Morgunblaðið - 10.01.1974, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANUAR 1974
Góðtemplarareglan
á Islandi
90 ára
Afneitun áfengra drykkja. Al-
gert jafnrétti allra Keglu-bræðra
og systra, hver seni trúarbrögð
þeirra eru, af hvaða kynþætti,
slétt eða stöðu þeir eru eða stjórn-
málaskoðunar. „Vor akur er
heimurinn, kærleikur vor er rúm-
góður og mannúðin knýr oss
áfram."
Með þessum einkunnarorðum
óx mönnum áhugi og kjarkur til
útbreiðslu Góðtemplarareglunn-
ar. seni stofnuð var i Bandaríkj-
unuin árið 1852.
Það er svo árið 1868 sein fyrsta
Góðteinplarastúka Norðurálfunn-
ar er stofnuð í Englandi, og breið-
ist út til annarra landa.
Nokkrar bindindishreyfingar
höfðu starfað hér á landi þegar
norskur skósmiður Ole Lied að
nafni, beitti sér fyrir stofnun
fyrstu islenzku Góðtemplarastúk-
unnar, st Isafold nr. 1 á Akureyri,
með umboði frá yfirmanni Góð-
templarareglunnar í Noregi.
Stofnfundurinn var haldinn 10.
janúar 1884, á heimili Friðbjarn-
ar Steinssonar bóksala, og voru
stofnfélagar 12. Oft veltir lítil
þúfa þungu hlassi og til merkis
um áhuga stofnfélaganna og mik-
ilvirkni, var strax hafist handa
um útbreiðslu Reglunnar víðar
um land.
Að líkindum hefur enginn sem
þar var gert sér grein fyrir hve
farsælar afleíðingar samkoma
þeirra mundi hafa.
Brautryðjendurnir þurftu að
sigrast á ýmsum erfiðleikum, for-
dómum og harðri mótstöðu vín-
dýrkenda, sem oft mátti sín betur
meðan vankunnátta í félagsstörf-
um og víðfeðmi áfengissölunnar
var alger. Ahugi þeirra og áræðni
varð til þess, strax á fyrsta ári að
útgáfa fyrsta bindindisblaðs á ís-
landi varð til, „Bindindistíðindi"
undir ritstjórn Ásgeirs Sigurðs-
sonar.
Fyrir aldamótin var félagslíf
hér á landi fremur fábreytt, og
var Góðtemplarareglan brautryðj-
andi í félagsmálum víða um land.
Hún var Iýðræðislegur félags-
skapur, sem kenndi fólki að vinna
saman, og félagar hennar byggðu
fyrstu samkomuhúsin i kaupstöð-
um og kauptúnum vfðs vegar um
landið.
1 Góðtemplarareglunni nutu
konur fyrst jafnréttis við karl-
menn og flýtti það eflaust fyrir
því, að þær fengu síðar almennan
kosningarétt.
Þeir templarar, sem kynnst
höfðu lýðræðislegum félagsstörf-
um i Góðtemplarareglunni, stóðu
Friðbjörn Steinsson bóksali á
Akureyri. Einn af aðal hvata-
mönnum að stofnun fyrsta Góð-
templarastúkunnar.
oft fyrir stofnun ýmissa annarra
félaga, t.d. verkalýðsfélaga, kven-
félaga, leikfélaga og sjúkrasam-
laga. Góðtemplarareglan hefur
þannig í reynd verið víðtækur og
merkur félagsmálaskóli í landinu.
Félögum Reglunnar fjölgaði ört
á þessum árum, en hvar sem stúk-
ur voru stofnaðar kom upp mikið
umtal hvað hér væri eiginlega um
að vera. Félagsmenn voru skuld-
bundnir þagnarheiti, og gerði það
hlutina enn forvitnilegri. Vai' af
sumum, andvígum Reglunni,
leyndarmálum þessum, líkt við
galdra, og ekki bætti úr skák er
kvenfólk fór að ganga í Regluna,
þá hlaut hér að vera á ferð míkið
og alvarlegt siðspillíngai-félag.
Góðtemplarar stóðust þá, og æ
siðan það aðkast sem þeir urðu
fyrir, enda meðvitandi um það
sannleiksgildi sem aðkastinu
f.vlgdi.
