0:0 Tyrkland (Napoli) LOTyrkland (Istanbul) 5:0 Luxemborg (Genova) 2:0Brasilía (Róm) 2:0England (Torino) 2:0 Svíþjóð (Milano) 2:0 Sviss (Röm) LOEngland (Lindon) Af þessari upptalningu má marka, að ítalir eru sennilegir kandidatar f heimsmeistara- keppnina í knattspyrnu, en eins og flesta rekur sjálfsagt minni til hlutu þeir silfurverðlaun í keppn- inni f Mexikó 1970. Badminton—KR AÐALFUNDUR Badminton- deildar KR verður haldinn fimmtudaginn 20. desember og hefst kl. 20.30. KR-Grótta í 2. deild Keppnin í 3. deild hefst á morgun ÞAÐ verður frekar lítið um að vera í handknattleiknum um þessa helgi, og ekki fara fram „nema" 13 leikir í islandsmótinu. Þeirra á meðal er rétt að benda sérstaklega á leik KR og Gróttu, en sá leikur fer fram f Laugar- dalshöllinni og hefst um klukkan 18.30. Leikurinn er einn af úr- slitaleikjum 2. deildar og það lið, sem tapar, missir stóran liluta möguleika sinna á sigri í deild- inni. Ekki verður annað sagt en að leiktíminn sé talsvert ankanna- legur, og vfst er, að fáir áhorfend- ur koma til að sjá leik á þessum tíma. Ef til vill vill kæmu ekki fleiri, þótt leikurinn væri á öðrum tíma, áhuginn á handknattleikn- um er ekki það mikill um þessar mundir, en þessi leiktími er alveg vonlaus. Aeftirleik KR og Gróttu leika Fylkir og Breiðablik og verður þeim leik tæplega lokið fyrr en um klukkan 21.30. Grótta og Breiðablik verða aftur á ferðinni á sunnudag og ieika klukkan 14.45 í iþróttahúsinu á Seltjarnar- nesi. Keppnin í þriðju deild hefst á morgun og leika þá Afturelding — ÍA og Stjarnan — Viðir. Hefst fyrri leikurinn um kklukkan 15 f Iþróttahúsinu í Hafnarfirði. Auk fyrrnefndra leikja fara svo fram átta leikir í 2. flokki karla um helgina. SJÖ REKNIR Framkvæmdarstjórar ensku knattspyrnufélaganna hafa fengið að finna fvrir því í vet- ur, að þeir sitja í „heitustu" sætunum í enskri knattspyrnu. Síðan í mafmánuði sfðast- liðnum hafa 38 framkvæmda- stjórar verið reknir frá deilda- liðunum, sem þóeru ekki nema 92. En framkvæmdastjórarnir vita, að hverju þeir ganga, og þeir fá góðar tekjur fyrir starf sitt, liðin f 1. deildinni ensku greiða framkvæmdastjórum sfnum aðmeðaltali .'lOmilljónir i króna á ári. Enginn þeii;ra get- ur verið öruggur um sæti sitt, •þeir eru bitbein óllkustu manna og fá gagnrýni úr öllum áttum. Sá eini, sem situr ró- legur á tróni sínum, er lands- liðseinvaldurinn Alf Ramsey. Hann lætur alla gagnrýni sem vind um e.vru þjóta og er þegar bvrjaður að skipuleggja enska landsliðið í Ileimsmeistara- keppninni 1978. Fyrsta glímumót vetrarins FYRSTA glimumót vetrarins fer fram á niorgun í fþrótta- húsi Melaskölans, er það Flokkaglíma Reykjavíkur og verður keppt f 6 flokkum. Þátt- takendur verða 18 og keppa þeir f 6 flokkum, þremur þyngdarflokkum fullorðinna og þremur flokkum unglinga. í 1. flokki keppa m.a. Sigurður Jónsson og Peíur Yngvason, í 2. flokki þeir Hjálmur Sigurðs- son, Gunnar Ingvarsson og Ómar Ulfarsson og f 3. flokki Rögnvaldur Ólafsson og Guðmundur Freyr Halldórs- son. Glíman liefst klukkan 16.00 á morgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.