Morgunblaðið - 10.01.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.01.1974, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANUAR 1974 22-0-22- RAUÐARÁRSTIG 31 BÍLALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 SL 14444 • 25555 mm ALEIGA CAR RENTAL 'MI OM-RaMTU.- I Hverfisgötu 1 S| 86060 Q BÍLALEIGAN 51EYSIR CAR RENTAL ‘«‘24460 í HVERJUM BÍL PIONŒŒR útvarpog stereo KASSETTUTÆKI -SKODA EYÐIR MINNA. Shodh UIOAH AUÐBREKKU 44-46. SÍMI 42600. FEROABÍLAR HF. Bilaleiga. — Simi 81260. Fímm manna Citroen G S stat- ion Fimm manna Citroen G S 8—22 manna Mercedes Benz hópferðabilar (m bílstjórum) HOPFERÐIR Til leigu í lengri og skemmri ferðir 8 — 50 farþega bilar. KJARTAN INGIMARSSON. sími 861 55 og 32716. HVER ER SINNAR ÆFU SMIDUR ^ SAMVINNUBANKINN iesið JRnrgtmblstíiili DRGIEGD STAKSTEINAR Kennimaðurinn Um þaer mundir sem ráðherr- ar kommúnista voru að sam- þvkkja „svikasamninginn“ á Álþingi flutti Magnús Kjart- ansson athyglisverða ræðu. Þessi hugvekja ráðherrans, sem hann flutti við umræðurn- ar um landhelgissamninginn við Breta snerist einkum um hve aimenningur hefði misst mikla trú á stjórnmálamiinn- um, og hvers vegna slfk óheilla- þróun hefði orðið. Að sjálf- sögðu hafði ráðherrann svör á reiðum höndum. Hann sagði, að almenningur væri orðinn upp- gefinn á stjórnmálamönnum, sem segðueittoggerðu annað. Stjórnmálamönnum, sem létu aldrei raunverulegar skoðanir sínar í ljós nema á lokuðum klíkufundutn. Auðvítað má segja, að þessar kenningar Magnúsar Kjartans- sonar, hafisvosannarlegaverið innan seilingar, þegar hann flutti hugvekju sína, því skömmu áður höfðu farið fram geysiieg átök innan Alþýðu- bandalagsins um „svikasamn- ingana". Brigilin gengu á báða □ Á að afnema gul umferð- arljós? Guðmundur Magnússon, Alfta- mýri 4, Reykjavík. spyr: „1. Væri ekki ti 1 bóta að af- neina gult ljös á untlan grænu? 2. Mætti ekki leyfa hægri beygju möti rauðu ljósi, sam- svararandi þvi. sem er. þar sem „frainhjáhlaup" hafa verið bú- in til við nokkur gatnamót. jafnvel þött sérstakar akreinar fyrir slíkan framúrakstur væru ekki fyrir hendi?" Pétur Steinbjarnarson frant- kvæmdastjóri Umferðarráðs svarar: „1. sv. Mál þetta hefur alloft komið til umræðu hér á landi. í nokkrum löndum, m.a. Banda- bóga, og miklar heitstrengingar voru um, ao aidrei skyldi Al- þýðubandalagið eiga þátt í að samþykkja „svikasamning- ana". Skömmu síðar mættu kommúnistaþingmennirnir í Sameinað þing, þar sem stjórn- arskráin býður þeim að greiða atkvæði samkvæmt samvizku sinni og þeir ekki aðeins sam- þykktu „svikasamningana," heldur hreinlega börðust fyrir samþykkt þeirra. Því þurfti Magnús Kjartans- son ekki að ieita til að finna stórkostiegustu dæmi um stjórnmáiamenn, sem segðu eitt og gerðu síðan þveröfugt, og það i þýðingarmestu máium þjóðarinnar. En því var ekki að heilsa, að Magnús Kjartansson reyndi að koma auga á það dæmi, sem nærtækast væri. Ráðherrann horfði fram hjá röftunum í augum sínum og félaga sinna og reyndi sem mest hann mátti að finna flís- ina, sem kynni að leynast með samþingmönnum hans. Og hann bætti um betur, því hann fullyrti án þess að biikna, að Alþýðubandalagið væri einmitt verðugur fulltrúi hins gagn- rikjunum, Frakklandi og Holl- andi, hefur gula Ijósið á undan græna verið fellt niður. Á Norð- urlöndunum öllum, svo og Bret- landi gildir sú regla, aðgult ljós er samtímis ra'uðu á undan grænu ljósi. Gult Ijós samtímis rauðu gefur til kynna að grænt ljós sé að koma og logar í 2 sekúndur. Talsmenn þeirrar skoðunar, að fella