Morgunblaðið - 10.01.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.01.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 10. JANUAR 1974 Þrjár af sfmastúlkunum „með gamla laginu". „Halló elskan." getur maður sagt f staðinn fyrir að heyra einhvern tónlausan tón. Vestmannaeyingar ræða að sjálfsögðu mikið sín á milli um þörf og möguleika á að reisa við Eyjabyggð og skapa Eyjafólkinu aftur viðunnandi lífsaðstöðu. Það er ekki heldur einungis mál Vestmannaeyinga einna, því að þjóðarskútan sem fyrirtæki hefur ekki efni á að gera Eyjabyggð klára að nýju, manna bátinn, en ennþá rfkir ekkert nema droll í þeim málum. Það sem kemur mest fram í viðtölum Eyja- fólks og því þykar brýnast, er að sjálfsögðu bygging nýrra húsa í stað þeirra 400, sem eyðilögðust í eldgosinu og eru nú undir allt frá 40—100 metra þykku hrauni. Þá kemur það skýrt fram að fólki finnst skipta öllu máli að nýtt hentugt skip verði smíðað fyrir Vestmannaeyjar, því að slíkt getur ráðið úrslitum um það, hve margir koma heim aftur og fólk vill á sig leggja í uppbyggingunni. Þá eru uppi háværar raddir um nauðsyn þess að kaupa innflutta íþróttahöll strax með sal og sundlaug, en þau mál munu skýrast á næstunni. íþróttahöll algjört stórmál - Yfir 2000 virkir þátttakendur í ÍBV ÍÞRÖTTAB.VN'DAL.VG Yest- mannaeyja lét engan hilhug á sér finna og meistarflokkur ÍBV skipaði sér í röð heztu íslenzku liðanna f ár eins og fyrr, þrátt fyrir flóttann frá Kyjum og æfingar við ótrúlega erfiðar að- stæður. Yið röhhuðum við Stefán Runólfsson formann IBY: „Æfingar eru hafnar hjá okk- ur," sagði Stefán." og strákarnir eru byrjaðir að æfa í öllum flokk- uin og einnig meistarflokki. Æfingar eru bæði fyrir pilta og stúlkur." „Hver eru helztu áforn í í- þróttamálum?" „Það eru geysilega mikil áform um að stækka og endurb.vggja grasvöllinn við Hástein. Undir- búningsvinnu er lokið og áfram unnið til áramóta jafnvel. Völlur- inn verður 120mxl20m þannig að hægt verður að hafa 4 velli með tilfærslu marka. Þá verða einnig byggð áhorfendasvæði. búningsherbergi og böð. Þá er ekki sfður spennandi. að uppi eru áform um að fá keypta hingað lilbúna íþróttahöll frá Norður- löndum. sem hefur bæði stóran íþróttasal. og inni- og útisund- laug. Þá er reiknað með sal sem er 22x44 m. áhorfendapöllum. innisundlaug með kerjum og stærri útisundiaug. Þetta hús kemur væntanlega til með að standa í Brimhólalaut við nýja íþróttasvæðið svo til miðsvæðis i bænum ntiðað við nýja byggingar- skipulagið. Það eru yfir 2000 virk- ir félagar í ÍBV og þvf mikil nauð- syn að fá þessa íþröttahöll strax. því bæði eru salir skólanna löngu orðnir allt of litlir fyrir félags- starfið i íþróttunum og engin sundlaug er nú til staðar. Bæjar- stjóri og bæjartæknifræðingur eru nú að kanna, hvernig er aði fjármagna fyrirtækið. Þá verður innan skamms hafist handa við að harpa og vinna nýtt slitlag á gamla malarvöllinn. en það fór ailt af þegai' askan var hreinsuð af vellinum. Ríkissjöður er búinn að setja á fjárlög 14 milljónir kr. til vailar- gerðarinnar við Hástein. en það er ljóst, að meira þarf til. ef það á að gera þetta á annað borð. Þá er rétt að taka það fram. að eftir þvf sem við bezt vitum verða 95-100% af meistarflokkstrákun- um komnir heim um áramót." Yfirdrifin verkefni hjá vélsmiðjum Kristján Þór Kristjánsson, for- stjóri Vélsmiðjunnar Mgana, sagði, að þeir væru komnir heim með allar sínar vélar og öll tækin væru komin upp.“ En það eru vanhöld f mannskap hjá okkur, þvf ennþá erum við aðeins 24 miðað við allt að helmingi fleiri fyrir gos. Við gerum okkur þó vonir um að fleiri bætist f hópinn í vetur og vor, þó að við vonumst að sjálfsögðu allir til, að þeir komi sem fyrst.