Morgunblaðið - 10.01.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.01.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1974 7 tSfiðfc THE OBSERVER Hundalíf - og dauði Bilið milli þeirra, sem búa við allsnægtir.og hinna, sem búa við skort, eykst með degi hverjum í Bandaríkjunum. A meðan þeir, sem búa við allsnægtir, gæða sér á posteikum og nautalund- um á beztu matstöðum, senda yfirvöldin milljónir þeirra snauðu í dauðaklefana. Við er- um að sjálfsögðu að tala um vaxandi fjölda gæludýra í Bandaríkjunum, sem nú er var- lega áætlaður 120 milljónir. í Bandaríkjunum fæðast á hverri klukkustund rúmlega 3.000 hvolpar og kettlingar, en hins vegar aðeins um 400 börn; og á hverju ári eru rúnlega 13 milljónir óæskilegra dýraaf- kvæma svipt lífi hjá opinberum aðilum eða í heimahúsum, og kostar þetta eigendurna um 100 milljónir dollara á ári. Þessi dánartala er mun hærri en i Bretlandi, þar sem hlutfallstala gæludýra er svipuð. Hvers vegna láta Bandaríkja- menn eyða um 12% allra gælu- dýranna árlega, þegar Bretar eyða aðeins 1,6%? Vegna þess, að Bandaríkin eru áberandi neyzluþjóðfélag, og þess vegna einnig eyðsluþjóðfélag; og það er unnt að vera án gæludýra, eins og svo margs annars. Bandaríkjamönnum er einnig mun tamara að skipta um bú- staði en Bretun, þeir eru sífellt að skipta um húsnæði, eða jafn- vel að flytjast milli ríkja. Gælu- dýrið er skilið eftir hjá vina- fólki til bráðabirgða, aldrei sótt, og lýkur svo ævinni hjá meindýraeyði. Svo er það, að fleiri og fleiri Bandaríkjamenn búa í fjölbýlishúsum, þar sem erfitt er að hafa gæludýr, ef það þá er heimilt. Þegar flutt er frá einbýlishúsi í fjölbýli, verður að fórna gæludýrinu. En það kemur fleira til. Yfir- leitt er mjög dekrað við gælu- dýr í Bandaríkjunum. Á síðasta ári fjölgaði gæludýrum hjá bandarískum fjölskyldum um 36% í 40 milljónir. Tala hrein- ræktaðra hunda hjá bandariska hundaeigendafélaginu (Ameri- ean Kennel Club) er að minnsta kosti 14 milljónir, og um milljón bætist við á ári hverju.Þetta eru hamingjusömu húsdýrin, og eigendur þeirra hafa keypt þau háu verði, yfir- leitt ekki minna en 100 dollara — oftast mun meira. Þjónustan í hundaheiminum er sannarlega margvísleg. At- vinnu hundateymari fer í dag- legar gönguferðir með hundinn fyrir litla 50 dollara á viku. Tugir sérfræðinga sálgreina siðavenjur hans. Eitt félag, sem nefnist „Vandræða hvolpur- inn“ (Problem puppy) tekur að sér mal hunda, sem eiga við sálfræðileg vandamál að stríða, og heitir því að venja hvolpa af óþarfa gelti, narti og öðrum leiðinda venjum. Til eru sérstakar kjötbúðir fyrir hunda, sem bera nöfn eins og „Hunda húsið“. Meira að segja eru til sérstök veitinga- hús fyrir þá, þar sem hundar geta fengið sína lambakrydd- steik, pönnusteiktan kjúkling, súkkulaðitertu með rjóma og annað góðgæti eftir vild. Kjör- búðir í Los Angeles bjóða hundaeigendum upp á hunda- gjafir eins og ekta silfurmatar- disk fyrir aðeins 99 dollara, eða skinnfóðraða fótaleppa fyrir 50 doilara. Fyrir tíkurnar bjóða búðirnar sérstök ilmvötn, „Sniffe“, fyrir 