Morgunblaðið - 10.01.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.01.1974, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 7. tbl. 61. árg. FIMMTUDAGUR 10. JANUAR 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins Kissinger fer til ísraels og Kairó Washinton. Kairo, Tel Aviv, 9. jan. AP. TILKYNNT VAR í Washington í dag, að Ilenry Kissinger, utan- ríkisráöherra Bandaríkjanna, mundi halda flugleiðis til Kairo undir vikulokin og ræða þar við Anwar Sadat, forseta Egypta- lands. Þaðan héldi hann síðan til ísraels til viðræðna við stjórnina þar, með það fyrir augum að greiða fvrir samningaumleit- unum milli israels og Eg.vpta. Verður þetta þriðja ferð Kiss- ingers á þessar slóðir frá því til átakanna kom í október. Hermálafulltrúar Israels og Egyptalands ræddust við í hálfa aðra klst. í dag. V ar það sjötti fundur þeirra og sá stytzti til þessa. Næsti fundur verður á þriðjudag. Fulltrúar hafa fátt viljað segja um gang viðræðnanna í Genf, en haft er eftir ísraelskum heimildum, að þeim miði hægt en í rétta átt. Sömu heimildir herma. að ísraelska stjórnin hafi ekki ennþá tekið ákvarðanir um öll atriði áætlunar þeirrar trlfærslu hersveita við Suez, sem þeir Moshe Dayan, landvarnaráðherra Israels, og Henry Kissinger, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, urðu ásáttir um í Washington í síðustu viku. I áætlun þessari mun gert ráð fyrir, að israelar flytji hersveitir sínar til fjalla- skarðanna í Sinai um 30 km frá skurðinum, gegn því að fækkað verði í hersveitum Egyp'ta á austurbakkanum. Frá Kairo herma fregnir, að ismail Fahmy, utanríkisráðherra, sé kominn heim frá Moskvu og hafi haldið til fundar við Sadat forseta í Aswan í dag eftir að hafa rætt við sendiherra Bandaríkj- anna, Hermann Eilts, sem kominn er til Kairo eftir þátttöku sína í viðræðum þeirra Dayans og Kiss- ingers í Washington. Gert er ráð fyrir, að Fahmy haldi aftur til Moskvu nk. laugardag. Obrevtt olfuverð Niðurstaða OPEC fundarins Genf, 9. jan AP. SAMÞYKKT var í dag á fundi oliuríkjanna fjórtán, sem aðild eiga að OPEC — að haida olíu- yerði óbreyttu frá því, sem nú er, þar til 1. apríl nk. og gefa þar með iðnaðarríkjunum — fyrst og fremst Bandaríkjunum, Vestur Evröpuríkjunum og Japan — tækifæri til að sýna að þau gætu haldið í skef jum verðbólguþróun- inni heima fyrir og takmarka gróða stóru olíufélaganna. Takist það ekki mun olíuverðiö halda áfram að stíga eftir 1. apríl. Það var iðnaðarmálaráðherra írans, Jamshid Amouzeger, sem frá þessu skýrði á fundi með blaðamönnum í dag, að loknum þriggja daga fundi OPEC-ríkj- anna, þar sem hann var í forsæti. Ráðherrann upplýsti, að á þessu þriggja mánaða tímabili mundu olíuframleiðsluríkin ekki hreyfa þeim framleiðslugjöldum, sem þau tækju af oliufélögum. Amouzegar sagði, aðfundirnir í Genf hefðu verið afar strangir en samkomulagið hefði tekizt ein- róma um eftirfarandi fjögur meginatriði: # 1. Efnahagsnefnd OPEC mun halda áfram athugunum á orku- verði og reyna á sem stytztum tíma að finna framtfðarkerfi til verðlagningar á hráoliu. 