Morgunblaðið - 15.12.1973, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1973.
MYNDLIST ARVETT VANGUR
Bókaútgáfan Helgafell hefur
sent á markaðinn sex bækur,
myndskreyttar af ungu fólki. Er
hér um að ræða fimm þjóðsagna-
kver, þar sem jafnmargir ungir
listamenn hafa valið sér stuttar
þjóðsögur til skreytingar, svo og
Laxdæla sögu með nútímastaf-
setningu Halldórs Laxness í ann-
arri útgáfu, sem með tveimur
undantekningum er myndskreytt
af sama fólki ásamt Hring Jó-
hannessyni.
Eg tel skylt og rétt að geta að
nokkru þessa ánægjulega fram-
taks, því að hér er um merka
nýjung að ræða, einkum hvað
myndaheftin áhrærir svo mjög
sem myndskreyting bóka hefur
ver.ið vanrækt af bókmenntaþjóð-
inní, eins og ég hef margoft tæpt
á í skrifum mínum. Þó munu
nokkrir mvndiistarmenn hafa ,
gert þjóðsögunum allgóð skil, en j
þá oftast þeir sömu. Lítið hefur
verið gert til að örva aðra til átaka |
á þessum vettvangi og sízt óhult- |
bundna listamenn, enda túlkunin
komin f sérstakar ímyndaðar,
þjóðlegar vanaskorður. Má því I
skoða þetta framtak sem tilraun
til að brjóta leiðir úr þeirri sjálf-
heldu, afla nýjum viðhorfum
brautargengi og vfkka sjón-
menntasviðið.
Þá skal gerð úttekt á því. hvern-
ig til hafi tekizt varðandi þessa
aijöllu hugmynd. Það voru þeir
Kápumynd Gylfa Gfslasonar.
félagar Þorsteinn frá Hamri og
Hringur Jóhannesson, sem sáu
um útgáfuna, en um hlut Þor-
steins f jallaég aðsjálfsögðu ekki
þar sem ég væri þá að þrengja
mér inn á svið bókrýninnar. Nú
veít ég ekki hvaða hlutverki
Hringur hefur gegnt, en ég tel, að
það hafí eingöngu verið varðandi
val listamanna og e.t.v. einnig
ráðgefandi um útlit og form heft-
anna, því að enginn formáli né
skilgreining á hlutverkum um-
sjónarmanna fylgir, sem í þessu
tilviki verður að teljast misráðið.
Ég á ákaflega bágt með að átta
mig á því, að um hnitmiðað val
mynda hafi verið að ræða, því að
með fáum undantekningum virð-
ast hinir ungu listamenn vinna
langt undir raunverulegri getu,
svo sem ég þekki tii, þótt sumar
myndanna séu allsnotrar. Hér
skortir víðasttjáningarþrótt, sam-
fara virðingu fyrir söguefninu.
Það er líkast því, sem hið unga
fólk láti sér nægja að þræða sögu-
efnið og búa til sannverðuga frá-
sagnarlausn í rissi sínu, því að
myndirnar eru undarlega bragð-
daufar margar hverjar, ósannfær-
andi og tíðum beinlínis illa út-
færðar, sem ber vott um skort á
sjálfrýni. Hér hefði umsjónar-
maður þurft að velja og hafna af
festu og einurð, því að það er
mikil ábyrgð falin í því að fylgja
slíkri útgáfu úr hlaði með nafni
sfnu, svo mikilvæg sem hún er
fyrir fslenzka list og mennt.
Öfrumleikinn í myndunum er
næsta hliðstæður frumleikan-
um varðandi útgáfuna og er
ekki ungu framgjörnu lista-
fólki samboðinn, það þarf
meiri kraftur og þungi að
fylgja slíkri útgáfu og engin
málamiðlunarlausn henni sam-
boðin. Eg undanskil hér að
nokkru framlag G.vlfa Gíslasonar,
sem er vaxandi teiknari og á til
frumlega æð, svo og Jóhönnu
Þórðardóttur, en í myndum henn-
arer jafnbeztur stígandi f heild.
Krafturinn í myndum Guð-
mundar Armanns minnir fullmik-
I ið á Asgrím. Þorbjörg Höskulds-
dóttir er mjög mistæk, hún getur
unnið miklu betur, svipað má
segja um Guðrúnu Svövu, sem þó
er óþekkt stærð, en með því að
hafna helmingi mynda hennar
hefði framlag hennar jafnvel ris-
ið hæst, því að hér er greinilega
um tvo gæðaflokka að ræða og
langt bil á milli.
