Morgunblaðið - 01.02.1974, Síða 23

Morgunblaðið - 01.02.1974, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ.FÖSTUDAGUR 1. FEBRUAR 1974 23 Samtök psoriasis- og exemsjúklinga: Slgríður Einarsdóttir I varastjórn, Ásgeir Gunnarsson varaformaður, Hörður Ásgeirsson formaður, Anna Tryggvadóttir ritari, Adolf Björnsson meðstjórnandi og Benedikt Sveinsson gjaldkeri. A myndina vantar Kirsten B jartmars, sem er f varastjórn. Ókeypis til handa sjúklingum Tryggingastofnun rfkisins og lyf jaskrárnefnd hafa nú ákveð- ið, að sjúklingar, sem þjást af psoriasis og exemi á háu stigi, fái öll sfn lyf greidd að fullu af öllum sjúkrasamlögum á land- inu. Þessar upplýsingar komu fram á blaðamannafundi, sem Samtök psoriasis- og exem- sjúklinga efndu til nú f vik- unni. Samtökin hafa einnig náð hagstæðum samningum við Flugfélag tslands um afslátt á fargjöldum til Kanarfeyja, en sól- og sjóböð eru talin mjög heppileg fyrir psoriasissjúki- inga. Af öðrum verkefnum, sem stjórn samtakanna hefur á stefnuskrá sinni, má nefna heimangöngudeildir, fræðslu- fundi og fjársöfnun til rann- sóknarstarfa á sviði psoriasis og exems. Strax eftir stofnun Samtaka psoriasis- og exemsjúklinga þann 15. nóvember 1972 var hafizt handa, um að vinna að þeim verkefnum, sem brýnust voru, þ. á m. að fá ókeypis lyf til handa psoriasis- og exemsjúk- um. Þetta starf hefur nú borið þann árangur sem fyrr greinir. Tryggingaráð hefur þó sett mjög ákveðnar reglur um þessi mál og þarf sjúklingurinn að framvísa læknisvottorði, sem Sýnir fram á, að hann þjáist af ,,kronisku“ (langvarandi) psoriasis eða exemi. Geta þarf þess i vottorðinu, hvers eðlis sjúkdómurinn er, og á hve háu stigi. Aðeins verða tekin gild vottorð frá húðsjúkdómalækni, nema viðkomandi sjúklingur eigi örðugt með að ná til sér- fræðings, t.d. végna búsetu, og mun þá vottorð heimilis- eða héraðslæknis tekið gilt. Sjúkl- ingum verður úthlutað skfr- teini við framvisun læknisvott- orðs til sjúkrasamlags. Sjúkra- samlag Reykjavfkur mun hefja afgreiðslu skírteina i dag, 1. febrúar. Það gefur auga leið, að þessi ráðstöfun mun spara þeim, er þjást af þessum ill- kynjuðu húðsjúkdómum, tugi þúsunda króna á ári. Reynslan hefur sýnt, að psor- iasissjúklingar fá flestir hverjir tímabundna lækningu við sól- og sjóböð. Nú hafa samtökin í samráði við Fiugfélag íslands annazt fyrirgreiðslu um ódýrar ferðir til Kanarieyja, vegna hagstæðs tilboðs Flugfélagsins til handa sjúklingum samtak- anna. Nokkrir tugir sjúklinga hafa þegar farið í þessar ferðir með góðum árangri. Það verkefni, sem samtökin leggja áherzlu á um þessar mundir, er að koma á fót heim- angönguheimilum, þar sem sjúklingar geta notið læknis- meðferðar, fengið gufu- og ljós- böð og komizt I sundlaug með saltblönduðu vatni og tjöruböð. Hafa heilbrigðisyfirvöld tekið vel í ósk samtakanna um, að slíkum heimangönguheimilum verði komið á fót í fjölmenn- ustu byggðarlögum landsins. Nýlega hafa verið stofnuð al- þjóðasamtök psoriasissjúkl- inga, og eru islenzku samtökin aðilar að þeirri stofnun. í is- lenzku samtökunum eru nú um 580 manns, þar af 462 sjúkling- ar. Leggja samtökan mikla áherzlu á, að allir psoriasis- og exemsjúklingar, sem ekki eru í samtökunum, gangi f þau, svo að allir, sem bera þessa sjúk- dóma geti staðið saman f barátt- unrii um bætta aðstöðu og betri möguleika álækningu. Mánudaginn 4. febrúar n.k. verður haldinn fræðslufundur á vegum samtakanna, og hefst hann kl. 20.30 I Súlnasal Hótei Sögu. Dr. Maggi Jónsson Doktor í arkitektúr Maggi Jónsson arkitekt varði 16. janúar sl. doktorsritgerð við University of Michigan i Anarbor í Bandarikjunum. Mun hann vera fyrsti doktorinn í arkitektúr hér á landi. Doktors- ritgerðin nefnist á ensku „Guidelines and Criteria for the Design of Facilities for Compulsory Education in Rural Iceland" og fjallar um skólabygg- ingar fyrir skyldunámið úti á landsbyggðinni á íslandi. Maggi Jónsson er Húnvetning- ur, fæddur 1937 á Kagaðarhóli i Austur-Húnavatnssýslu, sonur hjónanna Guðrúnar Jónsdóttur og Jóns Stefánssonar, bónda þar. Hann varð trésmiður og lauk siðan námi í tæknifræði i Svíþjóð árið 1966. Þá starfaði hann hér heima í 8 ár, en í ársbyrjun 1969 fór hann til Bandaríkjanna, þar sem hann lauk BA- og sfðan Masterprófi i arkitektúr við Michiganháskóla, og þar varði hann doktorsritgerð sína nú ný- lega. Maggi Jónsson er nú ráðgjafi háskólans um byggingarmál, mun fylgjast þar með byggingarfram- kvæmdum. Kona hans er Sigríður Soffía Sandholt. 