Morgunblaðið - 16.02.1974, Síða 29

Morgunblaðið - 16.02.1974, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1974 29 ROSE- ANNA FRAMHALDSSAGA EFTIR MAJ SJÖWALL OG PER WAHLOO JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR ÞfDDI 33 bátunum, ég veit það ekki. Svona eftir á held ég þetta hafi verið maðurinn á myndinni, þótt ég hefði haldið, að hún hefði hitt hann seinna. Og þá sagði hún aldrei orð. — Hvað sagði hún um hann þetta fyrsta sumar? — Svo sem ekkert sérstakt. Bara að hann væri ákaflega geðs- legur. Ég held hún hafi litið upp til hans og henni fannst hann heims- mannslegur í fasi. En svo hætti hún alveg að tala um hann. Eitt- hvað gerðist á milli þeirra, eða þetta rann út í sandinn, þvi að ég man, að á tímabili var hún ákaf- lega niðurdregin. — Voruð þið einnig með henni næsta sumar á eftir? — Nei. Þá var hún aftur á „Diönu“ en ég var á ,,Juno“. Við hittumst stöku sinnum i Vad- stena, en við töluðum ekkert sam- an. Má bjóða yður meira kaffi? — Hefur hún annars gert eitt- hvað, af því að þér eruð að spyrja svona margs. — Nei, sagði Martin — hún hefur ekkert gert. En mig langar til að hafa upp á manninum á myndinni. Munið þér eftir nokkru, sem hún sagði eða gerði þetta sumar, sem gæti staðið í sambandi við þennan mann? — Nei, ég man ekki eftir neinu. Við vorum saman í klefa og hún var stundum burtu á næturnar. Ég gerði því skóna, að hún væri með einhverjum manni, en ég er ekki ein af þeim, sem er að skipta mér af öðru fólki. En ég veit hún var ekkert sérstaklega glöð. Ég á við, að hefði hún verið ástfangin af einhverjum, hefði hún átt að vera glöð. En það var eitthvað annað. Sönnu nær að segja að hún hafi verið döpur og taugaóstyrk. Hún hætti áður en ferðunum lauk. Einn daginn var hún allt í einu farin og ég varð að gjöra svo vel og sjá um allt heilan dag, áður en þeir fengu nýja manneskju. Mér var sagt hún hefði verið flutt á sjúkrahús, en það virtist enginn vita, hvað hefði verið að henni. Hún kom að minnsta kosti ekki aftur það sumar. Og síðan hef ég ekki séð hana. Hún fékk sér meira kaffi og bauð Martin kökur og hélt áfram að skrafa um vinnu sína og hina ýmsu félaga og farþega, sem hún mundi eftir. Hann slapp ekki fyrr en klukkutíma síðar. Martin var ómótt af kaffinu og hann gekk aftur til Kristineberg. Sólin skein á himni og pollarnir voru óðum að þorna. Meðan hann gekk í þungum þönkum, velti hann því fyrir sér, hvers hann hefði orðið vísari af að tala við stúlkurnar tvær. Hann hafði að vísu ekki fengið orð út úr Karin Larsson, en þó hafði heimsókn hans til hennar sannfært hann um, að hún þekkti manninn, en þorði ekki að viður- kenna það. Hjá Göta Isaksson hafði hann fengið að vita þetta: Að Karin Larsson hafði hitt mann um borð á „Díönu“ sumarið 1961. Sennilega farþega á ferða- mannaplássi, sem sfðan hafði ferðast með skipinu öðru hverju það sumar. Að hún tveimur árum síðar, sumarið 1963 hafði hitt mann, sennilega farþega á ferðamanna- plássi, sem fór öðru hverju með bátnum. Eftir ýmsu að dæma gat hér verið um að ræða sama mann- inn. Að Karin Larsson hafði það sumar verið óstyrk á taugum og slæm í skapi og hún hafði hætt að vinna, mánuði áður en til stóð og hafði