Morgunblaðið - 15.12.1973, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.12.1973, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1973. 23 Smyglaði sofandi hundi í handtösku RANNSÓKNARLÖGREGLAN í Hafnarfirði hefur að undanförnu haft til meðferðar mál manns á Seltjarnarnesi, sem í september- mánuði sl. sm.vglaði litlum hundi inn f landið frá Danmörku. Hafði maðurinn ke.vpt hundinn í Kaup- mannahöfn, látið svæfa liann þar og flutt hann með sðr f Iftilli handtösku. Ekki fannst hundur- inn við tollskoðun á Keflavíkur- flugvelli og hefur maðurinn síðan haft hann heima hjá sér. Sam- kvæmt lögum er bannað að flytja dýr inn í landið án leyfis. Maður- inn hafði ekki sótt um slfkt leyfi. 1 viðtali við Mbl. í gær sagði Páll. A. Pálsson yfirdýralæknir, að lagaákvæði um þetta væru ákaflega skýr. Innflutningur á öllum lifandi dýrum væri bannað- ur. Heimild væri þó fyrir því, að ráðherra gæfi út sérstök leyfi til sliks innflutnings, en í þeim til- vikum þyrftu eigendur dýranna að láta bólusetja þau erlendis með ákveðnum fyrirvara, fá heil- brigðisvottorð fyrir þau og láta þau í sóttkví hér heima um nokk- urt skeið eftir komuna. Ef ekki væri farið eftir lögum í þessum efnum, væri aðeins um eitt að ræða: Að lóga dýrunum. Páll minnti í þessu sambandi á hunda- fár, sem leiddi til þess að lóga varð fjölda hunda hér á landi fyrir nokkrum árum. Benti allt til þess, að smyglaður hundur hefði flutt með sér sjúkdóminn. Með þessum ströngu ákvæðum væri ekki veriðaðleggjasumadýraeig- endur í einelti, heldur að reyna að hlífa þeim dýrum, sem fyrir væru í landinu. Samkvæmt upplýsingum rann- sóknarlögreglunnar í Hafnarfirði mun viðkomandi hundur enn á lífi. Málið verður innan tíðar sent saksóknara. Weissauer með sýningu KUNNUR þýzkur listamaður, Rudolf Weissauer, sýnir nú grafík- og vatnslitamyndir í Galleríi Guðmundar Árnasonar, * Aðventukvöld í Lágafellskirkju AÐVENTUKVÖLD verður i Lágafellskirkju í Mosfellssveit á sunnudagskvöldið kl. 9. Dag- skráin verður þessi: Helgi Bragason leikur Pastorale eftir Baeh. Þá leikur Skólahljómsveit Mosfellssveitar undir stjórn Lárusar Sveinssonar. Unnur Gunnarsdóttir flytur jóla- sálm. Guðrún Tómasdóttir syngur jólalög. Sigríður Þorvaldsdóttir les úr Fjallkirkjunni. Næst leikur skólahljómsveitin öðru sinni og þá jólalög undir stjórn Birgis D. Sveinssonar. Næst er almennur söngur. Pétur Friðriksson les jólaguðspjallið. Að lokum ávarpar sr. Bjarni Sigurðsson kirkjufólk- ið. Bergstaðastræti 15. Hann hefur sýnt nokkrum sinnum áður hér á landi, m.a. hjá Guðmundi. „Hann er þekktur maður í evrópskum listheimi,-' segir Guðmundur urn hann. Myndirnar eru til sölu. Sýn- íngin mun standa i 2—3 vikur. Galleriið er opið á venjulegum verzlunartíma. (Ljósm. Mbl. Ól.K.Mag.) „Eiríkur Hansson” í nýrri útgáfu SKALDSAGAN Eiríkur Hansson, eftir Jóliann M. Bjarnason, er komin út f 3iu útgáfu, en hún vakti á sfnum tima mikla athygli. Kom sagan fyrst út I þremur bindum, það fvrsta 1899, en það sfðasta 1930. Sagan segir frá uppvexti íslenzks drengs á landnámsárum Islendinga í Vesturheimi, frá því að hann fluttist vestur um 10 ára að aldri með afa sínum og ömmu. Fáum árum síðar er hann einn og munaðarlaus á hrakningum úr einum stað í annan. Lýkur svo sögunni, er hann stofnarsitt eigið heimili. Þetta er 4. bindi í ritsttfni Jó- hanns M. Bjarnasonar. Árni Bjarnason bjó bókina undir prentun. Hún er yfir 500 bls. að stærð. Utgefandi er Bókaútgáfan Edda á Akureyri. Danski utanríkisráðherrann, K. B. Andersen, vann töluverðan stjórnmálasigur, þegar honum tókst að efna til fundar utanríkisráðherra Efnahagsbandalagslandanna og dr. Kissingers (t.h.) utanríkis- ráðherra Bandarfkjanna. Hér sést K. B. Andersen banda burtu blaðamönnum áður en fundurinn hófst, en hann er af mörgum talinn sögulegur. Handtakið til Islands sýndi norrænan anda Osló, 14. desember, NTB. DJÚPSTÆÐ samstaða Norður- landa kom glöggt frain í handtak- inu til íslands frá hinum Norður- löndunum vegna jarðeldanna í Vestmannaeyjum og er traustasti grunnurinn, sem byggja verður norræna samvinnu á, segir í stór- þingsáliti uni norræna samvinnu. Álitið var gert fyrir tilstilli norsku stjórnarinnar vegna óska Fundað um hver boðaði til fundar Paris, 14. desember. AP. SAMNINGAMENN Suður-Viet- nam og Viet Cong héldu 32. sainn- ingafund sinn um pólitiska fram- tfð landsins í dag. þingmanna um, að hægt yrði að ræða norræna samvinnu á breið- um grundvelli. I álitinu segir, að norræn samvinna hafi veriðalltil- viljanakennd, en