Morgunblaðið - 10.01.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.01.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1974 Sigurlaug Bjarnadóttir: Ríkið heftir fram- kvæmdir í skólamálum Kft'irfaraitdi lillaga um skóla- mál t ar samþykkt að frumkvæði sjállsla'Oisnianna í burgarstjórn Roykjavíkur, þogar fjárhagsáætl- un borgarinnar fvrir árió 1974 var samþykkt í desember: Borgarstjórn bendir á þá stað- reynd, ad á undanförnum árum hefur byggingu skólahúsnæðis miðað það vel áfram, að þrísetn- ingu er nú næstum alveg útrýmt úr skólum horgarinnar, þannig að miðað við n.k. áramót verður að- eins þrisett í 12 stofur af 170 almennum kennslustofum í barnaskölum Re.vkjavikur. Hefur tekizt að ná þessu marki samhliða þ\í, að á síðustu árum hefur ald- ursflokkur sex ára barna bætzt við barnaskólann og fjöldi al- mennra kennslustofa jafnframt verið tekinn til sérstakra nota vegna nýjunga i skólastarfi svo sem t.d. kennslu í eðlisfræði, er- lendum málum og vegna aukinn- ar aðstoðar við nemendur, sem njóta sérkennslu. í gagnfræðastigsskólum borgar- innar er einsett í u.þ.b. helming kennslustofa, en að öðru leyti tví- sett. Borgarstjórn felur fræðslu- ráði að vinna að því að auka skóla- húsnæði gagnfræðastigsskólanna að því marki, að hægt verði að einsetja i þá að fullu. I skólakostnaðarlögum nr. 49/67 og reglugerð um stofn- kostnað skóla nr. 159/69 er ákveð- ið, að byggingarstyrkur úr ríkis- sjóði tíl sveitarfélaga vegna skóla- byggínga miðist í barnaskólum við þá nýtingu skólahúsa, að tví- sett sé í allar almennar kennslu- stofur barnaskóla. Miðaðvið þess- ar reglur yrði stærð skólahúsa umfram þessa viðmiðun að öllu leyti að greiðast af viðkomandi sveitarfélagi. Borgarstjórn telur, að breytingár á skólastarfi muni leiða til þess, að nauðsynlegt verði að einsetja einnig i eldri bekki barnaskólans eins og nú er gert ráð fyrir á gagnfræðastigi, en bendir jafnframt á að endurskoða þarf þessar reglur ríkisins um þátttiiku í byggíngarkostnaði, áð- ur en tekin verði ákvörðun af háifu borgarstjórnar um einsetn- ingu skólahúsnæðis á barna- fræðslustigi. Sigurlaug Bjarnadóttir <S): Ég vil i stuttu máli gera nokkra grein fyrir tillögu okkar sjálfstæðis- manna í skólamálum. Ég vil þá fyrst gera húsnæðismál skólanna að umræðuefni. Nú er gert ráð fyrir, að borgin leggi fram 336 milljónir vegna stofnkostnaðar barna- og unglingaskóla á árinu 1974. Framlag ríkissjóðs verður samkvæmt fjárlögum 137 milljön- ir, en framlag hans er miðað við svonefndan norm. kostnað, en ekki við ákveðið hlutfall af raun- verulegum byggingarkostnaði. Og hvað varðar barnaskóla þá er i reglum menntamálaráðu- neytisins gert ráð fyrir, að þeir séu tvísettir og staðlar þeír, sem barnaskölar eru byggðir eftir, því við það miðaðir, enda þarf ráðu- neytið að gefa’samþykki sitt áður en byrjað er á skólabyggingu. Ef Reykjavík ætti því að taka upp einsetta barnaskóla nú þegar og að óbreyttum lögum, yrði hún að taka á sjálfa sig allan auka- kostnað, sem af því leiddi. Þessu er öðruvísi varið með gagnfræða- skólana, þar er gert ráð fyrir ein- Borgarstjórn: FRÁ BORGAR STJÓRN setningu. Það er því auðséð, að borginni væri ofviða að taka upp einsetta barnaskóla að óbreyttum lögum, sérstaklega með tilliti til þess, að ríkið er nú þegar á eftir með framlög sin tíl skólabygginga í borginni. Sérstaklega hefur þetta verið bagalegt í sambandi við fjölbrautaskólann í Breiðholt inu, þar sem ríkið á aðgreiða 60% af stofnkostnaði. Og svo aftur sé að