verið lögð inn á sjúkrahús. Hann vissi ekki hvers vegna. Ekki heldur á hvaða spítala hún hafði farið, né hversu lengi hún hafði verið þar. Sýnilega var ekki um aðra leið að ræða en reyna að spyrja hana sjálfa. Hann hringdi þegar hann kom aftur til skrifstofunnar, en eng- inn svaraði. Kannski var hún sofandi, eða vann til skiptis fyrri hluta og síðari hluta dags. Seinni hluta dagsins hringdi hann hvað eftir annað og enn nokkrum sinnum um kvöldið. Daginn eftir var loksins svarað i símann, og þekkti hann, að þar var komin þrekvaxna morgun- sloppskonan, sem hann hafði hitt, þegar hann kom í heimsóknina. — Nei hún erfarin. — Hvenær fór hún. — I gærkvöldi. Við hvern tala ég. — Góðan vin hennar. Hvert fór hún? — Hún- minntist ekkert á það. En ég heyrði, að hún hringdi og spurði hvenær lestin til Gauta- borgar færi. — Heyrðuð þér ekkert annað? — Mér skildist hún ætlaði að ráðasig á bát. — Hvenær ákvað hún að fara. — Ja, það lá mikið á. Það kom maður hingað i gærmorgun að tala við hana og það var eftir að hann var farinn, sem hún varð óð og uppvæg í að fara. Hún var aiveg geggjuð. — Þér vitið náttúrlega ekki á hvaða bát hún ætlaði að ráða sig. — Nei, það veit ég ekki. — Haldið þér hún verði lengi burtu? — Það veit ég náttúrlega ekkert um. A ég að skila kveðju, ef hún lætur heyra frá sér? — Nei.þakka yður fyrir. Hún hafði tekið saman föggur sinar og flúið f skelfingu. Hann var viss um, að hún var þegar komin um borð í bát og var ekki lengur innan seilingar. Og nú var VELVAKANDI Velvakandi svarar i sima 10-100 kl 1 0.30 — 11.30, frá mánudegi til föstudags. 0 Rauðivilji — Þjóðvilji Árni Helgason skrifar: „Kæri Velvakandi. Það veldur mikilli undrun, hversu bæði kommar og nytsamir sakleysingjar eru andvígir því að verja sitt eigið land. Varið land á í dag ekki aldeilis upp á pallborðið hjá þeim. Það er í þeirra augum eitthvað hið ægilegasta, sem til er fyrir land og þjóð. Hvílíkir andlegir snillingar. Hins vegar munu þessir sömu vera á lofti, þegar eitthvað berst að austan, sem getur sett skarð í varnarvegg lands og þjóðar. Þá eru sporin ekki spöruð. Enda ligg- ur í augum uppi, að Rússland nýtur meiri ljóma í augum þeirra en eigið föðurland. Og hvers kon- ar glæpir, sem eru framdir í austri, eru varðir sem heilagir hlutir. Já, hún er víða i heiminum 5. herdeild Rússanna, svo geðs- legt sem það er. Þá eru það svokallaðir „her- náms“-andstæðingar eða hvað þeir kalla sig. Ég þekki ekki þetta hernám, sem alltaf er verið að stagast á, og býst við, að fáir þekki það. Ég veit ekki betur en þetta lið, sem byggir Keflavíkurflugvöll og er frá Bandaríkjunum, okkar mestu vina- og viðskiptaþjóð, sé þar vegna þess, að sameiginlegir hagsmunir frjálsra þjóða sjá sér ekki einungis hag i því, heldur er nauðsynlegt að hafa samstarf á öllum sviðum, sem leiða til betra lífs. 0 ’ Hver er hættan af dvöl varnar- liðsins? Og mér er spurn. Hvert er það ónæði, sem við höfum orðið fyrir af þessu fólki? Ekki þekki ég það og enginn hefir getað bent á það. Ekki trúi ég því, að tungan sé í hættu, þegar við eigum svona stóran hóp menntamanna, sem hafa skapað hér menntað þjóð- félag. Eða er íslenzkan ekki svo sterk, að hún þoli þetta? Hvað