með auknu skipulagi og nýjum stofunum megi vænta aukinnar og skipu- legri eflingar. Upplýsingaskortur er talinn eitt mikilvægasta verkefnið, sem framundan er á vettvangi norrænnar samvinnu, þar sem ljóst er, að gagnkvæm þekking á málefnum Norðurlanda er af mjög skornum skammti. Víðtækust samvinna er á svið- um visinda, kennslumála og menningarmála vegna þess að visst skipulag hefur verið fyrir hendi á þessari samvinnu allt frá stofnun Menningarmálanefndar Norðurlanda 1947. segir í álitinu. Norræn samvinna i mennigar- málum á sér lengri sögu og hefur verið víðtækari en önnur sain- vinna. en með tilkomu nýrra stofnana er þess að vænta. að sam- vinnan eflist á öllum sviðum, seg- ir i álitinu. Strand Rotterdam 14. desember. AP. DONA Ourania, flutningaskip frá Lfberíu, strandaði f dag f miklum stormi undan Hollandsströnd. Hafði skipið orðið fyrir vélar- bilun er þaðhélt úr höfn í Rotter- dam áleiðis til Antwerpen. Ekki er talið, að menn séu i hættu. og björgunarskip voru strax send á strandstaðinn. Bjargað Carloforte. Sardiniu 14. des. AP. SEX slösuðum skipverjum. af grísku skipi. se:.: rekið hefur fyrir vindi <>g veðrum, var i dag bjargað af hérþyrlum undan Sardiníu. Skipið, sem siglir undir fána Panama. hefur verið stjiirn- laust síðan stýrisútbúnaður þess bilaði. Fjórir af áhöfninni urðu eftir um borð og biðu björgunar- skipa. A fundinum gátu þeir jafnvel ekki komið sér saman um, hvort það var Ilenr.v Kissinger, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, eða Le Duc Tho, fulltrúi í stjórnmála- ráði norður-vietnamska kommún- istaflokksins, sem átti tillöguna að fundínum. „Okkur skilst, að Le Duc Tho hafi átt frumkvæðið að þessum fundi," sagði Nguyen Xuan Phong, næstæðsti maður suður- víetnömsku samninganefndarinn- ar. „Ilann er haldinn að beiðni Bandaríkjamanna," sagði Dinh Ba Thi, næstæðsti maður sendi- nefndar Viet Cong. Pólverjar flytja út raf- orku til Þýzkalands Varsjá. 14. desember —AP. PÖLVERJAR munu „mjög bráð- lega“ hefja útflutning á raforku til Vestur-Þý-zkalands, að því er Hans Friderichs efnahagsinála- ráðherra Vestur-Þýzkalands sagði f Varsjá f dag, en þar hel'ur lianii dvalið undanfarna tvo daga og rætt við ráðamenn mn þetta inái. „Við rædduin einkuin um. á hvern hátt við gætum flutt orkuna og hjálpazt að með að fá sem bezta nýtingu á pólskum kol- um,“ sagði Frideriehs. Pólland er fjórða mesta kolaframleiðsluland f heiini. — á eftir Bandaríkjim- um. Sovétrfkjunum og Kfna. Friderichs sagði ennfremur. að hann hefði rætt við pólska leið- toga um, hversu mikla orku P<> 1 - land gæti framleitt <>g hversu mikið af henni það gæti selt. Ekki hefði verið rætt um sölu- verðið. Höfuðvandamálíð við flutningana á raforku P<>lverja er tæknilegt. 100 lífverðir vopnaðir vél- byssum gæta Kissingers Genf, 14. desember. AP. SERFR.EÐINGAR í öryggis- málum eru komnir til Genfar samkvæmt áreiðanlegum heimildum til þess að skipu- leggja öryggisráðstafanir vegna friðarráðstefnu ísraels og Arabarfkjanna í næstu viku. Öiyggisráðstafanirnar verða umfangsmeiri en dæmi eru til á svipuðum ráðstefnum, sam- kvæmt heimildum i Genfar lögreglunni. Fréttir frá Washington um, að hótað hafi verið að myrða Henry Kissinger utanríkisráð- herra virðast þó ekki hafa vald- ið teljandi áhyggjum, þar sem sagt er, að öryggisráðstafanirn- arverði mjög strangar. Um 100 starfsmenn banda- rísku le.vniþjónustunnar og bandaríska utanríkisráðu- neytisins hafa fengið það verk- efni að vernda dr. Kissinger á ferðalagi hans uin Evrópu <>g Miðausturlönd fyrir ráðstefn- una. samkvæmt heimildum í Washington. Talið er víst, að með sendi- nefnd Israels og fleiri þátttöku- n’kja verði fjölmennir hópar öryggisvarða. Heimildir i svissnesku lög- reglunni segja, að öryggisráð- stafanirnar verði sennilega auðveldari en ella vegna þess, að ekki er búizt við, að mikill mannfjöldi safnist samati til þess að forvitnast meðan á ráð- stefnunni stendur. Talsmaður svissnesku lögreglunnar sagði. að fbúar Genfar væru svo vanir fundah öldum. Samkvæmt heimildum í bandaríska utanríkisráðuneyt- inu hefur Svarti september. samtök patestínskra hryðju- verkamanna. gert samsæri um að myrða dr. Kissinger. Að minnsta kosti einn maður úr samtökunum hefur verið hand- tekinn. Lífverðir dr. Kissingers munu vera vopnaðir vélbyss- um. en þegar utanrikisráðherr- ann kom til Ileathrowflugvall- ar i Bretlandi á dögunum var þeim aðeins leyft að halda á ve nj u 1 eg u m skotv<>pn u m.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.