Morgunblaðið - 01.02.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.02.1974, Blaðsíða 3
MORGÚNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FÉBRÚAR 1974 3 L fasu^MGirv iiii iii 11 •hmii ii iinMiin * ji'i—iiihi I ishiiiuiihi^m^m^—tfwaiMB—■—i——a——————*yMa3tgMaaH—mc—g—j—BBaa—m—Kfcaj?——>stait''i wri fi—w,|ii n m m n—ni1 i—m 11 ttj.í *• ^ Þjóðarbókhlaðan — rannsókna- bókasafn og bókageymsla Samkvæmt tillöguteikn ingum w. arkitektanna Man- freðs Vilhjálmssonar og Þor- valds S. Þorvaldssonar verður Þjóðarbókhlöðubyggingin alls um 11.583 fermetrar og fjórar hæðir. t húsinu er gert ráð fyrir 830 lessætum, bókarými verð- ur fyrir 866.000 bindi og starfs- lið um 73 menn. Þjóðarbók- hlaðan verður fyrst og fremst rannsóknabókasafn og þar munu Landsbókasafnið og Háskólabókasafnið verða til húsa. Um leið er hún bóka- geymsluhús, þar sem á Lands- bókasafninu hvflir sú kvöð að varðveita allt prentað mál, sem út kemur á íslenzku. Þessir tveir meginþættir hafa eðlilega ráðið miklu um formun byggingarinnar, að sögn þeirra Manfreðs og Þorvalds. Þannig gera þeir ráð fyrir talsvert stóru svæði umhverfis sjálft húsið, er afgirt verður með 1—1.50 m háum hlöðnum múr- veggi, þannig að engu er líkara en byggingin standi á allstórri skál. Þetta fyrirkomulag hefur tvöfaldan tilgang, annars vegar að gefa byggingunni meiri virðuleika á hinum flötu melum allt í kring, en hins veg- ar að vernda hana fyrir utanað- komandi hávaða. Múrinn endurtekur sig síðan í neðstu hæð hússins, sem verð- ur hlaðin á sama hátt. Einnig það hefur sinn tilgang — að gefa byggingunni einkenni bókageymsluhúss, þvi að hand- an þeirra veggja er einmitt Þversnið 1. Anddyri 2. Spjaldskrá 3. Skráning, aðfangadeild 4. Handritadeild 5. Spjaldskrá þjóðdeildin, sá hluti safnsins er geymir allt efni — útlent og innlent — um ísland, land og þjóð, svo og er þar handrita- deild safnsins. Yfirleitt er fátt um glugga á húsinu nema annarri hæð, inn- gönguhæðinni. Hún er mjög opin út á við, enda eru þar saman komnir þeir þættir bóka- safns, sem ekki krefjast næðis. Á þessari hæð eru raunar einu innkomu- og útgönguleiðir bók- hlöðunnar og er það gert af öryggisástæðum. Þar er einnig hin almenna afgreiðsla safns- ins, spjaldskráin ásamt hand- bókum og öllu uppsláttarefni, kaffistofa, fyrirlestrarsalur, sýningasvæði, tímarita- og dag- blaðalesstofa. Svo og hefur stjórn safnsins aðsetur sitt á þessari hæð. Með þessari lausn eru spjald- skrár og afgreiðsla safnsins miðsvæðis í húsinu, þar sem þjóðdeild og handritadeild liggja einni hæð neðar og sjálf- beini safnsins á tveimur hæð- um fyrir ofan. Sjálfbeini er eins konar siálfsafereiðsla á bókum, þar sem skiptast á bæk- ur og lesrými. Þessi lausn er algeng í rannsókna- og háskóla- bókasöfnum í Bandarikjunum, en á fáar fyrirmyndir i evrópskum söfnum. Einkenni í útliti byggingar- innar eru fjórir turnar í útjaðri austur- og vesturhliða hennar. Manfreð var spurður um til- gang þeirra og svaraði hann því til, að það, sem ráðið hefði 6. Þjóðdeild 7. Bókageymslur 8. öryggisgeymsla 9. Sjálfbeinar 10. Lesrými mestu um Iausn hússins hefði verið að fá sem samfelldast gólfrými, svo að húsakynnin fengju sem mestan sveigjan- leika. Fyrir bragðið er húsráð- endum mikið sjáfsvald sett hvar þeir setja niður bækur og lestrarrými hverju sinni og auðvelt er að breyta þeirri skipan á nýjan leik. Turnarnir i útjaðrinum eru fyrst og fremst hafðir vegna stiga, lyftna, snyrtinga og lagna. Allt, sem getur valdið hávaða, er dregið út úr sjálfu húsinu inn í þessa