Morgunblaðið - 10.01.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.01.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANUAR 1974 15 Ottast eldflaugaárás á farþegaflugvélar NOKKRUM loftvarnaeldflaug- um hefur veriö stoliö úr her- gagnageymslum í Evrópu á undanförnum vikum sam- kvæmt áreiðanlegum heimild- um í Brússel i gær, og hvarf þeirra er talin ein hel/.ta ástæð- an til viöbúnaöarins á Heathrow-flugvelli hjá Lond- on, hins mesta á friðartímum. Lengi hefur verið óttazt, að eldflaugaárásir yrðu gerðar á farþegaflugvélar í Evrópu. t september handtók ítalska öryggisþjónustan fimm Araba, þegar tva'r loftvarnaeldflaugar höfðu lundizt í íhúð skammt Irá Róm. Nú fyrir stuttu var aftur farið að óttazt, að loft- varnaeldflaugar væru í hönd- um arabískra hryðjuverka- manna í Evrópu. Brezka blaðið Sunday Times segir, að þrír Arabar, sem voru taldir félagar i Alþýðufylking- unni til frelsunar Palestinu, hafi smyglað loftvarnaeldflaug til Beigíu rétt fyrir jól. Sam- kvæmt fréttinni fóru þeirsíðan til Vestur-Þýzkalands til fundar við sex Araba, en síðan burfu þeir. Opinberlega er sagt í Brússel, að ekkert sé vitað um þessar fréttir. Luftvarnaeldf laugarnar eru fyrirferðarlitlar, auðveldar í notkun og nákvæmar. Þær draga tæpa fimm kílómetra. I London er sagt, að ýmsar fleiri ástæður hafi leitt til við- bui\aðarins á Heathrow en sá möguleiki, að arabískir hryðju- verkamenn bygðust skjóta nið- ur farþegaflugvélar með loft- varnaeldflaugum. Meðal annars er bent á árásina á flug- völlinn í Róm í síðasta mánuði, þegar rúmlega 30 manns biðu bana. Auk þess er sagt, að áhugí hryðjuverkamanna á London hafi aukizt til muna og timinn hafi verið vel til þess fallinn að pröfa varnarviðbún- að Breta . Þannig er ljóst, að viðbúnað- urinn er ekki aðeins „æfing" eins og látið var í veðri vaka í fyrstu. Léttir skriðdrekar af Scorpiongerð, brynvarðir flutn- ingabílar og um 200 hermenn hafa verið á varðbergi á fimm fermílna svæði umhverfis Heathrow. llermennirnir hafa yfirleitt yfirgefið flugvöllinn á kvöldín, þar sem talið er, að hryðjuvérkamenn muni ekki beita éldflugum sfnum að næturlagi af ótta við að hæfa ekki í mark. M.vndirnar svna hermenn, gi áa fyrir járnuin, við giröingu hjá Heathrow flugvelli, lögreglumenn stöðva starfskonu flug- félags á flugvellinum. Eitt gangi yfir alla í nýrri veiðistefnu EBE Styðja Bretar 200 mflur á hafréttarráðstefnunni? BREZKA stjórnin hefur til at- hugunar áskoranir um, að hún styðji tillöguna um 200 mílna fiskveiðilögsögu á hafréttarráð- stefnunni í Venezuela, að sögn brezka blaðsins Dailv Telegraph. White Fisli Authority, ráð, sem er skipaö af ríkinu, styður áskor- anir, sem hafa komið frá togara- mönnum til Efnahagsbandalags- ins um, að sett verði fiskveiðilög- saga, sem verði sambærileg við fiskveiðilögsögu þá, sem ísland og Perú hafa tekið sér, að sögn blaðsins. The Guardian segir frá því, að afli brezkra úthafstogara seljist á metverði, þrátt fyrir samninginn við íslendinga. Veiðitakmarkan- irnar við Lsland bafa mjög lítil áhrif á afkomu togaranna vegna skorts á þorski í heiminum, að sögn blaðsins. Lausn fiskveiðideilunnar hefur leitt til þess, að fiskverð hefur hækkað á uppboðum og togarar fá talsvert meira f.vrir milli afla