Morgunblaðið - 15.12.1973, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1973.
Þóra Jónsdóttir.
í leit að tjaldstæði
Almenna bókafélagið
Revkjavík 1973.
Fyrir nokkrurn dögum fékk ég
sendar þrjár litlar, en snotrar
ljóðabækur frá Almenna bókafé-
laginu. Þö að ég sé í bókmennta-
ráði félagsíns, hafði ég enga
þeirra séð í handriti. Utgáfustarf-
semi þess er orðin það viðamikil,
að því verður ekki við komið, að
allir þeir, sem bókmenntaráðið
skipa, lesi og felli dóm um hvert
einasta handrit. sem félagið
ákveður að gefa út, og auk þess
kemur það til urn mig, aðég dvel
nú orðíð lengstum uppi á Mýrum í
Reykholtsdal, enda uni ég mér
þar svo vel, að oftast fer ég hálf-
nauðugur, þegar ég þarf að
skreppa til Reykjavíkur. Svo var
ég þá líka forvitnari en ejla, þegar
mér bárust þessar þrjár fallegu
bækur.
Eg fletti bókunum og las nokk-
ur Ijóð í þeim öllum, en síðan las
ég uin höfundana, sem ég kunni
engin skil á, þær fáorðu upplýs-
ingar, sem fylgdu bókunum frá
útgefanda. Og mér til nokkurrar
undrunar sá ég, að tveir þeirra
voru aðeins tvítugir, þau Ragn-
heiður Erla Bjarnadóttir og Gísli
Agúst Gunnlaugsson. Þau tóku
bæði stúdentspróf í Reykjavík í
vor sem leið og stunda nú há-
skólanám. Ragnheiður les nátt-
úrufræði og líffræði við Háskóla
íslands, en Gísli sagnfræði og
bókmenntir hjá „vinaþjóð“ okkar,
Bretum. Ragnheiður er Reykvfk-
ingur, en Gísli úr Ilafnarfirði.
Þriðja skáldiðer Þöra Jónsdóttir,
sem fædd er 1925, lauk stúdents-
prófi á Akureyri 1948, stundaði
háskólanám f Kaupmannahöfn og
tók kennarapróf í Kennaraskóla
íslands 1968.
Eg fletti bókunum á ný, og svo
las ég þær allar samfellt, las þær
aftur og lagði síðan frá mér hið
Græna líf Ragnheiðar og Gerðir
Gfsla. Mér tókst ekki í bili að átta
mig á því, hvort ljóð þeirra hefðu
ekki mátt bíða birtingar, ætla ég
mér samt aðkomast aðniðurstöðu
um þaðbráðlega.
En svo var það „leit" Þóru Jóns-
dóttur að „tjaldstæði'1, 50 órímuð
ljóð menntaðrar og fullþroska
konu á aðeins 52 lesmálssíðum!
Sú er nú fáorð — og ekki svo sem
neinn yfirlætisbragur á hinum
stuttu Ijóðum hennar. Þau eru
svo látlaus og auðskilin sem orðið
getur, engin tilraun til að vefja
efnið torræðu orðalagi eða allt að
því óræðum líkingum, og þá er
ekki í ljóðunum fyrir að fara köll-
un til umbóta á veröldinni, er rétt
eins og skáldkonan telji sig ekki
færa um að breyta neinu í hinni
pólitísku valdastreítu stórveld-
anna, ekki minnst á Sovétríkin,
Bandaríkin, Egyptaland, ísreal —
ekki einu sinni á Vietnam, en sem
persónuleg tjáning viðhorfa
skáldkonunnar við lífinu reynast
þau þess veigaveiri, sem þau eru
oftar lesin og betur að þeim hug-
að. og auk þess er þar ekki til að
dreifa smekkle.vsum eða inni-
haldslausri mærð.
Skáldkonan er ekki barn
glaums og gleði, en gleði hefur
hún auðvitað þráð, svo sem öll
önnur mannanna börn. Þriðja
Ijöðið í bókinni heitir aðeins Ljóð.
Þar segirsvo:
Gleðin
varð mér afhuga.
T(>m lét hún eftir sig
í hjarta mínu.
