Morgunblaðið - 10.01.1974, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.01.1974, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANUAR 1974 Þútur í skóginum =.r “ „Moldvarpa! . . . moldvarpa!“, rottan í háskalegum bardagaham með alls kyns vopn, bæði ný og gömul, dinglandi úr belti sínu, — og loks froskur, tútnaður upp í tvöfalda stærð sína sakir hugaræsings og reiði vegna móðg- andi ummæla í hans garð. Hann tók heljarstökk um ieið og hann rak upp þrumandi froskakvakk, svo öllum viðstöddum rann kalt vatn milli skinns og hörunds. „Froskur fór í skemmtifer,“ æpti hann. „Já, ég skal senda þá í skemmtiferð svo um munar," og hann tók þegar stefnu á marðarforingjann. Þau voru að vísu ekki nema fjögur, en í augum marð- anna, sem voru viti sínu fjær af hræðslu, var engu Eftirlitsmaðurinn Við skuluin hugsa okkur að þessi teikning sé af stfgum eða göngubrautum í almenningsgarði. Stóru punktarnir eru ljósa- staurar. Rafmagnsmaðurinn, sem á að hafa eftirlit með staurun- um, kemur að einu horni garðsins og verður að líta alla staurana 24 áður en hann fer út úr garðinum á sama horni og hann kom inn. Hvaða leið á hann að velja til að komast að öllum ljósastaur- unum, en ganga síðan ávallt áfram og aldrei til baka sömu leið og hann nálgaðist nokkurn stauranna? Svarið er: I mynd neðst í 5. dálki þessarar sfðu. Þegar við rumskuðum, heyrðum við blástur og hvin í kringum okkur. Og steypiregn helltist yfir bátinn. Sjórinn var í uppnámi, og báturinn hentist til og frá. En það var merkilegt, að blæjalogn var og regnið hætti allt í einu. Við ætluðum að rétta úr okkur, en við vorum svo stirðir eftir svefninn, að við gátum varla hreyft okkur. Við ultum út af jafnharðan. Báturinn hossaðist svo mikið, að við urðum að liggja á hnjánum og halda okkur í þóftuna. Blásturinn og hvinurinn og skvampið í kringum okkur var svo ægilegt, að við hljóðuðum af hræðslu. Við skildum ekkert í því, hvað þetta gæti verið. Þokan byrgði enn alla útsýn, og ekki bætti það úr skák. líkara en salurinn hefði fyllzt af risavöxnum bar- dagaseggjum, gráum, svörtum, brúnum og gulum, sveiflandi gríðarstórum lurkum. Þeir áttu því fótum sínum fjör að láuna og stukku æpandi í allar áttir, út um gluggana, upp skorsteininn og hvert, sem auðið var, til að forðast höggin. Orrustunni var brátt lokið. Hetjurnar fjórar stikuðu um salinn þveran og endilangan og slógu með lurkunum í hvern þann haus, sem á vegi þeirra varð. Eftir fimm mínútur var búið að rýma húsa- kynnin. Óhljóðin frá mörðunum á flótta úti á flötinni bárust inn um brotna gluggana. Á gólfinu lágu tuttugu merðir eða þar um bil í öngviti, en moldvarp an smellti á þá handjárnun, hvern á fætur öðrum. Greifinginn tók sér hvfld, hallaði sér fram á lurkinn og þurrkaði sér um ennið. „Moldvarpa," sagði hann. „Þú ert mikið sómadýr. Viltu nú ekki skreppa út og athuga, hvað útvörðun- um, vinum þínum, líður. Ég held, að svo sé snjallræði þínum fyrir að þakka, að við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af þeim.“ Moldvarpan hvarf samstundis út um einn glugg- ann. Greifinginn bað hina tvo að reisa við borð og nokkra stóla og reyna að finna borðbúnað í ruslinu á gólfinu. „Því ég er eiginlega svangur,“ sagði hann blátt áfram eins og hans var vandi. „Svona, haskaðu þér nú, froskur, og vertu kátur. Við erum búin að endurheimta húsið þitt fyrir þig og þú býður okkur ekki svo mikið sem eina brauðsneið.“ Froski sárnaði dálítið vegna þess að greifinginn fór engum viðurkenningarorðum um hann eins og moldvörpuna, minntist ekkert á, hversu prýðilegur náungi hann væri eða hve djarflega hann hefði barizt. Því að hann var satt að segja mjög ánægður með frammistöðu sína og hvernig hann hafði strax lagt til atlögu við marðarforingjann og fleygt honum endilöngum yfir matborðið í einu höggi. En hann fór að stjá og rottan sömuleiðis, og brátt fundu þau ávaxtahlaup á diski og kaldan kjúkling og tungu, sem varla hafði verið snert, svolítinn búðing í skál og gnótt af humarsalati. Og í framreiðsluherberginu fundu þau körfu fulla af franskbrauði, ost og smjör og sellerí. Um leið og máltíðin var til reiðu, klöngrað- ist moldvarpan inn um gluggann skellihlæjandi með fangið fullt af rifflum. Freysteinn Gunnarsson þýddi Við komum ekki upp orði af hræðslu til að byrja með. Loksins sagði Manni: „Hvernig stendur á þessum öldugangi, Nonni? Það er þó alveg logn“. „Já, Manni. Það er mér hulin ráðgáta“. „Og rigningin? Hvernig stendur á henni. Áðan var hellidemba, en nú er þurrt veður“. „Ég skil ekkert í þvi“, svaraði ég og horfði á belj- andi ölduganginn í kringum okkur. Það voru ekki þungar og breiðar lognöldur, eins °g oft geta verið í hægu veðri, heldur allt öðruvísi. Þessar voru krappar og óreglulegar. „Hvað getur það verið, sem ýfir sjóinn svona?“ spurði Manni aftur og horfði dauðskelkaður í kring- um sig. c§Alonni ogcTlíanni Jóri Sveinsson ,— Hvað í ósköpunum eruð þér að gera úti í svona veðri herra Júlíus...? — Svona gerðu eitthvað maður ... sérðu ekki, að hann er orðinn nærgöngull við mig .. .? — Herra lögfræðing- ur... það lítur út fyrir, að við höfum tapað málinu ... Lausn á barnaþraut

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.