Morgunblaðið - 10.01.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.01.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 10. JANUAR 1974 Veitingahúsin í gang í dag SAMKOiMULAG náðist í de'ilu þjóna og veitingainanna í ga“r og var samkomulagið samþvkkt á fé- lagsfundi hjá báðum aðilum síð- degis I gær. Morgunblaðið hafði samband við Oskar Magnússon formann Félags framreiðslu- manna og Konráð Guðmundsson hótelstjóra á Hótel Sögu og leit- aði upplvsinga um niðurstöður, en verkfall þjóna hefur staðið í um það biltvo inánuði. Þjónar fengu breytt ýmsum köflum í samningum sínum. M.a. má nefna mjög hækkaða kaup- tryggingu, liækkun á greiðslum í lifeyrissjóð, orlofsgreiðsluhækk- Umræðufundur um vinnufræði i DAG fimmtudag gengst Stjórnunarfélag Islands fvrir um- ræðufundi um „ergonomíu" eða vinnufræði. sem fjallar um rann- sóknir á manninum við vinnu. Að sjálfsögðu fjalla margar greinar um þetta viðfangsefni, en vinnu- fræðin (ergonomían) sameinar á einum stað rannsóknir á öllum þeim atriðum, sem hafa áhrif á manninn við vinnuna. Vinnu- fræðin er þess vegna safngrein, þar sem læknar, tæknímenn, sál- fræðingar og margir aðrir sér- fræðingar leggja sameiginlega hönd á plóginn í því skvní að fá tæmandi lýsingu á áhrifum vinn- unnar og vinnuumhverfisins á man nin n. Jón Svavar Friðjónsson verk- fræðingur mun flytja framsögu um efnið á fundinum. sem hald- ínn verður í húsakvnnum Stjórnunarfélagsins kl. 10:00 í dag. Fundurinn er aðaltega ætlaður verkstjórum og öðrum þeim. sem stjórna fólki við vinnu. en öllum er heimill aðgangur meðan hús- rúm le.vfir. — Nixon Framhald af bls.l hann efndi til ráðstefnu tuttugu ríkja, þar á meðal allra aðildar- ríkja Efnahagsbandalags Evröpu og helztu olíuframleíðsluríkja heims. Væri þessi ráðstöfun for- setans gerð að frumkvæði Henrys Kissingers, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem hefði hvatt til þess, að komið yrði á laggirnar sérstakri, alþjóðlegri orkumála- nefnd, sem kynnti sér alla þætti orkuvandamálanna og gerði tillögur um það, hvernig bezt yrðí við þeim brugðizt með samræmd- um aðgerðum. Hugsanlegt er tal- íð, að Nixon vilji byrja á því að lialda fund með ofangreind- um átta ríkjum, sem Hvíta húsið segir, að þegar hafi verið boðið, til þess að kanna hug þeirra og samstarfs- vilja, áður en fulltrúar olíufram- leiðslurikjanna eru kallaðir til. Evrópuríkin, sem boð hafa fengið um þátttöku, eru: Frakkland V- Þýzkaland, Italía, Bretland, Hol- land og Noregur. Verði haldinn víðtækari ráðstefna en þessi, má búast við, að þar verði einnig full- trúar Belgíu, Danmerkur, Sví- þjóðar, Tyrklands, Grikkiands og nokkurra helztu ríkja Suður- Ameríku auk olíuframleiðslu- ríkja Araba. Bent er á, að Nixon kunni að velja fundartímann með það í huga, að EBE-ríkin vinna um þessár mundir að því, að finna leiðir til að samræma stefnu sina í olíumálun- um og eiga að hafa lokið þeim ulraunum fyrir februarlok. Jafnframt hefur komið í ljós, að Frakkar hafa gert sérsamning við Saudi-Arabíu um olíukaup og talið er víst, að fulltrúar Noregs og Svíþjóðar hyggi á ferð til Iraks i næstu viku til viðræðna um oliu- kaup þar. 0 un og hækkun á greiðslu í sjúkra- sjóð, aukna fatapeninga og veik- índadagpeninga og á jóiadag og skírdag er aukið prósentuálag á þjónustu, en að öðru leyti er prósentan óbreytt. Samkomulagið gildir til 1. des. 1975 og einn þátt- ur í endanlegu samkomulagi var, að uppsagnir gengju til baka nema þar sem rekstri hefði verið breytt. Loftleiðir hafa ákveðið að breyta hluta af rekstri sínum og er það eini staðurinn, sem ræður ekki allt það fólk aftur, sem var við vinnu áður en verkfall