Morgunblaðið - 10.01.1974, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANUAR 1974
DJiCBÓK
1 dag er fimmtudagurinn 10. janúar, 10. dagur ársins 1974. Eftir lifa
355 dagar.
Stórstreymi er kl. 07.34, síðdegisháflæði kl. 19.67.
En vér, sem heyrum deginum til, skulum vera algáðir klæddir
brynju trúar og kærleika, og von hjálpræðisins sem hjálmi; því aðGuð
hefir ekki ætlað oss til reiði, heldur til að öðlast sáluhjálp fyrir
Drottinn vorn Jesúm Krist.
(I. Þessalóníkubr. 5. 8—10).
Þann 29. september sl. voru gef-
in saman i hjónaband í Kópavogs-
kirkju af séra Lárusi Halldórs-
syni. Fanny Guðjónsdóttir og Þor-
steinn Höskuldsson. Heimili þeir-
ra er að Digranesvegi 56, Kópa-
vogi.
(Barna- og fjölskylduljósm.)
Þann 6. nóvember gaf séra Jón
Einarsson saman í hjónaband í
Borgarneskirkju Guðríði Hlíf
Sigfúsdóttir og Guðjón Guðlaugs-
son, Þorsteinsgötu 14, Borgarnesi.
(Barna- og fjölskylduljósm).
FRÉTTIH
Kvenfélag Háteigssóknar býður
eldra fólki í sóknínni til samkomu
í Domus Mediea sunnudaginn 13.
janúar. Hefst hún kl. 15. Fjöl-
breytt skemmtiatriði.
Vinningar í
Vestmannaeyja
happdrættinu
Eftirfarandí fréttatilkynn-
ing hefur borizt frá slysa-
varnadeildinni Eykyndli,
Björgunfélagi Vestmannaeyja
og AKOGES-félögunum á ís-
landi:
„Dregið hefur verið í Eyja-
happdrættinu.
Eftirtalin númer hlutu vinn-
ing:
504 — bifreið, Datsun 180 B,
2000 — Flipper seglbátur."
(Birt án ábyrgðar).
Lárus Á. Ársælsson lét þess
getið, að ákveðið hefði verið f
upphafi, að ágóðanum skyldi
varið óskiptum til styrktar
þeím, sem vérst urðu úti vegna
hamfaranna í Vestmannaeyj-
um.
Samkvæmt þessu var öllu
því fé, sem inn kom, úthlutað.
Þess má geta, að þessa nutu
um 180 aðilar nú um jólin.
Vikuna 4.—10. janúar verð-
ur kvöld-, helgar- og nætur-
þjónusta apóteka f Reykjavfk í
Laugarnesapóteki, en auk þess
verðiír Ingólfsapótek opið ut-
an venjulegs afgreiðslutíma
til kl. 22 alla daga vaktvikunn-
ar nema sunnudag.
Læknastofur eru lokaðar á
laugardögum og helgidögum, en
læknir er til viðtals í göngudeild
Landspítalans í síma 21230.
Almennar upplýsingar um
lækna- og lyfjabúðaþjónustu f
Reykjavík eru gefnar í símsvara
18888.
Mænusóttarbólusetning fyrir
fullorðna fer fram í Heilsuvernd-
arstöðinni á mánudögum kl.
17.00—18.00.
Vaktmaður hjá Kópavogsbæ —
bilanasfmi 41575 (símsvari).
rKRC3SSGATA ~|
C3EIMCBKD
GENGISSKRÁNING
Nr. 5-9. janúar 1974.
Skráð frá Einina Kl.13.00 Kaup Sala
8/1 1974 1 Dandarikjadollar 86, 00 86, 40
9/1 - 1 Sterlingspund 193, 80 195, 00 *
- - 1 Kanadadollar 88, 20 88,70 *
- - 100 Danskar krónur 1289, 60 1297, 10 *
- - 100 Norskar krónur 1444,55 1452, 95 *
- - 100 Sœnskar krónur 1800, 00 1810,50 *
- - 100 Finnsk mörk 2187,05 2199, 75 *
- - 100 Franskir frankar 1763, 10 1768, 80 *1)
- - 100 Belg. frankar 201,40 202,60 *
- - 100 Svissn. frankar 2552,30 2567,20 «
^ - - 100 Gyllini 2942,25 2959, 35 *
- - 100 V. -Þyzk mörk 3080, 10 3098, 00 *
- - 100 Lirur 13, 63 13, 71 *
- 100 Austurr. Sch. 422, 35 424, 85 *
- 100 Escudos 326, 80 328, 70 *
- - 100 Pesetar 150, 65 151, 55 »
8/1 - 100 Yen 28, 67 28, 84
15/2 1973 100 Reikningskrónur-
Vöruskiptalönd 99, 86 100, 14
8/1 1974 1 Reikningsdollar-
Vöruskiptalönd 86, 00 86,40
* Breyting frá aíðuatu skráningu.
1) Gildir aðeina fyrir greiðalur tengdar inn- og útflutn-
ingi á vðrum.
Lárétt: 1. vana 6. fum 8. ósam-
stæðir 10 kropp 12 piltar 14
saurgað 15 ósamstæðir 16 á fæti
17 áburður
Lóðrétt: 2 frá 3 tímabils 4 afl 5
fisksins 7 ýfa 9 títt 11 reik 13
ferðast
Lausn á sfðsutu krossgátu.