Þá var mikið rætt um kristileg-
an kærleika og að templarar köll-
uðu hverjir aðra bræður og syst-
ur. Sumum þótti lítið til þess
koma, en reynslan hefur sýnt að
starf Reglunnar hefur einmitt
orðið svo árangursrikt, að eink-
unnarorðin voru trú, von og kær-
leikur.
Eftir miklar umræður og fórn-
fúst starf af hálfu Góðtemplara,
urðu niðurstöður úr þjóðarat-
kvæðagreiðslu um aðflutnings-
bann á áfengum drykkjum þær,
að bannið var samþykkt með
60,28% atkvæða. Þá var blað
Reglunnar „Templar" útbreidd-
asta blað landsins, og prentað í
4000 eintökum.
Góðtemplarareglan hafði opnað
augu þjóðarinnar fyrir skaðsemi
áfengisneyslunnar og gagnsemi
bindindishreyfingarinnar. Þá
þótti almennt minnkun að því að
hafa verið sjálfum sér og öðrum
til hneykslis og óþæginda, sem
áður höfðu þótt mestir, sem mest
gátu drukkið.
A næstu árum skíptust á skin
og skúrir í starfi Reglunnar.
Þrautseigja félaganna þegar
illa gekk og trúin á það góða og
rétta leiddi alltaf til bjartari tima
og kraf tmeira starfs.
Þrautseigja félaganna þegar
illa gekk og trúin á það góða og
rétta leiddi alltaf til bjartari tíma
og karftmeira starfs.
Vagga Reglunnar, Akureyri,
skartar nú af blómlegu Reglu-
starfi, og mörg merki eru þar um
fjölbreytt og dugmikið starf á
liðnum árum. Borgarbíó, Hótel
Varðborg, Æskulýðsheimili
templara, Bókasafn IOGT, Barna-
heimili templara, Flugkaffi IOGT
og minjasafnið í húsi stofn-
fundarins, Friðbjarnarhúsi.
Góðtemplarareglan hefur fyrst
og fremst litið svo á að hlutverk
hennar sé fyrirbyggjandi starf að
áfengisvörnum, en hefur þó einn-
ig staðið að markvissum aðgerð-
umtil hjálpar áfengissjúklingum.
Barnastarf á vegum Reglunnar
hefur alla tíð verið með miklum
blóma og í barnastúku hefur
margur sá er til mikilvægra
verkefna hefur valist, stigið sín
fyrstu félagslegu spor, og komið
fram í fyrsta sinn. Margur hefur
borið vitni um, að starf í barna-
stúku hafi verið sér ómetanlegur
skóli og undirbúningur fyrir lifs-
starfið.
Segja má að hin seinní ár og
með tilkomu fleiri félaga hafi
félagsstarfið hér á landi aukist
gifurlega, og fundarhöld stundum
svo, að mörg félög togast á um
hvern félagsþroskaðan mann.
Aukin atvinna og tilkoma sjón-
varps hafa einnig gert það að
verkum að félagsstarffemi hverju
nafni sem hún nefnist hefur ekki
reynst það afþreyingarsvar sem
áður þótti nauðsynlegt.
Góðtemplarareglan var braut-
ryðjandi að skipulögðum mótum
um mestu ferðahelgi ársins,
Verslunarmannahelgina. Sem
betur fer hefur sú þróun orðið
ríkari, að ekki fara saman, heil-
brigðar skemmtanir og áfengis-
neysla. Það er ánægjuleg þróun
sem bindindismótin hafa sannað,
að eldri og y ngri geta komið saman
og skemmt sér vel, enda áfengi
hvergi nærri.
Ein grein Góðtemulara-
reglunnar, islenskir ung-
templarar, var stofnuð 1958,
og hefur nú upp á að bjóða fjöl-
breytt starf ungu fólki til handa.
Þar er fyrirmyndin í fyrirrúmi.
Frjálst félagslíf án áfengis. ís-
lenskir ungtemplarar vinna kröft-
uglega að starfi og stefnumálum
Góðtemplara.
Góðtemplarar hafa um áratugi
Stórtemplar Ólaf Þ. Kristjánsson.