en fyrir þorskastríðið, segir The Guardian. Togaraeigendur í Fleetwood gera ráð fvrir að fá svipað afla- magn á íslandsmiðum fram til 1975, þegar samningurinn rennur út. Ilins vegar telja togaraeig- endur að harðna muni á dalnum eftir það og leggja áherzlu á áætlanir um nýsköpun togara- flotans. Brezku togararnir veiða nú á Norður- og Vestur-Atlantshafi, undan Grænlandi og hjá Sval- barða. I Fleetwood binda menn miklar vonir við djúpmiðin vestur af Bretlandi. Aflaverðmæti eins Fleetwood- togaranna 1973 var 388.406 pund, sem er met, og um 100.000 pundum meira en árið áður, þótt það væri líka met. í desember- byrjun fékk einn togari 46.000 pund eftir eina veiðiferð, og það var bætt um 1.500 pund skömmu ■sr wwuxra mm m< trm \ 'iwr n n síðar. Svipuð met hafa verið slegin í Grimsby, og aflaverð- mætið er um 500.000 pund, sem er rúmlega tvöfalt meira en fyrir tveimur árum. „NU á næstunni er að vænta nýrrar stel'nu í fiskveiðimálum i n n a n E f n ah ags b an d a I ags Evrópu, — sveigjanlegri og raunsærri stefnu en hingaö til hefur verið búizt við" Þannig hefst leiðari í nýlegu hel'ti hrezka tíinari tsins „Coininereial Fishing", en þaö hlað lætur sér- staklega fiskveiðimál í Efnahags- bandalagslöndunuin til sín taka. Gengur tímaritið út frá þeim \ið- ræðuin, sem staðið hala yfir, að frumkvæði Dana, um vandamál þeirra landa, sem eiga s\o til allt sitt undir fiskveiðum, t.d. Græn- lands og Færeyja. Síðan segir í leiðaranum: ,,í Bretlandi getum við auðveld- lega litið á Hjaltlandseyjar, Orkn- eyjar og mikinn hluta Skotlands sem samsvarandi svæði. í rauninni eiga þessi vandamál fullkomlega við þau. Fiskstofn- arnir undan ströndum þessara svæða verða að fá vernd gegn ofveiði til þess að sjómenn, sem þarna búa, sjái ekki á bak lífs- viðurværi sínu. Þær tiUögur. sem nú er verið að leggja fram, eru hins vegar ekki eins velkontnar og fyrst kann að virðast. Að uppistöðu virðist sem bin nýja fiskveiðistefna Efna- hagsbandalagsins rnuni fela í sér . alhliða útfærslu fiskveiðimarka fyrir ströndum aðildarlandanna til 50 mílna. Innan þessara marka myndu öll veiðiskip frá Efnahags- bandalagslöndum fá að athafna sig alveg upp að landsteinum. Hins vegar myndu skip frá löndunt utan bandalagsins verða að halda sig utan þessara marka, nema því aðeins, að sérstakar undanþágur yrðu veittar um einhvern tíma. Þetta myndi draga úr veiðinni í beild á þessum miðum með þvf að útiloka austur- evrópsk veiðiskip og skip frá öðrum löndum utan bandalagsins. Veiði þjófar angra Breta Bretar hafa þungar áhvggjur af erlendum veiðiþjófum, og brezki flotinn ætlar að taka fjögur hrað- skreið varðskip í notkun á næstu mánuðum til þess að hamla gegn landhelgisbrotum, að sögn blaðs- ins Daily Telegraph. Tundurduflaslæðarar, sem Bretar hafa notað til landhelgis- starfa, sigla aðeins 16 hnúta og hafa því ekki ráðið við veiðiþjóf- ana, að sögn blaðsins. Smiði nýju varðskipanna er ný- lokið, og hvert um sig mun kosta um 750.000 pund. Þau eru smfðuð í Hessle skammt frá Ilull og eru fyrstu herskipin, sem þar eru smíðuð. Þetta eru jafnframt fyrstu skipin, sem brezki flotinn fær afhent sfðan áætlun varðgerð 1971 um að hraða smíði brezkra herskipa. Hráefnisframleiðslunni verði beitt sem vopni Manila, 