Rétt er að geta þess, að útlit
bókanna er hið bezta og bókakáp-
urnar, sem gerðar eru af höfund-
um, hinar ásjálegustu og þeim til
sóma. Enginn vafi er á, að hér sé
um hina eigulegustu gjöf að ræða,
sem mun verða fagnað af ungu
kynslóðinni, og vonandi verður
hér framhald á, því að nóg eigum
við af ungu hæfileikafólki og
möguleikarnir margir.
Hvað Laxdæla sögu áhrærir þá
eru myndimar þar jafnbetri og
falla vel að textanum, og hér á t.d.
Þorbjörg stórum ásjálegri mynd-
ir, og Gylfi Gíslason kemur enn á
óvart með frumlegum, áhrifarfk-
um myndum. Ég þakka svo útgef-
andanum fyrir hlut hans og vil
eindregið hvetja fólk til aðgerast
þátttakendur í uppbyggingu sjón-
mennta hérlendis með því að gefa
börnum sínum þessar bækur.
Að tilhlutun 1. des. nefndar
stúdenta við Háskóla íslands hef-
ur undanfarið staðið yfir sýning á
hápólitískum myndum í Galerie
SUM við Vatnsstíg. Á sýningunni
getur að líta 43 verk eftir 28
höfunda, sem flestir kenna sig við
myndlist, og var myndanna aflað
með þeim hætti, að 1. des, nefnd-
in sendi fjölmörgum aðilum bréf
með ósk um þátttöku, og sést af-
raksturinn á þessari sýningu
Margir sýnendanna eru lítt þekkt-
ir, en þó má m.a. sjá teikningar
eftir gróinn myndlistarmann líkt
og Kjartan Guðjónsson ásamt
myndum eftirýmsa frammámenn
Sumara.
Vígorð sýningarinnar eru:
„ísland úr Nató — herinn burt“
og munu myndirnar eiga aðgegna
því hlutverki að undirstrika þau.
Ekki verður þó með sanni sagt að
það sé mikill sjónrænn myndar-
bra^ur á þessari undirstrikan, til
þess eru flest verkanna of léttvæg
og myndræni sannfæringa-
krafturinn of aflvana. Ekki svo að
skilja, að þennan kraft vanti í
höfundana sjálfa, heldur verður
einfaldlega lítið úr honum er á
myndflötinn er komið, —
myndirnar oftlega tæknilega illa
gerðar, myndræn atriði með-
höndluð á frámunarlega óvandað-
an hátt og af ábyrgðarleysi á köfl-
um. Engu málefni er fylgt eftir
með nokkurru reisn er slík vinnu-
brögð eru viðhöfð, og hæpið er, að
nokkru málefni sé til gagns né
sómi að slikum stuðningi. En inn-
an um eru svo ágætlega fram-
bærileg verk, sem sum hver hafa
þó komið fyrir sjónir manna áður,
og því lítil nýjung að. Margra
grasa kennir þó á sýningunni, og
er ekki um neina einstefnu að
ræða né sósíalistska for-
múleraða list, og er það styrk-
ur sýningarinnar og gerir
hana áhugaverðari en ella.
Ágæt er teikning Gylfa Gtsla-
sonar við Ijóð eftir Matthías
Jóhannessen, og grafik-mynd Jó-
hönnu Bogadóttur er mjög kröft-
ug og þar er mikið að gerast.
Undarleg er mynd Ölafs Gíslason-
ar „Þú hefur komið hér áður“, og
gefur til kynna sérstæða hæfi-
leika höfundarins, sem honum er
þó mjög ósýnt um að rækta. Þá
má líta þar eitt af hinum frum-
legu uppátækjum Jóns Gunnars.
Mig langar annars aðgefnu til-
efni að benda á, að það er algjör
misskilningur, að myndræn tækni
og virðing fyrir efniviðnum sé
kapitalískt fyrirbæri, hér eru allir
ásamabáti og hver sá minni er
svíkur lit. Einfaldasta ráðið til
þess að sannfærast um að tækni
er hér ekki síður mikilvæg en á
öðrum vettvangi myndlistarinnar
er að bregða sér austur fyrir tjald
og líta á hina formúleruðu list
þar, því að ósjaldan getur þar að
líta margslungna tækni fram
borna af menningarlegum sann-
færingakrafti, sem hittir f mark,
þó að maður þurfi ekki að vera
sammála boðskapnum. A-Þjóðverj-
ar eiga t.d. áhrifamikla mynd-
listarmenn á þessu sviði, svo sem
Willi Neubert, Willi Sitte, Joehen
Jasram o.fl. Þá eiga IMlverjar
einnig fjölmarga áhrifamikla
áróðurslistamenn, auk annarra.