hófst. Allir aðrir staðir hefja rekstur í dag með sama fyrirkomulagi og var fyrir verkfall. Konráð gat þess þó, að verið væri að kanna hugsanlegar breyt- ingar á rekstri Súlnasalar Hótel Sögu, en ekkert væri afráðið enn- þá. Oskar kvað gott, að þessi deila væri úr sögunni, en þó væri leitt. að allir framreiðslumenn gætu ekki geimið að sínum fyrri störf- um. 9 Meginkjarabót þjóna kemur hins vegar til vegna opinberra verðhaikkana á áfengi, en þjón- ustugjald er reiknað af söluverði. — Soðningin Framhald af bls. 32 Reykjavík: Kílóið af hausuðum þorski hækkar úr 56 kr. í 62 kr. (10,7%), ýsa úr 61 kr. í 69 kr. (11,5%), ný þorskflök úr 98 kr. i 109 kr. (11,2%), nætursöltuð þorskílök úr 103 kr. í 114 kr. (10,7%), ný ýsuflök úr 106 kr. í 118 kr. (11,3%) og nætursöltuð ýsa úr 111 kr. í 123 kr. (10,8%). Landið: Kílóið af hausuðum þörski hækkar úr 52 kr. í 58 kr. (11,5%), ýsa hækkar úr 57 kr. í 63,50 kr. (11,4%), ný þorskflök hækka úr 91 kr. í 102 kr. (12,1% ), nætursöltuð þorskflök úr 96 kr. í 107 kr. (11.5%), ný ýsuflök úr99 kr í 111 kr. (12,1% ) og nætursölt- uð ýsa hækkar úr 104 kr. í 116 kr. eða um 11,5%. — Verðálýsi Framhald af bls. 32 sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að hvert tonn af mjöli væri nú selt á 10 — 10.25 dollara proteineineiningin eða 4.25 — 4.50 pund. Mjölseljendur á íslandi ákváðu í byrjun desember að hætta að selja mjöl í pundum og var ákveðið að selja framvegis i dollurum. Þessi ráðstöfun hefur strax borgað sig því pundið hefur fallið mjög ört í verði að undan- förnu, en dollarinn hefur aftur á móti heldur hækkað. Sagði Pétur. að frá því um mánaðamót nóvember-desember hefði proteineiningin hækkað um 0.25 — 0.50 dollara. Enn meiri hækkun hefur orðið á lýsi, því um mánaðamótin nóv.-des. var tonnið af því selt á 140 — 150 pund, en nú er það selt á rösklega 200 pund. Þá höfðum við samband við Svein Björnsson i viðskiptamála- ráðuneytinu og spurðumst fyrir um fyrirframsölur. Sagði hann, að búið væri að selja rúmlega 13000 lestir fyrirfram og mest hefði verið selt til V-Evrópu, 2000 leslir liafa einnig verið seldar til Júgóslavíu, en tnjöl hefur ekki verið selt þangað áður. Hafa Júgóslavar sýnt áhuga á meiri kaupum. Þá er væntanleg hingað sendinefnd frá Póllandi á næstu dögum, í því skyni að semja um kaup á mjöli. Pólverjarnir áttu reyndar að vera komnir til lands- ins, en þeir hafa nokkrum sinnum seinkað för sinni. I fyrra sömdu þeir um kaup á meira en 30 þús. lestum af mjöli, en fengu ekki afskipað neina 25 þúsund lestum, meðal annars vegna gossins í Eyj- um, en þaðan áttu þeir að fá mikið af mjöli. Harður árekstur varð á Kleppsvegi f gærkvöldi skammt innan við Laugarásbfó þegar jeppabifreið á sumardekkjum ók á fólksbifreið, sem kastaðist á aðra bifreið, sem stóð kyrrstæð’utan vegar. Ekki urðu alvarleg slys á mönnum að því að talið var. Ljósmynd Mbl. Sv. Þorin. ÍSAFOLD-FJALL- KONAN 90 ÁRA Akureyri 9. janúar. ELZTA góðtemplarstúkan á ís- landi, Ísafold-F’jallkonan nr. 1, verður 90 ára á morgun, en stofn- dagur hennai’ 10. jan. 1884 telst einnig vera stofndagur góð- templarareglunar hér á landi. Templarar minnast afmælis síns með hátíðarhöldum síðari hluta bessarar viku og um næstu helgi. í tileíni afmælisins verður mik- ið um dýrðir. Stórteinplar Noregs hefur verið boðið að koma hingað og öll framkvæmdanefnd og stór- templar Stórstúku Islands verða hér einnig. Þá hefur öllum æðstu templurum og umboðsmönnum stúknanna í landinu verið boðið að koma til'hátfðarinnar. Annað kvöld, afmælisdaginn sjálfan, verður farin blysför frá Hafnarstræti 20 að Friðbjarnar- húsi og lágður blómsveigur að brjóstmynd Friðbjarnar