Morgunblaðið - 15.12.1973, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.12.1973, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1973. 24 I ! I hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10-100. Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 360,00 krá mánuði innanlands. j lausasölu 22, 00 kr. eintakið Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Aucilýsingar SAMNINGARNIR 1961 0G 1973 Allt frá því að land- helgissamningarnir voru gerðir 1961 haí'a vinstri flokkarnir haldið uppi þeim áróðri að um „landráðasamninga" hafi verið að ræða. En nú hafa þessir sömu flokkar gert samninga við Breta að lok- inni harðvítugri land- helgisdeilu, og gefst þá gott tækifæri til að bera saman samningana frá 1961 og þá samninga, sem nýlega hafa veriðgerðir. í umræðum þeim, sem fram fóru á Alþingi um miðjan nóvembermánuð, gerði Matthías Bjarnason að umtalsefni ákveðna þætti í þessum tveimur samningum og þá sérstak- lega þá þætti, er varða Vestfirði. í þessari ræðu, sagði þingmaðurinn m.a.: „Hvað gerðist þegar þessi samningur var gerður? Þá var gerð sú breyting frá útfærslunni 1. sept. 1958, að landhelgin var með samningi við Breta stækk- uð um hvorki meira né minna en 5065 ferkíló- metra. Um það náðist sam- komulag. Það hafði mikið að segja á svæðinu úti af Húnaflóa að stækka land- helgina vegna breytinga á grunnlínupunktum um rúmlega 970 ferkílómetra. Það hefur líka mikið að segja út af Vestfjörðum að stækka landhelgina um 1030 ferkilómetra. Það hafði líka mikið að segja að gera breytingu hér í Faxa- flóa og stækka landhelgina um 860 ferkílómetra. Og það hafði mjög mikið að segja að stækka land- helgina í nánd við Vest- mannaeyjar um 2200 fer- kílómetra. Þetta skiptir verulega máli.“ Síðan gerði Matthías Bjarnason í þessari ræðu gr.ein fyrir veiðiheimildum brezkra togara samkvæmt samningunum frá 1961 í kringum landið og gat sér- staklega um fiskimiðin úti af Vestfjörðum og sagði: „Svo kemur loks svæðið undan Vestfjörðum frá Bjargtöngum að Horni. Þar var brezkum skipum bannað að veiða innan 12 mílna marka. Því svæði var algerlega lokað með þess- um landráðasamningi, sem oft hefur verið kallaður svo.“ í framhaldi af þessu, gerði Matthías Bjarnason að umtalsefni sambærileg ákvæði í þeim samningum, sem vinstri stjórnin hefur gert við Breta og sagði: „Ef viðlítum nánar á þessi hólf vitum við, að ágengni brezkra togara kemur fyrst og fremst á tvö svæði. í fyrsta lagi er svæðið, sem merkt er A, svæðið frá Bjargtöngum að Horni, svæðið, sem í samningnum 1961 var undanskilið, þar sem Bretum var ekki leyft að veiða, ekki einn einasta fisk innan 12 mílna. Þangað á nú að hleypa togurunum í 10 mánuði á ári í 2 ár. Það á að undan- skilja 2 mánuði eins og önnur svæði að 20 mílun- um. Ríkisstjórnin, sem stóð að samningunum 1961 viðurkenndi fullkomlega sérstöðu þessa svæðis. Við vitum það, að við þá þróun, sem hefur orðið í land- helgismálunum, þegar landhelgin var færð út úr 3 mílum í 4 mílur, þegar lok- að var fjörðum og flóum hér syðra, þegar land- helgin var færð út í 12 míl- ur, þá fengu fiskimenn á þessu svæði, þegar fært var út úr 3 mílum í 4, að- eins þessa einu mílu, þegar fært var úr 4 mílum í 12 þá fengu þeir aðeins 2 mílur. Grunnlínupunktar breytt- ust ekki. Það gerir legan á þessum skaga. Þess vegna var tekið fullt tillit til þess við þessa samninga, sem nú hefur ekki verið gert. í vaxandi mæli er nústefnt að þvf, að Bretar veiði sem mest á þessu tiltekna svæði. Ég þori að ábyrgj- ast, að það er ekki fjarri sanni að segja það, eftir að þessi samningur er orðinn að veruleika, að þá muni brezkir togarar sækja um 50 — 55% af þeim afla, sem þeir veiða innan 50 mílna á þetta svæði.