Morgunblaðið - 10.01.1974, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.01.1974, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANUAR 1974 17 Grikkland — Phaedos Gyzikis, hershöfðingi, hinn nýi forseti Grikklands. hljótt um FURÐU hljótt hefur verið um nýju byltinguna í Grikklandi i blöðum, og þegar um hana er fjallað, er það yfirleitt gertósk öp gætilega: það er engu lik- ara en menn bíði átekta og sjái hver verður framvinda mála og hver verða vinnubrögð hinna nýju valdhafa. Því er þó ekki að leyna, að nýi forsætisráðherrann, Adam- andios Androutsopoulos, hefur gefið í skyn, að tökin verði ekki linuð, miðað við þá stjórnar- háttu, sem voru hjá fyrrverandi forseta Georges Papadopoulosi. I fljótu bragði er erfitt að sjá aðra skýringu á þessu síðasta valdaráni en þá, að menn hafi verið orðnir þreyttir á Papado- poulosi og þær tilhneigingar, sem hann hafði tekið upp á því að sýna og stefndu í lýðræðis- átt, hafi ekki átt upp á pallborð- ið innan hersins. Þá ber og að hafa í huga þá megnu gremju, sem gerði vart við sig hjá yfir- mönnum hersins í sumar, þegar Papadopoulos tók sig til og hreinsaði alia herforingja úr stjórn sinni. Ég fæ ekki betur séð en hægriklíka hafi tekið við af hægristjórn og.sú hægriklíka sé meira að segja ráðin i að hverfa aftur til ársins 1967 og fylgja i einu og öllu þeirri stefnu, sem var við lýði á fyrstu valdaárum Papadopoulosar. Sagt er, að herinn hafi notað sér stúdentaóeirðirnar fyrr i vetur til að gripa í taumana og þvi hafi verið haldið fram, að Papadopoulos hafi bersýnilega verið búinn að missa tökin bæði á hernum, á almenningi og á hvers kyns vandamálum, m.a. á sviði efnahagsmála, sem að steðja. Sennilega er sh'I<t þó ámóta sannfærandi átylla og Papadopoulos notaði sjálfur, þegar hann gerði byltinguna með félögum sínum árið 1967. Þá höfðu verkföll og óspektir tröllriðið þessu lýðræðisríki um margra mánaða skeið og enda þótt sigur Miðsambands Georg- es Papandreus væri fyrirsjáan- legur i þeim kosningum. sem áttu að fara fram um vorið, var þó trúlegt, að ástandið hefði um margt verið ótryggt. Papado- poulos og þeir sem stóðu að byltingunni í apríl 1967 sögðust vera að bjarga Grikklandi úr hondum kommúnista. Það hef- ur mér jafnan fundizt hláleg skýring, þar sem kommúnistar grískir eru ekki áhrifamiklir. þótt sumir þeirra hafi látið all- rnikið fyrir sér fara, og fátt var rnerkt er gæfi til kvnna. að kommúnistar eflendis frá ásældust völd og áhrif i Grikk- landi þá. Og hafi þarna verið átt við Georges Papandreu, þá munu þeir sem eitthvað þekkja til ferils hans f stjórnmálum, víst á einu máli.um að kommún- ista — í þeim skilningi sem venjulega er lagður í það orð — var ekki unnt að kalla hann. I stefnuræðu Androuts- poulosar sagði hann, að slefnt yrði i rólegheitum til kosninga, en hann gaf ekki í skyn, hvenær þær yrðu haldn- ar. Svo að þess vegna geta liðið ár og dagar, þangað lil kosning- ar verða haldnar -í Grikklandi. Það getur líka vel verið að þessi nýja stjórn sitji ekki mjög lengi. En því-var líka spáð um Papadopoulos að hatin vrði felldur úr sessi áður en tvii ár væru liðin frá valdarám hans. Hann