Lárétt: 1 lánar 6 fim 8 eg 10 ók 11
sankaði 12 ST 13 al 14 ana 16
rataðir
Lóðrétt: 2 af 3 nikkuna 4 ám 5
sessur 7 skilar 9 gat 10 óða 14 at
15 á
IMVIR BORGARAR
Á Fæðingarheimili Reykja-
víkur fæddist:
Bryndísi Eysteinsdóttur og
Einari Þorgrímssyni, Barónsstíg
41, Reykjavík, sonur þann 30.
desember, kl. 19.35. Hann vó tæp-
ar 14 merkur og var 52 sm að
lengd.
Valgerði SigurðardóttUr og
Hrafni Þórissyni, Hrísateigi 3,
Reykjavík, dóttur þann 1. janúar,
kl. 09.20. Hún vó tæpar 14 merkur
og var 50 sm að lengd.
Kristínu Waage og Erni Aðal-
steinssyni, Háaleitisbraut 113,
Reykjavík, dóttir þann 2. janúar.
Hún vó rúmar 11 merkur og var
47 sm aðlengd.
Þóru Friðriksdóttur og Agústi
Borgþórssyni, Asparfelli 4,
Reykjavík, sonur þann 3. janúar,
kl. 12.10. Hann vó rúmar 14 merk-
ur og var 50 sm að lengd.
Marsibil Harðardóttur og Elfari
Þorvaldssyni, Rofabæ 47, Reykja-
vík, dóttir þann 3. janúar, kl.
11.07. Hún vó tæpar 14 merkur og
var 51 sm að lengd.
Maríu Ingibergsdóttur og
Sturlu Snorrasyni, Lundarbrekku
2, Kópavogi, sonur þann 7.
janúar, kl. 11.45. Hann vó rómar
14 merkur og var 52 sm að lengd.
Fyrst þjónadeilan hefur nú verið til lykta leidd og árshátíðir og
margs konar gleðskapur er framundan hjá mörgum, er ekki úr
vegi að fara að huga að skartklæðunum.
Stuttir samkvæmiskjólar hafa verið sjaldséðir nú um margra
ára skeið, en nú eru þeir aftur f tfzku, og er það kærkomin
tilbreyting.
Hér sjáum við einn slíkan. Hann er úr svörtu prjónasilki, og
kann að minna nokkuð á venjulegan undirkjól — en það er
einmitt eins og það á að vera, samkvæmt áreiðanlegum heimildum
TM Reg. U.S. Pat. Off.—All rightt reserved
Qs) 1974 by lot Angelet Timet
... að undirbúa
matinn hans
með umhyggju
áster...
<£>©
\-X
| BRIPC3E
Hér fer á eftir spil frá leiknum
milli' Finnlands og Belgíu í
Evrópumótinu 1973.
Norður
S K-10-94
H 8-5
T D-9-8-4-2
L 7-3
Vestur Austur
S D-G-8 S 7-6-3
H Á-3 H K-D-G-10-9-7-2
T G-10-5-3 T Á-7
L G-10-6-2 L 4
Suður
S Á-5-2
H 6-4
T K-6
L Á-K-D-9-8-5
Við annað borðið opnaði finnski
spilarinn, sem var austur, á 4
hjörtum, suður doblaði og norðuf
sagði 4 spaða, sem varð lokasögn-
in. — Austur lét út lauf, drepið
var í borði, spaða kóngur tekinn,
lauf látið út og austur trompaði.
Nú tóku A-V 2 slagi á hjarta og
þar með var draumurinn búinn,
spilið varð 2 niður.
Við hitt borðið sátu finnsku
spilararnir N-S og þar gengu
sagnir þannig:
N A
P 4 L
4 S P
S V
D 4 H
P D
Austur lét út lauf, drepið var í
borði, sagnhaf i tók nú ás og kóng í
spaða og lét út laufa kóng. Austur
trompaði, lét út hjarta kóng, vest-
ur drap með ási, tók spaða drottn-
ingu og austur kastaði tígul 7.
Sagnhafi átti nú aðeins eitt tromp
og enga innkomu í borðið. Vestur
lét næst hjarta 3 og þetta varð til
þess að spilið varð 6 niður og
belgíska sveitin fékk 1700 fyrir og
græddi 17 stig á spilinu. Leiknum
lauk með sigri Belgíu 20 stig gegn
mínus2.
| SÁ IMÆSTBE5TI |
Maður kom til löggæzluyfir-
valdanna, og kvað hafa fengið
hótunarbréf í pósti. Núvildi hann
vita, hvort ólöglegt væri að senda
slik bréf.
— Auðvitað, sagði embættis-
maður sá, sem fyrir svörum varð.
Hafið þér einhverja hugmynd
um, hver sendandinn getur verið?
— Já, ég er nú hræddur um
það, sagði maðurinn. — Þau eru
öll frá því opinbera.
PEIMIMA\/II\IIR
Filippseyjar
Tobias T. Arnaiz
836 Galacia St.
Sampaloc Manila
Philippines.
Hann er 33 ára, safnar
frímerkjum, póstkortum og
peningaseðlum, en ver tíma sín-
um einkum til kvikmyndahús-
ferða, bóklesturs og bréfaskrifa.
Hann óskar eftir að komast i
bréfasamband við íslenzka stúlku
eða pilt.