Morgunblaðið - 10.01.1974, Blaðsíða 32
fSmnRGiniDRR
7 mnRKnovÐnR
FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1974
Offsetprentun
tímaritaprentun
litprentun
Freyjugötu 14' Sími 17667
Þessa mynd tók Sigurgeir í Eyjum af nýrri fjöru og nýju iandsiagi austur á Urðum Heimaeyjar.
Þar er fjölskrúðugt nýtt landslag. Víkin á myndinni er kölluð Tún-Bjarnavík, eftir Bjarna í Túni,
en það hús fór undir í eldgosinu. Nýju fjörurnar eru liðlega 1 km utar en gömlu hamrarnir á
Urðunum, sem rísa brattar úr sæ. Tveir Eyjaskeggjar sjást á gönguferð á myndinni, en þegar færi
hefur gefist hafa menn notað tækifærið til að kynnast nýja landinu.
Erfíðleíkar skuttogara-
útgerðar óleystir enn
RAÐSTAFANIR Lúðvíks Jóseps-
sonar til lausnar olíukostnaðar-
vanda fiskiskipaflotans hafa í
engu leyst þann vanda, sem steðj-
að hefur undanfarið að skuttog-
araútgerðinni, sem á við mikla
rekstrarerfiðleika að etja. Ráð-
herra hefur heitið því að tryggja
fiskiskipafiotanum allt árið 1974
sama olfuverð og gilti í nóvember
síðastliðnum eða 5,80 krónur á
hvern lítra. Verðið er í dag 7,70
krónur, en útgerðarmenn smærri
skuttogaranna tilkynntu, á meðan
5,80 verðið gilti, að tap á skuttog-
ara væri um 1 milljón króna á
mánuði hverjum. Þessi vandi er
enn óleystur og mun vandi stærri
skuttogaranna vera allmiklu
meiri en hinna smærri.
Á framhaldsaðalfundi LfU var
samþykkt sérstök tillaga um af-
komu togaianna. Efnislega fjall-
aði samþykktin um það, að ekki
væri unnt að líta á grundvöll ráð-
herrans sem lausn á vandamálum
togaranna. Hann kæmi aðeins
bátaflotanum til góða, en milli-
flotinn, sem stundaði bolfiskveið-
ar ætti við annars konai' vaniia-
mál aðstríða, sem væri mannekla.
Rekstur togaraflotans væri hins
vegar alls ekki inni í dæminu og
vandamál hans stæðu eftir sem
áður. Vandamál togaranna er nú
til rannsóknar hjá sérstakri
nefnd, svokallaðri skuttogara-
nefnd, sem enn hefur ekki skilað
áliti. Lausn olíuvandamálsins
kemur því aðeins í veg fyrir, að
hagur skuttogaranna stórversni.
Aldrei hærra verð
á mjöli og lýsi
VERÐ á mjöli og lýsi hefur aldrei
verið hærra en um þessar
inundir, og búi/t er við, að verð-
lag á þessum mikilvægu útflutn-
ingsvörum okkar haldist stöðugt
á næstunni. Ekkert mjöl er til á
hinum almennu mörkuðum
Evrópu, og verður vart á næst-
þær ekki það mikiar, að þær hafi
áhrif á markaðinn á næstunni.
Um loðnulýsi er það að segja, að
búið er að selja allt. sem heitir
gott lýsi fyrirfram og það á mjög
góðu verði.
Pétur Pétursson hjá Lýsi h.f.
Framhald á bls. 18
Þá er vandamálið vegna hækk-
aðs verðs á veiðarfærum enn
óleyst, en talið er, að unnt sé að
sjá fyrir um 40% hækkun frá
árinu 1973, en sumir útgerðar-
menn telja þó, að þar sé mjög
væglega áætlað og megi búast við
enn geypilegri hækkunum. 1
rekstri togara er veiðarfæra
kostnaður mikill liður í útgerðar-
kostnaði.
Leyfa kaup 8 loðnu-
skipa í Noregi
BÚIÐ er að samþykkja fyrir-
greiðslu á kaupum á 8 stórum
loðnuskipum frá Noregi, en tals-
vert hefur verið rætt um þessi
skipakaup í fréttum undanfarna
mánuði vegna þess, að ýmislegt
hefur gengið á í sambandi við
fyrirhuguð kaup á þessum skip-
um. Búið er að ganga frá öllu
varðandi tvö skipanna, en þau
fara bæði til Vestmannaeyja.
Tómas Árnason, framkvæmda-
stjóri Framkvæmdastofnunar rík-
isins, sagði í viðtali við Morgun-
blaðíð í gær, að Fiskveiðisjóður,
Byggðasjóður og ríkissjóður
hefðu samþykkt ákveðna fyrir-
greiðslu í þessu sambandi varð-
andi skipin 8. Fiskveiðisjóður lán-
ar 67%, Byggðasjóður 5% og rfk-
issjóður ábyrgist 13% þannig að
kaupendur verða að leggja fram
15%.
Útvegsbændafyrirtækin Ufsa-
berg og Huginn í Vestmannaeyj-
um hafa bæði gengið frá sínum
málum og munu kaupa sitt hvort
skipið um 350 tonn að stærð, en
aðrir aðilar hafa ekki gengið end-
anlega frá sinum málum. Reiknað
er með, að öll skipin verði smíðuð
í Noregi og að stærð þeirra sé
350—500 tonn, nema eitt, sem
ætlað.er stærra. Umsóknirnar um
skipin eru auk þeirra frá Vest-
mannaeyjum, frá Stöðvai-firði,
tvö, eitt til Reyðarfjarðar, eitt til
Fáskrúðsfjarðar, eitt til Akraness
og eitt til Snæfellsness.
