Morgunblaðið - 15.12.1973, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1973.
5. kafli
ÆVEsfTÝRI FROSKS
Froskur hló hálfkæfðum hlátri, ruddinn sá arna,
en sá strax að sér og setti upp alvörusvip á ný.
„Síðan hafa íbúar Stóraskógar búið í Glæsihöll,"
Þessi hjörtu, sem þið sjáið
geta verið sem skraut á jóla-
tréð og líka er hægt að hengja
nokkrar lengjur í glugga og
þess háttar.
Hjörtun skulið þið fvrst
teikna á pappa, til að þau verði
öll eins í laginu, en í staðinn
fyrir að klippa þau á gylltan
Skraut á
tré eða
í glugga
pappfr skuluð þið fá ykkur
rauðan glanspappír. Síðan Ifm-
ið þið tvö og tvö hjörtu saman
með tvinna eða annan þráð á
milli eins og myndin sýnir.
Pappírinn þarf ekki að vera
rauður báðum megin. Þið get-
ið anaðhvort haft öll hjörtun f
sömu stærð eða í ýmsum
stærðum
sagði rottan, „og hvílíkir lifnaðarhættir. Þeir flat-
maga í rúmunum fram á miðjan dag, borða morgun-
verð á hvaða tíma sólarhringsins, sem er, og allt er
þar á öðrum endanum, eða svo er mér sagt. Þeir taka
allt, sem þeim þóknast, úr forðabúrum þínum og
drekka ölið þitt og fara niðurlægjandi orðum um þig
og syngja grófa söngva um .. . ja, fanglesi og dómara
og lögreglumenn, persónulega níðsöngva, sem eru
gersneyddir allri kímni. Og þeir segja farandsölum,
sem að garði ber, að þarna séu þeir setztir að fyrir
fullt og allt.“
„Jæja,“ sagði froskur, stóð á fætur og greip göngu-
staf. „Ég skal sýna þeim í tvo heimana.“
„Það er þýðingarlaust, froskur,“ kallaði rottan á
eftir honum. „Komdu aftur og fáðu þér sæti. Þú
lendir bara í vandræðum.“
En froskur var rokinn á dyr. Ekkert gat haldið
aftur af honum. Hann stikaði stórum út götuna með
stafinn yfir öxlina og tautaði mergjaðan reiðilestur
fyrir munni sér. En þegar hann kom aðhliðinu inn á
landareign sína, birtist langur og mjór, gulur hreysi-
köttur með byssu sér við hlið.
„Hver fer þar?“ kallaði hreysikötturinn hrana-
lega.
„Hvers konar dónaskapur er þetta?“ sagði froskur
reiður. „Hvernig leyfir þú þér að ávarpa mig svona?
Ég skal bara... “
Hreysikötturinn svaraði engu, en bar riffilinn upp
að öxlinni. Froskur fleygði sér umsvifalaust niður og
— hviss ... kúlan þaut yfir höfuð hans.
FEROIIMAIMD
c§Alonni ogcTVIanni
„Þær eru svalandi“, sagði hann.
Ég þakkaði honum kærlega fyrir, og Manni kyssti
á fingur sér til hans.
Þá rerum við áfram og komum nú að enska skemmti-
skipinu. Það var skrautlegt mjög og virtist meira að
segja gulli greypt að utan.
Við rerum fast að því og skoðuðum það í krók og
kring.
Á meðan við vorum að því og létum bátinn skríða
hægt með fram því, sáum við nokkur ensk andlit uppi
við hástokkinn.
Þeir höfðu rauðar húfur og voru næsta skringilegir.
Þeir kinkuðu kolli til okkar og kölluðu til okkar
nokkur orð. Við skildum þá, þegar þeir kölluðu „Good
boys“ (góðir drengir).
Við svöruðum og sögðum: „All right“ (allt í lagi).
Það voru einu ensku orðin, sem við kunnum.
eftir
Jón Sveinsson
Englendingarnir hlógu og kölluðu aftur: „Good
boys“. „All right“, svöruðum við aftur og héldum
síðan áfram ferð okkar.
Smátt og smátt skoðuðum við öll útlendu skipin
og komumst í mörg smáævintýri.
Og það síðasta var það bezta.
Við nálguðumst stóra, franska herskipið „La Pan-
dore“. Þar stönzuðum við lengi og horfðum á þetta
tröllaukna ferlíki. Hásetamir þar heilsuðu okkur líka
vingjarnlega. Þar sáum við líka fjörlega stráka, sól-
brennda og svarthærða. Þeir horfðu á okkur forvitnis-
augum, alveg eins og við á þá.
Þetta vom ungir herskólasveinar, sem síðar áttu að
verða foringjar í franska sjóhernum.
Við kinkuðum til þeirra kolli, og þeir ávörpuðu
okkur á frönsku.
En ekki skildum við eitt orð af því.
(IkilnorgunlKkffiflu
— Satt að segja hef ég ekki
hugmynd um hvernig þú Iftur
út...
— Jú ég er ekki frá því að
þér Ifkizt James Bond.. . en
burtséð frá því, hvernig
líkar yður jakkinn... ?
— Þér verðið að hætta við
kvenfólk og vín, en á móti
megið þér syngjaeinsog
yður lystir...
— Haldið þér virkilega að
þetta sé svona smitandi,
læknir.. ?