beri niður gult ljós samtímis rauðu og á undan grænu ljósi, telja, að það komi í veg fyrir óhöpp, sem stafa af þvi, að ökumenn fari of fljótt af stað áður en græna ljósið keinur. Reynslan hefur hins vegar sýnt, að þó svo að gult Ijós sé fellt niður fara öku- menn of fljótt af stað, þar sem þeir geta fylgzt með skiptingu umferðarljósa á gatnamótun- stæða, og þangað mætti sækja fögur dæmi um opna og hrein- skilna stjórnmálaumræðu, sem væri sjálfri sér samkvæm. Fannst þá þeim þingmönnum sem á hugvekju hlýddu, að þetta væri nú farið að verða orðið nokkuð gott. Er ekki neinn ágreiningur um, að eft- ir þessa framsetningu á sínum nýstárlegu kennisetn- ingum, þá sé Magnús Kjartans- son um alla framtíð búinn að tryggja sér sess meðal spek- inga, sem halda því enn fram að að jörðin sé flöt og ekki sfður meðal þeirra fróðu leik- manna um heim allan, sem jafnan hafa staðið fastir á því, að svart sé hvftt og öfugt. Leikurinn endurtekur sig Því er þetta rifjað upp, að í sambandi við umræður um varnarmálin, sem nú eru svo mjög á döfinni, hafa ráðherrar og aðrir Alþýðubandalagsmenn gefið yfirlýsingar, sem þeir og aðrir vita að eru með öllu óraunhæfar. Þannig hafa um, og fara strax af stað, er rauða ljósið kviknar á þvergöt- um eða á meðan þau farartæki eru að fara yfir gatnamótin, sem komin v'oru yfir stöðvunar- línu. Eins og fyrr segir, logar aldrei gult ljós ejtt sér á undan grænu ljósi, heldur ætíð sam- tímis rauðu og er því algjörlega óheimilt að fara þá af stað og er ljósið til þess, að ökumenn setji sig í viðbragðsstöðu og séu við- búnir að aka af stað um leið og græna ljósið kviknar. Þá má geta þess, að hér á landi hefur verið tekin upp sú regla, að við hverja skiptingu sýna Ijósin rautt í allar áttir í 2 sek. og er þaðgert til frekara öryggis. 2.sv. Regla þessi er í nokkr- um ríkjum Bandaríkjanna og fáeinum öðrum löndum, en kommúnistaráðherrarnir full- yrt, að um leið og þing kemur saman að loknu leyfi, verði lögð fram tiliaga um uppsögn varnarsamningsins, og varnar- liðið þannig einhliða sent á brott, þvert ofan I óskir allra vinaþjóða okkar og vilja lands- manna. Á þessu klifa komm- únistar endalaust, þótt þegar hafi aðrir ráðherrar bent á, að þetta sé markleysa ein. Því er nú ekki úr vegi fyrir orku- skortsráðherrann Magnús Kjartansson að glugga á nýjan leik í sínar frumlegu kenni- setningar um trú almennings á stjórnmálamönnum og reyna að gera sér grein fyrir, hvort þær, sem áður í landhelgis- samningunum, beri meðsér, að framkoma Alþýðuhandalags- ráðherranna sé hin eina traust- verðuga. Reyndar er sennilegt að orkuskortsráðherrann kom- izt að þeirri niðurstöðu, enda hefur hann fyrr komizt að kkemmtilegum niðurstöðum, svo sem eins og þeirri, að stefna hans hafi leitt til þess, tð bjartara sé yfir orkumálum í landinu eftir hans stutta ráð- herradóm. heyrir þó til undantekninga, þar sem í flestum löndum er bannað að aka á móti rauðu ljósi. Það er skoðun undirrit- aðs, að of mikil áhætta fylgi því að leyfa hægri beygju á móti rauöu ljósi. Hins vegar beri að leyfa hægri beygju á séystakri beygjuakrein eða „framhjá- hlaupi", þar sem hægt er að koma því við og umferð er mik- il til hægri. Þess má geta, að um þessar mundir er verið að að samræma umferðarlöggjöf á Norðurlönd- unum og í því sambandi er nauðsynlegt að gera nokkrar breytingar á umferðarlöggjöf- inni. Er ekki gert ráð yfir, að þessi regla verði tekin upþ í þeim tillögum,. sem fram hafa komið." spurt og svarad 1 Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS1 