9. jan., AP. Aðstoðarlandbúnaðarráö- herra Filippseyja, Jose D. Drillon jr„ sagði í ræðu i gær, að þjóðir, sem framleiddu hin ýmsu hráefni, er seld væru há- þröuðum iðnríkjum heims, ættu að bindast samtökum og beita hráefnaframleiðslunní sem vopni í baráttunni fyrir hækkuðu verði og bættum efnahag sínum, rétt eins og Arabaríkin hefðu að undan- förnu gert með oliuna. Jafn- franvt lagði Drillon áherzlu á, að vanþróuðú ríkin gerðu allt, sem í þeirra valdi stæði, til að efla iðnað sinn, til þess að þau gætu sjálf nýtt hráefnin og aukið verðmæti þeirra. Tillögur þær, sem lagðar liafa verið fram i þeim tilgangi að aðstoða áðurnefnd svæði eins og Færeyjar. Grænland, Hjaltlands- eyjar o.s.frv., felu í sér, að Efna- hagsbandalagið eigi að halda uppi ströngum takmiirkunum áveiðum á ákveðnum árstimum svo og öðrunt takmörkunum, sein þarf til þess að tryggja framtið stofn- anna. Slikt.kynni að hafa í för með sér algert veiðibann, bann á ákveðnum veiðiaðferðum eða jafnvel breytingu á möskvastærð. Mikilvægasta atriðið er hins vegar, að í þessum tillöguin um f iskveiðireglur verði engar undantekningar leyfðar Það er að segja. að sjóme-nn frá þessum ákveðnu svæðum verða að hlíta sömu almenu reglunum og allir aðrir. Þannig er i raun engin von til að menn frá ákveðnu svæði fái að veiða áfram hömlulaust á meðan öðrunt verður bolað frá. Það þarf að hyggja að þörfum sjómanna á staðnum í samræmi við þarfir allra annarra." Fyrrum forseti Bólivíu í útlegð La Paz, 9. jan.. AP—NTB. FVRRUM forseti Bólivíu, Victor Paz Estenssoro, og finun aðrir félagar úr Þjóðbyltingarflokki Bóliviu voru í stt'i’ handteknir og settir um borð í flugvél, er flutti þá í útlegðtil I’ai aguay. Var þetta gert að skipan núverandi forseta. Hector Banzer, á þeirri forsendu, að Estenssoro og fylgismenn hans liel'ðu stundað undirróðurs- starfsemi gegn herforingjasljórn Banzers, meðal annars með því að stuðla að klofningi innan hersins og ólgu ineðal verkamanna. Estenssoro. sem er 66 ára að aldri. var forseti á áruinim 1952—1956 og 1960—1964. Hann hafði féngið þvi framgengt. að Þjóðbyltingarflokkurinn. sem er stærsti flokkur landsins. hætti stuðningi við stjórn Banzers. Meginástæðan mun hafa vcrið sú. að Estenssoro og flokksmönnum hans. sem eru vinstri sinnaðir. þótti Banzer gerast of eftirláts- samur við þá. sem auka vildu ein- staklingjframtak í námuiðnaðin- um. eh honum er stjórnað af rík- inu. Hefur Þjóðbylttngarflokkur- inn siðan baldið uppi barðri gagn- rýni ástjðrn Banzers. Banzer. sem komst til valda með stuðningi hersins árið 1971. hafði heitið því að halda forseta- kosningar á þessu ári og fá stjórn landsins aftur í hendur stjörn- málamönnum, — siðar frestaði lumn kosningum til næsta árs. Náðu hassi að verðmæti 430 millj. króna Toronto. 9. jan.. AP LÖGREGLAN í Toromo lagði i gær hald á nær 2000 pund af hassi og handtók finim inanneskjur. Er þetta mesta eiturlyfjamál til þessa í Ktmada. Verðmæti þess- ara eiturlyfja á markaði neniur um fimm milljónum dollara. eða sem svarar um 430 milljónuin islenzkra króna. Fimminenning- arnir, sem voru handteknir eru á aldrinum 20 — 28 ára. Þeir koma fyrir rétt á morguft. t -iiuiiiú iiiio / t 0,1 ‘íufiiiuzoíi 'i:>ii

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.