0 2. Hætt verður við fast sam- band milli raunverulegs heims- markaðsverðs á oliu á hverjum tíma og framleiðslugjalds, a.m.k. fram til 1. apríl. # 3. Ráðherranefnd OPEC mun hraða stofnun þróunarbanka til að hjálpa þróunarríkjunum við greiðslur á hækkandi orkukostn- aði, sem veldur þeim þungum búsifjum. Með þessari ákvörðun var tekið fyrir orðróm um að kom- ið yrði á tvenns konar olíuverði. # 4. Á grundvelli þess, að fyrir- spurnir hafi borizt OPEC frá ýms- um ríkjum, sem kaupa oliu af aðildarríkjúm, telur OPEC einkar Kuwait, 9. jan NTB SABAD Al Ahined, utanríkisráð- herra Kuwaits, tiikynnti í dag, að stjórn landsins hefði látið koma f.vrir jarðsprengjum við olíu- stöðvar þess og yrðu þær sprengd- ar í loft upp, ef til vopnaðrar fhlutunar erlendra aðila kæmi. Stjórnir Kuwaits, Alsírs og Saudi- Arabíu hafa áður sagt, að þær myndu eyðileggja olfustöðvar sín- ar, ef utanaðkomandi aðilar gerðu tilraun til að ná þeim á sitt vald, en ekki hefur verið skýrt frá því opinberlega, að ráðstafanir hafi þegar verið gerðar því til undirbAnings. æskilegt að fram fari viðræður milli þessara aðila og skipzt verði á skoðunum og upplýsingum. Amouzegar sagði blaðamönnum í sambandi við 4. lið samþykkta fundarins, að OPEC hefði ekki i Framhald á bls. 18 Líklegt að þingheimur bjargi dönsku stjórninni Einkaskeyti frá fréttaritara Morgunblaðsins í Kaupmanna- höfn, Jörgen Harboe, 9. jan. l] Umræðurnar í danska þjóð- þinginu í dag um efnahags- málaræðu Pouls Hartlings, for- sætisráðherra, sýndu, að meiri- hluti þingheims er efnahags- frumvarpi stjórnarinnar and- vígur. Engu að síður þótti mönnum nóg um, þegar sósial- istíski þjóðarf lokkurinn lauk umræðunum með því að bera fram dagskrártillögu, sem mundi fella stjórnina, yrði hún samþykkt. []] „Við vinnum ekkert með þvf að varpa dönsku þjóðinni út f kosningabaráttu núna strax, svo skömmu eftir kosningarnar 4. des“ sagði einn af þingmönn- um jafnaðarmanna — og sú skoðun virtist almenn meðal þingmanna í dag, að meirihluti þeirra mundi koma sér saman um aðra dagskrártillögu, sem yrði það sveigjanlega orðuð, að stjórnin fengi setið að minnsta kosti nokkra daga f viðbót. Sósialistíski þjóðar- flokkurinn krafðist þess í til- lögu sinni, að ríkisstjórnin næmi brott einn af hornstein- um tillagna hennar í efnahags- málum; þ.e. að i stað dýrtfðar- uppbóta, sem væntanlegar eru i marz-april, komi greiðsla, sem nemur eitt þúsund krónum dönskum á hvern launþega. Dýrtíðaruppbæturnar eiga að Framhald ábls. 18 I kvöld leikur gítarleikarinn John Williams með Sinfóníuhljómsveit íslands á tónleikum f Háskóla- bíói, sem Vladimir Ashkenazy stjórnar. Sjá bls. 3. (Ljósm. Mbl. Ó1.K.M.) til 1. apríl Nixon býður til fundar Sun Clemente. 9. jan. AP. RH IIARI) Nixon. forseti Banda- ríkjanna, hefur sent persónuleg- ar orðsendingar lil stjórnarleið- toga sex Evrópurfkja, Japans og Kanada, þar sem utanríkisráð- herrum þeirra er boðið að sækja ráðstefnu í Washington um oliu- málin 11. febrúar nk. Hugsar Nix- on sér tilgang ráðstefnunn- ar þann, að undirbúa alþjóðlega áætlun um það, hvernig helzt megi takast á við þau vandamál, sem leiða kunna af orkuskorti og hækkuðu orkuverði. Aður en skýrt var frá boði Nixons í San Clemente i Kaliforniu, hafði verið liaft eft- ir heimildum i ýmsum Evrópu- ríkjum, að búizt væri við því, að Framhald á bls. 18 Sprengjur við olíustöðvar Kuwaits

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.