segja menn þá um alla þá útlend- inga, sem Alþingi veitir borgara- réttindi á hverju ári, án þess að rannsaka uppruna þeirra eða ann- að? Stafar kannski minni hætta af þeim? Ég veit ekki betur en þessi svo- nefndi „her“ þarna suður frá láti margt gott af sér leiða. Hvað verður um alla þá, sem þar hafa haft sína afkomu, ef hann hverf- ur á brott? Og hvað hafa þessir menn oft rétt hjálparhönd, þegar neyð og voði hafa steðjað að bæði á sjó og landi? Það er ekki tíund- að í Þjóðviljanum, enda gildir að- eins Rússavilji þar. Éghefi aldrei heyrt bent á eitt einasta atriði, sem rýri það, að þessi bönd þjóð- anna haldist eins og þau nú eru. Og svo spyr ég: Hvað bjóða þessir óvinir varins lands okkur i stað- inn fyrir þetta lið? Ég hefi enn ekki komið auga á neitt. Það er bara hrópað „úlfur, úlfur“ og það látið duga. Sér nú ekki skynsöm þjóð eins og við íslendingar í gegnum þennan svikavef? Árni Helgason.“ 0 Fyrirspurn til Elíasar S. Jónssonar H. Þ„ Kleppsvegi 48, óskar að koma þeirri spurningu á fram- færi við þann, sem sat fyrir svör- um fyrir hönd herstöðvaandstæð- inga í Beinni línu um daginn, hvort hann geti nefnt það land I veröldinni, sem er án varna. Herstöðvaandstæðingurinn, sem hér um ræðir, er Elías Snæ- land Jónsson, nýr uppfræðari í Landshorni, og verður nú fróðlegt að heyra svar hans við þessarri spurningu — hvort sem hann ósk- ar eftir að birta það á síðum Tímans eða fá inni fyrir það hér — sem velkomið er. 0 Fyrr má nú rota en dauðrota Ragna Áðalsteins á Lauga- bóli skrifar: „Þau gerast nú æði kuldaleg ævintýrin við Djúp, það er að minnsta kosti mín reynsla. Nú fyrir stuttu þurfti ég að elta djúpbátinn, Fagranes, I ellefu tíma í kafófærð og hörkufrosti, með sjúkling, sem var fárveikur. I þetta skipti var um að ræða fjár- hundinn minn og ætlaði ég að koma honum til tsafjarðar til dýralæknis. Ég fór af stað héðan bráð- snemma og morguninn, ásamt dóttur minni, sem ætlaði að koma dýrinu til læknisins. En kálið er ekki alltaf sopið, þó að i ausuna sé komið. Þegar ég hafði farið um 2 km leið, var allt ófært vegna snjóa, var þá byrjað að moka sig áfram og eftir mikið þóf var sjáanlegt, að við mundum ekki ná bátnum i Ögri, sem er um 13 km héðan. Ég tók því það ráð að senda skipstjóra boð um að biða þar til ég kæmi. Það var nú heldur mikið að biðja um þann munað; nei báturinn fór frá bryggjunni nákvæmlega 9 mínútum áður en ég kom. Nú dýrinu mínu vildi ég fyrir hvern mun bjarga og áfram var haldið og nú áleiðis að Eyri í Mjóafirði, sem er um 30 km leið. Þar er nýbyggð bryggja, sem erfitt hefur verið að fá bátinn til að koma að, nema þegar þeim, sem honum stjórna, þóknast að gera svo, en það er nú sem betur fer komið í lag eftir tveggja ára stríð við ráðamenn þessa fyrir- tækis. Að Eyri kom ég klukkan 6 síð- degis, eftir að hafa mokað mig áfram svo klukkutímum skipti og borið mjólk og annan farangur siðasta spottann. Þarna fóru farþegar mínir um borð. Þá átti ég eftir að aka til baka og moka á nýjan leik, því að skafrenningshríð var allan dag- inn. Heim til mín kom ég klukkan að ganga níu. Þessi saga er sögð hér, til þess að sýna fram á, við hvaða öryggis- leysi, að ég tali nú ekki um tillits- leysi, við eigum að búa hér við Djúp í samgöngumálum. 