Ég myndi vilja ræða nánar um
þetta siðar og gera samanburð á
slíkri list austan hafs og vestan.
Athygli vakti á þessari sýningu,
að einn þátttakandinn, Guð-
mundur Ármann Sigurjóns-
son marxleninisti af lífi
og sál, lét taka niður mynda-
flokk sinn vegna þess:
„að sýningin sýndi eftir hans
meiningu ekki andhverfuna
í íslenzku þjóðfélagi", — að hans
dómi var þannig verið að gefa
pólitfskt rangri sýningu
byltingarsinnað yfirbragð. Höfuð-
óvinurinn er sem sagt ekki Nató,
helduríslenzk borgarastétt (!). —
Þjóðarrembingssósíalistarnir,
sem stofnuðu Sósíalistaflokkinn
og síðan Alþýðubandalagið, væru
fulltrúar borgarastéttarinnar. —
(Hvert er þá föðurlandið?).
„Þjóðarrembings pólitík
sýningarinnar kemur fram í
mynd Hrings Jóhannessonar.
Mynd hans sýnir, að ísland sé
undir erlendri áþján og að verk-
efnið sé að þvo þennan blett af
landinu og þarmeð sé landið
fagurt og frítt. Myndin leitast við
að dylja, að höfuðóvinur verka-
lýðsins sé íslenzka borgara-
stéttin.“
Jón Stefánsson: Bóndinn.
Framanskráð er tekið úr bréfi,
er Guðmundur reit sýningarað-
standendum (frá Akureyri) og
skilgreindi afstöðu sína. Ilann
talar þar mikið um hentistefnu,
en ég sé ekki betur en að það sé
algjör hentistefna að leggja þetta
mat á mynd Hrings, því að það má
skilja hana á fleiri vegu, en hér
helgar víst enn einu sinni til-
gangurinn meðalið.
Guðmundur heldur þessu sama
fram um myndir Sigurðar Arnar
Brynjólfssonar án þess að séð
verði, að það komi berlega fram.
Haldið er fram, að Guðmundur
Ármann hafi dregið myndir sínar
til baka samkvæmt fyrirmælum
skoðanabræðra sinna að sunnan
og sé það rétt er um einstæðan
atburð að ræða, sem á sér enga
hliðstæðu í íslenzkri myndlistar-
sögu, og er um uggvænlega þróun
að ræða er pólitfskir skoðana-
bræður taka ráðin af einstaklingi
í okkar margrómaða lýðræðisríki.
Annar sýnandi, Sigurður Þórir
Sigurðsson, fylgdi fordæmi Guð-
mundar en skýringarlaust. Bréf
Guðmundar er nærri tvær síður
vélritaðar og er mjög övandað að
allri gerð, þannig að hinir virðu-
legu háskólaborgarar, er standa
að sýningunni, hefðu átt að sjá
sóma sinn í aðyfirfara það, svo að
boðskapurinn nái nokkurr. veg-
inn óbrenglaður þeim er les.
Tvennt er undarlegt og næsta
merkilegt til rannsóknar og það
er, hve heittrúarmenn hverju
nafni, sem þeir nefnast, leggja
mergjað hatur á þá, sem ekki eru
á sömu skoðun, — sbr. hið stöð-
uga tal um höfuðóvininn, — svo
og tilhneiging margra til að gera
mengun að sérkapitalísku fyrir-
bæri. Þeir hinir sömu ættu að
verða sér úti um loft í dósum frá
Moskvu.
Loks vil ég vekja athygli á lítilli
en ágætri sýningu Listasafns
A.S.Í. í nýjum húsakynnum safns-
ins að Laugavegi 31, en húsa-
kynni þessi voru áður hluti af
i'búð Marteins heitins Einars-
sonar kaupmanns og eru á hæð-
inni fyrir ofan Alþýðubankann.
Hér er samankomið Iftið, en vel
valið myndaúrval þjóðkunnra
listamanna, sem flestar nefnast
uppstillingar eða samstillingar.
og er vel þess virði, að menn líti
þangað upp, er þeir eiga leið um
Laugaveginn. Starfsemi safnsins
er hin merkasta og er óðum að
komast í mótað form segir meira
af því í syrpu, sem fylgir á eftir
þessu skriii. nragj Ásgeirsson.
skrifar um
myndlist
Ungir listamenn teikna
Herinn burt: Galerie S.U.M.
Samstillingar: Listasafn A.S.I.
Tíu
Frá sýningunni í Gallerf SUM. — Keflavfkursjónvarpið er meðal
verkanna á sýningunni, svo og skordýrin á gólfinu.