7 0 bátar tryggðir hjá Bátaábyrgðar félagi Vestm.eyja AÐALFUNDUB Bátaábyrgðar- féiags Vestmannaeyja fyrir árið 1972 var haldinn f Akóges í Vest- mannaeyjum, föstudaginn 25. janúar s.l. Afkoma félagsins 1972 var góð, og var tekjuafgangur af öilum tryggingum félagsins, sem eru: bátatrygging, skipatrygging, atvinnuslysatrygging, farangurs- trygging bátasjómanna og endur- tryggingar. Nettóeign félagsins var í árslok kr. 38 milljónir, i séreignasjóði félagsmanna eru 14.6 milljónir, en sá sjóður er jafnframt vara- Bifreið stolið Rannsóknarlögreglan í Reykja- vík hefur lýst eftir gulri Opel Record-bifreið með svörtum toppi, árgerð 1963, R-11587, sem hvarf frá Kjartansgötu 7 íReykja- vík á sunnudaginn. Þeir, sem geta gefið upplýsingar um ferðir bif- reiðarinnar siðan eða hvar hana er nú að finna, eru beðnir að láta lögregluna vita. sjóður félagsins. I tryggingu hjá félaginu voru 70 bátar að heildar- verðmæti 574 millj. kr. Á fundinum kom fram mikill áhugi fyrir að hraðað yrði við- gerðum á dráttarbrautunum í Vestmannaeyjum, svo hægt verði að taka upp báta. Ennfremur kom fram hörð gagnrýni á Póst- og símamálastjórnina fyrir ófull- nægjandi þjónustu á Vestmanna- eyjaradió og var samþykkt sam- hljóða eftirfarandi tillaga frá Guðmundi Karlssyni: „Aðalfundur Bátaábyrgðar- félags Vestmannaeyja, haldinn i Akógeshúsinu 25. janúar 1974, skorar á Póst- og símamálastjórn að setja þegar næturvakt á Vest- mannaeyjaradló og að séð verði um, að radíóið skili allri sömu þjónustu nú og fyrir eldgos." Ur stjórn áttu að ganga Björn Guðmundsson útgerðarmaður og Haraldur Hannesson útgerðar- maður en þeir voru báðir endur- kjörnir. Fyrir eru i stjórn Martin Tómasson, formaður, Sighvatur Bjarnason, varaformaður og Jón Sigurðsson, ritari. Bátaábyrgðarfélag Vestmanna- eyja er orðið 112 ára gamalt, en þaðvar stofnað árið 1862. Tore Askilsrud og Þyri Hóim sölukona hjá Jóhanni Olafssyni & co. með veggteppi með góbelin-útsaumi. (ljósm. Mbl. Sv. Þorm.) Norskur góbelinútsaumur á íslenzkan markað Skjalatösku stolið úr bíl Um kl. 19 á miðvikudagskvöldið var svartri skjalatösku stolið úr bifreið, sem stóð á stæði framan við húsaröðina nr. 26—30 við Skúlagötu. I skjaiatöskunni var kvikmyndatökuvél og talsvert af skjölum, sem eru eigandanum verðmæt, en þjófnum ekki. Er mjög bagalegt fyrir eigandann að missa skjölin. * NVLEGA var hér á ferð Tore Askilsrud sölustjóri norska fyrir- tækisins Gunnar Pedersen A.S., en það er leiðandi fyrirtæki i Noregi varðandi vörur, er iúta að útsaumi. Hefur fyrirtækið hug á þvf að koma vörum sfnum á ís- ienzkan markað, en það hefur þegar aflað sér viðurkenningar f Skandinavfu og Bandarfkjunum. Gunnar Pedersen A.S. hefur að baki langa reynslu í framleiðslu á útsaumi, en fyrirtækið var stofn- að árið 1915 i Osló. Einkum hefur það iagt mikla rækt við góbelinút- saum og komið fram með ýmsar nýjungar á því sviði, bæði hvað varðar litasamsetningi og mynzt- ur. Sagði Askilsrud, að i mynstr- unum mætti finna áhrif frá göml- um norskum útsaumi, þótt þar væri ekki um beinar eftirlíkingar að ræða. Kvaðst Askilsrud von- góður um góðar undirtektir á framleiðsluvörum fyrirtækisins hér á landi og var hann ánægður með árangur af för sinni hingað. Jóhann Ölafsson & co hefur um- boðfyrir vörur norska fyrirtækis ins á Islandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.