Morgunblaðið - 01.02.1974, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 01.02.1974, Qupperneq 1
40 SIÐUR 26. tbl. 61. árg. FÖSTUDAGUR 1. FEBRUAR 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins Golda Meir; Israelar haf a engan áhuga á sýrlenzku landi Jerúsalem ogTel-Aviv 31. janú- ar AP — NTB GOLDA Meir forsætisráðherra ísraels sagði í ræðu í gær, að ísraelar hefðu engan áhuga á þvf að halda þeim sýrlenzku svæðum, sem þeir náðu á sitt vald í styrj- öldinni f haust og að þeir legðu áherzlu á að ná samningum við Sýrlendinga um aðskilnað herj- anna. Hún bætti þó við, að Israel- ar myndu ekki hefja viðræður við Sýrlendinga fyrr en þeir hefðu afhent lista yfir fsraelska strfðs- fanga og leyft eftirlitsmönnum alþjóða Rauða krossins að skoða fangabúðirnar. Forsætisráðherrann sagði, að ísraelar teldu, að Henry Kissing- er utanríkisráðherra Bandaríkj- anna og sovézkir ráðamenn hefðu hvað eftir annað reynt að fá Sýr- lendinga til að afhenda slikan lista, en án árangurs. Hún minnti á, að ísraelar hefðu á sínu valdi um 350 sýrlenzka stríðsfanga, sem 81 Pólver ji flúði af skemmtiferðaskipi Hamborg og Ösló, 31. janúar. NTB. 81 Pólverji flúði f land f þremur löndum af póiska skemmtiferða- skipinu Stefan Batory nú f vik- unni að því er skýrt var frá f kvöld f Hamborg, Ösló og Kaup- mannahöfn. Hafa margir farþeg- anna gefið sig fram við yfirvöld og beðizt hælis sem pólitfskir flóttamenn. Skv. fréttastofufregnum flúðu 5 meðan skipið lá í höfn í Ösló í fyrri viku, 12 í Kaupmannahöfn og 64 í Hamborg, er skipið kom þangað sl. mánudag. Útlendinga- eftirlitið í Kaupmannahöfn og Ósló segja, að aðeins tveir Pól- verjar hafi gefið sig fram við yfir- völd í Kaupmannahöfn, en v- þýzka lögreglan skýrði frá því, að 20 hefðu beðizt hælis i Hamborg, en 44 dveldust ennþá hjá ættingj- um og vinum. Mál þetta hefur vakið mikla athygli á Norðurlönd- unum og í Þýzkalandi, en Pólverj- arnir segja ástæðuna fyrir aðgerð- um sinum efnahagslegar og stjórnmálalegar aðstæður heima fyrir. sýrlenzk stjórnvöld virtust hafa lítinn áhuga á að fá heim aftur. Golda Meir- lagði áherzlu á, að ísraelar myndu ekki undir nokkr- um kringumstæðum setjast að samningaborðinu með þeim, sem hún kallaði „hryðjuverkasamtök Araba“, og myndu ekki sam- þykkja að þeir fengju að sækja friðarráðstefnuna i Genf. Aðeins deiluaðilar og fulltrúar stórveld- anna fengju að sitja ráðstefnuna, en að önnur riki í Miðausturlönd- um gætu fengið að senda áheyrn- arfulltrúa. Moshe Dayan varnarmálaráð- herra ísraela sagði á fundi í Jerúsalem i dag, að hann teldi, að Egyptar væru ánægðir með sam- komulagið um aðskilnað herjanna og að Egyptar myndu nú fara að vinna að því að opna Súezskurð á nýjan leik fyrir skipaumferð og endurreisa borgirnar við Framhald á bls. 22. Nixon forseti hlustar á lófatak þingheims áður en hann flutti ræðu sfna. I baksýn Gerald Ford varaforseti og Carl Albert forseti fulltrúa- deildarinnar. Nixon tekinn á orðinu Dómsmálanefndin kallar hann sem vitni Washington 31. jan. AP — NTB. í ræðu sinni í nótt til Bandaríkjaþings umstöðu þjóðarinnar kom Nixon forseti mjög á óvart, er hann lýsti því yfir undir lok ræðunnar, sem hann var í um 45 mfnútur að flytja, að hann myndi starfa með dómsmála- nefnd þingsins að rann- sókn á hugsanlegri máls- höfðun á hendur sér fyrir ríkisrétti. Mikil fagnaðar- læti brutust út meðal þing- manna, er forsetinn gaf þessa yfirlýsingu. Aður i ræðu sinni hafði hann lýst því yfir, að hann myndi gegna embætti út kjörtímabil sitt, en 3 ár eru eftir af þvi og lagði á það mikla áherzlu, að hætt yrði allri rannsókn á tengslum Hvíta húss- ins við Watergatemálið og að þingið og þjóðin sneru sér að því