barnaskólunuin vikið, þá þyrfti um 150 nýjar kennslustof- ur ef einsett væri og reiknað er nteð, að hver stofa muni kosta 5 milljónir árið 1974, sem eru þá Tillögur sjálfstæðis- manna í skólamálum Helztu atriðin í tillögu sjálfstæðismanna í skóla- málum og ræðu Sigurlaugar Bjarnadóttur eru þessi: □ Unnið skal að því, að gagnfræðaskólar verði allir einsetnir, en nú er helmingur þeirra tvísettur. □ Til þess að unnt verði að einsetja efri bekki barnaskóla, eins og nýjungar í kennslustarfi krefjast, þarf að gjörbreyta lögum um þátttöku ríkisins í byggingu skólahúsnæðis. □ Átak þarf að gera í málefnum barna með aðlög- unarerfiðleika. Markús Örn Antonsson TENGING SKIPA VIÐ samtals 750 milljónir. A sama hátt þyrfti 90 stofur fyrir gagnfræða- skóla, sem kostuðu 450 milljónir, svo samtals væru þetta 1200 milljónir og má þá öllum vera ljóst, hversu gífurlegt verkefni þetta væri ef leysa ætti á stuttum tlma. Og auk hins mikla viðbótar- húsnæðis, sem þörf væri á, þyrfti að stórfjölga kennurum, sem líka kostar sitt, fyrír utan það, að alls ekki er alltaf hægt um vik að fá hæfa kennara. Vii ég þá víkja nokkuð að sérkennslu i skólum borgarinnar og aðstoð við unglinga með hegðunarvand- kvæði. Það hefur að undanförnu verið vaxandi áhyggjuefni skólamanna, hvað unglingum með hegðunar- vandamál hefur fjölgað i skólum borgarinnar. Margar tillögur hafa komið fram um úrbætur, en flest- . ar strandað á því, að ríkið greiðir kennslulaun í þessum tilvikum og hefur gengið illa að fá ráðuneytið til að samþykkja slikar greiðslur. í desember 1971 var hins vegar stofnuð nefnd fræðsluráðs, heil- brigðisráðuneytis og menntamála- ráðuneytis til að leita úrbóta í þessu vandamáli. Nefnin hefur skilað tillögum um sérkennslu- miðstöð og fræðsluráð samþykkt hana. Jafnframt hefur nefndin unnið að gerð kennslumagns- kvóta fyrir Höfðakóla, og gerir einnig tillögu um lausn þess- ara mála í almennum skölum á skyldunámsstig- inu. A grundvelli þeirra til- lagna lagði fræðsluráð svo til við menntamálaráðuneytið, að á ár- inu 1973 — '74 yrðu ráðnir 7 kenn arar til aðstoðar þessum nefnd- um, 1975 yrðu ráðnir eða v.æri heimilt að ráða 14 og siðan væri stefnt að því, að kennarar til að- stoðar börnum með allögunar- erfiðleika væru orðnir 20 árið 1976. Ekki hefur hins vegar enn komið svar frá ráðuneytinu við þessari beiðni, en viðræður munu verða teknar upp við það í árs- byrjun 1974. Eg vil svo að lokum gefa nokkurt ýfirlit yfir þá sér- kennslu, sem þegar fer fram á vegunt borgarinnar. Hjálpai'bekkir í barnaskólum eru 21 með 260 nemendur og á unglingastiginu eru þeir 9 með 100 nemendur. Einn bekkur er fyrir heyrnar- dauf börn með 6 nemendur. Talkennsla er i 112 stundir og er borginni skipt í 3 hverfi, sem hvert hefur sinn talkennara. Stuðningskennsla er í lesverum i flestum barnaskólunum. Skóladagheimilí er við Réttar- holtsveg fyrir 15 nemendur, þar kenna 2-3 kennarar. Sjúkrakennslu annast 3 — 4 kennarar fyrir 20 börn. Sérskólar eru siðan Höfðaskóli með 100 nemfendur og 16 kennara, þar af 9 fasta, og Heimavistarskól- inn að Hlaðgerðarkoti með 14 nemendur. Alls munu vera um 18 fag- menntaðir sérkennarar í starfi í borginni, 2 í leyfi og 18 í námi. 38 kennarar gætu þvi verið fyrir hendi haustið 1974. Að siðustu vil ég svo ítreka þá ábendingu mina, að borginni er stakkur skorinn í framkvæmdum í skólamálum af fjárveitingum ríkisins til þeirra, a.m.k. að óbreyttum lögum. Ekki þýðir því að sakast við borgarstjórn Reykja- víkur, þótt