sat nú samt í góð sex ár. Stjórnmál í Grikklandi eru jafn óútreiknanleg og Grikkir eru sjálfir og þess vegna er bezt að fara varlega í að spá hversu lengi þeim félögum Androut- sopoulosi, Ghyzikis forseta og lannides, lögreglustjóra (sem talinn er einna áhrifamestur, enda þótt minna færi fyrir hon- um á opinberum vettvangi) tekst að halda sér í valdastöð- urn. h.k. TIÐINDI nýjustjórnina FYRIR áramótin var hér flug- freyjuverkfall, sem varla fór fram hjá nokkrum manni. Það leystist þó, sem betur fer, svo hver komst í jólasteikina i því landi eða landshluta, sem hann helzt kaus. Þetta er raunar liðið hjá og gleymt, eins og regnið, sem féll í gær. En gára, sem þá fór hjá, bar mig um stund með sér í eftirfarandi vangaveltur. Meðan á vinnudeilum stóð, var mikið talað um hversu gífurlegt vinnuálag væri á flug- freyjunum í flugvélunum. Og það er hárrétt. Þegar ég las eða heyrði um þetta, sá ég gjarnan fyrir mér mynd i líkingu við þá, sem ber fyrir augun á kvik- myndatjaldinu I myndum franska skopmyndagerðar- mannsins Jaques Tati um nú- tímaþjóðfélag, þar sem allir eru á þönum, eða í gömlu Chaplín- myndunum, þar sem fáar myndir auka hraðann á hreyf- ingum leikenda. Votti af slíku bregður stundum fyrir augu flugfarþega nútímans, þegar þeir eru setztir í hægindin til aðhefjaflugferð. Og hraðinn á flugfreyjunum í rennunni milli sætaraðanna og við framreiðsl- una eykst stöðugt í hlutfalli við styttingu flugleiðanna. Freyjun um er sífellt ætlað að færa fleira farþegum sama matar- skammt á styttri tima. Og hvernig á að leysa það? Með meiri hlaupum, meiri snerpu við að skella bökkunum framan við farþegana og ineiri asa. Far- þegarnir hljóta auðvitað líka að sjá, að þeir verða að falla inn í hrynjandína og auka hraðann við að stinga upp í sig bitunum og tyggja. Og auðvitað að fara ekki að biðja um neitt annað, sem sýnilega ruglar kerfínu og tefur. Eru nokkur önnur ráð til, ef á að koma sama magni af mat í enn fleiri manns á styttri tíma? Varla! Enda skilst mér, að finni einhver slíkt ráð, þó ekki sé nema til að aúka af- greiðsluhraðann um minútu, þyki það þvilík snilli, að hann hlýtur vegsemd, ef ekki fé í verðlaun. En til hvers er nú þetta? Ætli flugfarþegar séu yfirleitt svo aðframkomnir af hungri, þegar þeir komast upp í flugvél, að þeir þoli ekki klukkutíma eða tvo í viðbót án þess að fá full- komna máltíð? Eða að það þyki skemmtun á flugleiðum að sjá þessar snotru stúlkur þjóta um eins og hvítur stormsveip- ur? Sjálfri finnst mér svona órói heldur ieiðinlegur, þegar ég er að ferðast. Og raunar alltaf, þó að maður verði oft að hafa það í nútima þjóðfélagi. Ösköp væri notalegt að koma inn í flugvél, þar sem rikti álíka friðsamlegt andrúmsloft og er í eldhúsum uppi i sveit, þar sem allir sitja i makindum við eldhúsborðið við gluggann og húsmóðirin eykur á ánægjuna, er hún hellir upp á könnuna við eldavélina og skenkir í bollana með hátt- bundnum handtökum. I slíkum eldhúsum verður alltaf svo notalegt, jafnvel þó að ekki sé mikið til með kaffinu. Þar skap- ast andrúmsloft fyrir umræður og rabb og öllum liður vel. Þannig gæti ég vel hugsað mér að þiggja bara