4,99 dollara glas- ið. Svo fást stjörnuspár fyrir hunda, og tannkrem, auk þess sem sérstakir „Petmobiles“ bíl- ar fara í auðmannahverfin og bjóða snyrtingu fyrir hundana á aðeins 15 dollara. Á meðan hundarnir sitja undir hár- þurrkunni hlusta þeir á róandi tónlist. Talið er, að það kosti Banda- ríkjamenn að minnsta kosti fjóra milljarða dollara á ári að ala gæludýr sin. Sala á hunda- fæðu er áætluð að minnsta kosti 1.350 milljónir dollara á ári, sala á ýmiss konar útbúnaði fyrir hunda 350 milljónir doll- ara, og heilsugæzla um 400 milljónir doilara. Að sögn hundaeigendafélagsins í Bandaríkjunum fara þessar upphæðir hækkandi. Til að auðvelda flutninga húsdýra hafa margir bandarísk- ir flugvellir tekið upp þá nýung að opna „dýravelli“, til að flytja hunda og ketti til nýrra heim- ila. Þar fá dýrin máltíðir, sér- staka umönnun þjálfaðra dýra- vina, og stöðugt eftirlit dýra- lækna. Þessi þjónusta leysir eigendurna undan ýmsum skyldum, eins og að þurfa að hugsa um bólusetningar, heil- brigðisvottorð og annað. Fá eig- endurnir pistil, sem heitir „Að ferðast með gæludýr". Að sögn bandarískra yfir- valda eru um 200 þúsund hund- ar og kettir sendir flugleiðis árlega. Dánartalan í þessum flutningum er innan við" 1 %, og oftast deyja dýrin þegar flug- vélar þurfa að bíða of lengi i heitu veðri á flugvöllum, sem EFTIR CHARLES FOLEY veldur því, að geymslurými vél- anna ofhitna. Þá segja tals- menn flugfélaganna, að eigend- ur gæti þess ekki alltaf að búa svo um gæludýr sín, að þau fái andað í f lutningunum. Stundum eiga flutningafélög- in sökina. Þegar einum hund- eiganda var sagt, að írski úlf- hundurinn hans hefði dáið i flugflutningum frá Dallas I Texas, reiddist hann svo, að hann réðst að flugvélinni með sleggju og málningu, svo vélin varð að fara í gagngert eftirlit. Gæludýrafjöldinn leiðir af sér bæði umhverfis- og heil- brigðisvandamál. í skýrslu þriggja visindamanna i „Sci- ence and Public Affairs“ segir meðal annars, að 3.500 tonn af hundaskít og 38 milljón litrar af hlandi mengi bandarískar götur árlega. Auk þess verði svo almenningur að greiða margar milljónir dollara árlega til að eyða flækingsdýrum. Ein- staka sinnum eru þessi flæk- ingsdýr notuð til framleiðslu á áburði eða fóðurmjöli. Dýravinafélög hafa alls stað- ar unnið að því, að takmarka fjölgunina hjá gæludýrunum. í LosAngeles, þar sem yfirvöldin þurftu að greiða 3‘/4 milljón dollara á nýliðnu ári fyrir út- rýmingu óæskilegra gæludýra, hafa samtök gæludýraeigenda unnið að því að safna fé í vön- unarsjóði og ónæmisaðgerðar- sjóði. Þar eru þess konar að- gerðir dýrar, og í Los Angeles er starfandi félag, sem vinnur að þvi að búa til dýramat með getnaðarvarnarefnum. Dýralæknar hafa komizt að því, að margir eigendur gælu- dýra eru andvígir vönun, þeim finnst hún svipta dýrin þeirra eðli. Og margir sálfræðingar halda því fram, að dýraeigend- urnir vilji í undirmeðvitund- inni vita gæludýr sín i frjálsri makaleit, til þess á þann hátt að mótmæla þeim hömlum, sem þjóðfélagið setur á kynlíf. Þess- ir eigendur eiga vart