barnaskólar borgar- innar séu ekki einsetnir. En ég vil hins vegar benda á þær miklu framkvæmdir, sem þrátt fyrir allt hafa átt sér stað i skólabyggingu i Reykjavík, sbr. það, sem i tillögu okkar segir, en þær framkvæmdir hafa að miklu leyti verið fjár- magnaðar þannig, að borgin hef- ur lagt fram framlag ríkisins ásamt sinu eigin til bráðabirgða. RAFKERFI FRA LANDI A fundi borgarstjórnar Reykja- víkur á fimmtudaginn í síðustu viku var tillögu Guðjóns Jónsson- ;u' (K), um að koma upp útbúnaði við Reykjavíkurhöfn, til þess að unnt væri að tengja öll skip við rafkerfí frá landi. vísað til hafnarstjórnar og stjórnar veitu- stofnana. Guðjón Jónsson (K) benti m.a. á, hve ákaflega slæmar aðstæður þeir menn, sem að skipaviðgerð- um störfuðu, b.vggju við. Ætti þetta einkum við um járniðnaðar- menn, sem þyrftu að vinna erfið stiirf í vélarúmi skipa, sem hæði væru þröng og hættuleg. þó svo að hinn gífurlegi hávaði frá vélun- um. sem kevrðar væru til raf- magnsmyndúnar, bættist ekki við allt annað. Það er raunar furðu- legt, sagði Guðjön, að nokkur inaður skuli fást til að vinna við sllkar aðstæður. En í vélarúmun- um ter hávaði oft langt yfir þau mörk, sem talin eru valda skaða á heyrn manna. Urbætur i þessu efni eru því brýnar og mikið hags- munamál fvrir þá, sem þessi störf stunda. Önnur rök mætti og drepa á. t.d. hina miklu olíu, sem nótuð er til að knýja Ijósvélar skipanna, en hana mætti spara með tengingu við rafmagnskerfið í landi auk þess sem Rafmagnsveita Reykja- vikur fengí þarna aukinn markað. Máli þessu hefur Siglingamála- stofnunin áhuga fyrir og er lík- lega reiðubúin til samstarfs um tæknileg atriði. En sá útbúnaður, sem einkum væri þörf fyrir. eru straum- og spennubreytar ásamt tengikössum og raflögnum. Málinu hefur verið hre.vft við hafnarstjórn með bréfi frá járniðnaðarmönnum, en fleira þyrfti bl að koma, og því tel ég rétt. að Ixirgarstjórn taki ákvörð- un i þessu máli, sagði Guðjón að lokum. Markús Örn Antonsson (S) sagðist geta tekið undir það með Guðjóni, að hér væri hreyft merku máli. Raunar hefði það verið til athugunar hjá hafnar- stjórn og Rafmagnsveitunni um tíma. Kostnaður við þetta væri hins vegar talinn vera um 36 tnilljónir og tel ég ekki rétt, að borgarstjórn samþykki jafn ákveðna lillögu í þessu máli og hér liggur fyrir án þess að frekari kannanir og undirbúningur hafi farið fram. Ég legg þvi til, að tillögu Guðjóns Jónssonar verði vísað til hafnarstjórnar og stjórnar veitustofnana. sagði Markús Örn. Tillaga Markúsar Arnar var samþykkt með 8 at- kvæðúrn gegn 7 og málinu þannig vfsað til athugunar hjá hafnar- stjórn og stjórn veitustofnana. Samskrá frá Landsbókasafni Landsbókasafnið hefur sent frá sér tvær samskrár um er- lenda ritauka islenzkra bóka- safna en slíkarskrárerugefn ar út lögum samkvæmt. Er sam- skráin send ókeypis þeim, er þess óska og sé beiðnum um það beint til Landsbókasafns. En við hvert rit i skránni er táknað með skammstöfun i hvaða safni ritið er til. í fyrri samskránni fyrir janú- ar — júní 1973 eru rit um heim- speki, trúarbrögð, hagfræði, lögfræði, uppeldis-og skólamál, málfræði, listir, bókmenntir, landafræði, ævisögur og sagn- fræði. En í B hefti eru rit um stærðfræði, stjörnufræðí, eðíis- fræði, efnafræði, náttúruvís- indi, læknisfræði, verkfræði, landbúnað, sjávarútveg og iðn- að. Samskráin kemur út tvisvar á ári, hvert sinn í tvennu lagi. Nær skráin til erlendra bóka, en ekki tímarita.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.