Kaupverð skipanna er frá 120
millj. kr.
Neitaði að tala íslenzku
heima á Fróni
ÞEGAR flugvél Flugfélags ís-
iands kom með hóp frá
Kanaríeyjum um áramótin til
Keflavíkurflugvallar var
ástandið sérstaklega slæmt í
flugvélinni hvað snerti
drykkjuskap og voru nokkrir
farþeganna illa á sig komnir.
llafði re.vndar orðið að skilja
nokkra eftir ytra. Meðal
þeirra, sem mest voru
drukknir, var einn, sem þóttist
ekkert kunna nema sænsku,
þegar hann steig úr vélinni á
Keflavíkurflugvelli og var
hann þó illskiIjanlegur vegna
innri förunauts. Var maðurinn
hinn versti og vildi Iltið
blíðkast. Þótti sumum skamm-
arlegt að hann neitaði að tala
fslenzku heima á Fróni.
Maðurinn hafði þó það mikla
rænu að hann keypti toll sinn,
en það varð honum líka ofraun,
því að hann sofnaði værum
blundi í Tollstöðinni. Endaði
það með því, að maðurinn var
látinn sofa úr sér á „góðum
stað“. Þegar hann vaknaði
daginn eftir byrjaði hann
daginn með því að sp.vrja hvar
hann væri, á sænsku. Þegar
honum var sagt, að hann væri á
íslandi tók hann mikil andköf,
því blessaður maðurinn var
Svíi og hafði alls ekki ætlað sér
til íslands. Á flugvellinum á
Kanaríeyjum féll hann hins
vegar svo vel inn í hópinn, sem
ætlaði heim til íslands, að allir
héldu manninn vera íslending
og þannig atvikaðist það, að
hann lenti út úr áætluninni.
Flugfélag islands mun hafa
kostað manninn heim til Svf-
þjóðar.
60 sm hækkun sjávar
í DAG er stærsti straumur ársins
og má búast við mjög hættulegu
ástandi við hafnir Suðurlands,
því að spáð er hvassviðri síðdegis
á sama tíma og yfirborð sjávar
verður 60 sm hærra en venjuiega.
Mjög djúp lægð er að koma yfir
landið og fylgir henni lágþrýst-
ingur, sem veldur því aðyfirborð
sjávar hækkar um 30 sentimetra,
en auk þess hækkar yfirborðið
um 30 sentimetra vegna stærsta
straums.
Páil Bergþórsson veðurfræðing-
ur tjáði Morgunblaðinu i gær, að
vegna jarðnándar tungls og halla
jarðmönduls væri einna mest
hætta á flóðum hérlendis.
1 gær flæddi t.d. í kjallara
nokkurra húsa í miðbænum í
Reykjavík, en þau standa það
lágt, að ef eitthvað ber út af flæð-
ir inn í þau.
Stórstraumsflóð var á 6. tíman-
um í morgun á Suðurlandi og
verður aftur um kl. 19 síðdegis,
unni. Kaupendur hafa hins vegar
haldið nokkuð að sér höndum
með kaup á mjöli, þar sem þeir
vilja bíða og sjá hvort Perúmenn
hefja veiðar 1. marz. Hins vegar
gera margir ráö fyrir því, að þótt
Perúmenn hefji veiðar á ný, verði
Soðningin
hækkar
Búið er að ákveða nýtt verð á
soðningunni hjá Verðlagsstjóra,
en hækkunin fylgir í kjölfar
hækkaðs fiskverðs í landinu.
Yfirleitt er um 11% hækkun að
ræða, en tvenns konar verð er
ákveöiö, annars vegar fvrir
Reykjavík og nágrenni og hins
vegar fyrir landið.
Fer hér á eftir nýja verðið á
soðningunni, en í svigum er verð-
hækkunin í prósentum.
Framhald á bls. 18
• •
Ogri setti met
Seldi fyrir 50
þúsund pund
í Grimsby
Annar skuttogari Ögurvíkur
h.f. Ögri R.E. setti nýtt sölumet
í Bretlandi 1 gærmorgun, þegar
skipið seldi 2036 kit (129.2
lestir) í Grimsby fyrir 49.740
sterlingspund eða tæpar 9.7
milljónir. Meðalverðið fyrir
aflann var kr. 75,20. Er þetta
hæsta verð, sem greitt hefur
verið fyrir einn einstakan fisk-
farm í Bretlandi til þessa.
Fiskverð virðíst nú vera ein-
staklega gott í Bretlandi og er
búizt við að svo verði áfram, og
í fyrradag, daginn áður en Ögri
seldi, hafði Uranus sett sölumet
þar, þegar togarinn seldi 82.2
lestir af fiski fyrir 38.872 pund
eða 6.3 milljónir. Meðalverðið
hjá Uranusi var kr. 77,25, sem
er næst hæsta meðalverð, sem
íslenzkt fiskiskip hefur fengið í
Bretlandi. Hæsta meðalverðið á
hins vegar Fylkir frá Nes-
kaupstað kr. 84.26 sett í
desember s.l. 1 gær seldi einnig
Kaldbakur frá Akureyri 71.8
lest fyrir 23.140 pund eða 5.4
Framhald á bls. 18
Á tíu og hálfsmánaðar úthaldi hefur ögri aflað 3100—3200
lestir og aflaverðmætið er 82.5 millj. kr.