Steins- sonar sunnan við húsið. A föstu- - Öbreytt olíuverð Framhald af bls. I hyggju að bjóða neinum tiltekn- um aðilum eða samtökum til við- ræðna, en ríkin væru reiðubúín til funda engu að síður. Það atriði í samþykktum OPEC- fundarins, sem líklegast er til að valda, deilum er það, sem seg- ir um takmörkun á hagnaði olíufyrirtækjanna, þar sem ekki er nánar skilgreint hversu nnklar þær takmark- anir skuli vera né með hverjum hætti þeim verði helzt komið á. Þó gaf Amouzegar vís- bendingu um hvað OPEC-fulltrú- arnir hafa hugsað sér, er hann benti á áætlun, sem sagt er, að Bandaríkjastjórn hafi í bígerð um hækkun skatta á olíugróða. Ráð- herrann gerði hins vegar ljóst í orðræðum við blaðamenn, að hann væri ekki sérlega bjartsýnn á, að iðnríkjunum tækist að tak- marka olíugróðann. Hin fjórtán aðildarríki OPEC framleiða um helming þeirrar hráoliu, sem notuð er í heiminuin um þessar mundir. — Ögri Framhald af bls. 32 milljónír kr. Meðalverðið var röskar 73 kr. Gísli Jón Hermannsson fram- kvæmdastjóri Ögurvikur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að Ögri hefði farið á veiðar 18. desember s.l. Megnið af aflanum fékk skipið úti fyrir Vestfjörðum, en úrtök urðu nokkur vegna slæms veðurs. 1 afla Ögra voru um 18 lestir af kola og öðrum flatfiski, en fyrir flatfisk fæst almynnt einstak- lega gott verð í Englandi. Skip- stjóri á Ögra í þessari veiðiferð var Einar Jónsson, en hann er vanalega 1. stýrimaður á skip- ínu. Leysti hann skipstjóra skipsins, Brynjólf Halldórsson, af í þessari veíðiferð. Hæsta sala íslenzks togara þangað til þeir Uranus og Ögri seldu, átti Narfi, sett fyrir rúmum tveiinur árum, er þá seldi skipið fyrir 32.200 pund í Grímsby. dagskvöld kl. 20 hefst hátíðar- fundur i Ísafold-Fjallkonunni nr. 1 og á laugardag verður stór- stúkufundur kl. 13,30 og hástúku- fundur strax á eftir. Sameiginlegt borðhald verður í Vai'ðborg kl. 19 A sunnudagsmorgun kí. II verð- ur samkoma fyrir börn i barna- stúkunum og gesti þeirra í Borgarbíó. Afmælishátið- inni lýkur með kirkjugöngu í Akureyrarkirkju kl. 14 á sunnu- dag þar sem séra Pétur Sigur- geirsson vígslubiskup prédikar. —Sv.P. - Danska stjórnin Framhald af bls.l bæta launþegum upp síhækk- andi verð á neyzluvörum. Þær eru reiknaðar út á grundvelli neyzluvísitölu og mynda grund- völl samninga hinna ýmsu aðila á vínnumarkaðinum. Fyrirætlunum stjórnarinnar um að hreyfa við þessum upp- bótum var þegar illa tekið, bæði af hálfu launþega og vinnuveit- enda. A þinginu mæltu svo tii allir flokkar aðrir en stjórnar- flokkurinn — Vinstri — gegn þessum hugmyndum. Það verður þvi ekki túlkað sem samþykki við efnahagshug- myndum stjórnarinnar, þó henni verði bjargað undan fall- öxi sósíalistíska þjóðarflokks- ins, heldur aðeins skilið svo, að þingheimur óski stjórninní ögn lengri lífdaga. Hugmyndir stjórnarinnar um að taka fyrir þær sjálfkrafa breytingar, sem verða á launum í samræmi við aukna dýrtíð, koma fram sem liðir í heildar- áætlun er gengur út frá því, að dregið verði úr verðhækkunum og sparaðir verði þrír milljarð- ar danskra króna af ríkisút- gjöldum. Hvernig þetta má takast er ekki ljóst í smáatrið- um. Tillögur stjórnarinnar eru víðtækar, ná allt frá sérstökum uppbótum tíl einbýlishúsaeig- enda til endurmats á ríkis- stuðnmgi lista og takmörkunar á aðgangi að æðri menntastofn- unum. Sömuleiðis vill stjórnin innleiða sumartíma til að spara dýrmæta olíu. Stjórnin hefur þegar — án samþykkis þingsins — sett á verð- og launastöðvun, sem gildir fram í næsta mánuð. Var þetta gert til að gefa henni tóm til þess að koma víðtækari ráð- stöfunum gegnum þingið. Erfitt er að geta