eftir að fagna þeirri framtíðaráætlun, sem vísindamenn hafa gert. Þessir vísindmenn hafa unnið að rannsóknum á þvi, hvernig estrogen- og testosteron-inn gjafir við fæðingu geta gert rottur kynlausar. Þegar þar að kemur, getur kynlaus hundur verið jafn vingjarnlegur og hin- ir, segja sérfræðingarnir. Hvað liggur að baki þessari auknu þörf Bandarikjamanna fyrir gæludýr? Sérfræðingarn- ir segja, að það sé aðallega þörf fyrir hlýju og félagsskap í því þjóðfélagi, sem hefur gert mannleg samskipti erfið, og jafnvel stundum hættuleg. Milljónir manna eyða ævinni i steinkumböldum, eða úti á þjóðvegunum, þar sem þeir sjá lítið annað en afturstuðarann á næsta bíl. í Los Angeles, borg þar sem þúsund morð eru fram- in árlega, eru margir hræddir við að fara út eftir sólsetur. Samfara þessu kemur svo lengri frítími, fjölskyldurnar verða minni, vinasamböndin færri. En við þurfum að eyða frístundunum — og gæludýrin sjá um sumar þeirra. KEFLAVÍK — NÁGRENNI Stúlka óskast til afgreiðslustarfa Sölvubúð, Keflavík BROTAMÁLMAR Kaupi allan brotamalm langhæsta verði. Staðgreiðsla Nóatúni 27, simi 25891 BÍLAVIÐGERÐIN FÖNDUR — FÖNDUR Bílaverkstæðið Bjarg Bjargi við Get bætt við nokkrum bornum Sundlaugaveg, sími 38060. 4—6 ára Tökum að okkur allar almennar Elin Jónasdóttir, bilaviðgerðir Bilaverkst. Bjarg Miklubraut 86. Bjargi, s 38060. simi 1031 4 MIÐSTÖÐVARKETILL ÓSKAST LAGERVÖRUR Óska eftir að kaupa miðstöðvar- Spennur, málmhnappar, renm- ketil 3,5 .m, ásamt tilheyrandi út- lásar, nálamöppur, tituprjónar búnaði. Á sam.i s.að óskast líttl steypuhrærivél. —. Uppl. i síma Heildv Vesturgötu 3, 83925. s 13930 GETTEKID AÐ MÉR ÓSKA EFTIR stærri og smærri verk með skurð- 2ja—3ja herb ibúð i Hafnarfirði gröfu JCB 3 C. Sími 19378. Helst í eldra húsi Uppl. í sima 52032 i dag og næstu daga Hilmar Friðsteinsson. HAFNARFJÖRÐUR OG HAFNARFJÖRÐUR OG NÁGRENNI NÁGRENNI Úrvals saltað hrossakjöt. Nauta- Ódýrar, reyktar og saltaðar rúllu- buff 495 kr. kg Nautahakk 295 pylsur Úrbeinað hangikjöt 495 kr. kg. kr. kg Hamborgalæri með spekki Úrvals dilkasaltkjöt Bacinsiður 495 kr kg Kjötkjallarinn, Kjötkjallarinn, Vesturbraut 1 2. Vesturbraut 1 2 FÉLAGIÐ ÍSLAND FÆREYJAR Almennur fundur verður í Norræna húsinu, föstudags- kvöldið 2. janúar kl. 20,30. Upplestur, kvikmynd frá Færeyjum og almennar umræður. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin. STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS Hver eru áhrif vinnutímalengdar á af kastagetu? Hvaóa áhrif hafa stutt hvíldarhlé? ERGONOMIA Stjórnunarfélag Íslands gengst fyrir umræðufundi F dag fimmtu- dag 10. jan. kl. 1 6:00 í húsakynn- um félagsins að Skipholti 37. Jón Svavar Friðjónsson verkfræðingur mun F stuttu inngangserindi kynna fræðigreinina „Ergonomi", sem hefur verið skilgreind sem vFsindalegar rannsóknir á tengslum mannsins og vinnuumhverfis hans. 000 MILWARD Hringprjónar Fimmprjónar Tvíprjónar Heklunálar Framleitt úr léttri álblöndu Heildsölubirgðir: Davið $. Jónsson & Co. hi Sími 24-333

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.