Hringið í síma 10100 kl 10—11 frá mánudegi til föstudags og biðjið um Les- endaþjónustu Morgunblaðs- ins. Að sögn veðurfræðinga hefur ekki orðið svo kaldur jólamán- uður sem nú í 100 ár og vafa- lítið höfum víð eitt og annað lært af þeim kulda, sem yfir landið hefur gengíð að und- anförnu. Okkur má að minnsta kosti vera það Ijðst, að ekki má ofmeta tæknina. Hugvil og vél- menning bregðast oft þegar mest á rfður. Hvað sem öllum þeim vandamálum líður, þá er ennþá litii ástæða til að óttast að jörð komi verr undan vetrar- brynjunni nú en oft áður í frostaminni árum. Þar veldur mestu, að nú hefur jafnfallinn snjór legið yfir landi lengst af í undangengnum frostum, og ekkert skjól fær gróðurinn sem veitir honum hetri vörn í harð- indum. Um þessi áramót mun klaki óvíða vera kominn dýpra en í 35 — 40 sm. í grónu landi, en snöggtum meira að sjálf- sögðu i rótarlausum fhigum og sandjörð. Það er mjög eðlilegt að-okkur verði skrafdrjúgt um veöuríariö og svo mun verða áfram meðan landið er í hyggð, enda afkoma okkar og sálarlíf háð tíðarfarinu. Frostaveturinn mikih 1918 hefur löngum verið okkur, sem nú lifum, nærtækasta viðmiðun um kaldan vetur. A þessum vetri hafa þó ennþá engir firðir og flóar orðið gangandi miinn- um ferðafærir milli byggðar- laga, eins og þá varð, og enginn er þetta óaldarvetur eins og sá mikli liörmungarvetur, sem sagt er frá í fornum hókum að hér iiafi ríkt árið 935. Sá var sagður hinn mesti vetur á is- landi og lá við sjalft, að fórnað væri hörnum og gamalmennum til fóðurlettis, eins og frægt er af gömlum sögnum. Þá sultu margir til hana. en sumir menn björguðust með áti hrafna og melrakka og mörg önnur óátan var þá etin til að bjargast frá hungurdauðanum. Átta tugum vetra siðar kom annað óáran, sem einnig er í fornum ritum getið. Það var hið sama ár og hinn fyrstí íslenzki biskup var vígður. Þá er sagt, að allt væri matur er tönn á festi. Eftir það var í liig leitt, að menn skyldu fasta hinn ’tólfta dag jóla og eftir það batnaði veðurfar og hefur skaplegt verið síðan, enda fór f()lk betur en áður að húa sig undir að mæta hörðum árum, þegar því var við komið og lærðist fljótt að n.vtja jarðar- innar gæði skár en áður hafi verið og safna í mathúr. Okkur nútímamönnum væri það áreiðanlega hollari lær- dómur en margt annað, sem nú er lesið í langskölagöngu eða sérhæfðri verkþjálfun, að kynna okkur reynslu genginna kynslóða, sem ótvírætt bendir okkur á, að í þessu landi hefur ávallt þurft að fara saman vit og strit. Það þarf að þekkja gæði landsins og hafa dug og vilja til að nýta þau til bjargar sér og sínum. Þannig mun það alla tfð verða í okkar hlessaða landí. Og þessi sannindi ættu að vera okkur ofarlega í huga á nýbyrjuðu ári, sem öðrum ár- um fremur mun verða helgað minníngu um liðna búsetu í landinu. Á þessum tímamótum væri það ómaklegt ef við færum að endurtaka áfellisdóma í garð forfeðranna fyrir það, að þeir eyddu skógarkjarri og stofnuðu til rofaharða og uppblásturs. Það var vafalaust ekki annað fyrir þá að gera, til að geta lifað og þeir höfðu ekki skógræktar- þekkingu nútímans, né tækni- kunnáttu til innflutnings á trjá- fræi. Ilitt er öruggt mál, að þeir fluttu með sér rætur margra nytjajurta, sem hér fyrirfund- ust ekki, en sem þeim var tamt að hafa til matar og drykkjar í sínum móðurlöndum. Meðþeim hætti auðguðu þeir verulega gróðurríki landsins og vafa- laust eigum við einnig þessum jurtum að einhverju leyti fjör að launa. Það má ekki varimeta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.