“ Vélsmiðjan Þór hefur þegar tekið til starfa og starfaði reyndar af og til í gosinu sjálfu, og allar vélar Vélsmiðjunnar Völundar eru komnar heim og er verið að setja þær upp. Kristján Þór sagði, að verkefn- in væru yfirdrifin, þvf að um 60 bátar myndu verða gerðir út frá Eyjum i vetur auk loðnubátanna. ,,En,“ sagði Kristján Þór, „ég ber svolítinn kviðboga fyrir kjara- samningunum, því það yrði hrikalegt ástand hjá okkur, ef til verkfalla kæmi." Sjálfvirk og handvirk símaþjdnusta í bland um áramótin — Gasið eyðilagði dansgólfið Óli tsfeld að taka út úr gámunum með hjálp góðra manna. Unnið er í Samkomuhúsinu við að koma öllu í lag, en um þessar mundir er verið að mála húsið og auk þess þarf að skipta um gólf í aðalsalnum, þvf gasið eyðilagði allt parkettið í gólfinu. Oli ísfeld, sem annast daglegan rekstur hússins, er kominn heim. Víð hitt- um hann, þegar hann var að taka úr gámum og koma sínu fyrir aftur i Eyjum. „Það verður allt málað og standsett." sagði hann, „og það ætti að vera tilbúið um áramót, en það gengur illa að fá iðnaðarmenn. Núna er búið að mála loftið í salnum og eldhúsið, og parkettið á dansgólfið er kom- ið inn í húsið. Einnig á Litli salurinn að vera tilbúinn um sama leyti og bíó og danssalurinn, hvort sem það stenzt nú eða ekki. Þegar húsið er orðið klárt aftur hefjast sýningar og alveg á næst- unni verður farið að setja upp sýningarvélarnar. Það þarf líka að yfirdekkja stjólana í salnum, og þeir eru farnir til Reykjavíkur. Þá er ýmislegt á döfinni hér í húsinu, en það er ekki tímabært að segja frá því ennþá." —- á.j. fá loforð fyrir 200 númera hand- virkri stöð um mánaðamótin. Þá ættu allir að geta fengið sima. sem hafa beðið um þá. Annars verður byrjað að setja upp nýju stöðina fyrir áramót: hluti af henni er í Reykjavík og hluti er ekki kominn ennþá frá Svíþjóð. Þessi 1000 númera stöð verður tilbúin í júli — ágúst 1974, en á næstunni verður væntanlega gerð pöntun á annarri stöð fyrir Eyjar, en stækkunar möguleikarnir á þessari gerð sjálfvirkra stöðva eru ótakmarkaðir, og þessi nýja stöð verður betri en sú gamla." Hilmar sagði, að 7 stúlkur ynnu nú á simanum og fleiri myndu bætast við, eftir því sem þyrfti. Unnið er i öliu símstöðvarhúsinu meira og minna um þessar mund- ir og er allt að komast í horfið til að taka á móti nýju tækjunum. 30 — 40 manns vinna stöðugt að hin- um f jölmörgu verkefnum, en þess má geta, að simstöðin hefur unnið svo til sleitulaust í Eyjum siðan gosið hófst. Um mánaðamótin mun Vestmannaeyjaradíó flytja aftur í sfmstöðina úr Gagnfræða- skóia Vestmannaeyja, en þangað var allt flutt, þegar verst lét. Nú vantar ný loftnetsmöstur fyrir Eyjaradío, þvi að allar aðstæður eru svo breyttar vegna nýja lands- lagsins. Líklega verða nýju loft- -Tietin sett upp suður á Eyju. Hilmar sagða að stefnt væri að því að Ijúka við að flytja allt úr Gagnfræðaskólanum í vor, og sagði hann, að þegar væri byrjað á því verki. Kvað hann það verða gert jöfnum höndum, en . helzt þyrfti að vera búið að gera Gagn fræðaskólann í stand fyrir vorið, áður en fólkað fer að flykkjast heim, því nóg verður víst þörfin fyrir alla tiltæka iðnaðarmenn þá. Ililmar Gunnarsson sfmstöðvarstjóri. Það var mikill munur að koma inn í símstöðina, frá því ég kom þar síðast i gosinu. Þá var verið að flýja með allt úr húsinu vegna eldgossins og gassins og meira að segja þurftu björgunarmenn að vera með gasgrímur við að losa alla mótora stöðvarinnar og 400 batterí, sem hvert um sig vó 400 kg. „Nú eru möguleikar fyrir um 400 númer og allt af bætist eitt- hvað dag hvern," sagði Hilmar Gunnarsson símstöðvarstjóri, þeg- ar við röbbuðum við hann. „Þessi 400 númer," hélt hann áfram, „eru handvirk, en sjálfvirka stöð- in, sem er í gangi eykur þetta um 60 númer. Þörfin er hins vegar míklu meiri, og við erum búnir að Samkomuhúsið klárt „íþróttahöll er algjört stór- mál núþegar’, Litið inn í samkomuhúsið ogsímstöðina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.