að leysa mikilvæg verkefni á sviði innanrikis- og utanrikismála. Frá þvi var skýrt í Washington í dag, að í kjölfar ræðu forsetans hefði dómsmálanefnd þingsins samþykkt tillögu, sem gefur nefndinni heimild til að kalla for- setann sem vitni i sambandi við undirbúning á málssókn á hendur honum. Tillagan var einróma samþykkt, eftir að felld hafði ver- ið tiliaga frá repúblíkönum um að slíkum vitnaleiðslum skyldi lokið fyrir 30. apríl. Stjórnmálafréttaritarar telja, að hinar góðu viðtökur, sem for- setinn fékk hjá þingheimi, en hann varð hvað eftir annað að gera hlé á ræðu sinni vegna lófa- taks, bendi til þess, að litlar likur séu á því, að honum verði stefnt. Meðan á ræðunni stóð reis mikill hluti þingheims nokkrum sinnum úr sætum til að fagna forsetanum. Þá kom það fram i ræðu forset- ans, að nokkrir Arabaleiðtogar hefðu fulivissað hann um, að á næstunni yrði haldin ráðstefna til að fjalla um afnám oliusölubanns til Bandaríkjanna. Hins vegar benti ekkert til þess, að forsetinn hefði fengið loforð um að svo yrði, Framhald á bls. 22. Islenzki fálkinn í hættu r Oþekktur sjúkdómur sem leiðir til dauða ISLENZKI fálkinn er nú í nokkurri hættu þar sem komið hefur I ljós sjúkdómur í stofn- inum, sem ekki hefur orðið vart við fyrr f heiminum. Sam- kvæmt upplýsingum dr. Finns Guðmundssonar fuglafræðings fóru að berast óeðlilega margir dauðir fálkar til Náttúrugripa- safnsins fyrir nokkrum árum og við athugun kom f ljós, að þeir voru mjög magrir og f koki þeirra og munni voru æxli. Dr. Finnur kvaðst ekki hafa getað gert sér grein fyrir því hvað þetta væri og því sent sýnishorn af æxlum til dýra- lækningaháskólans í Visconsin SJALDSÉÐUR fugl sást I Reykjavík í gær. Var það fálki, sem var f mestu makindum að gæða sér á rottu á klöppunum fyrir framan útvarpshúsið. Samkvæmt upplýsingum f meðfylgjandi frétt er hér að öllum likindum um sjúkan fálka að ræða. í Bandarikjunum. Niðurstaða visindamanna þar var sú, að þessi æxli stöfuðu af sníkju- ormi, sem lifði i blóðrás fálkans. Nefnist ormur þessi capellaria eftir samnefndri ætt- kvisl og er mjög lítill þráðorm- ur. Veikin hefur hlotið nafnið capellariasis. Þessi veiki hefur verið óþekkt i ránfuglum fram til þessa og aðeins orðið vart á islandi. Finnur kvað sér hafa komið i hug eftir þessar niðurstöður, að einhver önnur veiki væri frum- orsökin og því hefði hann sent marga dauða fálka til dýra- lækningaháskólans í Kaup- mannahöfn og einnig einn lifandi fálka, sem var mjög langt leiddur af sjúkdóminum. Þar er málið nú í rannsókn og kvaðst dr. Finnur vænta mikils af niðurstöðum visindamanna þar, því þar væri verið að semja ritgerð um þennan sjúkdóm og samkvæmt siðasta bréfi frá þeim, eru þeir ekki sannfærðir um að þráðormarnir séu upp- hafið að sjúkdóminum. Telja þeir, að þessir ormar séu i öllum fálkum, en að annar sjúk- dómur veiki hins vegar fáikana þannig, að þráðormarnir sem snikjudýr leiði þá til dauða. Taldi dr. Finnur mögulegt, að hér gæti verið um vírusa eða bakteríur að ræða, sem gætu verið frumorsökin. Þess má geta, að snýkjudýr lifa í flest- um villtum dýrum án þess að þeim sé mein að. Dr. Finnur kvað þennan sjúk- dóm valda miklum afföllum á íslenzka fálkastofninum, en búið væri að ganga úr skugga um, að þau væru ekki sökum meindýraeiturs eða illgresis. Kvað dr. Finnur fálkann, sem sást i fjörunni við Skúlagötuna bæði i gær og fyrradag og með- fylgjandi mynd er af, bera öll einkenni fugls með fyrr- greindan sjúkdóm, en þeir fugl- ar, sem eru með þennan sjúk- dóm, verða ófærir um að veiða fugla á flugi og leita þvi á ösku- hauga, fjörur og i bæi og leitast Framhald á bls. 22.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.