Sorgin fyllti það
Reynist hún jafn hverflvnd
rýmir hún þaðbráðum
en ég hef heyrt
að þær séu ekkert líkar.
Þarna kemur þegar fram sá
hugblær og sá framsetningarhátt-
ur, sem yfirleitt einkennir hin
stuttu og meitluðu ljóð þessarar
skáldkónu. Dapurleg, dulúðg,
hljóðlát, en þó skýr f máli gengur
hún og leitar að tjaldstað, þar sem
hún megi örugg dvelja, þótt ekki
Ilágum hljóðum
væri nema næturlangt. Það hend-
ir hana jafnvel að leita hans í
glaumnum, en því nafni kallar
hún eitt Ijóða sinna:
I kvöld
var fullt af fólki
á þessum dansstað.
H1 jómsveitin
var ein sú háværasta
Mitt í glaumnum
kom hryggðin,
flæddi inn í brjóstið
skolaði burt öllu lauslegu.
Eins og eftirsjóslys
má reyna aðganga fjörur.
Auðvitað leitar skáldkonan í
hjörtum mannanna, en hún hefur
ekkigóða reynslu af leitinni þar:
Eg bið mfna heitustu bæn
og klettarnir opnast.
Hjörtu mannanna
eru harðari en steinn.
Hún leggur leið sína um hraun,
heiðar og dali, og hún á sér trygg-
an íörunaut. Hans heiti er
Einsemd:
Beið þín
með útréttar ljósmóðurhendur,
fylgir þérsíðan
fastar en skugginn,
hvílir f draum þínum
um nætur,
staðfestir bil
milli þfn og allra
þekkir kvöl hjarta þíns,
blandar sér í gleði þess,
verður ekki umflúin f dauða.
Skáldkonan verður óþolinmóð í
leitinni, víll hraða för sinni og svo
biður hún f ljóðinu Strokuhestur-
Söðlaðu mérstrokuhestinn brúna
þann sem gengur einn á heiðinni
og hneggjar
með styggðí faxi
firð í augum
og allan gang f hófum
Söðlaðu mér
strokuhestinn brúna.
Stöku sinnum bregður vorblæ
yfir ljóðlinur skáldkonunnar, en
vorið er svikult, „snjór fellur á
lóusönginn frá í gær, og snjórinn
er viðlag tregans við vísu vors-
ins“. En þó að í vatninu sé nykur,
vitað sé um skrfmsli í flæðarmál-
inu, þegar leita skal um fjörur,
varúlfur ráðist á leitarkonuna, í
hrauninu leynist illhyrndir hrein-
ar og haust og komandi vetur
ógni, er þö sitthvað annað veifið,
sem veitir stundargleði, gróðrar-
ilmur í lofti, þytur af gauksvæng,
fffill sem opnast undir vegg, og ,,í
rofi milli élja má eygja lífsgeisla
eilífðarinnar eina svipstund". Og
þarna er fallegt lióð um móður-
gleði og annað, sem heitir Bárna-
gæla:
Teyga þú brjóst mín
litli hvftvoðungur.
Móðir fram af móður
vörðu til þess lífi sínu
að þú sæir dagsins ljós.
ÖIl kærleiksfórn var færð
og táralindin tæmd.
Þúert náttúruúrvalið
litli brjóstmylkingur.
En hvað um ástina? Gætir
hennar hvergi í Ijóðum þessarar
dulúðgu, viðkvæmu konu? Jú,
ætli Hin rauða slóð, ef til vill
bezta Ijöðið í allri þessari bók,
verði ekki aðtileinkast ástinni, þó
að skáldkonan flíki því ekki við
lesandann:
Gegnum tímann
um ljóð og draum
liggur slóð hjarta míns
að húsi þínu.
Þegar þú unt síðir
opnar lokaðar dvr þess,
muntu sjá rauða slóð
kringum bústað þinn.
Síðasta ljóðið í bókinni er sam-
nefnt henni. Það endar svona:
Skuggarnir lengjast
tjaldstæðið er ófundið
ogsandurinn fram undan.
Borgari
o g .
uppreisn-
armaður
Kristinn E. Andrésson:
NÝ AUGU.
Tímar Fjölnismanna.
Bókaútgáfan Þjóðsaga
1973.
í minningargrein um Kristin E.