“ I ræðu sinni minnti Matt- hfas Bjarnason á, að á árinu 1959 var aflamagn á Vestfjörðum komið niður í 12,2% af heildaraflamagni á landinu. Síðan sagði hann: „En hvað hefur svo gerzt síðan 1959? Það fer aðlagast, þegar svæðið var friðað innan 12 mflna fyrir erlendum veiðiskipum. Það fer að byggjast upp aftur útgerð á öllu þessu svæði. Og á síðustu vetrar- vertíð var landað á Vestfjörðum 21.800 lestum af fiski bæði af togurum og bátum og 98% af þessum afla voru í 1. flokki og frystur aðstærstum hluta í neytendapakkningar fyrir Ameríkumarkað, enda eru Vestfirðingar, sem eru um 4,7% af þjóðinni, nú með 26% af heildarfram- leiðslunni miðað við magn, en hærri, ef miðað er við verðmæti af undanskildum loðnuafla. Hvað verður, þegar togurunum verður aftur hleypt inn 10 mánuði á ári?“ Þaðfer ekki á milli mála, þegar samningarnir frá 1961 og samningarnir frá því í nóvember s.l. eru bornir saman, að samn- ingar þeir, sem Viðreisnar- stjórnin gerði um land- helgina við Breta voru langtum hagkvæmari en samningar þeir, sem vinstri stjórnin hefur nú gert. Alveg sérstaklega á þetta við frá sjónarmiði Vestfirðinga eins og Matthías Bjarnason gerði svo rækilega grein fyrir í þeirri þingræðu, sem hér hefur verið vitnað til og þær glöggu upplýsingar, sem þar koma fram, skýra þá staðreynd, að á Vest- fjörðum hefur andstaðan við samkomulagið verið mun meiri en annars stað- ar á landinu. Er Brezhnev í hættu? 11 TORSKILIN skilaboð, sem hafa borizt til Washington frá Moskvu, gætu táknað, að Leonid Brezhnev flokksforingi eigi á hættu, að Kreml-haukarnir steypi honumaf stóli. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar fengu þessi skilaboð I síðasta mánuði frá Georgi Arbatov, helzta sérfræðingi Kremlár í málefnum Bandaríkjanna. Hann sagffi þeim, að ef löndin glopruðu níðui' því tækifæri, sem þau nú hefðu tíl þess aðfærast nær hvort öðru, gæti verið, að annað slíkt tækifæri gæfist ekki næstu tiu ár. En þessi viðvörunín gæti líka verið hugvitsamleg brella til þess ætluð að knýja fram tilslakanir af hálfu Hvíta hússins.sem vera má, að sé umhugað um, að Brezhnev viðhaldi völdum sínum. Ef þessar bendingar eru hins vegar ósviknar — og þær hafa veríð allmargar að undanförnu — getur orðið margra ára töf á því starfi að koma samskíptum austurs og vesturs á nýjan grund- völl ef ekkert mark er tekið á þeim. Vestrænir ráðamenn höfðu að engu svipuð skilaboð, þegar haukarnir settu Nikíta Krusjeff upp að vegg. Fall hans 1964 og skipun Brezhnevs í hans stað leíddi 1i I mikils vígbúnaðaj' Rússa og harðnandi stefnu bæði heimaog erlendis. En sú stefna Brezhnevs að draga úr viðsjám hefur leitt til váxandí árekstra hans og hauk- anna á síðari árum. Nú hefur stríðíð í Miðausturlöndum fært umræðurnar í Kreml á hættulegt stig og það var augljóslega það, Alexander Shelepin sem Arbatov hafði í huga, þegar hann kom skilaboðunum á fram- færi. Þrýstingurinn í Brezhnev kom greinilega í ljós þegar í upphafi baráttunnar. Andrei Grechko