0 Versnandi þjónusta Við hér í ögurhreppi höf- um þráfaldlega óskað eftir þvi að fá bátinn til þess að breyta þannig ferðum sinum, að hann taki far- þega, sem ætla á Isafjörð í útleið, þ.e.a.s. komi við um kvöldið, þá tekur ferðin til Isafjarðar 1 !4 tíma, en annars tekur hún 9—10 tíma. Um árabil var það þannig, að báturinn tók Ögur i innleið á föstudögum, en i útleið á þriðju- dögum og var þá hægt að fara í hverja vík og hvern fjörð, en eftir því sem að bæirnir leggjast í eyði og fólkinu fækkar, hefur þjónusta þessa samgöngutækis stórversnað og það svo, að til stórvandræða horfir. I þetta skipti ætlaði ég að koma hundi, en það er ekki betra með mannfólkið. 1 fyrravetur ætlaði ég að kom- ast með lítinn dreng til læknis og bað um að djúpbáturinn kæmi við í Ögri i bakaleið og flytti okkur til ísafjarðar. Því neitaði skipstjóri og kenndi um að engin siglinga- ljós væru i Ögri og það væri of mikil áhætta að fara upp að bryggju i myrkri, en veður var mjög gott. Kvöldið eftir var svo þetta barn sótt á rækjubáti, sem ekki hikaði við að koma að bryggju i stórsjó og hvassviðri, en þeir eiga þakkir skilið fyrir liðlegheitin, rækjuskipstjórar. Nú er búið að setja upp siglingaljós, en þá er því kennt um að olían sé svo dýr, að ógerningur sé að fara þennan krók. Nú, sannleikurinn er sá, að það tekur bátinn nákvæmlega 8 min- útur að fara þennan krók, það er nú allt og sumt. Bæði mér og öðrum hefur sýnzt, að hann eyði bæði tíma og olíu, þegar hann fer í djúpið í vitlausu veðri, og sýnt er, að hann geti fáa eða enga höfn tekið; einnig þegar hann bíður eftir ferðafólki klukkutimum saman, en kannski olian kosti þá ekkert, af því það er ekki fyrir bændur. Hér er rætt um Inni Djúpsáætl- un og alls konar framkvæmdir út frá henni. Ég held, að óhætt væri að hætta þeim vangaveltum, ef samgöngur verða í þvi formi, sem þær eru nú, þvi að það er efst i huga hvers einasta manns hér, að ef þessu er ekki kippt í lag nú þegar, fer þessi byggð i eyði. Þau er ótalin simtölin, sem við erum búin að eyða á þennan fram— kvæmdastjóra, en það er eins og vindhögg út i loftið, þvi hann leggur bara tólið á. Stirðbusa- skapurinn við búandi fólk hér er alveg dæmalaus, það get ég stað- hæft hvar og hvenær sem er. Maður hefur aldrei kynnzt öðrum eins ruddaskap og manni hefur verið sýndur að undanförnu. Ég held, að ef þetta heldur enn áfram, væri ráðlegt að gefa fram- kvæmdastjóra og skipstjóra frí frá störfum, og þó að fyrr hefði verið. Margt væri hægt að tína hér til í þessu sambandi og heldur verra en ég hefi nú nefnt, en ég læt þetta nægja að sinni. Ragna Aðalsteins. Laugabóli." — Samgönguæðar Framhald af bls. 10 Ölfus hefur gengið mun betur, hvort tveggja veldur: betri vinnu- brögð og ódýrara slitlag, oliumöl, það er hún, er koma skal á alla aðalvegi, þegar á þessum áratug. Næstu ár verður að beita öllu fáanlegu fjármagni til vegagerð- arinnar, í rykbindingu með oliu- möl. Nú rjúka milljóna tugir út í loftið á-fáum vikum, skyggni fram á veginn ekker, ökuleiðin brátt sem hraungrýti, haust og vor ófært svað. Þessum ósköpum verður að linna, ekki einhvern tima á næstu öld eða