Andrésson f Tímarití Máis og
menningar (2. hefti 1973) segir
Sigfús Daðason aðeftir að Enginn
er eyland kom út hafi Kristinn
skýrt sér frá vinnuáætlun sinni
fyrir næstu sex ár. Kristinn hafði
fengið nokkra bót á veikindum
sínum og vonaðist til að geta unn-
ið að þeim verkefnum, sem hugur
hans hafði lengi staðiðtil. Enginn
er eyland (1971) átti að vera
fyrsta bókin af sex. Sigfús lýsir
áætluninni þannig: .,1) Enginn
er eyland. 2) Nftjánda öldin,
(það er sú bók sem áður er nefnd,
og fékk heitið Ný augu). 3) Tími
Þorsteins Erlingssonar. 4) Upp
haf Máls og menningar. 5)
1940—1944. 6) var sú eina þess-
ara bóka sem hann hafði þágefið
nafn: Brotna kerið, með tilvitnun
til greinar eftir Halldór Laxness,
og áttí að fjalla um þá pólitísku
atburði sem urðu á árunum eftir
lýðveklisstofnunina".
1 eftirmála Nýrra augna bendir
útgefandi bókarinnar, Hafsteinn
Guðmundsson. á að Kristinn hafi
verið „helsjúkur maður þegar
hann lauk við handritið, og
honum entist ekki aldur til að
Kristinn E. Andrésson.
lesa fyrstu próförk til neinnar
hlítar". Kristinn Iést 20. ágúst sl.
72. ára að aldri.
Ástæða er til að harma að
Kristni E. Andréssyni sk.vldi ekki
endast aldur til að gera hreint
fyrir sínum dyrum eins og komast
mætti að orði. Umfangsmikil
bókaútgáfa og vfðtækur áhugi á
félagsmálum hafa eflaust tafið
hann frá ritstörfum. Samt verður
því ekki haldið fram að ekkert
liggi eftir Kristin á bókmennta-
sviðinu, en frægasta verk hans er
Islenzkar nútímabókmenntir
1918—1948 (1949).
Hvað Kristinn E. Andrésson
ætlaðist fyrir með óskrifuðum rit-
verkum sínum má ráða af eftir-
farandi orðum úr Nýjum augum,
teknum úr kaflanum Alþýðunnar
og hugsjónarinnar menn: „Menn
þurfa að gera sér Ijóst. hver er
framtíðarhugsjón þess tíma er
þeir lifa á. hvað ber strauminn
uppi sem á tímum þeirra sjálfra
fellurtilfegurra mannlífs.Og það
má enginn vera með þjöð sína
eina í huga, heldur hafa sjón út
yfir allt mannkynið og kunna skil
á því hver þau öfl eru sem knýja
þróunina áfra. Þann skilning
öðlast menn ekki nú á dögum
nema með marxismanum og síðar
kenningum Leníns, eins og ég
mun skýra nánar í næstu bók, ef
mér auðnast aðlífa".
Ný augu er vonbrigðabók.
Flestir hafa brugðist nema
kannski Þórbergur, sem bókin er
tileinkuð, og Jóhannes úr Kötlum.
í fræðilegum kafla um Diderot
getur Kristinn jafnvel ekki stillt
sig um að hnýta í Halldór Lax-
ness: ;,Og það furðulega getur
gerzt að jafnvel fyrrum eldheitur
baráttumaður fyrir hugsjónum
sósíalismans og skáldsnillingur
eins og Ilalldór Laxness fer að
spyrja: Hvað er þjóðfélag? — eins
og hann gerði í sjónvarpsþætti í
viðtali við Matthías Johannessen
eftir formyrkvun sína í Skálda-
tfma".
Á víð og dreif f sögulegu yfirliti
sínu um innlenda og erlenda snill-
inga nítjándu aldar er Kristinn
skyndilega staddur mitt á meðal
okkar og sendir bitur skeyti.
Hann finnur fátt nýtilegt i’ Ijóðum
nútímaskálda. Jóhannesi úr Kötl-
um tókst að vfsu að endurnýja
skáldskap sinn með því að taka
mið af formkröfum ungra skálda,
en sá „eltingarleikur" varð
Snorra Iljartarsyni til tjóns.