marskálkur, landvarnarráðherr- ann, hvatti lesendur Pravda til að draga sama lærdóm af stríðinu í Miðausturlöndum og síðari heims- styrjöldin kenndi þeim. Hann sagði, að þessi lærdómur væri sá, að „afturhaldsöfl heimsvalda- stefnunnar", en með því átti hann við Bandaríkin, ,,1 itu enn á stríð sem tæki til að ná fram árásar- markmiðum sínum". Þetta var framlag Grechkos til leyniumræðnanna í Kreml um allt, sem lýtur að þeirrí stefnu að draga úr spennu. Umræðurnar fjalla um, hvort Bandaríkin séu eins „heimsvaldasinnuð" og áður og hvort þau telja enn að stríð og viðleitni til þess að kollvarpa fjandsamlegum ríkisstjórnum sé lögmæt aðferð til þess að fram- fylgja stefnumiðum. Kreml-hauk- arnir halda því fram, að svo sé og Sovétríkin verði því að efla mátt sinn til þess að vernda sig og vini sína. Grechko marskálkur hefur þannig notað stríðið f Miðaustur- löndum til þess að endurvekja harðlínustefnu, sem hafði verið bönnuð á síðum Pravda síðan í vor. Alla þessa mánuði berg- málaði flokksmálgagnið skoðanir meirihlutans í Kreml, sem var hlynntur minnkandi spennu. Sovézk blöð kenndu jafnvel ekki bandarískri heimsvalda- stefnu um fall Allende-stjórnar- innar í Chile — þótt vinstri- sinnaðir andstæðingar Banda- ríkjanna um allan heim héldu á loft þeirri fullyrðingu með miklu offorsi. Sovézku blöðin höfðu notað tilkomu Allendes-stjóniar- innar til þess að styrkja rök- semdir Kremlar-dúfnanna, sem héldu því fram, að tilkoma stjórnarinnar væri sönnun þess, að Bandaríkin væru nú reiðubúin til þess að umbera fjandsamlegar vinstristjórnir. En tveimur vikum eftir að stríðið brauzt út lýsti annar hauk- ur úr stjórnmálaráðinu, Alexand- er Sheiepin, fyrrverandi yfir- maður leynilögreglunnar, opin- berlega vfir stuðningi við Grechko marskálk. Shelepin út- færði rök Grechkos um Mið- austurlönd og nefndi Chile lika sem dæmi. Hann sagði, að það, sem hefði gerzt í þessum heims- hlutum, „væri okkur stöðug við- vörun" um, að sjálft eðli heims- valdastefnu hefði ekki breytzt. Shelepin skellti skuldinni á heimsvaldastefnu sem slíka frem- ur en ótilgreind ,,afturhaldsöfl“, eins og gert hafði verið I fyrri sovézkum yfirlýsingum, og þar með áfelldist hann Bandaríkin á ótvíræðari hátt en gert hafði verið. Hann tók skýrt fram, að fyrri efasemdir Kreml-haukanna vegna détente-stefnu Brezhnevs hefðu verið fyllilega á rökum reistar eins og komið hefði I ljós. Sovét-haukarnir komust að sömu niðurstöðu um détente-stefnuna í ljósi stríðsins og haukarnir í Was- hington og annars staðar á Vesturlöndum eins og svo oft áður. Athugasemdir Grechkos og Shelepins gáfu til kynna, að æ fastar væri lagt að Brezhnev að taka upp harðari stefnu, bæði í Miðausturlöndum og gagnvart Bandaríkjunum. Enginn veit með vissu, hvort þetta varð til þess, að Brezhnev sendi Nixon forseta hótunarbréfið, sem leiddi til þess, að herafla Bandaríkjanna um allan heim var skipað að vera við öllu búinn. En svo margt er vitað um þá strauma, sem leika um Kreml, að þessi túlkun er senni- leg. Þetta er vissulega hliðstætt því, þegar Krúsjeff sendi Kennedy forseta hótunarbréf, er Kúbu-deilan stóð sem hæst. Það stakk svo í stúf við aðrar orð- sendingar Krúsjeffs, að margt VICTOR ZORZA: Átökiil Kreml Sókn ísraelshers inn í Sýi varð vatn á rnyllu hauk; Brezhnevs séu í hættu. \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.