Morgunblaðið - 10.01.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.01.1974, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANUAR 1974 t Fósturmóðir okkar. ANNA JÓNSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, föstudaginn 1 1 janúar kl. 3. Anton Sigurðsson, Anna Þorsteinsdóttir, Carmen Bonitch. t Þökkum innilega sýnda samúð og vinarhug vtð andlát og jarðarför föður og tengdaföður okkar, GUÐMUNDAR J. SIGURÐSSONAR, vélsmiðs, frá Þingeyri. Rannveig Guðmundsdóttir, Sigurbjörg J. Guðmundsdóttir. C.V. Mackay, Camila Sigmundsdóttir, Matthias Guðmundsson. t Innilegar þakkir færum við öllum, er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðaför eiginkonu mmnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, MARÍNAR MARGRÉTAR JÓNSDÓTTUR frá Akri, Grindavík. Guð blessi ykkur öll Vilmundur Stefánsson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Eiginmaður minn FRIÐFINNUR NÍELSSON vélstjóri Grundarfirði sem lézt að kvöldi 5 janúar, verður jarðsettur frá Grundarfjarðarkirkju laugardagmn 12.janúarkl 14 00 Fyrir mína hönd, barna okkarog annarra vandamanna Jóný Þorsteinsdóttir. t Ástkær eigirtmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir og dóttursonur VILHJÁLMUR HÚNFJÖRÐ JÓSTEINSSON verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 1 1. janúar kl. 1 30. Sigurbjórg Lárusdóttir Lárus Vilhjálmsson, VilhjálmurÁ. Vilhjálmsson, Kristján Þ. Vilhjálmsson.Emilía H. Vilhjálmsdóttir, Jósep H Vilhjálmsson, Emilfa V, Húnfjörð, Sigríður Jósteinsdóttir Jóna Jósteinsdóttir, SigríðurÓ. Húnfjörð. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐJÓN JÓNSSON, bifreiða rstjóri, (frá Minnivöllum). Stórholti 23, verður jarðsunginn frá Skarðskirkju í Landsveit, laugardaginn 12 janúar kl 2 eh Minningarathöfn sama dag í Háteigskirkju kl 10 f.h Blóm og kransar afbeðnir en þeim, sem vilja minnast hins látna er bent á Minningarsjóð Landspitalans Bílferð verður frá Háteigskirkju að lokinni athöfn Jónína Einarsdóttir, Einar Guðjónsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Gerður Guðjónsdóttir, Sigurjón Jónsson, Guðrún Guðjónsdóttir, Sigurður Vigfússon. Gunnar Guðjónsson, Diana Þórðardóttir og barnaborn. Minning: A lexan der Bridde bakarameistari Fæddur 7. febrúar 1898. Dáinn 1. janúar 1974. Eftir nokkurra ára vanheilsu lézt á nýársdag í Landspítalanum kunnur bakarameistari hér I borg: Alexander Bridde til heim ilis á Bárugötu 8 og verður jarð- settur frá Frikirkjunni í dag. Hann var fæddur af þýzkum foreldrum 7. febrúar 1898 i Suður-Rússlandi og ólst þar upp fram undir tvítugs aldur. Faðir hans var bakarameistari. Auk annars lærði sonurinn bakaraiðn. Árið 1918 fluttist fjölskyldan heím til Þýzkalands. Þegar þangað kom hóf A. Bridde nám í alhliða köku- og sælgætisgerð, sem hann lauk með miklu lofs- orði. A. Bridde kom hingað til lands 1922, ráðinn til Elínar Egilsdótt- ur, sem þá rak kökugerð á Skjald- breið í sambandi við hótelrekstur. Þar og hjá F.A. Kerff bakara- meistara vann hann í 5 ár. En þá stofnaði hann eigið fyrirtæki á Hverfisgötu 41, þar sem hann bakaði brauð, kökur og sælgæti, og þaðan barst nafn hans út um borgina fyrir góðar og fallegar vörur. Á Hverfisgötu vann hann svo óslitið til 1965, en þá fluttist fyrirtækið í nýtt og rúmbetra hús- næði á Háaleitisbraut 58-60. Nú var Hermann sonur hans — sem lært hafði iðnina af föður sínum — tekinn við. Upp úr þessu fór heilsan að bila svo að hann naut ekki lengi nútíma þæginda, enda hafði vinnuvika hans aldrei verið 5 dagar né aðeins 40 stundir eins og nú er talið lífsnauðsyn. Mér er í minni, þegar A. Bridde kom hingað til lands og við sáum vinnubrögð og framleiðslu hans, þá varð okkur strax ljóst, að hér var á ferð fjölhæfur og full- kominn iðnaðarmaður í okkar stétt. Þó kannski mest á fjöl- breytni hans við köku- og kon- fektgerð. Það voru því fleiri en F.A. Kerff, sem reyndu að fá hann til sín, þegar hann hætti á Skjaldbreíð. Eins og fyrr segir, stofnaði hann eigið fyrirtæki 1927 og ári síðar gerðist hann félagi f Bakara- meistarafélagi Reykjavíkur og i öllum öðrum samtökum þeirra. Hann