jafnvel seinna, heldur á þessum áratug, m.k. snemma á þeim næsta. Ljóst er að endurbæta verður gömlu vegina nokkuð, t.d. rétta úr verstu beygjum hækka snjó- þyngstu kafla á fjölförnustu leiðum og styrkja malarlagið, en þá flýgur slitlagið eigi lengur út yfir tún og engi, og spillir graslendi öllu i nánd við vegina. Viðhald veganna næstum hverfur, svo þar gefast nokkur hundruð millj. til endur- bótanna, svo mjótt verður á mun- um milli kostnaðar við möl undir olíumöl og venjulegt viðhald. Samanlagðar vegalengdir frá Reykjavik til Akureyrar og aust- ur í Vík i Mýrdal er u.þ.b. 640 km. Af þessari végalengd mun þegar búið að oliubera um 90 km. Þessa 550 km er mjög auðvelt leggja oliumöl á næstu þremur árum: Lagningin mun kosta allt að kr. 1300 millj. eða árlega h.u.b. kr. 430 millj. sem er nær jafnt og er varið árlega til viðhalds veganna. Þetta eru mínnstu kröfur að gera, svo við missum ekki af „strætis- vagninum'. Svo þarf enn að herða róðurinn og olíumalar leggja árlega minnst 250 km helst þrjú hundruð. Má þá svo fara, að flestir fjölförnustu vegir verði komnir undir olíumöl, malbik eða steinsteypu um næstu aldamót. Væntanlega bregða sýslufél. eða landshlutasamtök við, fara að dæmi ríkisins og leggja varanlegt slitlag á sína hliðarvegi, og kaup- túna götur. Allir viðurkenna veg- ina vera lífæðar bvggðarlaganna, en skammt hörkkva orðin tóm. í útvarpinu var fyrir skömmu viðtal við vegamálastjóra og hann spurður siðast hvað hann teldi nú brýnast i vegamálum. Svar vega- málastj. var á þá leið, að sín sterka ósk væri að fá alla aðalvegi rykbundna, þ.e. malbikaða eða olíuborna. Þetta var viturlega og vel mælt. Vegamálastj. þekkir best hvað það gildir,þegar slitlag- ið rýkur út i veður og vind, að mestu horfið þegar vetrar, svo með vorinu verða vegirnir illfær- ir, vegna aurbleytu. Tjónið verð- ur varla í tölum talið. Vegamála- stj. á að ráða stefnunni. Þar til framkvæmdum þeim er lokið er um ræðir hér að framan, verða þingmennirnir, að leggja sína hreppapólitik á hilluna. Átt er við stórfelldar breytingar á legu þjóðveganna, svo sem veg yfir aurana fyrir botni Hvalfjarð- ar, og veginn um fen og flóa Borgarfj. með brýr yfir Hvítá og Borgarfj. Milljarðafyrirtæki. Smá lagfæring þarf að gera á Hval- fjarðarvegi áður hann er oliubor- inn, svo sem hækka „giljareitinn'* norðan við Botnsskála. Seinna verður sú breyting gerð á Hval- fjarðarleiðinni, að mikil bílferja eða ferjur verður sett hjá Eyri eða Kalastaðakoti og flytur þar á milli. Hugsanleg er brú i stað ferju. Annað tveggja er framtíð- in. Við þetta mundi Vesturlands- vegur styttast um 30 —40 km. Um- talaði vegur um Borgarfj. styttir vesturlandsveg, en lengir leiðina norður um jafnmarga km. Þessir nefndu vegir þjóna byggðinni framvegis, þó höfuðleiðin verði lögð á öðrum stað, og því jafn nauðsynlegt að oliubera þá nú Þegar. Fleira þessu likt mætti nefna, en óþarft að gera. Mest um vert að hraða framvæmdum. Það er I leikur einn, ef skilningur er fyrir hendi og viljann má og ekki vanta. Nafnið: hraðbraut ætti að örva til dáða. Leitt ef það verður skop- nefnieitt. 16.11 1973 I Steingrimur Davíðsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.