kaffibolla á stuttum flugleiðum eða að geta bara beðið um einhvern drykk i glas til að ilja um hjartaræturn- ar og dreypa hægt á alla leið- ina, i stað þess að fá kannski hressinguna af óviðráðanlegum ástæðum rétt áður en lent er og verða að skella svo i sig drykknum með hraði. Ef flug- freyjurnar mættu svo vera að því að skiptast á nokkrum orð- um við farþegana og brosa, um leið og þær koma með kaffiboll- ann eða glasið, þá væri það áreiðanlega vel þegið. Ég held að ég mundi bara heldur vilja fá mér bita í kaffiteriunni á flugvellinum á eigin kostnað meðan beðið er eftir að komast af stað — sem alltaf er — væri ég mjög svöng. Þetta miðast að sjálfsögðu við, að flugferðin sé stutt, sem þær eru flestar nú orðið. Frii maturinn í flugvél- inni hlýtur hvort sem er að vera borgaður með farmiðanum mínum — sem yrði þá væntan- lega þessum krónum ódýrari, ef maður ekki meðtæki hina ágætu veitingar. Eins og svo margt annað á þessari öld hraðans, eru allar þessar matarveitingar í flugvél- um á stuttum flugleiðum orðn- ar úreltar. Þær eru leifar frá því, að flugferð gat tekið hálfan og heilan dag og þjónusta var Iitil á flugvöllum. Enn eru raunar til svolangar flugferðir, að ástæða sé til að bera farþeg- um mat, sem þeir geta borðað í rólegheitum og flugfreyjur hafa góðan tíma til að bera hann fram og veita jafnframt aðra þjónustu, svo sem að út- vega teppi, ná í kodda, svara farþegum o.s.frv. eins og t.d. á leiðinni yfir Atlantshafið. Og þá er fjarska notalegt að fá snyrtilega máltíð og geta eytt tímanum við að borða. En varla er nokkur svo illa haldinn, þeg- ar hann t.d. leggur af stað heim- an frá sér að morgni til Kaup- mannahafnar, að hann þoli ekki við án þess að fá full- komna máltíð á hálfs annars tíma flugi til Glasgow og síðan aftur næringu á leiðinni þaðan til Kaupmannahafnar, eins og nú þykir nauðsynlegt. Mörgum flugfélögum er orðið ljóst, að ekki er hægt að leysa þann vanda að bera mat í far- þega á stuttum flugleiðum. Og ekki heyrist mér vera kvartað, ekki fremur en þegar þessari leiðinlegu áfengissölu úr vagni, sem lokaði langan tima leiðinni á sn.vrtiherbergiö, var hætt í vélunum og hún flutt á flug- stöðina. T.d. fór ég sl. vor með Lufthansaflugvél frá Kaup- mannahöfn til Kiel og aftur með SAS-flugvél þaðan. Á báð- um stöðum var sá háttur á hafð ur, að þegar gengið var út í flugvélina tók hver farþegi, ef hann vildL svolitla snortra pappaöskju, sem reyndist geyma t vær samlokur og súkku- laðikexkökur. Flugfreyjurnar báru svo farþegum aðeins kaffi með þessu og umbeðna drýkki á leiðinni. Þær höfðu lika tíma til að koma með blöð og bjóða teppi, brosa framan í farþega og skiptast á kurteisisorðuin við þá. Kannski vildu einhverjir heldur bros og hlýlegt viðmót en kjúkling í mayonnaisi, ef ferðin er svo stutt að ekki er tími fyrir hvort tveggja. Ekki er þessi asi flugfreyjun- um að kenna. Þær hamast við að leysa af hendi sitt erfiða verkefni á stuttum tíma — þetta hlýtur að vera tregðan við að breyta eða kerfið — þetla, sent leitað var að í útvarpinu á nýjársdag. Líklega er það ófundið enn. E. Pá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.