var um tíma í stjórn félags- ins sem gjaldkeri, einnig lengi í stjórn Alifuglabús bakaram. Þá var hann lika einn af þeim, sem manna mest vann ólaunaða auka- vinnu meðan á byggingu Rúg- brauðsgerðarinnar við Borgartún 6 stóð yfir og hvatti aðra félags- menn til að gera slíkt hið sama. A. Bridde var óhemju mikill iðju- maður, sístarfandi, einnig sönn fyrirmynd annarra manna, sem alhliða reglumaður. Meðan hann vann á Skjald- breið, kvnntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni Þórdísi Guðna- dóttur, ættaðri frá Eyrarbakka. Þau voru gefin saman í hjóna- band 15. janúar 1927. Þórdís hefur reynzt manni sínum hin ágætasta eiginkona, stoð hans og stytta í einu og öllu. Veit ég, að hann hefur metið það og heimilið, sem hún bjó þeim, þótt hann hafi kannski ekki rætt mikið um það við hana eða aðra. Þau eignuðust 3 börn, sem öll eru gift og búsett hér í borg, dóttur Ólöfu Lydiu og 2 sýni Hermann bakarameistara og Guðna rafvirkjameistara. Samtök bakarameistara minn- ast Alexanders Bridde með virðingu og innilegu þakklæti fyrir langt og árangursríkt sam- starf og þakka um leið margar ánægjulegar gleðistundir. Eftir- lifandi eiginkonu, börnum, barna- börnum og öðrum ættingjum eru sendar innilegar samúðarkveðjur frá stéttarfélögunum og mökum þeirra. Blessuð sé minning góðs félaga. Gísli 01. t Eiginmaður minn EINAR JENS HAFBERG Flateyri. verður jarðsettur frá Flateyrar- kirkju föstudaginn 1 1. janúar kl. 13.30 Kristbjörg Hafberg og aðrir aðstandendur. Jón Brynjólfsson kaupmaður - Minning Fæddur 15. jan. 1901 Dáinn 28. des. 1973 Jón Brynjólfsson verzlunar- maður lézt hér i Stykkishólmi 28. des. sl. Hafði hann um nokkurt skeið átt við vanheilzu að stríða. Meðhonum er gengin sviprikur borgari þessa bæjar, sem tekið var eftir. Jón var fæddur í Litla- t Þökkum innilega vinsemd og samúð við andlát og útför ÞÓRARINS GUNNARSSONAR, Gunnarssundi 1, Hafnarfirði. dal í Húnavatnssýslu 15. jan. 1901, en í barnæsku flyzt hann til Reykjavíkur með foreldrum sín- um. Þar var lífsstarf hans við bókhald og annað, bæða hjá Landsbanka Islands og fleiri til ársins 1938, að hann gerist bók- haldari við fyrirtæki Sigurðar Ágústssönar í Stykkishólmi og hér eyddi hann ævidögutn sínum síðan. Seinni árín hafði hann bók- hald fyrir fyrirtæki hér í bænum, s.s. Fiskimjölsverksmiðjuna, sem hann var lengi framkvæmdastjóri fyrir og einnig BifreiðastÖð Stykkishólms. Jón var ákafamaður og hverju sem hann gekk, framúrskarandi velvirkur og vandvirkni hans á öllum sviðum var rómuð. Starfi Þorbjörg Ólafsdóttir, Ólafur Emilsson, t Þökkum öllum nær og fjær, sem hafa auðsýnt okkur samuð við fráfall PETER WIGELUND skipasmíðameistara Vilborg Wigelund, Hrefna W. Steinþórsdóttir, Erla Wigelund, Kristján Kristjánsson Svala Wigelund, Steinþór Steingrímsson og barnabörn. t sinu var hann þaulkunnugur og viss, enda fengu menn fljótt traust á honum og þeir skiptu tugum, ef ekki undruðum, sem leituðu til hans með vandkvæði sín. Erfið voru þau, ef Jón leysti ekki úr þeim, og aldrei hugsaði hann um, hvað hann fengi fyrir þjónustu sína. Og þegar hann kveður nú þetta tilverusvið, þá var ekki fyrir auðæfum að fara, þvi að örlátari mann en Jón þekkti ég ekki. Það var ekki ótítt, þegar sofnun fór fram í Hólminum til að gleðja einhvern, sem hafði orðið fyrir áfalli, eða á merkisdegi að sýna góðum samborgurum hlýhug, þá var nafn Jóns venjulega efst á blaði og ekki skorið við nögl. Innílegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hjálpsemi og vinarhug við útför systur okkar ÓLAFÍU JÓNSDÓTTUR frá Ásmúla Systkinin og aðrir aðstandendur. t Eiginmaður minn, GUÐMUNDUR I. MAGNÚSSON Hafnargötu 70, Keflavik, lézt i Landspítalanum i Reykjavik þann 8. janúar s I. Jarðarförin auglýst s/ðar Guðlaug Jónsdóttir. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför mannsins mins og föð- ur okkar, JÓNS GUÐMUNDSSONAR Einnig alúðar þakkir til G uð- mundar Oddssonar læknis og hjúkrunarfólks, deildar A-6, Borgarspitalanum fyrir góða um- hugsun i veikíndum hans. Vera Maack og dætur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.