sér til um það, hvaða efnahagsráðstafanir stjórnmálaflokkarnir koma sér endanlega saman um. Stjórnar- flokkurínn hefur ekki nema 22 þingmenn af 175 og er i þeirri einstöku aðstöðu, að hann hef- ur ekki tryggt sér stuðning neins annars flokks í þinginu. Hinir hefðbundnu borgaralegu flokkar, Vinstri, Ihaldsflokkur- inn og Róttækir Vinstri, hafa ekki meirihluta þó aðþeir leggi saman og um þessar mundir virðast þeir ganga hver sina götuna. Enginn þeirra vili vinna með Framfaraflokki Mogens Glistrups vegna hinna undarlegu sjónarmiða hans. Valur vann Þór 20:11 Einn leikur fór fram í fyrstu deildinni í handknattleik í ga-r- kvöldi. Þai’ áttust við Valur og Þór frá Akureyri og sigraði Valur með 20 mörkum gegn 11. í leik- hléi var staðan 12:6, en nánar veröur sagt frá leiknuin á morg- un. — Landsleikur Framhald af bls. 31 kl. 16.00 og síðan verður annar leikur á sunnudaginn, sem hefst kl. 15.00. Forsala aðgöngumiða hefst kl. 17.00 á niorgun í Laugar- dalshöllinni og stendur yfir til kl. 19.00. A laugardaginn hefst forsala kl. 13.00. Verð aðgöngu- rniða er: kr. 300,00 kr. i sæti, 200,00 í stæði og 100,00 fyrir börn. — Jón Minning Framhald af bls. 23 hólms og átti þar lieima ætfð síð- an og vann við sknfslof'ustörf við góðan orðstir og ntiklar vinsældir, enda var hann jafnan reiðubúinn aðleysa hvers manns vandkvæði. Mér var alltaf mikil ánægja að koma og heimsækja hann í þeim fagra stað Stykkishólmi og kveð svo elskaðan bróður með hjartans þiikk fyrir allt. Eg er viss um að hann liefii' átt göða heimvon. Systir. — Skíðamenn Framhald af bls. 31 ana 2.—3. febrúar, en síðan rekur hveí’t mótið annað. Húsavíkjlö,- 17. febrúar. isafjörður 9.—10. marz, Akureyri 30.—31. niarz og ' loks Islandsmótið 9.—15. apríl. Það fer fram í Bláfjöll- unum og er undirbúningur í fullum gangi, meðal annars hefur verið gerður nýr stökk- pallur þar, sem gefur möguleika á allt að 40 rnelra stökkum. Síðasta skíðamót vetrarins fer svo fram á Siglufirði um hvíta- sunnuna — Skarðsmótið. Punktamót f göngu fara fram í Reykjavík 2.-3. febrúar, í Fljöt- unum 23. febrúar, á ísafirði 9.-10. marz og á Akureyri 30.-31. marz. Unglingamót á vegunt SKI fara fram á Akureyri 9.-10. febrúar og á Isafirði 16.-17. marz. — Landsbóka- safn Framhald af bls. 2 rita og vélritaðra verka Halldórs, ennfremur sum verk hans í próf- örkum eða fyrri útgáfum meðeig- inhandarbreytingum höfundar. Ilefur safninu smám saman áskotnazt mikið af handritum skáldsins. Er birtur listi yfir gef- endur handrita á árinu 1972, sem erumargir. Í þjóðdeild voru á árinu skráð 1542 verk og var þar af um endur- skráningu 532 verka að ræða. Spjöld voru alls 5328. islenzk bókaútgáfa 1971 reynd- ist samkvæmt aðföngum safnsins vera 397 bækur (yfir48 bls ), 141 bæklingur, 215 timarit, 78 blöð og 141 ársskýrsla, reikningar o.fl. Skiluðu 58 prentsmiðjur og fjöl- földunarfyrirtæki efni til safns- ins 1972 samkvæmt prentskilalög- um. Fjórtán aðilar afhentu á ár- inu prentskilaskylt efni, sem unn- íð var erlendis. Á árinu voru notuð i safninu 19.328 bindi og 3400 handrit. Les- endur voru 13.858 talsins. Utlán bóka og handrita voru 1526 og lántakendur 298. I ársskýrslunni er birt skrá yfir íslenzk rit 1971 og yfir rit á er- lendum tungum eftir íslenzka menn eða um íslenzkt efni. Grein er um notkun bóka og bókasafna eftir Guðmund Finnbogason, grein eftir Jón Samsonarson um spássíuvísu i rímnabók, Hai-aldur Sigurðsson skrifar um Sæmund Hólm Magnússon og kortagerð hans og Grímur M. Helgason um handritasafn Einars Guðmunds- sonar á Reyðarfirði. ia i'nii iguidiujf, :to ituio t nvt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.