Ljóð Hannesar Péturssonar „eru
ekkert annaðen svipmyndir" þótt
hann yrki um söguleg efni, sem
Kristinn virðist líta á sem mikil-
væga köllun (samanber Gunnars-
hólma Jónasar Hallgrímssonar).
Hannes „á ekkert hugsjónaafl f
sér, enga framtíðarsýn", að dómi
Kristins. Eitthvað er þó nýtilégt í
Þorsteini Valdimarssyni og Ólaf-
ur Jóhann Sigurðsson er alls góðs
maklegur. 1 ljóðabók hans Að
laufferjum er „þrátt fyrir skugg-
ann sem hvílir á nútfðinni, sigur-
viss framtíðarsýn". Birtingsmenn
og fylgifiskar þeirra hafa að von-
um komið ýmsum grillum inn hjá
ungu kynslóðinni. Reiði Kristins í
garð þeirra skyldi þó aldrei stafa
af því að þeir snerust gegn innrás
Rússa í Ungverjaland forðum og
neituðu að láta setja á sig Sovét-
klafann? „Ljóð eftirstríðskynslóð-
arinnar eru satt að segja hálfgert
höltaþokuvæl og svartagallsraus.
Það felst ekki f þeim nein fram-
tíðarsýn, hvað þá neinn hugsjóna-
eldur. Og þar er komið að kjarna
málsins, þessvegna eru þau svo
lémagna, þessvegna eru þau svo
ömurleg og smá í sér." Menn þeir,
sem Kristinn vegsamar vegna
„eðliskosta Fjölnismanna", og
vegna þess að þeir meta „mann-
gildið öðru ofar", er satt að segja
kynlegur hópur.
Af ýmsu því, sem Kristinn E.
Andrésson setti saman um nýja
ljóðagerð mátti ráða að hann
hafði ekki kynnt sér hana að
neinu marki. „1 allra sfðustu bók-
menntagreinum sínum hætti
Kristni E. Andréssyni til að bera
á höfunda helzt til miskunnar-
laust lof", segir Sigfús Daðason.
Þeir, sem verða fyrir hinu
„miskunnarlausa lofi" í Nýjum
augum verða að hugsa sitt ráð.
Þetta lof getur jafngilt því, þó
ekki alltaf, að þeir séu lifandi lík,
hafi orðið að nátttröllum. „Stein-
barnið" hans Ilalldórs Laxness er
því miður enn í brjósti margra, en
„hreini tónninn" lætur ekki að
sér hæða hvað sem Kristinn E.
Andrésson segir.
Annars verð ég að segja að lok-
um að mér hefur oft virst Krist-
inn E. Andrésson einkennilegt
sambland af borgara og upp-
reisnarmanni. Dálæti hans á
Fjölnismönnum og ýmsum helstu
verjendum borgaralegs hún-
anisma styðja þá skoðun.
Ilann hrffst af þýskri rómantík,
hinu bláa blómi Novalis og gerir
með glæsilegum hætti grein fyrir
ýmsum hræringum nítjándu ald-
arinnar. Kaf lar hans um Voltaire,
Rousseau, Tieck, Goethe og Ileine
eru hreinn skemmtilestur auk
þess fróðleiks, sem þeir miðla.
Kristinn kunni að orða hugsanir
sínar á þann hátt að lesandinn
heillaðist. Hann var f rauninni
afsprengi taumlausrar dýrkunar
á hinni rómantfsku mynd islands
landsins hreina, sem ris tigið úr
sæ og fóstrar göfugustu hugsjónir
norræns anda. En hann lenti í
hafvillum. Hinn ellihrumi
marxíski söguskilningur litaði allt
hans líf og gat ekki einu sinni
slitið hann frá skurðgoðunum í
Kreml eftir að þau voru fallin
eins og marga nýmarxista, sem
hafa reynt að finna hugsjönum
sínum nýjan og forvitnilegan
grundvöll. Eg nefni sem dæmi
Ernst Fischer, sem Kristinn send-
ir kaldar kveðjur í Nýjum augum.
En eftirminnilegur var Kristinn
E. Andrésson ölluin, sem þekktu
hann. Það er ekki hægt annað en
sakna hans.