turna, svo og allar hættulegar vatnslagnir, því að vatn mun vera jafnvel hættulegra bókum en eldur. Þá má geta þess, að í teikningum sínum hafa þeir Manfreð og Þorvaldur hagað formun hússins með tilliti til þess, að hægt sé að stækka það í áföngum seinna meir. Við gerð forsagnar og frum- uppdrátta hefur verið leitað til brezks arkitekts, H. Faulkner Brown, en hann er kunnur fyrir afskipti af þessari gerð háskóla- og rannsóknabóka- safna. Auk arkitekta hafa bóka- verðirnir Einar Sigurðsson og Ólafur Pálmason unnið að gerð forsagnar, en því starfi hefur Finnbogi Guðmundsson, lands- bókavörður stýrt. Verk- fræðingar eru Bragi Þorsteins- son og Eyvindur Valdemarsson, sem önnuðust hönnun hurðar- virkis, Kristján Flygenring annaðist hönnun loftræsingar, Sigurður Halldo'rsson hönnun raflagna en garðarkitekt er Reynir Vilhjálfsson. I húsbyggingarnefnd eiga sæti háskólarektor, húsa- meistari rikisins og landsbóka- vörður, sem er formaður nefnd- arinnar. Ráðgjafar byggingar- nefndar að fyrstu forsögn hafa verið H. L. Tveteráas, lands- bókavörður í Noregi, og enski arkitektinn og bókasafns- fræðingurinn Edward J. Carter. 10 9 rr-r Á 10 10 9 r JL 10 3 Áf! 2 il 5 4 i n inzn Þversnið af Þjóðarbókhlöðunni Þorvaldur S. Þorvaldsson Manfreð Vilhjálmsson Hér má sjá tilhögun í sjálfbeina — á þriðju og fjórðu hæð Þjóðarbókhlöðunnar — samkvæmt tillöguteikn- ingum þeirra Manfreðs og Þorvalds Hæð þrjú og f jögur 1. Varzla 5. Lesbásar 2. Hljóðdeild 6. Bókasafnsfræði 3. Málstofa (fyrirlestrasalur, 7. Bækur í sjálfbeina hópvinnusalur) 8. Vélritun 4. Lesrými í sjálfbeina 9. Stingar, lyftur, snyrting Sigfinnur Gunnar Geir Ölafur Albert Ásthildur Birgir Sigurður Árni Ólafur Markús Lárus Ráðstefna um sveitar- stjórnarmál hefst í dag RAÐSTEFNA Sjálfstæðisflokks- ins um sveitarstjómarmál hefst i dag kl. 9.30 á Hótel Loftleiðum og stendur í tvo daga, en þriðja dag- inn verður á sama stað ráðstefna um undirbúning sveitarstjórnar- kosninga. Ráðstefnan í dag hefst með því, að formaður flokksins, Geir Hallgrimsson, flytur ávarp. Þá verða flutt fimm framsögu- erindi. Ólafur B. Thors borgar- fulltrúi talar um framtíðarverk- efni og tekjustofna sveitarfélaga, Ásthildur Pétursdóttir, bæjarfull- trúi i Kópavogi talar um frum- kvæði sveitarfélaga i félagslegri þjónustu, Birgir Isl. Gunnarsson borgarstjóri talar um verndun náttúru og mótun umhverfis, Sig- urður Sigurðsson verzlunarmaður frá Akureyri talar um byggða- stefnu og Árni Grétar Finnsson bæjarfulltrúi í Hafnarfirði talar um orkumálin og sveitarfélögin, En gert er ráð fyrir, að framsögu- erindum verði lokið fyrir hádegí. Kl. 14 hefst fundur aftur og munu þá starfa umræðuhópar. Umræðustjórar eru Ólafur G. Ein- arsson alþingismaður, Markús örn Antonsson borgarfulltrúi, Lárus Jónsson alþingismaður, Sigfinnur Sigurðsson hagfræðing- ur og dr. G unnar Sigurðsson verk- fræðingur. Verður fundi frestað kl. 18 I dag, en haldið áfram á morgun, laugardag, en þá verða lögð fram álit umræðuhópa kl. 10—12 og fara fram umræður um þau. Kl. 14 á laugardag fara fram almennar umræður, en kl. 16 verður sameiginleg kaffidrykkja í nýja Sjálfstæðishúsinu og flytur Albert Guðmundsson borgarfull- trúi þá ávarp. En kl. 17 verður ráðstefnunni framhaldið og lokið um kvöldmatarieyti Allir fulltrúar f sveitarstjórn- um á landinu, er fylgja Sjálfstæð- isflokknum að málum, eru boðað- ir tíl ráðstefnunnar, svo og sunnu- dagsráðstefnunnar, og einnig full- trúar í flokksráði Sjálfstæðis- flokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.